Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 ✝ GuðsteinnIngimarsson fæddist 7. sept- ember 1956. Hann lést á heimili sínu 15. nóvember 2016. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Hendriksdóttir, f. 1930, frá Reykja- vík og Ingimar Vigfússon, f. 1927, frá Oddsparti í Þykkvabæ. Systkini Guðsteins eru: Samúel, f. 1952, Ágústa, f. 1954, Jóhannes, f. 1958, og Guðný, f. 1964. Guðsteinn gift- ist 9. ágúst 1980 Björgu Hall- dórsdóttur leikskólakennara, f. 20. júlí 1955. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Sig- urjónsdóttir, f. 1921, d. 2012, og Halldór Ágústsson, f. 1926, d. 1957. Börn Guðsteins og Bjarg- ar eru: 1) Esther Eva, f. 3. ágúst 1982. Sambýlismaður hennar er skóla og síðar í Lindargötu- skóla. Hann varð Íslandsmeist- ari í körfuknattleik með Ármanni 1976, Njarðvík 1981 og lék með landsliði Íslands í körfuknattleik. Hann var kjör- inn körfuboltamaður ársins 1979. Guðsteinn starfaði sem lögreglumaður á Suðurnesjum og lauk námi frá Lögregluskól- anum 1983. Sama ár fluttist Guðsteinn ásamt konu og dótt- ur til Nýja-Sjálands þar sem hann starfaði við eigin atvinnu- rekstur samfara því að vera mjög virkur í trúboðs- og hjálp- arstarfi, einkum meðal inn- fæddra, Maori-fólksins. Fjöl- skyldan bjó ýmist á Nýja Sjálandi eða Íslandi á árunum 1983-2007, ásamt því að búa um stuttan tíma í Bandaríkjunum og í Svíþjóð þar sem Guðsteinn vann við sölu- og markaðsstörf og tók virkan þátt í kristilegu starfi. Frá 2007 bjó Guðsteinn á Íslandi og starfaði við eigin at- vinnurekstur. Útför Guðsteins fer fram frá Lindakirkju í dag, 1. desember 2016, klukkan 15. Hann verður jarðsettur í Kópavogskirkju- garði. Chris Constantinos, f. 8. október 1970. Börn þeirra eru Ducati, f. 15. febr- úar 2006, Nitrous, f. 22. nóvember 2007, Rafael, f. 21. maí 2012, og Ap- rilia, f. 19. nóv- ember 2015. 2) Sar- on Rut, f. 20. október 1984. Eig- inmaður hennar er Hermann Ingi Ragnarsson, f. 3. júlí 1983. Sonur þeirra er Óli- ver Nói, f. 8. ágúst 2015. 3) El- ísa Mjöll, f. 9. janúar 1988. Eig- inmaður hennar er Evan Cloninger, f. 9. júlí 1988. 4) Halldór Guðsteinn Guð- steinsson, f. 25. desember 1991. 5) Joshua D.G., f. 29. ágúst 1994. Sambýliskona hans er Agnes Ósk Snorradóttir, f. 2. október 1990. Guðsteinn gekk í Álftamýra- Það eru mér þung spor að skrifa kveðjuorð um yndislegan bróður minn. Einhvern veginn býst maður ekki við því að dauð- inn höggvi svona nálægt manni. Ég kveð í dag einstakan mann. Hann var mér meira en bróðir, hann var náinn vinur minn. Það var svo margt hrífandi í fari hans. Hann hafði einstak- lega hlýtt hjarta og fékk fólk til að hlæja mjög auðveldlega. Það má með sanni segja að þegar Guðsteinn kom í hóp af fólki þar sem einhver depurð ríkti breytt- ist það við nærveru hans. Hann var frábær skemmtikraftur, þ.m.t. góð eftirherma. Það var magnað að vera í kringum hann á góðum degi. Hann vissi svo vel hvernig átti að ná til fólks. Hann var límið í fjölskyldunni, var duglegur að ná öllum saman og skipuleggja viðburði sem við tókum öll þátt í. Hann var fullur af orku sem kom strax fram hjá honum sem barni. Hann kom sér oft í vand- ræði með uppátækjum sínum, mér er minnisstætt þegar hann