Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Vistvænna prentumhverfi
og hagkvæmni í rekstri
Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri
og fyrsta flokks þjónusta.
www.kjaran.is | sími 510 5520
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Ég tel það vera hina mestu heimsku
ef næsta ríkisstjórn riftir samningn-
um,“ sagði John Brennan, yfirmaður
CIA-leyniþjónustunnar í Bandaríkj-
unum, í gær og vísar þar til sam-
komulags milli Bandaríkjanna og Ír-
an varðandi kjarnorkuvopn. Varaði
hann nýkjörinn forseta Bandaríkj-
anna, Donald Trump, við slíkum að-
gerðum og sagði þær „hörmung“, en
Trump hafði uppi stór orð í kosn-
ingabaráttu sinni um að rifta samn-
ingnum snarlega.
Brennan veitti BBC viðtal í gær en
þetta er í fyrsta skipti sem yfirmaður
bandarísku leyniþjónustunnar kem-
ur í sjónvarpsviðtal við breskan fjöl-
miðil. Hann lætur af störfum í janúar
á næsta ári eftir fjögur ár í embætti.
Varaði sérstaklega við Rússum
Sagði hann fordæmalaust ef ný
ríkisstjórn rifti samningum sem sú
fyrri hefði undirgengist. „Þetta gæti
leitt til vopnaáætlunar í Íran sem
gæti valdið því að önnur ríki á svæð-
inu fylgdu fordæmi þeirra,“ segir
hann en samningurinn miðar að því
að hindra að Ríki íslam geti þróað
kjarnorkuvopn.
Hann nefndi einnig önnur svið þar
sem ný ríkisstjórn Trumps þyrfti að
fara með gát og aga, þ.e. hvernig tal-
að væri um hryðjuverk, samskipti
við Rússa, kjarnorkuvopnasamning-
inn við Írani og hvernig leynileg úr-
ræði CIA-þjónustunnar væru nýtt.
„Ég tel að Trump, nýkjörinn for-
seti, og ný ríkisstjórn þurfi að vera á
varðbergi gagnvart loforðum Rússa.
Í mínum huga hafa loforð þeirra
aldrei fært okkur það sem í þeim
fólst,“ sagði Brennan en hann vonaði
að samskipti milli Washington og
Mosku yrðu betri. Spurður um hlut-
verk Rússa í kosningabaráttunni
vestanhafs, hvað varðar tölvuglæpi
og birtingu upplýsinga, staðfesti
Brennan að Rússar hefðu reynt slíkt.
Bandaríkin ættu þó ekki að „fara nið-
ur á þeirra plan“ með sambærilegum
aðgerðum en aðrar leiðir væru færar
til að Rússar vissu að slíkar aðgerðir
væru óviðunandi.
Fjármála- og viðskiptaráðherra
Þá er Trump í óðaönn við að fylla
sæti ráðherra í ríkisstjórn sinni
þessa dagana en í gær staðfesti Ste-
ven Mnuchin, fyrrverandi yfirmaður
í Goldman Sachs-bankanum, að hann
hefði verið valinn sem næsti fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna. Þá
staðfesti fjárfestirinn Wilbur Ross
að hann hefði verið valinn sem við-
skiptaráðherra, samkvæmt frétt
AFP. Ross er þekktur sem „konung-
ur gjaldþrotanna“ en hann hagnaðist
mjög í gegnum tíðina með því að fjár-
festa í deyjandi iðnaði, þ.e. stál- og
kolafyrirtækjum.
„Við erum ánægðir að vera hér og
spenntir að starfa fyrir nýkjörinn
forseta og það er heiður að gegna
þessum embættum,“ sagði Mnuchin
en hann var fjármálastjóri kosninga-
baráttu Trumps og starfaði áður sem
kvikmyndaframleiðandi í Holly-
wood. Teymi Trumps í Hvíta húsinu
hefur enn ekki staðfest tilnefning-
arnar.
Forðast hagsmunaárekstra
Trump tók svo af allan vafa í gær
um að hann hygðist ekki sinna við-
skiptum með forsetaembættinu.
Hann mun láta af öllum störfum í
viðskiptaveldi sínu en einbeita sér að
því að vera forseti Bandaríkjanna og
forðast alla hagsmunaárekstra.
Hann gaf engar frekari upplýsingar
að svo stöddu en vísaði til blaða-
mannafundar í næsta mánuði.
Varar Trump við „hörmung“
AFP
Ráðherra Steven Mnuchin, fyrrverandi yfirmaður í Goldman Sachs-banka,
staðfesti að hann hefði verið valinn næsti fjármálráðherra Bandaríkjanna.
