Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 – einstök dönsk hönnun Þar sem úrvalið er af umgjörðum Hvalfjörður er lokaður skelfisk- uppskeru og er fólk sterklega var- að við að neyta kræklings úr firð- inum eins og staðan er. Matvælastofnun varaði við tínslu á kræklingi í Hvalfirði fyrir ríflega viku síðan vegna hugsanlegrar eitr- unar í kræklingi í firðinum. Mat- vælastofnun sendi sýni af kræklingi til greiningar á þörungaeitri í síð- ustu viku og reyndist viðvörunin vera á rökum reist þar sem eit- urmagn mældist vera langt yfir við- miðunarmörkum. Stofnunin mun áfram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar óhætt verður að neyta kræklings úr firðinum. Af þeim svæðum sem Mat- vælastofnun vaktar m.t.t. þör- ungaeiturs er Hvalfjörður eina svæðið sem er lokað vegna eitr- unar. Varað við tínslu á kræklingi í Hvalfirði Kræklingur Herramannsmatur. Morgunblaðið/Kristinn Dauf veiði hefur verið á síldarmið- unum vestan við land síðustu daga. Reikna má með því að þeir sem eiga óveiddan kolmunnakvóta snúi sér frekar að kolmunnaveiðum í fær- eysku lögsögunni og hvíli síldina á meðan lítið finnst af síld í veið- anlegu magni, að því er segir á heimasíðu HB Granda. ,,Það er búið að vera tregt hjá okkur síðan við komum á miðin í fyrradag,“ sagði Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, við heima- síðuna í gær, en skipið var þá um 100 sjómílur vestur af Reykjanesi. Haft er eftir Hjalta að lítið virðist vera af síld vestan við land. Lítið að hafa á síldarmiðunum Þórshöfn Spriklandi síld á færibandinu. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nóvember kvaddi í gær og samkvæmt bráða- birgðayfirliti Trausta Jónssonar veðurfræð- ings reyndist hann vera enn einn hlýindamán- uðurinn á þessu ári. Haustið hefur hins vegar verið afar úrkomusamt og sólarlítið. Sólskins- stundir hafa til dæmis ekki mælst jafnfáar að hausti í Reykjavík síðan árið 1945. Haustið hefur verið sérlega hlýtt á land- inu, það næsthlýjasta sem vitað er um í Reykjavík. Talsvert hlýrra var 1945, en 1941 var hiti aðeins sjónarmun lægri en nú. Á Akureyri er haustið hins vegar það langhlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga. Meðalhiti var 5,2 stig. Næsthlýjast var 1920 eða 4,6 stig, en það eru nokkuð óáreiðanlegar mælingar, segir Trausti. Hitinn var einnig 4,6 stig árið 1945 en það teljast áreiðanlegar mæl- ingar. Mjög úrkomusamt var sunnanlands og nyrðra í nóvember. „Tíð var talin mjög hag- stæð og veðragóð um mikinn hluta landsins, en veður var samt harla þungbúið og drungalegt lengst af,“ segir Trausti. Meðalhiti í Reykjavík mældist 3,5 stig og er það 2,4 stigum ofan með- allags áranna 1961 til 1990, en 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var með- alhitinn 3,0 stig, 3,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 2,3 stigum ofan meðallags síð- ustu tíu ára. Að tiltölu var hlýjast norðaust- anlands, 2,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Svartárkoti. Kaldast að tiltölu var undir Eyjafjöllum þar sem hiti var í meðallagi síð- ustu tíu ára. Úrkoman var 75% yfir meðallagi Úrkoman í Reykjavík mældist 127,4 milli- metrar, sjónarmun minni en í nóvember í fyrra en þá mældist hún 129,0 mm. Þetta er 75% umfram meðallag en þó langt frá nóv- embermetinu 1993, en þá mældist úrkoman í Reykjavík 259,7 mm. Á Akureyri mældist úr- koman nú 94,4 mm, einnig rúm 70% umfram meðallag og það mesta í nóvember síðan 2012. Mjög úrkomusamt hefur verið í haust samkvæmt bráðabirgðayfirliti Trausta. Sam- anlögð úrkoma október og nóvembermánaða hefur aldrei mælst meiri í Reykjavík en nú, 334,3 millimetrar, en var þó nánast sú sama 1956 (332,6 mm) og 1958 (325,8 mm). Úrkoma þessara mánaða mældist 383 mm á Vífils- stöðum árið 1912. Hlýr mánuður en úrkomusamur  Nóvember var enn einn hlýindamánuðurinn  Haustið hefur verið sérlega hlýtt um land allt  Það langhlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga á Akureyri  Sólskinsstundir afar fáar Morgunblaðið/Skapti Haust á Akureyri Akureyrarvöllur er iðjagrænn undir haustsólinni og laufið safnast í hauga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.