Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
á Kjarvalsstöðum, og munu þeir gleðja
safngesti til 6. janúar. Samhliða fer af
stað ratleikurinn Leitin að jólavætt-
unum, sem byggist á að finna vætt-
irnar á húsveggjum borgarinnar og
svara léttum spurningum um þær.
Opin vinnustofa fyrir fjölskyldur
verður í Hugmyndasmiðjunni á Kjar-
valsstöðum kl. 11 –13 þrjá næstu laug-
ardaga, 3., 10., og 17. desember. Berg-
lind Jóna Hlynsdóttir, myndlistarkona,
aðstoðar þátttakendur við að skil-
greina jóla-skap og skapa eitthvað úr
því.
Í Listasafni Reykjavíkur er ýmislegt á
döfinni. Kl. 20 í kvöld, fimmtudag 1.
desember, heldur Amnesty Int-
ernational friðarfund í tengslum við
sýningar í Hafnarhúsi sem fjalla um
stríðsátök og vonir um heimsfrið.
Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Ís-
landsdeildar, fjallar um mannréttinda-
hugtakið í víðu samhengi og mannrétt-
indaverndina eins og hún birtist í starfi
hreyfingarinnar.
Á morgun, föstudaginn 3. desember,
verða allar jólavættir borgarinnar búnir
að koma sér fyrir bæði í Hafnarhúsi og
Listasafn Reykjavíkur
Jól Jólavættirnar tengja Jólaborgina Reykjavík við íslenska sagnahefð.
Friðarfundur og jólavættir
tveimur fótum, vera með búk og
tvo handleggi. Mörgum þótti ljótt
að sjá tæknimenn prófa getu Atlas
með því að hrinda og ýta róbót-
anum.
Þannig gætu fyrstu skrefin í
átt að því að koma í veg fyrir
slæma meðferð róbóta byggst á
svipuðum tilfinningalegum og
heimspekilegum rökum og þau lög
sem tryggja velferð dýra. Mætti
t.d. leita fanga í skrifum Imm-
anuels Kants sem varaði við
slæmri meðferð á dýrum á þeim
forsendum að grimmd í garð dýra
gæti hæglega smitað út frá sér og
birst í formi grimmdar í garð ann-
arra manna. Ef Kant hefur rétt
fyrir sér þá myndi það varla boða
gott ef mætti umgangast nær
mennsk vélmenni með engu minni
tillitssemi og virðingu en við um-
göngumst ryksugu eða örybylgju-
ofn.
Ætli Descartes eða Thomas
Aquinas, sem voru meira harð-
brjósta í garð dýra, myndu um-
gangast vélmenni með vitund með
öðrum hætti? „Ef vélmenni myndi
segjast vilja frelsi, hefur sú setn-
ing sömu merkingu eins og ef
manneskja segði hana? Vís-
indamenn hafa smíðað tölvur sem
geta sigrað stórmeistara í skák, en
þær vélar hafa engan skilning á
samhengi aðgerða sinna eða raun-
veruleikanum. Við myndum þurfa
að svara spurningunni hvort vélin
sem biður um frelsi hafi einhvern
skilning á því sem hún er að segja.
Til þess þurfum við haldbæra
kenningu um hvað skilningur er,
en í dag er þannig kenningu hvergi
að finna.“
Framtíðin er langt í burtu
Kristinn telur langt í að viti
borin og manneskjuleg vélmenni
fari að sjást annars staðar en í
sjónvarpi og bíómyndum og því
enn of snemmt að reyna að svara
mörgum þessara spurninga. „Ef
við skoðum þróunina í tölvuleikjum
þá virðist kapphlaupið við að ná
fram sem mestu raunsæi vera eins
og í kapphlaupi Akkilesar og
skjaldbökunnar, að með hverju
skrefi fram á við er eins og markið
sé enn óralangt í burtu. Að ætla að
búa til vélmenni sem er óaðfinn-
anlega líkt manneskju í útliti og
hegðun er verkefni sem gæti tekið
nokkur þúsund ár. Nema kannski
ef ofurgreind vél í okkar nánustu
framtíð finnur útúr því hvernig
gera megi það fyrr.“
Elskhugar Eru ekta tilfinningar milli Evan Rachel Wood og James Marsden?
Hryllingur Vélmennin í Westworld eru notuð sem leikföng ríka fólksins.
Tregi Rutger Hauer fyllti áhorfendur skelfingu og samúð í Blade Runner.
storknar í mótinu, en það getur tekið
um hálftíma. Í blálokin bræði ég örlít-
ið meira vax sem ég nota til að jafna
yfirborðið.“
Hvítt undirstrikar látleysið
Aðventukrans Ólafs Jens er um 18
cm í þvermál, en hægt er að búa þá til
í ýmsum stærðum. Reyndar bjó hann
til tvo í ár, aldrei þessu vant, en báða
hvíta eins og venjulega. „Mér finnst
hvíti liturinn vera partur af látleysinu
sem ég vildi upphaflega ná fram.
Hins vegar má nota alls konar lit
kerti, bara eftir smekk hvers og eins,
sem og skreyta kransana með greni,
kúlum og þvíumlíku ef menn vilja.“
Áður en annar sunnudagur í að-
ventu rennur upp ætlar hann að vera
búinn að búa til nokkra kransa fyrir
Facebook-vini sína og aðra vini og
vandamenn.
Morgunblaðið/Ófeigur
Í stofunni heima Ólafur Jens ásamt börnum sínum, Lóu, Auði og Snorra.
Afsláttarhelgi
20% af öllum vörum
til 4. desember
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Opið fimmtudaga og föstudaga 10-19, laugardaga kl. 11-17 og sunnudaga 12-16
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Um 3000
þjónustufyrirtæki
eru á skrá hjá
finna.is
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?