Ný ríkisstjórn fari með gát og aga Varar við innihaldslausum loforðum Rússa
Fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra Bandaríkjanna valdir Hættir í viðskiptum
Alvarlegur vatnsskortur blasir nú
við um 500.000 almennum borgurum
í Mosul í Írak. Sameinuðu þjóðirnar
vöruðu við stöðunni í gær en íraski
herinn hefur sótt að liðsmönnum
Ríkis íslam í borginni undanfarnar
vikur til að endurheimta völdin.
Þetta segir í frétt AFP.
Fólkið sem hefst við í borginni
glímir einnig við matarskort og
skort á rafmagni. „Nær hálf milljón
manna sem barist hefur í bökkum
dag hvern við að næra sig, missir nú
líka allt hreint drykkjarvatn. Áhrif
þess á börn, konur og fjölskyldur
verða hörmuleg,“ sagði Lise Grand,
mannúðartengiliður Sameinuðu
þjóðanna í Írak.
Hvetur til viðbragða
„Bæði stjórnvöld og hjálpar-
samtök verða að stíga fram og bjóða
fólkinu aðstoð, sérstaklega þeim
fjölskyldum sem neyðast til að neyta
ódrykkjarhæfs vatns úr brunnum,“
sagði, Abdelkarim al-Obeidi, for-
maður samtakanna Mosul People
Gathering, og varar við að „mann-
legar hörmungar“ séu yfirvofandi.
Íbúar vonast til þess að fá rennandi
vatn aftur áður en sjúkdómar taka
að breiðast út. Aðgerðir hersins til
að endurheimta borgina hafa valdið
skemmdum á vatnslögnum, sem
veldur vandanum.
Vatnsskortur bætist við
rafmagns- og matarskort
Átök í Mosul eyðilögðu vatnslagnir Áhrifin hörmuleg
AFP
Skortur Írakar í Mosul treysta á mataraðstoð frá hjálparsamtökum á með-
an herinn tekst á við Ríki íslams. Yfirvofandi er vatnsskortur í borginni.
Rússar kröfðust
þess í gær að
tyrkneski forset-
inn, Recep Tayy-
ip Erdogan,
skýrði ummæli
sín þar sem hann
sagði Tyrki ein-
göngu láta sig
átökin í Sýrlandi
varða til þess að
steypa Bashar al-
Assad, forseta Sýrlands, af stóli.
Tyrkneskar hersveitir leggja sín
lóð á vogarskálarnar í átökunum
sem geisað hafa í Sýrlandi og að-
stoða herlið, óvinveitt Assad. Á
meðan leggja Rússar sýrlenska
hernum lið en yfir 300.000 manns
hafa látist í átökunum síðan 2011.
Talsmaður Rússa í Kreml sagði um-
mæli Erdogan vera fréttir. „Þau
ríma ekki við fyrri yfirlýsingar né
okkar skilning á stöðunni.“
RÚSSLAND
Krefjast svara vegna
ummæla Erdogan
Recep Tayyip
Erdogan
Yfir 50.000 Sýr-
lendingar bætt-
ust við sístækk-
andi hóp
almennra borg-
ara í gær, sem
flýja austurhluta
Aleppo-borgar í
Sýrlandi vegna
mikilla stríðs-
átaka. Á meðan
greip Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna til neyð-
arviðræðna vegna ástandsins en
herinn hefur náð þriðjungi þess
svæðis sem áður var undir yfirráð-
um stjórnarandstæðinga á sitt
vald.
Tuttugu og einn almennur borg-
ari lést í gær í austurhluta borg-
arinnar þegar skotárás braust út
milli stríðandi fylkinga.
SÝRLAND
50.000 manns flúðu
austurhluta Aleppo
Fólk Flýja heimili
sín undan átökum.
Einn meðlima sádi-arabísku kon-
ungsfjölskyldunnar telur brýnt að
afnema þau lög ríkisins sem banna
konum að keyra, samkvæmt Twitt-
er-færslu hans. Prinsinn, Alwaleed
bin Talal, þótti óvenju opinskár í af-
stöðu sinni þegar hann sagði það
vera efnahagslega nauðsyn og
kvenréttindi að afnema lögin.
Prinsinn sendi einnig frá sér yfir-
lýsingu um málið þar sem hann líkti
ökubanninu við eldri bönn þar sem
konum var meinað að sækja sér
menntun. „Þetta eru óréttlát lög
hefðbundins þjóðfélags, lög sem
eru meira hamlandi en þær hindr-
anir sem trúarbrögðum er lagalega
heimilt að setja,“ sagði hann.
SÁDI-ARABÍA
Prinsinn vill leyfa
konum að keyra