Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 25
laut í lægra haldi. Nokkru áður hafði krabbinn lagt Adda að velli og stóð Brynja eins og klettur við hlið hans í þeim raunum. Lífið er oft ósanngjarnt en við fáum litlu ráðið. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar. Fyrir hönd hollsystranna heima og heiman, Jónína Guðmundsdóttir (Jonna). Brennd og ber með bólgna hvarma, belgdan maga. Guðsbörn eru, en hafa aldrei sína daga eldað nema sult og seyru sólskinsbörn á brenndri leiru. Von um frelsi, von um frið og frelsi fyrir mannkynið. Hiti, þurrkur, þjáning, sultur, þeirra líf er þyrnum stungið, því er þessu þannig varið hví geta aðeins sumir fuglar sungið? Von um framtíð, von um frið og frelsi fyrir mannkynið. (BE) Þetta minnisstæða ljóð, Von, er í ljóðabókinni Sólarlag eftir Brynju Einarsdóttur. Brynja var svo blíð og gefandi, full af sam- kennd með þeim sem áttu erfitt, ekki bara í næsta umhverfi heldur öllum mannanna börnum. Hún var fjölhæf og einstaklega hæfileika- rík, hjúkrunarfræðingur að mennt, starfaði við hjúkrun lengst af og síðan kennari í Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Hún málaði yndislega fallegar myndir og hélt málverkasýningu í september 2012 í tilefni 70 ára afmælisins. Brynja var glæsileg kona, falleg og dökk á brún og brá. Hún hafði fallegustu fingur og hendur sem ég hef séð. Við grínuðumst með það eitt sinn í USA að hún gæti greitt veitingahúsareikninginn fyrir okkur með því að vinna sem „hand model“. Ég minnist með þakklæti allra ánægjustunda okk- ar saman, bæði hér á landi og er- lendis. Samtölin okkar langt fram á nætur, umræður um mismun á kunningjum, vinum og trúnaðar- vinum, þegar ég sagðist ekki eiga neinn trúnaðarvin bauð hún mér að vera trúnaðarvinur minn og það varð hún og ég hennar. Allar gisti- næturnar, bæði í bústaðnum á Snæfellsnesi, þar sem við dvöldum tvær saman í nokkra daga og skipulögðum móttökur og dvöl er- lendra gesta og heima hjá þeim á Leynisbrautinni. Minnisstæð er sjóstangaveiðiferð þar sem hún fór létt með að landa golþorski og varð síðan að aðstoða vinkonu sína að landa miklu minni þorski. Minnist þess hvað við hlógum okkur mátt- lausar eftir að hafa dansað, fyrir eiginmenn okkar, Slæðudansinn í hýjalíni sem skipti hótelsvítunni í Salt Lake City í setustofu og svefnpláss. Gisting þeirra heima hjá okkur eftir að Örnólfur tók við sem umdæmisstjóri Kiwanis- hreyfingarinnar, þau höfðu lykil að húsinu okkar fyrir gistingu og notkun fyrir móttökuboð fyrir er- lenda gesti umdæmisstjórnar. Dóttir mín minnist Brynju með þakklæti, gestrisni þeirra Örnólfs, boð í mat, frí frá sjúkrahúsmatn- um og bílferðir um Akranes, þegar hún eignaðist tvö af börnum sínum þar. Brynja umvafði okkur öll í sorginni við missi barns og tók þátt í gleðinni við seinni fæðinguna og fannst henni alltaf hún eiga svo- lítið í drengnum. Dótturdóttir mín minnist þess hvað gott var að vera hjá Brynju meðan hún beið eftir fari heim úr fimleikum á Skagan- um. Brynja og Örnólfur voru ein- staklega glæsileg hjón, með mikla útgeislun, þau umvöfðu alla með elskusemi sinni og voru hrókar alls fagnaðar í vinahópnum okkar. Þau hafa sameinast á ný. Ég kveð Brynju með söknuði og þakklæti fyrir gefandi og góða samfylgd. Minningarnar ylja um hjartarætur um ókomna tíð. Fyrir hönd vinahópsins votta ég fjöl- skyldu hennar samúð. Anna. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 ✝ EysteinnSkarphéð- insson fæddist í Keflavík 10. októ- ber 1974. