Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 ✝ Brynja Ein-arsdóttir fædd- ist á Ísafirði 12. september 1942. Hún lést 18. nóv- ember 2016 á Heil- brigðisstofnun Vesturlands, Akra- nesi. Foreldrar henn- ar voru Einar Kjartansson stýri- maður og Þórdís Baldvinsdóttir húsmóðir. Eignmaður hennar var Örn- ólfur Þorleifsson bankaútibús- stjóri, en hann lést 2013. fimm ára aldurs. Hún flutti þá til Siglufjarðar og þaðan til Akraness árið 1952. Hún bjó með fjölskyldu sinni þar þangað til hún fór í Hjúkrunarskóla Ís- lands í Reykjavík. Eftir hjúkrunarnámið 1964 starfaði Brynja við Sjúkrahúsið á Ísafirði í um tvö ár, en flutti þá til Akraness ásamt eiginmanni og syni og hóf störf við sjúkra- húsið og heilsugæslustöðina. Eftir tveggja ára nám í fé- lagshjúkrun 1981 var hún hjúkr- unarforstjóri á Heilsugæslustöð- inni á Akranesi í um áratug og síðar hjúkrunarframkvæmda- stjóri við Sjúkrahúsið á Akra- nesi. Síðustu sex árin í starfi kenndi hún við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Útför Brynju fer fram frá Akraneskirkju í dag, 1. desem- ber 2016, klukkan 13. Börn þeirra eru Þorleifur Rúnar Örnólfsson, maki hans Hildur Júl- íusdóttir, eiga þau fimm börn og tvö barnabörn, Þórdís Árný Örnólfsdóttir, maki hennar Guð- mundur Rúnar Hjörleifsson og eiga þau tvö börn, og Þórunn María Örnólfsdóttir, maki hennar Stef- án Jónsson og eiga þau eitt barn. Brynja átti heima á Ísafirði til Móðir mín, Brynja Einarsdótt- ir, lést 18. nóvember eftir baráttu við krabbamein. Þremur árum áð- ur lést faðir minn, Örnólfur Þor- leifsson, úr sama sjúkdómi. Marg- ar minningar eiga eftir að ylja mér um hjartarætur það sem eftir er. Að eignast vini í foreldrum sínum þegar maður er orðinn fullorðinn finnst mér dýrmætt. Þegar þau veiktust bæði fyrir tíu árum ákváðum við að rækta samband okkar reglulega, þó það hafi verið gott fyrir. Við hittumst alltaf einu sinni í viku að lágmarki og töluð- um um allt og ekkert, en ekki var það síst samveran sem skipti máli. Móðir mín var listfeng, hún spilaði á gítar, samdi lög og ljóð og málaði myndir. Hún var hrókur alls fagnaðar með gítarinn og man ég eftir því að stelast á náttföt- unum að hlusta á spil og söng á kvöldin þegar ég átti að vera sofn- aður. Mamma hafði mikinn áhuga á að mála og fór á mörg námskeið í myndlist og hélt tvær málverka- sýningar. Við systkinin aðstoðuðum hana við að gefa út ljóðabókina Sólarlag í miðjum veikindum hennar og tel ég að það hafi verið gott að ná ljóð- um hennar úr „skúffunni“ og leyfa öðrum að njóta en bara fjölskyld- unni. Hér er eitt af þeim ljóðum sem hún samdi eftir að hún veiktist, Sár: „Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur“ skrifaði ungur kollegi í journalinn minn á sjúkradeild krabbameinssjúklinga. Ég verð aldrei fyrrverandi hjúkrunarfræðingur ekki frekar en læknar ljósmæður eða prestar. Varð ég kannski fyrrverandi kona, móðir og manneskja þegar þeir skáru af mér brjóstið? (B.E.) Foreldrar mínir voru miklir vinir og voru samstiga í lífinu. Kenndu okkur systkinum að þekkja margar góðar vörður sem ég tel að hafi hjálpað okkur í lífinu að verða betri manneskjur. Eitt ljóðið úr Sólarlagi var til mín þegar ég fermdist, Ferming- arljóð til sonar míns: Ég vildi geta gefið þér gull og græna skóga. Ég vildi að hátt hún hampi þér hamingjudísin góða. Ég vildi að þú alla tíð eigir vina festi. Ég vildi geta gefið þér gagnlegt veganesti. Þér er margt til lista lagt, láttu fram úr ermum standa þínar hendur, heillin mín, reyndu þína vinnu að vanda. Hafðu það í huga þínum, heiðarleika hafirðu hann og vilja til að vinna vel, þá vittu að það göfgar