sat við gluggann heima í eldhús- inu á æskuheimili okkar í Álfta- mýri og afi var í heimsókn. Það heyrðist sírenuvæl og við sjáum að það brennur skúr á lóðinni við skólann. Það vakti undrun afa að Guðsteinn væri inni en ekki úti að fylgjast með slökkviliðinu. Seinna kom auðvitað í ljós að hann og vinur hans höfðu stuttu áður verið að fikta með eld við skúrinn sem endaði illa. Guðsteinn stundaði íþróttir frá unga aldri, var mjög góður bæði í fótbolta, handbolta og körfubolta. Hann valdi körfu- boltann og lék hann um árabil. Varð Íslandsmeistari bæði með Ármanni og Njarðvík, spilaði með landsliðinu og var valinn körfuboltamaður ársins. Það eru svo margar skemmti- legar minningar um stundir sem við áttum saman, bæði áður en fjölskyldan flutti til útlanda og síðan eftir að þau fluttu aftur heim til Íslands. Þær voru ófáar stundirnar sem við nutum saman á íþróttaviðburðum og skemmt- um okkur konunglega, við tveir eða með strákunum okkar. Guðsteinn hafði mjög sterkar skoðanir og lét þær óspart í ljós. Hann var einstaklega fróður um íþróttir og hafði 16 ára barna- barn mitt á orði að hann hefði aldrei á ævinni hitt nokkurn sem vissi svona mikið um íþróttir. Við bræður ræddum mikið andleg málefni og þar var Guð- steinn á heimavelli. Hann átti einlæga trú á kærleiksríkan föð- ur og frelsara og hann elskaði nærveru Guðs. Mig langar að láta fylgja hér með erindi úr sálminum „Drottinn Guðs son- ur“ eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Ég sé Guðstein bróður fyrir mér þegar ég heyri þetta erindi. Kristur, í náð þinni komstu til mín, kveiktir það ljós, er mig vakti til þín, orðið þitt varð mér að lifandi lind, ljómaði við mér þín heilaga mynd. Takk fyrir samfylgdina, elsku bróðir minn. Takk fyrir að vera þú sjálfur, ég sakna þín óumræð- anlega og hlakka til að hitta þig á ný. Bless í bili. Ég bið Guð að hugga og styrkja Björgu og alla fjölskyld- una í þeirra miklu sorg. Þinn bróðir Samúel. Ég er nýkominn heim af söng- æfingu og ætla mér að fara að hringja í bróður minn til þess að fara yfir verkefni dagsins. Þá hringir síminn og mér er sagt að Guðsteinn hafi orðið bráðkvadd- ur þá um kvöldið. Veröldin stoppaði um stund, hvernig gat þetta gerst? Hann sem virtist vera hraustur og fullur af lífi var nú skyndilega farinn. Ég hafði hitt hann aðeins nokkrum klukkutímum fyrr og þá var eng- an bilbug á honum að finna. Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta og ef til vill gerir maður það aldrei til fulls. Kannski var tími hans kominn þótt ég eigi erfitt með að sættast við það. Gott er að ylja sér við ein- stakar minningar um góðan bróður. Við bárum út dagblöð saman og seldum eitt og annað til að létta undir með foreldrum okkar. Boltaleikir voru stundaðir af krafti og ekki má gleyma ferð- um okkar sex og átta ára gam- alla rétt fyrir jól niður í Ölgerð í öllum veðrum til að bíða þar í biðröð eftir hvítölinu. Síðan seld- um við happdrættismiða fyrir heyrnarlausa og ég var beðinn að vera þögull því þannig seldust miðarnir mun hraðar. Kannski var það á þessum árum að grunnur að framtíðarstarfi okk- ar beggja í sölumennsku var lagður. Daginn sem hann kvaddi vorum við að skipuleggja framtíð okkar í