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 16. nóv- ember 2016. Foreldrar hans eru Anna Margrét Jónsdóttir, f. 27. janúar 1938, og Skarphéðinn Njálsson, f. 1. október 1938, d. 6. apríl 2004. Systkini Eysteins eru: 1) Rann- veig Lilja, f. 9. maí 1958, d. 22. apríl 1959. 2) Hólmfríður, f. 9. apríl 1960, dætur hennar eru 1) Rakel, sambýlismaður er Jón Oddur og börn þeirra eru Birta Dröfn og Eyþór. 2) Anna Mar- grét, sambýlismaður er Gunnar Páll. 3) Njáll, f. 18. október 1961, sonur hans er Skarphéð- boltinn tók hug hans allan. Hann lék með úrvalsdeildarliði Njarðvíkur árin 1992-1994 og varð með þeim Íslandsmeistari árið 1994. Einnig lék hann með Snæfelli í úrvalsdeildinni tíma- bilið 1994-1995 og í framhald- inu í fyrstu deildinni, tímabilið 1995-1996 þegar liðið komst aftur upp í úrvalsdeildina. Auk þess lék Eysteinn nokkra leiki með drengjalandsliði Íslands. Hann lagði skóna á hilluna þeg- ar hann hóf nám við Mennta- skólann í Kópavogi þaðan sem hann útskrifaðist sem fram- reiðslumaður. Eysteinn starfaði hjá ýmsum veitingastöðum og má þar nefna Flughótelið í Keflavík, Glóðina, Lækj- arbrekku, Vín og skel, Hum- arhúsið og Hörpu. Einnig stundaði hann sjómennsku á togurum og minni fiskiskipum. Síðustu árin vann Eysteinn sem sundlaugarvörður í Laugardals- laug uns hann lét af störfum vegna veikinda í byrjun þessa árs. Útför Eysteins fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 1. des- ember 2016, klukkan 13. inn, sambýliskona er Ingveldur og dóttir þeirra er Ragnhildur Lilja. 4) Jón Valgeir, f. 21. janúar 1964, sambýliskona hans er Anna Andr- ésdóttir. Sonur Jóns Valgeirs er Ragnar Geir. Börn Önnu eru Andrés Þórarinn, Íris María og Aníta Rós. 5) Sig- urður, f. 15. júlí 1968, eiginkona hans er Linda Hrönn Birg- isdóttir og börn þeirra eru Elva Dögg, Arnór Snær og Agnes Perla. Eysteinn ólst upp í Keflavík og lauk þar hefðbundinni skóla- göngu. Hugur hans hneigðist snemma til íþróttaiðkunar. Ey- steinn lék fótbolta til margra ára með Keflavík þar til körfu- Elsku Eysteinn minn. Nú er komið að kveðjustund- inni. Þú barðist eins og hetja við ólæknandi sjúkdóm. Það var ekki í þínum huga að gefast upp. En nú er baráttunni lokið. Elsku sonur, þín er sárt sakn- að. Þakka þér allar góðu stund- irnar okkar. Einnig bestu þakkir til allra þeirra sem reyndust Ey- steini vel í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér, skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar þakklæti og trú. Og þegar tími minn á jörðu hér liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Hvíl í friði, Mamma. Það var á fallegu vetrarkvöldi að Eysteinn kvaddi lífið, umvafinn ástvinum sínum. Stund sem var full af kærleika, ást og friði. Hann greindist með krabbamein í jan- úar sl. og hófst þá sú barátta sem hann háði af miklum hetjuskap, hugrekki og lífslöngun. En að lok- um var stríðið tapað. Eysteinn var frá fyrstu tíð full- ur af krafti og orku sem speglaðist í þeim fjölmörgu hlutum sem hann tók sér fyrir hendur. Íþróttir áttu hug hans allan og spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta og þótti mjög efnilegur íþrótta- maður. Dýravinur var hann og átti hann dýr bæði stór og smá. Hann var mikill keppnismaður sem svo oft hefur komið í ljós, því lífið var ekki alltaf dans á rósum og gatan ekki alltaf greið. En Ey- steinn gafst aldrei upp og reis ávallt upp að nýju, fullur af eld- móði og lífsgleði. Það var þessi kraftur og eldmóður sem ég dáð- ist að í veikindum hans. Það er erfitt að setja sig í spor ungs manns sem fær slíkan dóm en langaði svo mikið að lifa. Eysteinn tókst á við þessa baráttu af æðru- leysi og hugrekki með hjálp fjöl- skyldu sinna og