mann. Gerðu það að gæfu þinni, að gera gott og gefa mildi, hræddri veru, hrelldri sál. Það er meira en gulls ígildi, megirðu þessu marki ná. (B.E.) Það er gott veganesti þegar ég kveð móður mína í hinsta sinn að mér finnst ég eigi ekki eftir að ræða neitt eða segja við hana ann- að en „ég elska þig“, eins og við sögðum alltaf hvort við annað er við kvöddumst. Ljóðið Lítill snáði um nótt: Á niðdimmri nótt næðir napurt og kalt, hvín í karminum Kári svo ótt. Lítill kroppur og smár kemur kaldur og fár, vill í holuna mamma hjá þér. Því hjá mömmu hann finnur það öryggi allt, sem smásnáða hugkvæmast kann. Og það tröllslega myrkur sem umlék hann áðan, er horfið og heimurinn er í hlýjunni mamma hjá þér. (B.E.) Þorleifur Rúnar Örnólfsson. „Hver segir Sigga litla í sama rómi og þú?“ Þetta er lína úr sorg- legu ljóði sem hún Brynja systir mín samdi fallegt lag við þegar hún var unglingur. Margar af mínum fyrstu minn- ingum eru af Brynju sitjandi með gítarinn og syngjandi fyrir mig. Í minningunni voru mörg lögin dá- lítið sorgleg, eins og söngurinn um Siggu litlu og Sofðu unga ástin mín og fleiri slík. Ég gantaðist oft með það við hana að ég hefði sofn- að með ekkasogum þegar hún svæfði mig með söng. Hún var hæfileikarík og hafði mikla sköpunarþörf. Lærði á gít- ar sem barn og byrjaði fljótt að semja lög og ljóð. Á seinni árum fékk hún útrás í sköpuninni við að mála og skrifa, bæði smásögur og ljóð. Ég hef oft sagt að það sé mikil gæfa að eiga stóra systur. Sér- staklega góða stóra systur. Hún Brynja var svoleiðis systir. Hún bar velferð okkar systkina sinna og yfirleitt alls síns samferða fólks mjög fyrir brjósti. Þegar við Valla mín vorum að stíga okkar fyrstu skref sem foreldrar var ómetanlegt að eiga hana að. Við leituðum ráða hjá henni í smáu sem stóru. Við áttum líka saman frábærar gleðistundir. Góð partí þar sem Brynja var með gítarinn og mikið sungið. Ég minnist einnar af mörgum sumarbústaðaferðum okkar systkina og maka. Það voru allir farnir að sofa nema við Brynja. Þá gerði hún lokatilraun til að kenna litla bróður, tæplega fimmtugum, á gítar. Þarna bar það loks örlítinn árangur. Nú get ég setið og glamrað á gítarinn og raulað sönginn um Siggu litlu og „Sestu hérna hjá mér systir mín góð“ og hugsað með trega í hjarta til minnar elskulegu og góðu stóru systur. Þinn bróðir, Jakob Þór. Við lát Brynju frænku minnar er margs að minnast. Við vorum systrabörn, hún nokkuð eldri en ég. Fyrstu minningar henni tengdar ná aftur til uppvaxtarára minna á Naustum við Akureyri er hún kom í heimsókn þegar hún var í verknámi í hjúkrun norðan heiða. Þessi kynni eru hugstæð og þau áttu eftir að verða meiri. Brynja var glæsileg kona, hafði einstaklega fágaða framkomu, látlausa en um leið hispurslausa. Hún hafði góða nærveru. Við störfuðum um tíma saman á Sjúkrahúsi Akraness eins og það hét þá. Hún hafði góða fagþekk- ingu og mörgu að miðla sem varð að veganesti í starfi mínu til fram- tíðar. Það er bæði ljúft og skylt að þakka. Brynja frænka mín hafði marga strengi á sinni fiðlu. Hún var listræn, málaði, samdi ljóð, sönglög og lék á gítar. Í ljóðabók hennar, sem ber heitið Sólarlag, er að finna hugrenningar sem bera vitni um djúpa íhugun um líf- ið og tilveruna en líka góðan húm- or sem hún átti nóg af. Ég minnist notalegra samveru- stunda með hlýju, nú síðast heim- sóknar Brynju á heimili okkar Önnu Þóru á Akureyri. Einnig spjallstunda í síma, hin síðasta var fyrir skömmu. Hún glímdi við erf- iðan sjúkdóm sem lagði hana að lokum að velli. Alla tíð var hún æðrulaus þegar við ræddumst við, sagði nokkuð af sér og sínum og innti fregna af öðrum. Að