Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
✝ Helga Jóns-dóttir fæddist
21. september
1954. Hún lést 25.
nóvember 2016 á
Landspítalanum í
Fossvogi.
Foreldrar henn-
ar voru Inga Grön-
dal, húsmóðir, f.
28. ágúst 1925, og
Jón Anton Skúla-
son fv. póst- og
símamálastjóri, f. 22. ágúst
1916, d. 4. júní 2007. Bræður
hennar voru Skúli, viðskipta-
fræðingur, f. 26. mars 1950, og
Stefán, f. 25. september 1953,
d. 11. október 1953.
Helga giftist þann 7. ágúst
1982 Stefáni Sigurðssyni verk-
fræðingi, f. 27. júní 1953. Þau
bjuggu fyrstu 13 árin á Freyju-
götu 36 en síðustu 20 ár að
Hagaskóli, MR og Háskóli Ís-
lands, þar sem hún nam lög-
fræði. Helga vann ýmis störf
með námi. Hún var fulltrúi á
Póstgíróstofunni og var m.a.
ritari á Norrænu póstgíróþingi
1981. Þá vann hún hjá Slát-
urfélagi Suðurlands þar sem
hún annaðist afurðabókhald
bænda. Helga hóf störf hjá
ráðningarþjónustunni Liðs-
auka 1987 og varð að lokum
framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins uns það sameinaðist fyr-
irtækjum sem í dag eru Capa-
cent ráðningar. Helga vann
sem ráðgjafi við starfs-
mannaráðningar í tæp 30 ár.
Hjá Capacent naut hún þess að
vinna með vel menntuðu og
framsæknu fólki. Hún var hátt
metin af samstarfsfólki sínu og
viðskiptavinum og var alltaf
tilbúin til að miðla af reynslu
sinni og þekkingu.
Útför Helgu fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 1. desember 2016, kl. 15.
Hjarðarhaga 17.
Dætur þeirra eru:
1) Dóra, verkfræð-
ingur, f. 27. apríl
1985, gift Önnu
Olsheimer, sál-
fræðingi, f. 18. maí
1979. Þær eiga
dæturnar: a) Elwu,
f. 2009, og b) El-
ise, f. 2015. Þær
búa í Svíþjóð. 2)
Anna, læknir, f. 9.
apríl 1989, sambýlismaður
hennar er Sveinbjörn Finns-
son, verkfræðingur, f. 30.mars
1989. Helga fæddist á Flóka-
götunni en fluttist 1955 með
foreldrum sínum og bróður á
Ægisíðu 60 sem þá var í bygg-
ingu. Þar ólst hún upp í góðra
vina hópi. Helga gekk hinn al-
menna menntaveg Vest-
urbæingsins, þ.e. Melaskóli,
Fyrir tæplega tveimur mánuð-
um kom höggið. Helga systir og
mágkona greindist með alvarlegt
krabbamein. Hvernig gat þetta
verið; hvers vegna hún, sem alltaf
var svo hraust og kraftmikil? Við
stóðum sem lömuð og trúðum
þessu tæpast. Þó svo við vissum
innst inni að baráttan framundan
væri tvísýn og gæti lokið fyrr en
síðar fór ekki hjá því að það
æðruleysi og baráttuvilji sem
Helga bjó yfir smitaði út frá sér
og jók okkur bjartsýni.
Og nú í upphafi aðventunnar
kom kallið, allt of snemma, og eft-
ir stöndum við og skiljum ekki
hvernig örlögin geta verið svona
grimm og ósanngjörn. Missirinn
er mikill og þó mestur fyrir Stef-
án og dæturnar tvær, Dóru og
Önnu. Þeirra gæfa er þó að eiga
einstaklega góða og trausta lífs-
förunauta sem styrkja þær
dyggilega í sorginni.
