Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 32

Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 ✝ María Franklínvar fædd í Engimýri í Öxna- dal 25. september 1914. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 22. nóvember 2016. Foreldrar Maríu voru Jóhannes Sig- urðsson bóndi í Engimýri, f. 12. júní 1876, d. 7. október 1959, og kona hans Guðný Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1880, d. 16. júní 1976. Börn þeirra voru tvíburarnir Ingibjörg og Sumarrós sem dóu í bernsku og sömuleiðis Ágúst sem var yngstur. Upp komust Stefán, Ragnar, Jóhannes, Björg, Sigurður, María og Tryggvi. María giftist Jóhanni Frank- lín bakarameistara, f. 26. júlí verandi menntaskólakennara, þau eiga þrjú börn sem eru: Inga María, Jónas Logi og Andri Geir og sex barnabörn. 3) Auður Björg versl- unarmaður búsett í Reykjavík, maki Jakob Ágústsson. Þau slitu samvistir en Jakob er nú látinn. Börn þeirra eru María og Ágúst og barnabörnin eru fjögur. 4) Jónas Hreinn læknir, búsettur í Svíþjóð, maki Sig- urlaug Vigfúsdóttir. Þau slitu samvistir. Dætur þeirra eru Ás- dís María, Auður Dóra og Hild- ur Þóra og barnabörnin eru sex. 5) Erla Sigríður, búsett á Akureyri. María ólst upp í Engimýri en fór ung að árum til Akureyrar og lærði þar saumaskap sem hún starfaði við alla sína ævi og saumaði m.a. herraföt hjá Stef- áni Jónssyni klæðskera og Valtý Aðalsteinssyni klæð- skera. Hún saumaði peysuföt og upphluti, kápur og kjóla og auk þess vann hún lengi hjá Amaro og Fatagerðinni Íris. Útför Maríu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 1. des- ember 2016, klukkan 13.30. 1916, d. 5. október 1978. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Franklín, sjómaður á Ak- ureyri, frá Syðra- Kálfsskinni, og Valgerður Frið- riksdóttir frá Há- nefsstöðum í Svarf- aðardal. María og Jóhann eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Guðný Valgý húsfreyja á Öxnhóli í Hörg- árdal, gift Hreiðari Aðalsteins- syni bónda, þau eiga sex börn, þau eru: Elísabet, Laufey María, Jóhann Hreiðar, Guðný Steinunn, Hulda Björg og Að- alsteinn Árni. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin þrjú. 2) Valgerður Árdís lífeinda- fræðingur, búsett á Akureyri gift Jóhanni Sigurjónssyni fyrr- Í dag kveð ég með söknuði tengdamóður mína Maríu Franklín eða Ömmu Maju eins og börn mín og barnabörn köll- uðu hana alla tíð. Fyrir 58 árum, þegar ég var 16 ára, kom ég til Akureyrar til þess að setjast í Menntaskólann. Fljótlega fór ég að leggja leið mína í Holtagötu 10 þar sem fjöl- skylda Maríu bjó. María gætti vel dætra sinna og henni leist ef til vill ekki allt of vel á piltinn og því tók hún mjög varlega á móti mér til að byrja með en ég endaði svo með að flytja inn á heimili hennar þar sem ég bjó síðasta vetur minn í menntaskóla. Eftir það fór alla tíð vel á með okkur og æ betur eftir því sem tímar liðu. María kom frá stóru heimili í Engimýri í Öxnadal. Þar var allt- af mikill gestagangur fólks sem átti leið yfir Öxnadalsheiði og þótti gott að koma við í Engi- mýri og njóta gestrisni Engi- mýrarhjónanna. Foreldrar hennar voru félagslynt og lífs- glatt fólk og það sama gilti um systkini hennar. Bræður hennar léku flestir á hljóðfæri og sömdu lög og Jóhannes