Morgunblaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Ellingsen
Bónus
Ársæll
Höfnin
Gra
nda
garð
ur
Vald
ís
Við erum hér
Sjáðu þetta!
Verið velkomin í nýja og glæsilega
verslun okkar á Grandagarði 13.
Eyesland leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum sínum vandaðar
vörur á góðu verði. Heimsþekkt vörumerki og fjölbreytt vöruval.
Jensen 8013 umgjörð kr. 14.900,-
Bacebox 6617 umgjörð kr. 11.900,-
Centro Style 56200 umgjörð kr. 16.800,- Ray-Ban 1528 -3573 barnaumgjörð kr. 19.875,-
Boss 0085-003 umgjörð kr. 36.690,-Ray-Ban 5228 umgjörð kr. 25.970,-
Þúsundir aðdáenda brasilíska fótboltaliðsins Cha-
pecoense fjölmenntu á leikvang borgarinnar Cha-
peco í Brasilíu til að minnast þeirra leikmanna sem
fórust í flugslysinu rétt utan við borgina Medellin í
Kólumbíu. Liðið var á leið til borgarinnar til að
spila sinn stærsta fótboltaleik til þessa en aðeins
þrír leikmenn liðsins lifðu flugslysið af. „Við komum
hingað í dag, við sátum hér en við vitum að um
helgina, í næstu viku mun baráttuliðið okkar ekki
vera hér. Þetta er erfitt, þetta er virkilega erfitt,“
sagði einn aðdáendanna. Þriggja daga þjóðarsorg
stendur enn yfir í Brasilíu og hafa mínútuþagnir
verið á fótboltavöllum um allan heim til minningar
um knattspyrnumennina.
Þúsundir minnast fótboltamannanna sem létust í flugslysi
AFP
„Þetta er virkilega erfitt“
Evrópusambandið þarf nauðsynlega
á fjármagni frá Bretlandi að halda
og ef Evrópusambandsríkin sam-
þykkja ekki ákveðið tímabil, fyrir
bæði banka og fjármálafyrirtæki til
að aðlagast Brexit, þá verði hag-
kerfi Evrópusambandsins fyrir
höggi.
Þetta sagði Mark Carney, banka-
stjóri Seðlabanka Englands, þegar
hann kynnti fjármagnsstöðugleika-
skýrslu seðlabankans í gær, sam-
kvæmt frétt The Telegraph.
Hann kallaði eftir tafarlausum
breytingum við útgöngu Bretlands
úr sambandinu svo fyrirtæki hefðu
tíma til að aðlagast nýju fyrirkomu-
lagi og svo forðast mætti sársauka-
fullar breytingar í hagkerfinu eða á
fjármálamörkuðum. Þegar Bretland
gengi úr Evrópusambandinu, sem
áætlað væri árið 2019, færi það því
ekki úr einu kerfinu í annað á einni
nóttu.
Þurfa að þekkja endapunktinn
„Bretland er í raun og veru fjár-
festingabanki Evrópu,“ segir Car-
ney einnig og vísar þar til þess að
fjármagn sé fengið frá bönkum og
fjárfestum í Bretlandi, til að standa
undir umsvifum hagkerfisins.
„Þessi starfsemi er þýðingarmikil
fyrir fyrirtæki í hinu áþreifanlega
evrópska hagkerfi og það er sam-
bandinu í hag að breytingarnar séu
skipulagðar og aðgengi að þessari
þjónustu haldist stöðugt,“ bætir
hann við.
Tók hann þar með undir með for-
sætisráðherra Bretlands, Theresu
May, sem hefur lagt áherslu á að út-
gönguferlið gangi skipulega og vel
fyrir sig.
„Fyrirtækin þurfa að vita sem
mest og sem fyrst um endapunkt
Brexit-viðræðnanna og leiðina að
þeim endapunkti,“ segir Carney en
þannig geti þau undirbúið sig og
dregið úr allri óvissu.
Fjármálafyrirtækin hafa þegar
hafið undirbúning fyrir Brexit með
varaáætlunum sem taka mið af mis-
munandi aðstæðum sem gætu kom-
ið upp. Telur Carney að bankar
þurfi að jafnaði minnst tvö ár til að
virkja varaáætlanir sínar vegna
Brexit, þegar ljóst er nákvæmlega
við hverju má búast. Það sé töluvert
styttri breytingatímabil en þau
fimm til tíu ár sem forstjórar fjár-
málafyrirtækja eða fulltrúar hags-
munahópa hafa haldið á lofti hingað
til. laufey@mbl.is
Varar ESB við að
loka of hratt á Breta
Bretland sé fjárfestingabanki Evrópu
AFP
Brexit Carney, bankastjóri Seðla-
banka Englands, kynnti skýrsluna.