vina og var hann stoltur af því hversu vel hann hafði sameinað alla þá sem honum þótti vænst um. Það var aðdáun- arvert hvað margir lögðu mikið á sig til að gleðja hann og gera hon- um lífið auðveldara og fyrir það erum við ástvinir hans óendanlega þakklát. Frá fyrsta degi hóf ég þessa vegferð með Eysteini og sagði að ég myndi fylgja honum alla leið. Ég er svo þakklát fyrir allar sam- verustundirnar og minningarnar sem urðu til á þessum tíma, sem á komandi tíð munu græða sárin. Þakklát fyrir að fá að vera þátt- takandi í baráttu litla bróður sem gaf mér nýja sýn og kenndi mér svo margt um lífið. Lífið sem við eigum öll að njóta en gefum okkur ekki alltaf tíma til. Njóta samvista við fjölskyldu og vini sem gefa fal- legustu gjafirnar, minningar sem aldrei eyðast og falla í skuggann. Það er komið að kveðjustund. Litli drengurinn sem ég bar til skírnar, drengurinn sem kallaði mig Diddu eins og pabbi er flog- inn á brott á vit nýrra ævintýra. Elsku Eysteinn minn, hjartans þakkir fyrir samfylgdina, ást mín og kærleikur fylgja þér til nýrra heimkynna þar sem ég vona að allir draumar þínir rætist. Minn- ing þín mun alla tíð lifa í huga mín- um og hjarta. Góða ferð, ljúfurinn minn, mikið ósköp á ég eftir að sakna þín. Hólmfríður (Didda). Minn elskulegi frændi og vinur er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Eysteinn barðist hetjulegri baráttu fram á síðustu stundu við illvígan sjúkdóm, svo aðdáun vakti. Mikið var erfitt að fá fréttirnar í upphafi árs að Eysteinn hefði greinst með lokastigs krabba- mein. Veröld mín hrundi. Ey- steinn hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég fæddist. Samband okk- ar var náið og vorum við eins og systkini þó svo að hann hafi verið móðurbróðir minn. Vinátta okkar var einstök og síðustu mánuði skein svo skýrt hversu þakklát við vorum fyrir hvort annað. Það sem mér þótti einna vænst um í fari Eysteins var að hann sýndi alltaf áhuga á að vita hvernig ég hefði það og hvað væri um að vera í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann spurði ekki af kurteisi, heldur vegna þess að hann vildi heyra svarið. Elsku frændi, ég er óendanlega þakklát fyrir yndislegar samveru- stundir og góðar samræður und- anfarna mánuði. En söknuðurinn er ólýsanlegur. Margar stundir verða tómlegar og erfiðar án þín. Það verður erfitt að hafa þig ekki hjá mér á aðfangadag. En eitt af því sem þú sagðir við mig var að þig langaði til að eiga ein jól í við- bót. Síðustu jólin. Elsku vinur, enginn mun fylla sæti þitt á að- fangadag og ég og fjölskylda mín munum ávallt minnast þín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér áleiðis á þann stað sem ég trúi að þér líður vel. Hvíl í friði, Rakel frænka. Elsku Eysteinn frændi, þú barðist eins og hetja en nú ertu kominn á betri stað þar sem þú getur hvílt þig og er ég mjög þakklátur fyrir þína hönd. Ég þakka þér fyrir allan stuðninginn sem þú sýndir mér og allt sem þú hjálpaðir mér með. Þú lifðir hratt og fékkst að upplifa marga hluti á þessum árum sem þú lifðir. Þín verður sárt saknað en minning þín mun ávallt lifa. Við sjáumst síðar. Hvíl í friði. Kær kveðja, Eyþór frændi. Elsku Eysteinn minn. Mikið sem þú varst búinn að vera sterkur og sýndir okkur öll- um hvað lífsviljinn var mikill. Þú varst svo sannarlega hetja. Aldrei mun ég gleyma því þegar þú sagð- ir við prestinn þegar hún kom á stofugang: „Ég hef svo bara sam- band við þig þegar ég gifti mig.