faðir hennar spilaði á harmonikku. Frá þessu öllu sagði hún mér núna á seinni árum þegar hugurinn fór að reika æ oftar til æsku og bernskuáranna í Engimýri. Hún minntist þá oft á Engimýrarfjall- ið eins og hún kallaði það og ferðir sínar í fjallshlíðunum og gat talið upp alla bæina í Öxna- dalnum og þá sem þar bjuggu. Minni hennar var einstakt, t.d. mundi hún þegar faðir hennar fór út með hvítan disk og kom með hann svartan inn eftir ösku- fallið úr Kötlu 1918 en þá var María fjögurra ára. Hún sagði mér líka frá því þegar hún saum- aði flík á einn bræðra sinna að- eins sjö ára gömul og var það lík- lega upphafið að ævistarfi hennar. Fyrir tvítugt var María komin til Akureyrar og fór fljótlega að læra til sauma hjá klæðskerum á Akureyri og vann hún við saumaskap alla ævi og síðast í sumar sem leið bauð hún starfs- manni á Hlíð að laga aðeins fyrir hann jakka sem viðkomandi ætl- aði að gifta sig í seinna um sum- arið, meira í gamni en alvöru því þá „sá hún ekki til að þræða nál“ eins og hún sagði sjálf. Hún var einstök listakona til sauma og hefði verið kölluð hönnuður í dag. María var mjög félagslynd og gestrisin svo stundum þótti manni nóg um. Hún hafði yndi af að ferðast og fór með Erlu Sig- ríði dóttur sína í ófáar sólar- landaferðir og ferðir til Skandin- avíu, Írlands og Skotlands auk innanlandsferða með félagi aldr- aðra. María var félagi í Kvenna- deild Slysavarnafélagsins og starfaði þar í fjölda ára. Hún giftist Jóhanni Franklín bakarameistara í maí 1939 en hann dó 1978 og hafði María því verið ekkja í 38 ár þegar hún lést. Eftir að Jóhann lést seldi hún Holtagötuna og keypti íbúð í Víðilundi 11 þar sem hún hélt heimili fram undir að hún fyllti 100 árin, en snemma árs 2014 veiktist hún og flutti eftir það inn á Hlíð þar sem afar vel var hugsað um hana og kann fjöl- skyldan starfsfólkinu þar ein- lægar þakkir fyrir umhyggju- semina. En nú kveðjum við hana þessa merkilegu konu sem ætlaði kannski að verða eitthvað eldri því á 102 ára afmælinu var hún að velta fyrir sér hvernig þetta yrði þegar hún ætti afmæli næst. Jóhann Sigurjónsson. Amma mín, María Franklín, kvaddi okkur 22. nóvember síð- astliðinn á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Hlíð. Það er að nokkru leyti óraun- verulegt að amma Maja sé farin frá okkur. Hún var alltaf til stað- ar þegar þörf var á. Þegar hrufl- að hné þurfti plástur, þegar svangur magi þurfti mat, þegar grátur þurfti huggun. Amma var brosmildasta kona sem ég hef kynnst og á svipstundu gat hún gert allt betra. Amma gat lýst upp svartasta myrkur með bros- inu einu saman og var hrókur alls fagnaðar hvert sem hún fór. Amma hugsaði alltaf vel um aðra og var boðin og búin til að hjálpa, hvort sem það var að skjóta skjólshúsi yfir þá sem áttu í ekk- ert að venda eða elda máltíð fyrir þá sem áttu ekki matarbita. Mínu fyrstu minningar um ömmu Maju eru frá barnæsku minni þegar ég fór þangað í pössun. Syfjaður í kaldri, kol- svartri vetrardimmunni var ég keyrður í Holtagötuna þar sem amma tók á móti mér með teppi og leyfði mér oft að kúra og sofa eilítið. Þær tilfinningar hef ég tengt við ömmu mína alla tíð, þ.e. að koma inn í hlýjuna, fá faðmlag og líða vel. Við spiluðum spil, reiknuðum, teiknuðum og ég fylgdist