sameiginlegu sölufyrir- tæki sem við vorum nýbúnir að stofna ásamt góðum vini. Þetta fyrirtæki var byggt á góðum grunni sem Guðsteinn hafði lagt undanfarin ár. Ein af mörgum ánægjulegum minningum eru ógleymanlegir mánuðir sem við Inga Hrönn og strákarnir áttum með Guðsteini og fjölskyldu hans á Nýja-Sjá- landi árið 1993. Guðsteinn og Björg höfðu flutt til Nýja-Sjá- lands nokkru áður og við fengum að deila fimm mánuðum með þeim í yndislegu umhverfi lands- ins. Þar tengdust fjölskyldur okkar enn nánari böndum. Hann var einstaklega natinn við að sinna sínum nánustu og raunar mörgum fleiri. Hann hringdi daglega í foreldra okkar og mjög oft í okkur systkinin. Hann var sannarlega límið sem hélt hópnum saman. Viktor Leví, elsta barnabarnið okkar, hafði orð á því að nú vantaði stóra púslið í púsluspil fjölskyldunnar. Það er erfitt að ímynda sér framtíðina án þess að eiga von á símtali frá Guðsteini. Ég mun sakna hans mjög mikið í sölu- ferðum sem við vorum að skipu- leggja saman. Líklega þarf ég núna að tala fyrir okkur báða. Ég vil þakka fyrir ómetanlega samferð og við fjölskyldan biðj- um góðan Guð að styrkja og hugga Björgu og börnin þeirra Esther, Saron, Elísu, Halldór og Joshua. Jóhannes Ingimarsson. Það er á engan hallað þó að við byrjum þessi erfiðu skrif á því sem við systkinin ræddum svo oft um, hvað við kölluðum þig, þú varst uppáhalds frænd- inn. Þú varst gæddur þeim ein- staka hæfileika að láta fólki finn- ast það vera mikilvægast þegar þú gafst þig að því, alveg sama hver átti í hlut. Þú sýndir okkur alltaf svo mikinn áhuga og við fundum svo sannarlega hversu vænt þér þótti um okkur. Þau skipti sem þú komst í sunnu- dagsbrönsinn hjá mömmu og pabba reynast nú, þegar við horfum til baka, skemmtilegustu brönsarnir. Umræðurnar lífleg- ar, svo ekki sé meira sagt, mikið hlegið en þar kom svo sannar- lega eldmóður þinn og sannfær- ingarkraftur svo skýrt fram. Það skipti engu máli hvort við vorum að ræða trúmál, íþróttir eða stjórnmál – allt kom frá hjart- anu. Það var einhvern veginn þannig að í þau skipti sem gestir komu breyttist auðvitað dína- míkin í brönsunum en þegar þú komst þá varstu bara einn af okkur. Mikið rosalega þótti okk- ur systkinunum vænt um þig. Þó svo að fjarlægðir og heims- álfur hafi skilið okkur að hluta af uppvaxtarárum okkar, þegar þú og þín yndislega fjölskylda ákváðu að flytja heim frá Nýja- Sjálandi fundum við systkinin bæði að þrátt fyrir langan að- skilnað varstu ennþá uppáhalds frændinn. Mikið áttu líka frábær börn. Afmælið hans afa í fyrra er okkur minnisstætt þar sem við áttum svo góða stund hjá ömmu og afa. Þarna fundum við svo sterkt hvað við vorum stolt af þér og þeirri vegferð sem þú hafðir unnið að og stolt að vera frændsystkin þín. Því oftar en ekki barst talið að mörgum um- deildum málefnum í samfélaginu okkar og þá sáum við svo sterkt kærleikann og umburðarlyndið sem þið pabbi búið báðir yfir. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna okkar og margar minningar sem koma fram frá því þegar við vorum lítil börn – um þig standandi í sófanum heima hjá mömmu og pabba að lesa dómaranum pistilinn í hand- boltaleik, stundin þegar ég áttaði mig á því að ég hætti að kalla þig Dadda því ég var allt í einu orðin unglingur, broshrukkurnar þín- ar, hlátur og stríðni. Við elskum þig og biðjum góð- an Guð að veita Björgu, börn- unum þínum, tengdabörnum, barnabörnum , foreldrum, systk- inum og öllu því fjölmarga fólki sem þú snertir með kærleika þínum og gleði, styrk og huggun á þessum erfiða tíma. Með miklum söknuði og inni- legu þakklæti fyrir að vera okk- ur sönn fyrirmynd. Þín Lilja og Davíð Samúelsbörn. Það er mánudagskvöld og er ég staddur í vinnuferð í Suður- Frakklandi. Síðast þegar ég var á þessum slóðum var ég með Gutta frænda í frábærri EM- ferð þar sem við sáum saman Ís- land vinna England í júní síðast- liðnum. Það er því afar skrítinn tilfinning að vera staddur hér aftur án Gutta frænda og að skrifa minningargrein um hann. Þriðjudagskvöldið 15. október er mér afar eftirminnilegt er ég fékk sorglegt símtal frá foreldr- um mínum, er tjáðu mér að Gutti frændi væri dáin, bráðkvaddur. Samstundis fylltist hugurinn af yndislegum minningum af föð- urbróður mínum sem var mín fyrirmynd í svo mörgu í lífinu. Gutti var alltaf hress, endalaust jákvæður og þó að hann væri eldri bróðir pabba þá gat hann verið náinn félagi okkar ungu strákana. Minningarnar með Gutta og fjölskyldu eru enda- lausar bæði hér heima og á Nýja-Sjálandi og hafa þær ávallt staðið hjarta mínu næst. Gutti var afreksmaður í íþróttum á sínum yngri árum og var stöðug hvatning fyrir mig þegar ég æfði og lék fótbolta. Í júní síðastliðnum naut ég þeirra forréttinda að vera með Gutta á EM í Frakklandi, minn- ing sem mun lifa með mér alla ævi. Við frændurnir nutum þess að skoða Nice saman og deila „Bed and brekfast“. Gutti var mín fyrirmynd í svo mörgu og þegar ég gekk í gegnum erfitt tímabil í mínu lífi hafði hann reglulega samband við mig til uppörvunar með orðum úr Biblí- unni. Elsku frændi, núna ertu far- inn heim til Drottins, þar sem hvorki er grátur né sorg og endalaust sumar. Þú munt eiga stað í mínu hjarta alla ævi. Hvíl þú í friði og sjáumst einn daginn á ný. Elsku Björg, Ester, Saron, Elísa, Halldór, Joshua, amma og afi og öll stórfjölskyldan. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Munum að njóta augnabliks- ins, við vitum aldrei hvað morg- undagurinn ber í skauti sér, hlú- um að okkar nánustu því við vitum ekki hversu lengi við höf- um þau hjá okkur. Og síðast enn ekki síst, munum að lífið er núna. Þinn frændi Andri. Guðstein könnuðumst við lengi vel við úr fjarlægð en breyting varð þar á þegar börnin okkar, Hermann Ingi og Saron Rut, fóru að vera saman og giftu sig síðan. Fyrir rúmu ári eign- uðumst við sameiginlegt barna- barn, Óliver Nóa. Með tengingu fjölskyldnanna urðu samskiptin tíðari en þó náðu þau nýjum víddum sumarið 2013. Við vorum búin að selja húsnæðið okkar en það sem við höfðum augastað á lét á sér standa. Guðsteinn og Björg voru þá nýbúin að festa kaup á sínu húsi og voru í óða önn að hefja framkvæmdir á því. Við vorum í vanda og það var eitthvað svo eðlilegt að slá á þráðinn til Guð- steins og spyrja hvort þau gætu geymt búslóðina okkar. Það var ekki spurning, þau gátu það, og okkur var velkomið líka að búa í forstofuherberginu. Þetta var þeim svo eðlilegt. Að deila með öðrum