leiðarlokum þakka ég, kærri frænku minni, góð kynni, árin á Akranesi og velvild í minn garð og fjölskyldu minnar alla tíð. Við, Anna Þóra og Bjarni Már vottum börnum Brynju og fjölskyldum þeirra, systkinum hennar og öll- um aðstandendum innilega sam- úð. Magnús Ólafsson. Þegar fyrstu köldu norðanvind- arnir á þessu hausti gengu yfir landið okkar, kvaddi elskuleg æskuvinkona mín þennan heim eftir erfið veikindi. Ég kynntist Brynju fyrst þegar hún flutti frá Siglufirði og varð sessunautur minn í Barnaskólanum á Akra- nesi. Okkur kom strax vel saman og vorum bestu vinkonur. Við lærðum að hekla og prjóna og vor- um alltaf að búa eitthvað til, gamla saumavélin hennar mömmu var óspart notuð og man ég vel eftir rauðum pilsum úr riffluðu flaueli sem við saumuðum. Við vildum vera svipað klæddar og áttum al- veg eins fermingarkápur. Ljúf æskuárin liðu í alls kyns uppá- komum og skemmtilegheitum. Eftir gaggó fór Brynja í hjúkr- un en ég fór að huga að hreiður- gerð. Einhverjum árum seinna bjuggum við í sömu götu, þá var mikill samgangur, gleðin ríkti og húmorinn aldrei langt undan. Addi og Brynja voru mjög barn- elsk og þegar ég eignaðist yngri dóttur mína vildu þau endilega passa Hannes, son minn, á meðan og þegar ég kom heim var hann búinn að eignast nýja ömmu og afa. Við stofnuðum saumaklúbb nokkrar vinkonur, rétt rúmlega tvítugar, sem starfar enn. Við tök- um okkur ekkert sérstaklega há- tíðlega og gerum endalaust grín að okkur sjálfum. Ef einhver okk- ar segir: hverju haldið þið að ég hafi nú lenti í? fara allar að hlæja áður en sagan byrjar. Ein skemmtileg minning kem- ur upp í hugann, þegar við Brynja og Kristjana sátum tvo daga í röð og sömdum brag um skólasystkini okkar í tilefni af endurfundum, við hlógum svo mikið og Brynja flutti svo þessa drápu á hátíðinni við mikinn fögnuð. Margar ánægjustundir áttu við á Kanaríeyjum saman. Eitt sinn hafði ég orð á því hvað ég væri orðin leið á lagi sem hljómsveit uppáhaldsveitingastaðarins okkar flutti. Næst þegar við fórum þang- að að borða greip söngvarinn hljóðnemann og sagðist ætla að flytja óskalag sem væri sérstakt uppáhaldslag hjá konu sem væri hér í kvöld, og svo söng svo fallega leiðinlega lagið mitt. Ég þurfti ekki nema að líta einu sinni á Adda og Brynju til að fatta brandarann og við hlógum allan tímann sem lagið var spilað. Brynja var mjög jákvæð og hvetjandi persóna, hún hvatti mig til dæmis eindregið til að fara aft- ur í skóla og rökin voru ansi skondin: þetta verður sko ekkert mál, skólinn er við hliðina á þér. Og auðvitað hafði hún rétt fyrir sér. Hún var mikill listamaður í sér, lærði að spila á gítar og samdi lög, ljóð, sálma, skrifaði sögur og málaði myndir. Ég dáðist að því hvað hún var dugleg í veikindum sínum, hún kom t.d. til mín í heimsókn í sum- ar, þá fársjúk, en glettnin var ekki langt undan. Hún hafði fyrir að færa mér rabarbaravönd með rauðum borða og sagði: „Ég mátti bara til því þetta er svo mikið í okkar anda.“ Þetta er lítið minningabrot úr lífi okkar Brynju, það er sárt að sjá á eftir henni en ég veit að nú líður henni vel og ég sé hana fyrir mér svífa í sólskininu með Adda sínum í ljúfum dansi við lagið Bé- same Mucho, sem var lagið þeirra. Blessuð sé minning um elsku- lega vinkonu. Hansína Hannesdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Í dag kveðjum við Sigríði Brynju Einarsdóttur, hollsystur okkar. Upp koma margar minn- ingar. Við hófum hjúkrunarnám í Hjúkrunarskóla Ísland við Eiríks- götu 34, um áramótin 1960-61 og áttum þar lögheimili í þrjú ár og þrjá mánuði. Við deildum saman gleði og sorg, kynntumst vel og áfallahjálp