Morgunblaðið - 01.12.2016, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kjarasamn-ingur viðgrunn-
skólakennara var
undirritaður í
fyrrakvöld. Samn-
ingurinn er til eins árs og í
frétt Morgunblaðsins um
samninginn í gær kom fram
að yrði hann samþykktur
fengju kennarar 7,3% hækk-
un og 3,5% hækkun 1. mars.
Jafnframt er kveðið á um 204
þúsund króna eingreiðslu um
áramót fyrir fullt starf.
Það hefur ekki gengið
þrautalaust að ná samningum
við grunnskólakennara. Í tví-
gang hafa þeir fellt kjara-
samninga. Óánægja er greini-
lega nokkur í stéttinni og ekki
útséð um að þessi samningur
verði samþykktur ef marka
má viðbrögð.
Hætt var við skæruaðgerð-
ir, sem höfðu verið boðaðar.
Nokkuð hefur verið um að
kennarar hafi lagt inn upp-
sagnir og í gær hafði ekki
spurst að þeir væru farnir að
draga þær til baka.
Mikilvægi kennara verður
seint ofmetið. Góð menntun
er undirstaða atvinnulífsins
og góður kennari getur skipt
sköpum þegar vekja þarf
áhuga á námsefninu. Kenn-
arar eru líka áhrifavaldar og
margir muna góða kennara
alla sína ævi. Starfið getur
verið erfitt, en það er vita-
skuld einnig gef-
andi. Það hlýtur
að vera markmið
stjórnvalda að
kennarar búi við
þannig kjör að
starfið sé einnig eftir-
sóknarvert vegna launanna.
Um leið verða kennarar að
gera sér grein fyrir því að
markmið þeirra nást ekki í
einu vetfangi.
Nú stendur yfir kynning á
hinum nýja samningi fyrir
kennurum og sveitarstjórn-
um. Því næst verður gengið
til atkvæðagreiðslu og á nið-
urstaða hennar að liggja fyrir
12. desember.
Samningar við grunnskóla-
kennara hafa tekið drjúgan
tíma. Lítið hefur komið fram
um inntak samninganna í fjöl-
miðlum þannig að ekki er
hægt að leggja mat á þá hér,
en við fyrstu sýn virðast þeir
ekki úr takti við samninga,
sem gerðir hafa verið undan-
farið. Þá eru þeir aðeins til
árs og því nokkurs konar bið-
leikur. Niðurstaðan við samn-
ingaborðið hefur greinilega
verið sú að ekki fyndist lausn
til frambúðar og því þyrfti að
semja til skemmri tíma. Verði
þeir samþykktir hefur raski á
skólastarfi verið afstýrt og
um leið skapað svigrúm til að
fara ofan í rótina á ágreiningi
kennara og sveitarfélaga
fyrir næstu umferð.
Enn er samið við
kennara, en ekki er
útséð um samþykki}
Þriðji samningurinn
Í sérblaði Morg-unblaðsins um
sjávarútveg, sem
kom út í gær, var
margt áhugavert
lesefni. Eitt af því
var viðtal við Ás-
geir Jónsson hagfræðing sem
ræddi kvótakerfið og benti á
þau gríðarlega jákvæðu um-
skipti sem urðu þegar það var
tekið upp. Áður hafi verið mik-
il offjárfesting í greininni
ásamt ofveiði, auk þess sem
greinin hafi verið mjög sveiflu-
kennd og þurft á inngripum
hins opinbera að halda.
Eftir að kvótakerfi hafi ver-
ið komið á, með frjálsu fram-
sali aflaheimilda, hafi grunnur
verið skapaður fyrir hagræð-
ingu og traustari rekstur í
greininni. Sveiflur hafi minnk-
að og fyrirtækin geti nú til
dæmis tekið á sig loðnubrest
sem áður hafi kallað á opinber-
ar aðgerðir.
Ásgeir bendir á að það sé
„rangt í grundvallaratriðum“
að hagnaður í sjávarútvegi
skapist við það eitt „að henda
vörpu í sjó“. Hann bendir á að
með annars konar
veiðikerfi yrðu
veiðarnar hagn-
aðarlausar.
„Hagnaðurinn
skapast með því að
byggja upp virð-
iskeðjur sem einnig mynda
bakbein fyrir hátækniiðnað af
ýmsum toga. Útgerðarmenn
hafa í rúm þrjátíu ár farið eftir
þeim leikreglum sem þeim
voru settar af stjórnvöldum.
Þeir eru því ekki þjófar eða
lögbrjótar – heldur hafa þeir
þrátt fyrir allt gengið vel um
þá auðlind sem þeim hefur
verið treyst fyrir. Og þeir hafa
ekki fengið aflaheimildirnar
ókeypis – heldur yfirleitt
keypt þær af öðrum útgerð-
um,“ segir Ásgeir Jónsson.