öllu sínu virtist sjálfsagt. Að láta fólki líða vel og finna sig heima var þeim svo eðlilegt og þau svo samstillt í því verki. Dvöl okkar hjá þeim dróst á langinn. Í rúmlega þrjá mánuði bjuggum við saman, þvoðum í þvottavélinni þeirra, elduðum á eldavélinni þeirra og sátum sam- an við matarborðið. Ekki bar skugga á. Gestrisnin sem þau sýndu okkur var einstök. Þegar líða tók á október létu þau okkur vita að okkur væri hjartanlega velkomið að dvelja áfram hjá þeim fram yfir jól og áramót ef á þyrfti að halda þótt ekki hafi komið til þess. Að starfa með Guðsteini var dásamlegt, kraft- urinn, ósérhlífnin og kætin var einstök, já starfsgleðin var óþrjótandi. Hann gekk án efa oft nærri sér við verkin. Hann vakn- aði fyrstur og fór síðastur að sofa. Það var ekki hægt annað en að þykja einstaklega vænt um Guðstein. Hann var eins við alla og gat talað við alla. Hann naut þess að vera innan um fólk. Það var aldrei nein lognmolla þar sem hann var, heldur þvert á móti gleði og gaman. Hann sýndi öllu lífi fólks áhuga, jafnt dag- legu sem andlegu lífi þess og áhugi hans á starfinu í Guðs ríki var óþrjótandi. Hann hafði alltaf tíma bæði til að hlusta og rétta hjálparhönd. Hann vissi líka margt og bjó yfir víðtækri reynslu, bæði andlegri og prakt- ískri. Plássið sem hann skilur eftir sig er því stórt. Guðsteinn var kallaður á einu augabragði og var skyndilega horfinn okkur, öllum að óvörum. Það var mikið áfall. Það er aldrei auðvelt þegar slíkt gerist og margar spurningar vakna. Svör- in eigum við ekki. Von okkar, eins og Guðsteins sjálfs, er í Jesú Kristi, sem sigrað hefur dauð- ann, sem lifir svo að við fáum lif- að og sem hefur farið og búið okkur stað, eilíft líf með sér. Við þökkum dýrmæta vináttu og samfélag svo og einstaka gestrisni. Við biðjum Drottin að blessa minningu Guðsteins og hugga ykkur og styrkja elsku Björg, Ester, Saron, Elísa, Hall- dór og Joshua. Ragnar Gunnarsson og Sigríður Hrönn Sigurðardóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast þín, frændi, því þú minntist mín svo oft og varst mér svo kær, þú varst ætíð upp- örvandi, glaður og kærleiksrík- ur. Þú varst uppáhaldsfrændinn minn frá því ég var lítil stelpa og það breyttist aldrei. Mikið sem ég leit upp til þín og þegar þú varst í landsliðinu í körfubolta klippti ég allt út sem birtist í blöðum um þig. Að hafa þig ekki lengur til staðar finnst mér svo sorglegt. Ég get heyrt hláturinn þinn og sönginn, fíflaskapinn, já þú gast grínast með flest og verið með uppistand og leikið hinn og þennan á eftirminnilegan hátt, en allt á góðum nótum, aldrei nema saklaust grín. Þú vildir engan særa, þú vildir öllum vel. Þú varst hreinn og beinn en fyrst og fremst varstu heiðarleg- ur gagnvart Guði og vildir miðla kærleiksríkum boðskap, ég verð þér ævarandi þakklát fyrir hvað þú reyndist mér vel á erfiðum tímum í mínu lífi og börnunum mínum varstu líka yndislegur frændi og vinur. Það er stórt skarð skilið eftir sem enginn annar getur fyllt, það vantar þig, en við getum lært svo margt af þér, verið góð hvert við annað, sýnt hvert öðru áhuga, verið kærleiksrík, upp- örvað, brosað og meint það sem við segjum. Ég veit ég á eftir að sakna þín mjög mikið og