Helga var alla tíð afskaplega
atorkusöm og kraftmikil, bæði í
leik og starfi. Hún stundaði
reglulega Vesturbæjarlaugina í
góðum félagsskap, fór í heilsu-
ræktina og labbaði mikið og þá
alltaf greitt. Helga var glæsileg
kona og einstaklega smekkleg í
öllu sem hún gerði. Klæðnaður
hennar var ætíð í senn einfaldur
og glæsilegur. Þá kom smekkvísi
hennar einnig vel fram í því fal-
lega og fágaða heimili sem hún
bjó fjölskyldu sinni og var alltaf
gaman og notalegt að koma í
heimsókn. Helga hafði ákveðnar
skoðanir sem hún hélt fram af
festu. Sjálfsagt hefði stundum
farið eilítið um ókunnuga þegar
við systkinin tókust á í orðum á
góðum stundum og beitti Helga
þá gjarnan húmor sínum sem vel
gat verið kaldhæðinn og eilítið
ágengur eins og örlar á í ættinni.
En allt var þetta í góðu og sam-
heldni fjölskyldunnar jókst jafnt
og þétt eftir því sem árin liðu.
Náði það einnig til niðjanna.
Helga var í krefjandi og
ábyrgðarmiklu starfi sem hún
sinnti af miklum áhuga og metn-
aði. Var vinnudagurinn oft langur
en viljinn til að gera sitt besta
fyrir viðskiptavini sína knúði
hana áfram því þar eins og í öðru
kom ekkert hálfkák til greina. Þá
ræktaði hún fram á síðasta dag
traust samband við gamla vinnu-
félaga og aðra vini sína.
Helga var mikil fjölskyldu-
manneskja og velferð dætranna
var ætíð í fyrirrúmi. Hún fylgdist
stolt með góðu gengi þeirra í
námi og starfi og hlakkaði mikið
til að sjá fjölskyldur þeirra vaxa
og dafna. Henni auðnaðist að eiga
margar góðar stundir í Svíþjóð
með Dóru og fjölskyldu hennar
þar ytra og ekki var amalegt að
vera í ömmuhlutverkinu sem er
svo dýrmætt og gefandi. Stefán
og dæturnar Dóra og Anna og
fjölskyldur þeirra umvöfðu
Helgu þegar áfallið dundi yfir og
stóðu eins og klettur með henni
til að gera lífið sem bærilegast.
Missir okkar allra sem þekkt-
um Helgu er vissulega mikill. En
minningin um þessa fáguðu og
skemmtilegu konu verður okkur
alltaf ofarlega í huga.
Skúli og Sigríður (Sigga).
Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska. Það var mikill áfall þegar
við fréttum að Helga systurdóttir
mín væri látin eftir stutt en erfið
veikindi. Helga var alltaf hress og
full af lífskrafti. Hún byrjaði
hvern morgun í Vestur-
bæjarlauginni en hún var líka
mikill göngugarpur. Helga var
alltaf tilbúin að hjálpa Ingu
mömmu sinni hvenær sem var og
fóru þær alla laugardaga saman í
innkaup og hádegisverð. Þótti
Ingu systur þetta afar verðmæt-
ar stundir sem þær áttu saman.
Skúli bróðir Helgu var líka lið-
tækur við að aðstoða mömmu
sína í ýmsu og þannig deildu syst-
kinin með sér því sem gera þurfti
eftir að Jón pabbi þeirra féll frá
og Inga varð ein.
Helga sagði alltaf „sæl guð-
móðir“ þegar við hittumst en ég
hélt á henni undir skírn á sínum
tíma. Þess vegna var hún í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér. Það var
alltaf gaman að hitta Helgu. Hún
var broshýr og ræðin, gat verið
föst fyrir í skoðunum en alltaf
gaman að ræða málin við hana.
Helga og Stefán áttu barnaláni að
fagna. Þau eignuðust tvær mynd-
arlegar dætur, Dóru sem er verk-
fræðingur og búsett í Svíþjóð og
Önnu sem er læknir. Nú hefur
verið stórt skarð höggvið í fjöl-
skylduna og missir þeirra er mik-
ill. Ég samhryggist innilega Ingu
systur, Stefáni, Skúla og fjöl-
skyldum þeirra.
Helga Gröndal.
Okkur setti hljóðar þegar við
heyrðum af andláti frænku okkar
Helgu Jónsdóttur. Stutt var síð-
an við heyrðum fyrst af veikind-
um hennar, sem voru mjög alvar-
leg, en þó voru bundnar góðar
vonir við að ný lyf sem komin eru
til sögunnar myndu hjálpa henni
að vinna bug á þessum vágesti.