“ Það var svo greinilegt að húmor- inn hvarf aldrei. Þú varst svo dug- legur og sterkur í gegnum þessa erfiðu tíma en ég veit að þér líður vel núna, veit líka að þú hefur fengið góðar móttökur frá afa og Kol. Hvíldu í friði, elsku Eysteinn minn. Við sjáumst síðar. Anna Margrét, frænka. Það er alls ekki auðvelt að sitja hérna heima og skrifa minningar- grein um sinn besta vin. Eysteinn var minn besti vinur, betri og traustari vin finnur maður ekki og það skarð verður erfitt að fylla. Eysteini kynntist ég náið þegar hann var hjá Samhjálp, nýorðinn edrú, ég hitti hann á Miklubraut þegar hann var að flytja þar inn. Við urðum miklir vinir, áttum sameiginleg áhugamál eins og körfubolta og fótbolta og gerðum skemmtilega hluti saman. Ey- steinn vann í Laugardalslauginni og fórum við mikið í sund, stund- uðum fundi, horfðum á Liverpool- leiki, matarboð hjá okkur Kjart- ani Þór stráknum mínum og átt- um við margar fleiri góðar stundir – þeir Kjartan Þór voru góðir fé- lagar og Eysteinn var yndislegur við hann, hann hafði gaman af börnum og var barngóður. Við áttum gott samband og hjálpuðum hvor öðrum mikið, allt- af gat ég leitað til hans og hann til mín. Hvert sinn er við fórum til Keflavíkur hafði hann samband við mömmu sína eða systur, alltaf var vel tekið á móti okkur og aldr- ei fór maður svangur heim. Eysteinn var í mat hjá mér og Kjartani Þór eitt sunnudags- kvöld. Þegar hann var að borða festist í honum kjötbiti. Ég barði í bakið á honum til að losa bitann sem var fastur. Hann var smeyk- ur og við töluðum um að hann þyrfti að fara á bráðamóttökuna strax eftir þetta – Eysteinn hafði síðan samband við mig og sagði mér að hann væri komin með krabbamein – það var á lokastigi – úff, hvað það var erfitt að heyra og mikið sjokk. Eysteinn var með mikinn lífs- vilja og hafði gaman af lífinu – hann var alltaf hress og skemmti- legur og passaði mikið upp á útlit- ið – hann varð alltaf að líta vel út. Hann átti mikið af kunningjum og var hann heppinn að eiga svona góða og trausta fjölskyldu. Henni votta ég mína dýpstu samúð og styrk á erfiðum tímum. Þín verður sárt saknað, vinur, veit að það verður tekið vel á móti þér. Minning þín lifir. Þórir og Kjartan Þór. Eysteinn Skarphéðinsson ✝ Bjarni HalldórMagnússon húsasmíðameistari fæddist á Akureyri 1. desember 1947. Hann lést 22. októ- ber 2016. Foreldrar: Magn- ús Bjarnason skipa- smíðameistari, f. 30.12. 1900, d. 8.12. 1992, og Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 29.10. 1906, d. 3.8. 1999. Systur Bjarna eru: Guðrún, f. 23.8. 1932, maki Jón Sveinbjörns- son, f. 27.7. 1928; Hallfríður, f. 6.3. 1939, maki Arnar Daní- elsson, f. 24.7. 1939; Áslaug, f. 28.5. 1944, maki Ragnar Har- aldsson, f. 19.1. 1929. Börn Bjarna: 1) Helena Guðlaug, f. og þar myndaðist góður vinahóp- ur sem enn er samheldinn. Bjarni hóf nám í húsasmíði hjá Slippstöðinni á Akureyri og lauk því í júlí 1970 og fékk löggildingu húsasmíðameistara 1975. Hann stundaði undirbúningsnám í Tækniskóla Akureyrar 1971- 1972. Á Akureyri var starfsvett- vangur Bjarna við smíðar og hönnun hjá ýmsum fyrirtækjum, m.a. Plastiðjunni Bjargi þar sem hann hannaði og smíðaði mót fyr- ir snjóþotur og fleira. Árið 1977 stofnaði hann ásamt öðrum bygg- ingafyrirtækið Eyri hf. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1980 og næstu árin vann hann við nýbygg- ingar hjá Glettingi, hönnun og smíði fiskiteljara hjá Vaka og inn- réttingar hjá Toppfiski í Þorláks- höfn og Reykjavík. Eftir að heilsan brást dvaldi hann í heimabyggð á Akureyri, ferðaðist innanlands og utan og sinnti ýmsum áhugamálum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. 20.3. 1969, sambýlis- maður Yngvi Pét- ursson, f. 22.7. 