Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 21

Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Framkvæmdir Áður en menn ná að snúa sér við eru hús rifin og ný reist. Lítil spýta breytir ef til vill ekki miklu í Tryggvagötu en af svip mannsins má ráða að verkinu sé hvergi nærri lokið. Eggert Seattle | Á síðustu ár- um hefur alþjóða- samfélagið tekið stór skref til að bæta heilsu barna. Verkinu er þó hvergi nærri lokið, þar sem millj- ónir barna deyja enn á ári hverju úr sjúk- dómum sem hægt er að koma í veg fyrir og lækna þau af, svo sem niðurgangi og lungnabólgu. Flest fólk myndi giska á að mal- aría eða jafnvel HIV/alnæmi væri helsta dánarorsök barna. Reyndin er sú að niðurgangur og lungna- bólga eru mestu ógnvaldarnir – og hafa verið það í þau 30 ár sem slíkt hefur verið skráð. Samkvæmt ný- útkominni skýrslu um þessa sjúk- dóma, 2016 Pneumonia and Diarr- hea Progress Report, létust 1,4 milljónir barna af þessum sökum á síðasta ári, og var það fjórðungur allra dauðsfalla barna undir fimm ára aldri. Verst er ástandið í Suð- ur-Asíu og Afríku sunnan Sahara. Það kann að virðast risavaxið verkefni að takast á við tvær helstu dánarorsakir barna á heims- vísu en við búum yfir allri þeirri þekkingu sem þarf til að ná ár- angri. Við vitum hvaða veirum, bakteríum og sníkjudýrum við þurfum að beina at- hyglinni að og í hvaða löndum aðgerða er helst þörf. Í aðeins 15 löndum eiga sér stað 72% dauðsfalla barna af völdum lungnabólgu og niðurgangs. Þetta eru löndin sem áhersla er lögð á í Pneumonia and Diarr- hea Progress Report. Greining á viðleitni innan hvers lands sýnir að þótt framfarir hafi orðið í flestum lönd- um hefur ástandið lítið batnað í sumum fjölmennustu löndunum og sums staðar hafa engar framfarir átt sér stað. Flest dauðsföll verða á fyrstu tveimur æviárunum. Til að breyta þessu þurfa ríkis- stjórnir að gera betur í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir lungnabólgu og niðurgang, meðal annars með því að sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þeim upp- lýsingum sem þeir þurfa til að vernda börnin. Til að svo geti orðið er nauðsynlegt að almennir borg- arar rísi upp og láti stjórnvöld taka ábyrgð. Góðu fréttirnar eru þær að með þremur tiltölulega einföldum úr- ræðum er hægt að ná miklum ár- angri. Það fyrsta er brjóstagjöf. Hún er ævaforn aðferð til að gefa barni næringu, og kostar ekkert, en ef hægt er að næra barn eingöngu á brjóstamjólk fyrstu sex mánuðina er það ein auðveldasta leiðin til að komast hjá bæði niðurgangi og lungnabólgu. Í móðurmjólkinni eru öll þau næringarefni sem börn þurfa til að vaxa, en einnig mótefni sem styrkja ónæmiskerfið og verja þau þannig fyrir sjúkdómum og flýta fyrir bata. Í skýrslunni er áætlað að hægt væri að komast hjá helmingi allra tilfella niðurgangs og þriðjungi sýkinga í öndunarfærum með brjóstagjöf. Þrátt fyrir það eru þau börn fá sem nærast eingöngu á móðurmjólk á fyrstu sex mánuðum ævinnar. Í 10 af þeim 15 löndum sem tekin eru fyrir í skýrslunni fær minnihluti barnanna næringu einvörðungu úr brjóstamjólk. Til að auka brjóstagjöf þurfa stjórnvöld að sjá til þess að mæður fái þá leiðsögn og aðstoð sem þær þurfa á að halda. Til þess þarf að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk, koma á fót stuðningsneti í nærsamfélaginu, svo sem jafningjafræðslu milli mæðra, fjárfesta í herferðum til að breyta hegðun og skapa menningu þar sem hvatt er til brjóstagjafar. Annað úrræðið er að bæta að- gang að hreinu vatni og hreinlæti á heimilum og í samfélögum. Sam- kvæmt UNICEF búa 2,4 millj- arðar manna á heimsvísu enn ekki við nútíma hreinlætisaðstöðu, og 663 milljónir hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Mörg börn skortir enn hreint drykkjarvatn, lágmarks salernisaðstöðu og gott hreinlæti. Lélegt vatn og skortur á áreið- anlegum skólpkerfum leikur stórt hlutverk í útbreiðslu sjúkdóma. UNICEF greinir frá því að með jafn einföldu ráði og handþvotti með sápu sé hægt að fækka niður- gangstilfellum um 40% og önd- unarfærasýkingum um 25%. Með því að fjárfesta ekki ein- vörðungu í innviðum til að sjá fólki fyrir hreinu vatni og hreinlætis- aðstöðu, heldur einnig fræðslu til að hvetja til betri hreinlætisvenja og salernisnotkunar, geta stjórn- völd rofið vítahring niðurgangs og vannæringar sem veldur óaftur- kræfum skaða á líkamlegum og andlegum þroska. Börnin sem hjálpað er verða þá líklegri til að geta gengið í skóla og orðið heil- brigt og vel menntað fullorðið fólk. Þriðja úrræðið er bólusetning, sem er hagkvæmasta inngripið til að forðast veikindi barna og er þegar fyrir hendi gagnvart flestum algengum bakteríum sem valda lungnabólgu (pneumokokkar og Hib) og algengustu orsök niður- gangs (rótaveiru). Samt býr helm- ingur barna heimsins á svæðum þar sem engin áætlun er á lands- vísu um bólusetningu við pneumo- kokkum, og einungis 15% barna í fátækustu löndum heims hafa að- gang að bólusetningu við rótaveiru. Með því að gera bólusetningu aðgengilega með áætlunum á landsvísu geta stjórnvöld verndað öll börn fyrir þeim sjúkdómum sem eru líklegastir til að skaða þau eða verða þeim að bana. Einnig þarf að tryggja að fjölskyldur nýti sér bólusetningar, meðal annars með því að fræða foreldra um gildi þeirra. Börn ættu ekki að vera að láta lífið af völdum lungnabólgu og niðurgangs enn í dag. Engin ein ráðstöfun mun duga. En með því að flýta fyrir og samhæfa fram- kvæmd þeirra þriggja úrræða sem hér hefur verið lýst er hægt að draga stórlega úr lungnabólgu og niðurgangi, sérstaklega hjá varnar- lausustu börnunum, og gera þeim kleift að lifa heilbrigðu og gefandi lífi. Eftir Anitu Zaidi » Börn ættu ekki að vera að láta lífið af völdum lungnabólgu og niðurgangs enn í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri áætl- unar um meltingarfærasjúkdóma hjá Stofnun Bill og Melindu Gates. Þrjú úrræði til að bæta heilsu barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.