En enginn veit sína ævi fyrr en öll
er.
Helga lést að kvöldi dags 25.
nóvember sl. Það er þyngra en
tárum tekur að þurfa að kveðja
nána frænku sína svona fljótt.
Helga sem alltaf var svo kát og
glöð og hress í bragði. Geislandi
af lífi og sál. Hún smitaði alla með
sínu brosi og léttu lundarfari.
Þarna var einstök kona á ferð,
bæði falleg að innan sem utan.
Við systur minnumst þess með
hlýju og trega þegar við þustum
upp í strætó, leið 4 Hagar-Sund,
til þess að fara til Ingu frænku.
Því þar var mamma oft í heim-
sókn hjá systur sinni og okkur
fannst svo sjálfsagt að elta hana,
en þó aðallega til að hitta Helgu
frænku og fá að leika með fallega
dótið hennar. Hún fór svo afskap-
lega vel með allt dótið sitt. Okkar
dót fékk aðeins öðruvísi með-
höndlun enda fleiri systkin á okk-
ar bæ.
Minnisstæð eru öll afmælin og
jólaboðin. Í þá daga var alltaf
haldið upp á öll afmæli í heima-
húsum með mikilli fyrirhöfn og
þannig héldust ættarböndin og
kynni við sína nánustu svo vel.
Amma og afi á Bergó áttu líka
stóran þátt í því að halda fjöl-
skyldunni vel saman, því þangað
komu bæði stórir og smáir á
sunnudögum – svo ekki sé nú tal-
að um jólin og áramótin.
Helga var mikilvægur hlekk-
ur í hópi okkar frændsystkina og
tók virkan þátt í að undirbúa
ættarmótin sem haldin hafa ver-
ið síðasta áratuginn en þá hefur
stórfjölskyldan, rúmlega 100
manns, átt góða daga saman í
sumarsælu einhvers staðar á
landsbyggðinni. Við eigum eftir
að sakna hennar sárt á næsta
ættarmóti en skála og syngja
henni til heiðurs.
Elsku Stefán, Dóra, Anna og
fjölskyldur, Inga, Skúli og fjöl-
skylda við samhryggjumst ykkur
innilega á þessari erfiðu stundu,
okkar hugur er hjá ykkur.
Halldóra og Þórunn
Sveinsdætur.
Við Helga vorum bekkjarsyst-
ur allt frá byrjun skólagöngu
okkar. Frá því að vera saklausar
og bláeygar stúlkur í 7 ára bekk í
Melaskólanum, gegnum Haga-
skólann og þangað til við urðum
stúdentar vorið 1974 frá forn-
máladeild MR, nokkru lífsreynd-
ari. Á barnaskólaárunum vorum
við ásamt fleiri stelpum í sauma-
klúbbnum Tvinnalausu nálinni,
þar sem mikið var fíflast en
minna saumað, en við urðum ekki
þessar algjöru perluvinkonur
fyrr en í menntó. Þar sátum við
hlið við hlið og deildum undur-
fögrum latínuglósum. Við lékum í
uppfærslu málfundafélagsins
Framtíðarinnar á Útilegumönn-
unum eftir Matthías Jochumson,
sýningu sem Páll Baldvin og
Mörður stóðu fyrir og Baldvin
Halldórsson leikstýrði. Sú leik-
sýning var lengi í minnum höfð
hjá okkur Helgu enda okkar eini
leiksigur. Við nutum okkar vel í
hlutverkum stúdentanna Helga
og Gríms sem slógu um sig með
latínufrösum sem við gátum síðan
aldrei gleymt aftur. Quo usque
tandem abutere, Galdra-Héðinn,
patientia nostra?
Sumarið 1972 fórum við saman
til Newquay á Cornwall í Bret-
landi og unnum þar sem „cham-
ber maids“ hjá Mrs. Pickles á
Hotel Fistral Bay. Það var æv-
intýralegt sumar og tveimur dög-
um fyrir andlát Helgu rifjuðum
við upp þá dvöl, grunlausar um að
þetta yrði okkar síðasti fundur.