þegar líða stundir og maður finnur meira fyrir því að þú ert ekki lengur til staðar, þá verður gott að geta huggað sig við Drottin þann sem þú lifðir fyrir og minntist svo oft á, ég á líka eftir að geyma í hjarta mínu svo margt sem þú sagðir og var mér til blessunar og uppörvunar. Það er mér svo mikils virði að hafa átt þig sem frænda, og ég á líka eftir að sakna þess að heyra þig ekki minnast á pabba, og taka létt grín honum til heiðurs, á sama aldri ertu hrifinn burt, ég sé ykkur í anda gleðjast og fagna. Þú varst einstakur, svo hlýr og kærleiksríkur og fórst aldrei í manngreinarálit, allir fengu bros og hlýju. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu, þú varst gull af manni og ég geri orð þín að mínum: Bráðum dönsum við og syngjum í efri hæðum og þar verður engin sorg og engin leið- indi, bara fögnuður og ekkert annað mun þá skipta máli. Guð styrki þig og umvefji, Björg mín, og börnin ykkar, Siggu og Ingimar og fjölskyld- una alla sem syrgja elskulegan dreng. Þangað til, elsku frændi. Bryndís Eva. Ég kynntist honum þegar hann var að byrja táningaárin. Alltaf var líf, bros og léttleiki yf- ir Guðsteini. Hann bjó þá í Álfta- mýrinni í heimili foreldranna þar sem ávallt var opið hús fyrir mig. Ungur að aldri sló Guðsteinn í gegn sem liðtækur körfubolta- maður og var hann kominn í A- landsliðið sjálft. Þá birtist frétt í blöðunum sem gerði marga ósátta við hann því hann hætti í körfuboltanum. Yfirskriftin var: „Guðsteinn ætlar að þjóna Guði!“ Þá var hann tvítugur. Ekki óraði okkur þá fyrir því hvert þessi ákvörðun mundi leiða hann. En það ferðalag hófst með vali á lífsförunaut, góðri og vel- gerðri stúlku frá Vestmannaeyj- um sem varð hans björg, skjól og eiginkona. Þau fluttust búferlum til Nýja-Sjálands, þar sem hann gekk í gegnum súrt og sætt, meðal annars að missa æskuvin sinn, Willa Hansen yngri. Fljót- lega eftir það gerðist hann lið- tækur í trúarlífi Nýsjálendinga og í ein tuttugu ár veitti hann söfnuði þar forstöðu. Þaðan lá leiðin til Noregs um skamma hríð og svo hingað til Íslands. Á tímabili var hann í safnaðar- stjórn Krossins en tók seinna við sem safnaðarhirðir í Betaníu um nokkurra ára skeið. Að „þjóna Guði“ var ekki auð- veldasta leiðin sem Guðsteinn valdi. Hann var bæði langdvölum erlendis frá foreldrum og vinum sem og það að trúarviðhorf eru ekki endilega meðtekin sem sjálfsagður lífsmáti. Margur vill haga lífi sínu eftir eigin áliti. En hjá Guðsteini kom oft upp sú fræðsla sem postularnir sögðu: „Deyðið hið jarðneska í lífi yð- ar.“ Þessi þáttur reynir á hvern og einn til að vega og meta hvað Drottni þóknast. Hvernig „oss ber að breyta“ eins og sagt er í lúterskri kirkju. Eftir að Guðsteinn kom aftur til Íslands endurnýjaðist strax vinátta okkar og fengum við hjónin bæði að njóta samfélags við þau Guðstein og Björgu sem og gestrisni þeirra. Hún er góð- ur mælikvarði á hve kostgæfinn maðurinn er í að lifa samkvæmt hinum kristnu gildum og hvernig hann þjónar Guði. Guðsteinn og Björg opnuðu oft heimili sitt fyrir okkur hjón- unum. Síðustu vikuna í lífi Guð- steins gistum við hjónin hjá þeim. Helsta umræðuefni okkar Guðsteinn Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.