við erfiðar aðstæður var ekki til í orðabók okkar. Þar af leiðandi urðu vináttuböndin enn þá sterkari. Þótt nokkrir mánuðir liðu milli samtala var eins og við hefðum talast við í gær. Brynju var margt til lista lagt. Fljótt kom í ljós falleg sópranrödd og hljómuðu raddir nokkurra holl- systra í herbergjum eða stiga- göngum í röddum (sópran-alt- bassi) mörgum til ánægju og öðr- um e.t.v. ekki. Einnig málaði hún, hélt sýn- ingu, orti og gaf út ljóðabók. Brynja kom frá Akranesi og bjó þar alla sína búskapartíð. Hennar lífsförunautur í um það bil 50 ár var Örnólfur Þorleifsson eða Addi, eins og við kölluðum hann og voru þau oftar en ekki nefnd í sömu andrá, Addi og Brynja. Þeim varð þriggja barna auðið, sonur í Reykjavík og tvær dætur á Akranesi. Fyrir rúmum tveimur árum héldum við nokkrar hollsystur norður til Akureyrar með strætó til að halda uppá 50 ára útskrift- arafmælið okkar. Á Akranesi bættist Brynja í hópinn og gistum við tvær nætur á Akureyri. Gam- an var að hitta Akureyringana og skoða Sjúkrahúsið á Akureyri en veikindi Brynju voru byrjuð á þeim tíma, hún barðist áfram og ætlaði að sigrast á krabbanum en Brynja Einarsdóttir Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU HJÖRLEIFSDÓTTUR, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. . Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Jón Sigurðsson Hjörleifur Sveinbjörnsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ágústa Sveinbjörnsdóttir Magnús S. Magnússon Árný Erla Sveinbjörnsdóttir Össur Skarphéðinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON frá Brúsastöðum, Hafnarfirði, sem andaðist á Fossheimum Selfossi 21. nóvember, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 3. desember klukkan 11. . Andrea Tryggvadóttir, Ólafía Sigurðardóttir, Þorvarður Hjaltason, Kristján T. Sigurðsson, Ingibjörg Erlendsdóttir, Hringur Sigurðsson, Björg Jóhannesdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Ingi Ásgeirsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, stjúp- móður, systur og ömmu, J. SIGRÍÐAR ELENTÍNUSDÓTTUR, Ásbraut 15, 200 Kópavogi. . Haukur Reynir Ísaksson, Sigurður Sverrir Witt, Rachel Parker Witt, Ingunn Hildur Hauksdóttir, Þröstur Þorbjörnsson, Svanhildur Elentínusdóttir, Einar Hjaltested, Margeir Elentínusson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Skarðshlíð, andaðist á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, mánudaginn 28. nóvember. . Guðrún Anna Tómasdóttir, Þorgils Gunnarsson, Auðbjörg Tómasdóttir, Hermann Hansson, Guðbjörg Jóna Tómasdóttir, Sveinn B. Jóhannesson, Hjördís Tómasdóttir, Þórir Ingvarsson, Guðmar Jón Tómasson, Helena Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA INGIBJÖRG EGGERTSDÓTTIR, Barðastöðum 11, Reykjavík, áður Stigahlíð 91, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Land- spítalanum 27. nóvember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. desember klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. . Guðný Edda Gísladóttir, Guðjón Kr. Guðjónsson, Eggert Árni Gíslason, Petra Bragadóttir, Halldór Páll Gíslason, Anna Helga Höskuldsdóttir, Gunnar Þór Gíslason, Sólveig Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og ómetanlega vináttu og aðstoðuðu okkur vegna andláts FRIÐJÓNS FANNARS HERMANNSSONAR sem lést 30. október. Sérstakar þakkir til allra vina Friðjóns sem sáu um tónlistarflutning við útförina og erfidrykkjuna og gerðu daginn svo fallegan. . Margrét Gígja Þórðardóttir, Þórunn, Eysteinn, Emil og Sóla, Hermann Jóhannesson og Elísa Friðjónsdóttir, Hermann og Hjörvar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.