Ég las fyrir hana nokkur bréf
sem ég fann í fórum móður minn-
ar. Bréf sem ég hafði skrifað for-
eldrum mínum þar sem vinnu
okkar Helgu á hótelinu er fjálg-
lega lýst og talsvert lagt á sig til
að ganga fram af áhyggjufullum
foreldrunum. Við hlógum okkur
máttlausar að lýsingunum þetta
rigningarsíðdegi og þegar við
kvöddumst var Helga svo bar-
áttuglöð og björt á svip, harð-
ákveðin í að lifa áfram þótt hún
myndi kannski þurfa að dröslast
með sjúkdóminn vonda í fartesk-
inu.
Eftir stúdentsprófið misstum
við Helga um skeið hvor af ann-
arri en sem betur fer fundum við
hvor aðra aftur og héldum góðu
sambandi sem ég held að hafi
verið okkur báðum afar mikil-
vægt. Við mæltum okkur mót á
veitingahúsi í laugardagshádegi
um það bil einu sinni í mánuði.
Fengum okkur léttan rétt og
hvítvínsglas og spjölluðum um
heima og geima. Af og til héldum
við svo tveggja manna árshátíð
og gáfum okkur þá enn betri tíma
en venjulega til að fara yfir stöð-
una, hlæja og skemmta okkur.
Laufabrauðsskurður með mök-
um, börnum og fleira fólki hefur
verið ómissandi þáttur í jólaund-
irbúningi okkar árum saman. Þar
sem annars staðar verður Helgu
sárt saknað.
Elsku Stefán, Dóra, Anna og
aðrir fjölskyldumeðlimir, við
Hjörleifur og okkar börn minn-
umst Helgu og vottum ykkur
samúð frá dýpstu hjartans rót-
um.
Sigrún Eldjárn.
Haustið 1961 hittumst við
Helga í fyrsta sinn. Þá var skóla-
ganga okkar að hefjast í Mela-
skóla og við lentum í C-bekk
ásamt þrjátíu öðrum krökkum.
Við vorum einnig saman í bekk í
Hagaskóla og sömuleiðis í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Frá fyrsta skóladegi og fram til
tvítugs var líf okkar því samofið –
og ég dáðist að greind hennar,
Helga Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku Helga mín, ertu
bara farin?
Það eru ekki margar vik-
ur síðan við föðmuðumst og
kysstumst í Vesturbæjar-
lauginni, fórum yfir öll
helstu málin, göntuðumst
og hlógum. Ekki datt mér í
hug að það yrði í síðasta
skiptið. Þetta er mikill
missir fyrir þá sem þig
þekktu og skrýtið að svo
kraftmikil og lífsþyrst kona
skuli þannig hrifin á braut.
Ég vil þakka þér, Helga,
einurð þína og hlýju öll
þessi ár.
Ég samhryggist ykkur
innilega, kæru Stefán,
Dóra og Anna, en munið að
þið getið alltaf leitað í sjóð
minninganna sem Helga
ykkur gaf.
Arna Emilía Vigfúsdóttir.
✝ Guðjón Lár-usson læknir
fæddist 1. júlí 1928
í Reykjavík. Hann
lést 11. nóvember
2016.
Foreldrar hans
voru Lárus Jóhann-
esson, hæstarétt-
arlögmaður, al-
þingismaður og
hæstaréttardómari
í Reykjavík, f.
21.10. 1898, d. 31.7. 1977, og
Stefanía Guðjónsdóttir, cand.
phil., húsfreyja, f. 15.1. 1902, d.
6.1. 1990.
Systkin: Jóhannes Lárusson,
f. 8.8. 1925, d. 3.10. 1970, maki
Erla Hannesdóttir, f. 30.4. 1932,
og Jósefína Lára Lárusdóttir, f.
5.3. 1941, maki Þórir Jónsson, f.
22.8. 1926.
Guðjón kvæntist 14.8. 1952
Auði Guðmundsdóttur, f. 5.5.
1930, en foreldrar hennar voru
og Kristófer Aron. b) Svala, son-
ur hennar er Stefán Rökkvi. 5)
Jóhannes Sturla, f. 2.9. 1962.
