Morgunblaðið - 01.12.2016, Side 12

Morgunblaðið - 01.12.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 mánudaginn 5. desember og þriðjudaginn 6. desember kl. 18 Jólauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–18 og þriðjudag kl. 10–17 Br ag iÁ sg ei rss on g g Sigurlaug Jónasdóttir Uppboð í 20 ár Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ eir sem hafa gaman af góðum vísindaskáld- skap fengu heldur bet- ur glaðning með þátt- unum Westworld. HBO framleiðir þættina og eru þeir meðal annars sýndir á Stöð 2. Sögusviðið er skemmtigarður, einhverntíma í fjarlægri framtíð, þar sem háþróuð vélmenni end- urskapa ævintýraheim kúreka og indjána fyrir gesti. Sækja þættirnir inn- blástur til sam- nefndrar kvik- myndar frá árinu 1973. Þar fór Yul Brynner með að- alhlutverkið og Michael Crichton bæði skrifaði handrit og leik- stýrði. Einn af rauðu þráðunum í þáttunum er hvar mörkin á milli manns og vélar liggja. Vélmennin virðast svo mennsk og spurning hvort hönnuðir þeirra hafi óvart (eða viljandi) gengið of langt þegar þeir gáfu vélmennunum djúpt til- finningalíf. Er þetta kunnuglegt þema, og hefur sést í ýmsum út- færslum. Fólk deilir t.d. enn um hvort sögupersóna Harrisons Fords í Blade Runner var mennsk eða ekki. Kristinn R. Þórisson prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hefur lengi haft áhuga á þessu umræðuefni, og þeim heim- spekilegu spurningum sem kvikna þegar sá möguleiki virðist innan seilingar að tæknin geti skapað einhvers konar vitsmunaveru, hvort heldur í formi ofurgreindrar tölvu eða vélmennis sem virðist mennskt í alla staði. „Þessar spurningar kveikja í alls konar djúpum hvötum sem eru í raun sameiginlegar öllum lífverum á plánetunni: að geta skynjað og greint hverjir eru líkir manni sjálf- um og hverjir ekki.“ Eins og hver önnur brauðrist? Að sögn Kristins yrði okkur líklega fyrirmunað að skilja innra líf gervigreindra vélmenna með meðvitund. Upplifa þau tilveruna eins og við? Er sársauki fyrir þeim meira eða minna ekta en hann er fyrir okkur? „En ekki síður áhuga- verðar eru spurningarnar um hvaða áhrif þessi fullkomnu vél- menni myndu hafa á okkur sem manneskjur. Þætti okkur eðlilegt eða slæmt að koma illa fram við vélmenni sem væri nánast óaðfinn- anlegt afrit af manneskju? Væri jafn sjálfsagt að nýta þannig vél- menni sem þræla og þjóna rétt eins og við notum brauðristar og þvottavélar til að gera okkur lífið léttara? Áður en við getum svarað þessu þurfum við að skilja betur hvað meðvitund er – og það fyr- irbæri virðist í flesta staði jafn dularfullt nú og fyrir 2000 árum.“ Þarna er komið að öðru þema sem Westworld-þættirnir rann- saka: hvernig skemmtigarðurinn laðar fram innri mann gestanna. Hvað gerir fólk þegar allt er leyfi- legt og engin eftirmál af því að myrða, nauðga og misþyrma? Sumir gestanna finna sínar bestu hliðar á meðan aðrir breytast í skrímsli. „Það er ekkert nýtt að hafa áhyggjur af því hvernig hegð- un okkar, og þær upplifanir sem henni fylgja, geti haft slæmar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir okkur seinna meir. Nærtækt dæmi er hugtak sem ég hef ekki fundið í neinu öðru þjóðfélagi en því ís- lenska; „að lesa yfir sig“, sem lýsir ótta þjóðfélagsins við menntun – að „of mikil“ menntun geti gert mann „klikkaðan“. Annað kunn- uglegt dæmi eru áhyggjur af sjón- varpsglápi barna og unglinga, og hvort það að spila tölvuleiki sem snúast um að skjóta, brjóta og bramla, beini fólki frá ham- ingjusömu og heilbrigðu lífi. Svörin við þessu geta aldrei verið einföld, því fyrirbærin sem þar koma við sögu, og samspil þeirra, eru marg- þætt.“ Um samskiptin við vélmenni í framtíðinni segir Kristinn erfitt að fullyrða hvort áhrifin gætu orðið til góðs eða slæms, rétt eins og ekki er hægt að fullyrða um áhrif sjónvarpsgláps og tölvuleikja. „Samspil mannshugans við um- hverfið er flókið, og útilokað væri á þessum tímapunkti að ætla að setja fram alhliða leiðbeiningar eða reglur til að koma í veg fyrir skað- lega þróun. Og jafnvel ef við viss- um af hugsanlegum hættum er óvíst að við værum fær um að gera það skynsamlega í stöðunni, sam- anber aðgerðaleysi og seinagang vegna loftslagsbreytinga sem vitað hefur verið um í áratugi.