1980. Börn: Ásbjörn Garð- ar, f. 23.6. 2007, og Arnór Kári, f. 2.11. 2009. Móðir Helenu Guðlaugar er Anna Garðarsdóttir, f. 14.4. 1947. 2) Baldur, f. 13.4. 1977, maki Sigríður Björk Ævarsdóttir, f. 13.8. 1977. Börn: Egill Váli, f. 16.7. 2007, Embla Björk, f.9.12. 2013, Írena Lovísa, f. 16.6. 2015, og Áróra Hrönn Snorradóttir, f. 26.3. 2001. Móðir Baldurs er Lovísa Baldursdóttir, f. 10.7. 1954. Bjarni fæddist og ólst upp í Strandgötu 17 á Akureyri. Eyrin og fjaran var hans leikvangur í æsku Mínar fyrstu minningar um Bjarna móðurbróður minn eru úr Strandgötunni á Akureyri, heimili afa míns og ömmu. Eftir að ég óx úr grasi varð Bjarni einn af mín- um traustustu vinum og var ætíð hafsjór fróðleiks og ráðlegginga. Bjarni hafði mikinn áhuga á náttúru Íslands og ferðaðist oft um landið á sínum yngri árum. Hann tók aragrúa af myndum og hefur sjálfsagt náð hverju einasta Krö- flugosi á filmu. Hann var metnað- arfullur ljósmyndari og tók nánast einungis myndir á Kodachrome-lit- skyggnur. Fjölskyldan í Strand- götunni skemmti sér mörg kvöldin við skyggnusýningar með tilheyr- andi frásögnum og umræðum um markverða staði, hraunrennsli og síðast en ekki síst lýsingu mynda. Bjarni hafði ætíð mikinn áhuga á tækni og vísindum og átti mik- inn þátt í því að stýra mér í átt til náms á því sviði. Þegar Apple Macintosh kom á markað var hann fljótur að eignast eintak og varð manna fróðastur um Hy- perCard og notkun makkans. Bjarni vann um skeið hjá ný- sköpunarfyrirtækinu Vaka í kringum 1986. Þar gekk hann til liðs við hóp verkfræðinga og eðl- isfræðinga og vann við hönnun og smíði fiskiteljara. Bjarni hafði gaman af tækninni í kringum verkefnið og naut þess að vera í kringum vísindamenn sem mátu mikils smíðakunnáttu hans, hug- myndaauðgi og hæfni til að vinna við timbur, plast, ál og hvað annað sem til átti að taka. Bjarni var mikill sögumaður og áhugamaður um kveðskap og kunni kynstrin öll af stökum og limrum sem hann greip til við hin ýmsu tækifæri og sendi gjarnan í tölvupósti heilu sögurnar og kvæðabálkana. Í Strandgötunni var tónlist í há- vegum höfð og spilaði amma gjarnan undir söng fyrir heimilis- fólk og gesti og þótti Bjarni góður söngmaður. Hann hafði alla tíð gaman af tónlist og eftir að geisla- diskar náðu að ryðja sér til rúms eignaðist hann gott safn af klassík og djassi og sátum við mörgum stundum yfir bjór og hlustuðum á Albinoni, Miles Davis, Dave Bru- beck og fleiri. Eftir slys um miðjan tíunda áratuginn var Bjarna ekki lengur fært að stunda vinnu vegna ör- orku. Hann lagðist þá í ferðalög um Evrópu, gjarnan með diktafón í farteskinu og sendi mér svo í pósti litlar kassettur þar sem hann hafði tekið upp athugasemdir og frásagnir af ferðum sínum og því samferðafólki sem hann komst í kynni við. Bjarni átti auðvelt með að kynnast fólki og var skrafhreif- inn, vel heima í ýmsum málefnum og hafði áhuga á að kynnast að- stæðum fólks. Síðastliðið ár, eftir að ég fluttist aftur heim til Íslands eftir ríflega tvo áratugi erlendis, vorum við Bjarni í nánu símasambandi, oft daglega. Það var gott að geta leit- að til hans með ýmis vandamál og fá ráðleggingar við íbúðakaup, viðhald og viðgerðir. Þrátt fyrir slæma heilsu undanfarin ár kom á óvart hversu hratt honum hrakaði á haustmánuðum og það er erfitt að venjast þeirri hugsun nú að hans skuli ekki lengur njóta við; ég stend sjálfan mig enn að því að ætla að hringja í hann til skrafs og ráðagerða. Bjarni var traustur og góður vinur vina sinna og hans verður sárt saknað. Gunnar Pálsson. Bjarni Halldór Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.