með henni laga mat eða baka. Jólakakan hennar ömmu var ómótstæðileg og stundum var ég svo stálheppinn að fá sneið af marengstertu. Jólin voru alltaf sérstakur tími fyrir mig og sterklega tengdur ömmu. Á aðfangadag klæddum við okkur í sparifötin og keyrðum yfir í Holtagötuna til að njóta jólamatarins sem amma hafði eytt deginum í að undirbúa. Hangikjötið, heima- skorna laufabrauðið og salatið hennar ömmu man ég eins og borðað hefði í gær, að ógleymd- um heimalöguðum ís í eftirrétt. Gjafir voru svo gefnar og jóla- kortin lesin. Enn í dag reyni ég að halda í sem flestar af þessum hefðum og jólin eru ekki jólin ef þær vantar. Seinna flutti amma í Víðilund- inn og sem táningur fór ég oft eft- ir skóla heim til hennar að moka snjó og fá jólaköku í verðlaun. Amma sagði mér sögur af barn- æsku sinni og afa mínum sem ég kynntist aldrei. Skemmtilegastar fannst mér sögurnar af henni sem foreldri og hvernig hún þurfti að hafa stjórn á fimm tán- ingum sem gerðu ýmsar gloríur eins og táningar eiga til að gera. Skemmtilegt fannst mér líka hvernig mamma kannaðist sjaldnast við að neitt af þessu hefði gerst. Amma lifði viðburð- arríku lífi og þyrfti ekkert minna en heila bók til að gera þeim öll- um skil. Nú þegar ég er orðinn fullorð- inn og hugsa um hvaða áhrif amma hafði á mig, sé ég skýrt að henni á ég margt að þakka. Hún kenndi mér svo margt ómetan- legt um lífið. Það að gera vel við aðra og hjálpa til þegar fólk er í vanda. Að hafa skopskynið á réttum stað og sjá björtu hliðina á öllu, sama hve erfitt það getur verið. Þó mun ég alltaf vera þakklátastur fyrir mína allra kærustu minningu, sem ég gríp til núna á þessum sorgartíma, og það er hlýjan og væntumþykjan sem alltaf var hægt að ganga að sem vísri. Amma Maja, þú ert besta amma í heimi. Andri Geir. Mig langar í stuttu máli að minnast langömmu minnar, eða ömmu Maju eins og ég átti til að kalla hana. Ég náði að kynnast henni enn betur þegar ég var henni innan handar varðandi ým- is viðvik, til dæmis með að kaupa inn og skammta lyf. Meðan þetta fyrirkomulag var til staðar var hún dugleg að segja mér frá ýmsu meðan ég raðaði í ísskápinn hjá henni eða skammtaði henni lyf. Þetta varð auðvitað til þess að ég settist oft niður og spjallaði við hana meðan hún mokaði sjö te- skeiðum af sykri í kaffið sitt. Hún sagði mér frá mörgu áhugaverðu þar sem hún hafði lifað í gegnum mestu þjóðfélagsbreytingar sem ég get ímyndað mér. Þar af leið- andi gat hún sagt mér sögur af mörgu. Meðal annars fyrstu bíl- um landsins, báðum heimstyrj- öldunum, því að kenna börnum sínum stærðfræði, taka á móti barni án neinnar aðstöðu og mörgu fleiru. Ég hafði skiljanlega mjög gaman af því að heyra þess- ar sögur og eru það í raun mikil forréttindi að hafa kynnst henni langömmu minni á þennan hátt. Ekki eru margir á mínum aldri sem hafa fengið að heyra slíkar sögur án nokkurra milliliða. Amma Maja hafði alltaf húm- or fyrir sjálfri sér. Hún var alltaf jákvæð og sá alltaf einhverja skemmtilega hlið á málunum. Hún kvartaði aldrei yfir neinu og var alltaf jafn hissa að ég skyldi hafa fyrir því að aðstoða hana og hvað þá að nenna að setjast nið- ur og spjalla við hana í rólegheit- unum. Þetta er þrátt fyrir að hún hafi gengið í gegnum ýmsa erf- iðleika. Hennar