Börn hans: með Önnu Björgu
Jónsdóttur a) Guðjón, en sam-
býliskona hans er Sigríður Lín-
ey Gunnarsdóttir. Með Elfu
Björk Vigfúsdóttur b) Kristínu
Ísold. Með Málfríði Ólafsdóttur
c) Snæfríði Láru.
Guðjón útskrifaðist úr lækna-
deild Háskóla Íslands árið 1956
og stundaði síðar sérfræðinám í
lyflæknis- og innkirtlafræði við
Mayo Clinic/Mayo Foundation í
Bandaríkjunum frá árinu 1958
til 1961. Hann hlaut almennt
lækningaleyfi og sérfræðings-
leyfi í lyflækningum með sér-
stöku tilliti til efnaskipta-
sjúkdóma árið 1962. Guðjón
sótti einnig námskeið víða um
heim um lyflæknis- og inn-
kirtlafræði, meðal annars árleg
námskeið í Cook County Gra-
duate school of Medicine og síð-
ar National Center for Adv-
anced Medical Education í
Chicago. Starfsferil sinn hóf
hann sem kandídat á Landakots-
spítala og starfaði hann einnig á
Mayo Clinic, St. Marýs hospital
og Methodist Hospital í Roches-
ter í Minnesota í Bandaríkj-
unum. Hann starfaði lengst af
sem sérfræðingur á lyflækn-
ingadeild Landakotsspítala, eða
frá 1964 til 1995, en einnig sem
sérfræðingur við öldrunarlækn-
ingadeild Borgarspítalans á
Landakoti. Á árunum 1961 til
1964 starfaði Guðjón sem fyrsti
og annar aðstoðarlæknir á
Borgarspítalanum í Reykjavík.
Guðjón var læknir við Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund frá
því 1985 og þar til hann lauk
starfsferli sínum. Hann stofnaði
ásamt fleirum Læknastöðina hf.
og starfaði þar frá 1962. Guðjón
sinnti stundakennslu við lækna-
deild Háskóla Íslands frá 1964
til 1995. Guðjón var ritari
Læknafélags Reykjavíkur frá
1964 til 1966 og einnig var hann
ritari Læknafélagsins Eirar um
margra ára skeið.
Útför Guðjóns fór fram 24.
nóvember 2016 í kyrrþey, að
hans ósk.
Guðmundur Al-
bertsson, f. 2.6.
1893, d. 11.12.
1970, og Guðný
Jóna Guðmunds-
dóttir, f. 12.2. 1902,
d. 8.12. 1994.
Börn þeirra: 1)
Lárus, f. 26.4. 1952,
maki Guðbjörg
Benediktsdóttir, f.
30.12. 1956. Börn
Lárusar og Elly
Van Himbergen í Hollandi, a)
Kári og b) Lilja. 2) Guðmundur,
f. 22.12. 1955, maki Herdís
Benediktsdóttir, f. 7.1. 1956.
Börn þeirra, a) Ásdís, maki Kári
Ársælsson, dætur þeirra eru
Glódís og Sóldís, b) Snædís. 3)
Stefán, f. 4.4. 1959, d. 5. s.m. 4)
Stefán Örn, f. 7.3. 1961, maki
Sigrún Sigurjónsdóttir, f. 4.11.
1952. Börn þeirra a) Auður,
maki Kristján Óli Sigurðsson,
börn Dagur Örn, Alexander Óli
Orðið lyflæknir er ónákvæm
þýðing á því sem á erlendum
málum kallast innri læknis-
fræði t.d. á ensku internal me-
dicine, dönsku indre medicin
og svo mætti telja á fleiri er-
lendum tungumálum. Innri
læknisfræðin snýst um að átta
sig á sjúkdómum sem ekki eru
augljósir utan frá og er grund-
völlur greiningar sem fengin er
með ítarlegri sjúkrasögu og
nákvæmri líkamsskoðun og
síðan viðeigandi blóðrannsókn-
um og röntgentækni hvers
tímabils.