Þetta eru mikilvægar
ábendingar nú þegar allt of al-
gengt er að einstaka menn, og
jafnvel heilir stjórnmála-
flokkar, séu haldnir þeim mis-
skilningi að kvótakerfið sé
vandamál sem þurfi að leysa.
Staðreyndin er sú að kvóta-
kerfið leysti brýnan vanda og
gerði það vel.
Aflamarkskerfið
hefur fyrir löngu
sannað gildi sitt
fyrir þjóðarhag}
Lausnin, ekki vandinn
B
rúnegg hafa verið á hvers manns
vörum síðan Tryggvi Aðalbjörns-
son, fréttamaður RÚV, fjallaði
um mál fyrirtækisins í Kast-
ljósþætti í vikunni. Tryggvi gerði
málinu mjög góð skil og af mikilli fag-
mennsku. Þetta er mál sem varð að komast í
kastljósið og hefði átt að gera fyrir löngu síð-
an.
Það er ekkert langt síðan að eggjabú á Ís-
landi voru smærri en nú en þegar við-
skiptamennirnir komu inn í greinina hurfu
mörg litlu búin af markaði eða fóru yfir í að
þjóna þeim stærri. Þá var hagræðingunni
fagnað í takt við kröfur um ódýrari matvörur.
Eggjaframleiðslan fór að miklum hluta yfir í
að vera bissness sem skapar oft á tíðum fjar-
lægð á milli eiganda og skepnanna. Ekkert
þetta snýr þó að máli Brúneggja og afsakar það, þar var
gengið of langt í græðginni og blekkingum á kostnað
hænsnanna og neytenda.
Í kjölfarið á því máli má þó velta fyrir sér hvernig mat-
vörur við viljum og hvernig landbúnað við viljum sjá á Ís-
landi. Verslunin kallar stanslaust eftir ódýrari vörum og
sér í hillingum að matvælaframleiðsla leggist hér af að
stórum hluta svo hægt sé að flytja inn ódýrar erlendar
matvörur sem leggja má sem mest á, allt til að hámarka
gróðann.
Dýravelferð og vinnuvelferð er vel fylgt eftir í mörg-
um nágrannalöndum okkar en víða er pottur brotinn og
ódýrari matvara er oft með óljósan uppruna.
Eins og sýndi sig nýverið þegar kom í ljós að
Evrópusambandið keypti í fyrra stóran hluta
af þeim kjúklingi sem fluttur var út frá Taí-
landi, þannig að kjúklingurinn sem við kaup-
um með t.d Danmörku sem merktu uppruna-
landi gæti allt eins hafa verið ræktaður í
Taílandi.
Ef verslunin þykist vera verndari íslenskra
neytenda þá á hún líka að upplýsa neytendur
um hvaðan erlenda matvaran sem hún selur
kemur og við hvaða aðstæður hún er fram-
leidd. Neytendur ættu að geta kallað eftir
upprunamerkingum á þeim vörum eins og
með þær íslensku.
Það skal enginn halda að lausnin við blekk-
ingum, eins og í tilfelli Brúneggja, sé að flytja
inn matvörur. Það verður enginn ábyrgur
neytandi af því að kaupa erlenda matvöru, að halda það
er eins og að ganga með blöðkur fyrir augunum.
Það hafa margir formælt íslenskum landbúnaði eftir
Brúneggjamálið en einn bikasvartur sauður í stórtækri
eggjaframleiðslu gefur ekki rétta mynd af íslenskum
landbúnaði, eigandi Brúneggja er ekki bóndi heldur biss-
nesmaður. Á Íslandi erum við með, og höfum alla burði
til að vera með, framúrskarandi matvælaframleiðslu á
margan hátt og sem betur fer eru búin í flestum fram-
leiðslugreinum enn lítil og fjölskylduvæn. Við skulum
ekki láta kall um ódýrari matvörur breyta því og halda
áfram að vera ábyrgir neytendur. ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Ekki bóndi heldur bissnessmaður
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Stjórn Sorpu hefur áhyggjuraf nýju fyrirkomulagi sorp-hirðumála í Kópavogsbæþar sem plasti og pappír er
hent í sömu tunnuna. Halldór Auðar
Svansson, formaður stjórnar Sorpu,
segir að ekki hafi verið haft samráð
við Sorpu við þessa ákvarðanatöku.
Kópavogsbær er aðili að samningi
sem Sorpa gerði við Gámaþjónustuna
hf. um söfnun plasts í grenndargáma
á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Kópa-
vogi og segir framkvæmdastjóri
Gámaþjónustunnar að fyrirtækið
verði fyrir fjárhagslegum skaða
vegna þessa nýja fyrirkomulags.
Kópavogsbær telur aftur á móti að
þetta feli ekki í sér að verið sé að
virða samninginn við Gámaþjón-
ustuna að vettugi.