bragð var þá alltaf bara að vera jákvæð og reyna að finna einhverja hlið á málinu sem hægt var að gleðjast yfir. Langamma Maja hafði upp- skriftina að löngu og góðu lífi svo sannarlega á hreinu. Hennar uppskrift fólst í fjórum meg- inhráefnum. Fyrsta var auðvitað hin fyrrnefnda jákvæðni og al- menni léttleiki yfir vandamálum. Annað var að taka ekki sjálfa sig ekki of alvarlega og kunna að gera grín að sjálfri sér. Þriðja var að allir kaffibollar skyldu vera í mesta lagi 50% kaffi á móti 50% sykri. Fjórða og síðasta var að það var ekki til neitt sem hét „of feitt“ eða „of mikill rjómi“. Hún borðaði skyr alla daga með vænni gusu af rjóma út á. Það var sama hvað það hét, allt var betra með vænu magni af rjóma. Ég er þess vegna að hugsa um að taka langömmu til fyrirmynd- ar og lifa eins og hún gerði. Já- kvæðni og húmor fyrir sjálfum sér getur fleytt manni langt. Rjómi gerir flest gott betra en því miður held ég að ég verði að sleppa sykrinum í kaffið. Elsku langamma Maja, ég þakka innilega fyrir allt sem þú hefur kennt mér og sagt mér frá á þinni ævi. Atli Fannar Franklín. María Jóhannes- dóttir Franklín Elsku afi, nú þegar þú hefur fallið frá rifjast upp margar góðar minningar sem eru uppfullar af gleði, hlýju og væntumþykju. Um leið og þær reika um hug- ann er hjarta mitt fullt af sökn- uði og sorg, sem erfitt verður að sefa. Þú ert yndislegasti maður sem ég hef kynnst. Hjartahlýrri og heiðarlegri mann er vart hægt að finna og þú stendur sko vel undir heit- inu „besti afi í heimi“. Við höfum nú brallað margt saman, afi. Ein af mínum uppáhalds minningum um þig er þegar þú varst að spila á píanó og harm- onikku og kenndir mér mitt fyrsta lag á píanó en það var „Nú blikar við sólarlag“. Ég elskaði að fara til Vest- mannaeyja með þér og ömmu og hlusta á þig segja mér sögur af ykkur þar. Sérstaklega var skemmtileg ferðin þar sem þú leyfðir mér að taka eina lunda- pysju með í Kópavoginn og bjó Konráð Guðmundsson ✝ Konráð Guð-mundsson fæddist 30. desem- ber 1938. Hann lést 14. nóvember 2016. Útför hans fór fram í kyrrþey 24. nóvember 2016. hún í baðinu ykkar ömmu, eins og ekkert væri eðli- legra, í nokkra daga þangað til við slepptum henni. Þetta eins og ann- að sem ég bað þig um, var ekkert mál, enda vissu það allir að afi reddaði öllu. Við eigum ótal minningar úr sumarbústaðnum og það verður skrýtið að fara ekki inn í herbergi og klóra þér á bakinu fyrir svefninn eða heyra þig á kvöldin læðast í eina kökusneið og mjólk. Í bú- staðnum var alltaf líf og fjör, ég minnist þess með mikilli hlýju að sjá þig alltaf að bralla eitthvað þar. Vinna í garðinum, smíða, spila, fara í pottinn, búa til laukabrauð, já það er enda- laust það sem ég gæti talið upp. Eitt af því sem er minn- isstæðast er þegar við krakk- arnir fengum alltaf að sitja í kerrunni aftan í bílnum eftir ófáar ferðir á haugana og þeg- ar þú keyptir stóra gúmmíbát- inn svo við gætum farið saman út á Laugarvatn. Ferðalögin með ykkur ömmu voru alltaf skemmtilegust. Bæði svo áhugasöm um landið og nutuð þess að segja okkur barna- börnunum frá því. Veiðistöngin var aldrei langt undan og við höfum nú veitt ófáa fiska sam- an. Í einni af Eyjaferðunum veiddi ég marhnút og ég man að ég var skelfingu lostin