Slík kunnátta er alltaf mik-
ilvæg en hefur dvínað með fleiri
og flóknari nútíma blóðrann-
sóknum og greiningartækni svo
sem ómskoðun, tölvusneiðmynd-
um, segulómun og svo mætti
lengi telja.
Læknar eru alræmdir fyrir
lélega rithönd og hefur verið
spaugað með að því verri sem
skriftin sé þeim mun betri sé
læknirinn. Fáir sem sáu hina
glæsilegu rithönd Guðjóns Lár-
ussonar, sem nú er genginn á vit
feðra sinna, hefðu áttað sig á að
þar fór afburða læknir, snilling-
ur í hefðbundinni klassískrí lyf-
læknisfræði með áherslu á inn-
kirtlafræði.
Guðjón hlaut sína sérmennt-
un í lyflæknisfræði og innkirtla-
sjúkdómum á þeirri merku
stofnun Mayo Clinic. Ég naut
þess sem fáfróður miðhlutastúd-
ent að vinna með honum á Legu-
deild í Heilsuverndarstöðinni,
undanfara Borgarspítalans, og
var það mikil hugljómun ungum
læknastúdent að heyra hann
taka sjúkrasögu og framkvæma
nákvæma líkamsskoðun, skil-
greina síðan mismunagreiningar
og leggja fram rökrétt vinnu-
plan til greiningar og meðferða
á sjúklingum. Á þeim tíma var
blóðrannsóknatækni að þróast á
Heilsuverndarstöðinni. Rönt-
genskoðanir þurfi að senda ann-
að. Ómskoðanir, sneiðmynda-
tökur, segulómun komu
mörgum árum síðar. Samt
þurfti að greina sjúkdóma og
meðhöndla og þar var Guðjón
Lárusson snillingur.
Á þeim tíma framkvæmdi
Guðjón fyrstu kviðarholsskol-
unina (peritoneal dialysa) hér á
landi á konu sem lögð var inn
vegna skyndilegs nýrnaskaða.
Hann þekkt þá aðferð vel og
tókst að setja saman búnað með
innrennslisvökvum og viðeig-
andi slöngum og láta renna inn í
kvið og síðan tæma og tókst
þannig að lækka úrgangsefni í
blóði (urea, kreatinin) þar til
nýru konunnar jöfnuðu sig og
störfuðu aftur eðlilega.
Ég naut þess síðan eftir út-
skrift mína að njóta leiðsagnar
Guðjóns sem kandídat á þeirri
þáverandi merku stofnun
Landakotsspítala áður en ég
hélt sjálfur utan til Vestur-
heims til sérnáms.
Eftir heimkomu naut ég þess
að vinna með honum sem sjálf-
stæður sérfræðingur á Lækna-
stöðinni í Álfheimum 74. Skarð
Guðjóns er vandfyllt.
Birgir Guðjónsson.
Guðjón Lárusson, einn virt-
asti læknir íslenskrar lækna-
stéttar, er fallinn frá 88 ára að
aldri. Guðjón hlaut afbragðs-
menntun. Að loknu námi í Há-
skóla Íslands hélt hann til náms
til Bandaríkjanna og lærði við
Mayo Clinic, eitt besta sjúkra-
hús landsins. Sú staðgóða þekk-
ing sem hann aflaði sér þar
reyndist honum notadrjúg í far-
sælu ævistarfi sem spannaði
meira en hálfa öld, fyrst á
Landakoti en síðar á Grund.
Auk starfa á Landakoti rak
hann einkastofu á Læknastöð-
inni í Glæsibæ.
Guðjón hafði einstaklega góða
nærveru; ljúfur, kurteis og nær-
gætinn. Það var til eftirbreytni
hvernig hann sinnti sínum sjúk-
lingum enda færði ég honum oft
kveðjur frá sameiginlegum sjúk-
lingum sem minntust hans með
hlýhug og virðingu.
Leiðir okkar lágu snemma
saman. Fyrst þegar ég var
læknastúdent í námi á Landa-
koti. Hann var afbragðs kenn-
ari og í miklum metum hjá
okkur læknastúdentum. Hann
hvatti mig til að að fara í nám í
Bandaríkjunum og þegar ég
Guðjón Lárusson