“ Samúð með Atlas Kannski gefur það einhverja vísbendingu um samspil manns og vélmenna hvernig netverjar brugð- ust við þegar upptökur birtust af prófunum tæknifyrirtækisins Bost- on Dynamics á róbótanum Atlas. Er um að ræða tækniundur sem líkist mannskepnunni ekki að öðru leyti en því að ganga upprétt á Hvað á að gera við vélmennin? Sjónvarpsþættirnir West- world kveikja spurningar um hvað gerist þegar nær enginn munur virðist lengur á vél og manni. Óvissa Hvar liggja mörkin? Enn er deilt um hvort persóna Harrisons Ford í Blade Runner var maður eða vélmenni. Kristinn Þórisson Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Jólaskreytingar eru alla jafna ekki kenndar við naumhyggju, enda aug- ljós öfugmæli í því sem annars vegar er skreytt og hins vegar naumt. En undantekningin ku sanna flestar reglur. Aðventukransar eru tvímæla- laust jólaskraut og þeir eru til í öllum stærðum og gerðum – líka í anda naumhyggju og endurnýtingar. Ólafur Jens Sigurðsson, leikstjóri og leiklistarkennari, hefur búið til að- ventukrans heimilisins í mörg herr- ans ár án þess að mikið hafi farið fyr- ir tiltækinu út á við. Í upphafi aðventu setti hann að gamni sínu mynd af handverkinu á Facebook og þá var ekki að sökum að spyrja, fyrir- spurnir hrönnuðust inn og sömuleið- is pantanir. Kransinn er enda engum öðrum líkur, eða að minnsta kosti fáum. Efniviðurinn er – auk fjögurra kerta – einungis kertavax. Algjörlega til fyrirmyndar og eftirbreytni hvað endurnýtingu áhrærir. „Gömul hugmynd,“ segir Ólafur Jens. „Fyrir um tólf árum datt mér í hug að búa til krans úr kerta- afgöngum og hef allar götur síðan haft það að sið fyrir jólin. Einu sinni tókst mér þó hálfklúðurslega til því ég brenndi mig á vaxinu og varð handlama svo ekki varð neitt úr kransagerðinni það árið.“ Hann segir kransagerðina ekki tiltak- anlega erfiða sem slíka, en tímafreka og nauðsynlegt sé að fara að öllu með gát. „Fyrst bræði ég gamla kertastubba og aðventukransinn frá í fyrra í potti við vægan hita og gæti þess að halda vaxinu jafnheitu allan tímann. Síðan helli ég því í hringlaga mót eða skál og sker ofurvarlega göt fyrir kertin þegar vaxið er lítillega farið að storkna. Við þetta sullast það svolítið upp úr og því þarf að passa að halda yfirborðinu sléttu. Eftir hálftíma til þrjú korter er kert- unum stungið í götin. Mesta kúnstin og þolinmæðisvinnan er að halda kertunum beinum á meðan vaxið Aðventukrans í anda naum- hyggju og endurnýtingar Kertastubbar ganga í endurnýjun lífdaga Vaxkrans Hægt er að skreyta aðventukransinn á ýmsa vegu. Í tilefni af útgáfu bókarinnar Glímt við geðklofa eftir Ívar Rafn Jónsson sem byggist á sama efni og einleik- urinn Þú kemst þinn veg verða tvær hátíðarsýningar á leikverkinu í Tjarn- arbíói. Annars vegar kl. 20.30 í kvöld, fimmtudaginn 1. desember, og hins vegar á sama tíma sunnudaginn 4. desember. Umræður verða með höfundi verksins, Finnboga Þorkeli Jónssyni, bókarhöfundi og Garðari Sölva Helgasyni en hvort tveggja bókin og verkið byggja á sögu hans. Verkið veitir einstaka innsýn í líf manns með geðklofa, líf á ofsahraða og líf þar sem einn dagur er tekinn fyrir einu og þannig sigrast á erf- iðleikum. Fylgst er með persónunni Guðmanni halda fyrirlestur um Garð- ar Sölva, besta vin sinn og umbun- arkerfið hans. Fyrirlesturinn tekur heldur óvænta stefnu og þróast ekki beint eins og Guðmann ætlaði sér. Allt gengur á afturfótunum, einföld- ustu hlutir verða flóknir og Guðmann strögglar við að leysa málin. Á köfl- um brýst leikhúsið inn í verkið líkt og ranghugmynd og það skásta sem Guðmanni dettur í hug að gera til að fela stressið er að „detta í“ að segja eina og eina sögu inn á milli þess sem hann ætlar sér að byrja fyrirlest- urinn. Bæði höfundur bókarinnar og höf- undur einleiksins hafa unnið náið með Garðari Sölva. Í bókinni Glímt við geðklofa segir Garðar Sölvi sögu sína á einlægan og fræðandi hátt Allur hagnaður af sölu bókarinnar rennur til styrktar ferðafélagsins Víð- sýnar sem er ferðafélag fólks með geðraskanir. Einleikur í Tjarnarbíói Þú kemst þinn veg F.v. Garðar Sölvi, Ívar Rafn og Finnbogi Þorkell. Innsýn í líf manns með geðklofa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.