því mér fannst skepnan svo ófríð en þú hlóst svo innilega. Aldrei varðst þú þreyttur á að bralla eitthvað með okkur og alltaf reiðubúinn til þess að hjálpa okkur og skutla út um allt. Þú hefur kennt mér svo margt, afi, ekki bara það hvernig eigi að keyra bíl, spranga, hjóla og laga hluti heldur einnig það hvernig ég get verið góð mann- eskja. Þú hefur kennt mér réttu gildin í lífinu og verður alltaf mín helsta fyrirmynd. Ég er svo glöð og þakklát fyrir það hversu náin við vorum og það er sárt að kveðja. Hvernig á ég að kveðja þig eftir dagleg sam- skipti í þau 23 ár sem ég hef lifað? Fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig verð ég aldrei nægilega þakklát. Minn- ingar um þig munu ylja mér um ókomin ár og þegar ég eignast börn og barnabörn fá þau sko sannarlega að heyra um þig. Góða nótt, elsku afi, við sjáumst aftur. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Afi, þegar þú kveður nú, þá minningarnar vakna. Við gerðum svo margt, ég og þú, já, þín á ég eftir að sakna. Farðu í friði, við hittumst á ný, Prökkurumst saman, þú gleður mig. Saman við syngjum og förum í frí, því afi, ég elska þig. Konný Björg Jónasdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar end- urgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar- ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgun- blaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálf- krafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar Búdda var lykil- persóna í einni mestu ráðgátu æsku minnar: Að komast til botns í fjölskyldumynstri móð- urarmsins! Staðreyndir málsins voru þær að mamma var ung, Sara og Ögga á svipuðum aldri og mamma og höguðu sér að öllu leyti eins og systur hennar og við Anna, dóttir Öggu, hálfpart- Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir ✝ Hrefna Guð-björg Odd- geirsdóttir fæddist 1. ágúst 1931. Hún lést 16. nóvember 2016. Útför Hrefnu fór fram 23. nóvember 2016. inn eins og uppeld- issystkin. Búdda aftur á móti var 20 árum eldri en mamma og amma Svava öðrum 20 ár- um eldri en samt voru það mamma og Búdda sem voru systur og Ögga og Sara dætur Búddu og systurdætur mömmu! Það var aðeins auðveldara með Geira, það var aldrei spurning um að hann væri sonur Búddu, en að hann væri Eysteinsson þó mað- ur Búddu væri Martin Hunger og þær Ögga og Sara Hafsteins- dætur, bætti enn einni lykkju við þessa fjölskylduflækju sem ég glímdi óspart við fyrstu ár ævinnar. Búdda var yndisleg. Lifandi, gefandi, ástrík, viðkvæm, hvatv- ís, fyndin, heillandi, listræn, óeigingjörn, hrifnæm, óhefð- bundin, ástríðufull, brothætt og að einhverju óútskýrðu leyti eins og úr annarri vídd en við hin. Ég hef heilmikið velt því fyrir mér hver draumafarvegur Búddu í gegnum lífið hefði verið en ekki komist að góðri niður- stöðu. Ég ímynda mér samt að hún hefði verið í essinu sínu sem ung kona á grísku eyjunni Hydra, sleikjandi sólina og drekkandi í sig mannlífið þegar ungur Leonard Cohen hefði tek- ið hana tali, heillað upp úr skón- um og þau síðan átt í eldheitu ástarævintýri sem stuttu síðar hefði slitnað upp úr og hann í kjölfarið samið til hennar ódauð- legt lag og kannski nefnt það: So long, Búdda. Leifur Geir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.