Forsaga málsins er að í sumar
samþykkti bæjarráð Kópavogs nýtt
fyrirkomulag um meðhöndlun úr-
gangs í bænum. Í því felst að blá-
tunnan svokallaða, sem áður var ein-
göngu ætluð fyrir pappír, er núna
bæði fyrir pappír og plast. Íslenska
gámafélagið á tunnurnar og tæmir
þær, innihaldið er flokkað í pappír og
plast í flokkunarstöð fyrirtækisins og
síðan er pappírinn sendur til Sorpu
sem selur hann úr landi til endur-
vinnslu. Halldór segir að áhyggjur
stjórnar Sorpu felist m.a. í því að við
þetta fyrirkomulag sé pappírinn ekki
eins hreinn og áður, þ.e. að erfitt geti
reynst að flokka allt plast frá og það
hafi áhrif á það verð sem Sorpa fær
fyrir pappírinn, en eftir því sem
meira af aukaefnum á borð við plast
slæðist með, því lægra verð fæst fyrir
hann.
Segir ákvörðun án samráðs
„Þessi ákvörðun var ekki tekin í
samráði við Sorpu, Kópavogsbær tók
hana einhliða,“ segir Halldór. „Þetta
hefði þurft að ræða á víðari grunni
áður en það var ákveðið.“ Hann segir
stjórn Sorpu hafa hvatt til að málið
yrði tekið upp á næsta eigendafundi.
Fleira varðandi þetta veldur
stjórn Sorpu áhyggjum að sögn Hall-
dórs. Það fyrirkomulag í Kópavogi,
að blanda pappír og plasti saman í
sömu tunnuna, sé ólíkt því sem þekk-
ist í öðrum sveitarfélögum og það geti
valdið ruglingi við sorpflokkun. Í
svari Kópavogsbæjar við fyrirspurn
Morgunblaðsins segir að með því að
bjóða bæjarbúum upp á þessa leið sé
verið að bregðast við óskum um
aukna flokkun sorps í bænum.
En fleiri hliðar eru á málinu.
Gámaþjónustan hf. á og rekur
grenndargáma í Kópavogsbæ sem
m.a. eru ætlaðir fyrir plast. Gáma-
þjónustan selur plastið til Sorpu, skv
samningi, sem síðan selur það úr
landi til endurvinnslu. Með nýja fyr-
irkomulaginu má ætla að minna
magn safnist í grenndargámana, því
Kópavogsbúar hafa nú þann mögu-
leika að losa sig við plast í blátunnuna
sem er við flest heimili í bænum.
Gunnar Bragason, fram-
kvæmdastjóri Gámaþjónustunnar,
sendi Sorpu bréf um miðjan síðasta
mánuð þar sem segir m.a. að það hafi
komið fyrirtækinu verulega á óvart
að sjá auglýsingar um þessa breyttu
tilhögun sorphirðu í Kópavogsbæ, því
fyrirtækið hafi gert sex ára samning
við Sorpu um þjónustu við grennd-
arstöðvar á höfuðborgarsvæðinu fyr-
ir pappír, plast og gler. Hluti af samn-
ingnum sé að Gámaþjónustan
fjárfesti í grenndargámum sem not-
aðir eru til þessa, auk sérútbúins bíls.
Samningar verði virtir
„Þessi ákvörðun Kópavogsbæjar
mun gera það að verkum að stórlega
mun draga úr söfnun plasts í grennd-
argáma og þar með samnings-
bundnum tekjum Gámaþjónustunnar
af tæmingu grenndargáma með
plasti. Með þessu er Kópavogsbær að
skerða verulega tekjur Gámaþjónust-
unnar af þessu samningsbundna
verkefni,“ segir í bréfinu. Þar er þess
óskað að málið verði rætt í stjórn
Sorpu og í framhaldinu farið yfir
stöðuna með það í huga að bæta
Gámaþjónustunni þann skaða sem fé-
lagið verður fyrir vegna þessarar
ákvörðunar.
„Við töldum að sveitarfélögin
væru samstiga í þessum samningi
sem gerður var við okkur,“ segir
Gunnar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif
á þann samning, því magnið úr gám-
unum minnkar. Það þýðir minni
tekjur en við bjuggumst við þegar við
fórum í tiltekna fjárfestingu á gámum
og gámabílum. Þetta snýst um að
samningar séu virtir.“
Þessu er Kópavogsbær ósam-
mála. Í skriflegu svari bæjarins til
Morgunblaðsins segir að í áðurnefnd-
um samningi Sorpu við Gámaþjón-
ustuna séu engin ákvæði um magn
sorps í grenndargámum, enda sé erf-
itt að spá um magn sorps fram í tím-
ann.
Eru sorpmálin í
Kópavogi í rusli?
Morgunblaðið/Eggert
Plast og annað rusl Deildar meiningar eru um nýtt fyrirkomulag sorp-
hirðu í Kópavogi þar sem plasti og pappír er blandað saman í tunnu.
Halldór Auðar
Svansson
Gunnar
Bragason