Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 35

Morgunblaðið - 01.12.2016, Síða 35
arfirði hjá frænda sínum, Hinna, sem hafði mikil áhrif á hann alla tíð. Í Döl- unum hitti Halli ástina í lífi sínu, Steinu Möggu, eða Steinunni Margréti Sigurbjörnsdóttur. Þau giftu sig 1991. Halli ætlaði að feta í fótspor föður síns og fékk starfssamning í múrverki en lenti í slysi 19 ára sem olli því að hann varð að hætta þeirri iðn. Halli fór í Hótel- og veitingaskóla Íslands og lærði framreiðslu en varð einnig að hætta því námi þegar því var að ljúka vegna afleiðinga slyssins. Þessi örlög urðu til þess að Halli fór að spila opin- berlega á skemmtistöðum með gítar og munnhörpu. Tónlistin varð því aðal- atvinna Halla um árabil. Á tónlist- arferlinum hefur Halli gefið út átta geisladiska með eigin tónlist og farið óteljandi tónleikaferðir um landið. Árið 1998 flutti fjölskyldan til Dan- merkur og bjó þar til ársins 2004. Tón- listin var áfram aðalatvinna hans til ársins 2008 þegar til Halli ákvað að fara í kennaranám. Hann hefur verið kennari í Ölduselsskóla frá árinu 2008, er nú tónmenntakennari þar, tók kennaranámið samhliða fullu kennslu- starfi og lauk B.Ed.-námi árið 2011 og mastersnámi árið 2014. Áhugamál Haraldar eru ekki síst stangveiði og sveitalífið: „Þetta tvennt sameina ég vestur í Dölum. Ég hef yndi af íslenskum heiðum og fer þá gjarnan upp á heiðar á fjórhjóli. Auk þess hef ég alltaf haft gaman af því að vera á faraldsfæti. Núna erum við Steinunn, konan mín, og yngsti son- urinn, Sölvi, stödd á Fiji-eyjum. Konan mín varð einnig fimmtug í vikunni og við skelltum okkur í hnattferð, til New York, Los Angeles, Fiji, Vanuatu, Sydney, Malasíu, Víetnams og Srí Lanka. Knattspyrnan hefur líka alltaf höfðað til mín auk þess sem ég stunda reglulega líkamsrækt og jóga sem er að verða mitt helsta hugðarefni. Ég legg núna mikið upp úr því að rækta líkama og sál. Að lokum má ekki gleyma tónlistinni. Hún hefur ætíð ver- ið mitt helsta áhugamál og ég spila reglulega með kennarastarfinu. Nýr diskur mun koma út fljótlega á næsta ári þar sem ég verð að mestu leyti einn með gítarinn.“ Fjölskylda Eiginkona Haraldar er Steinunn Margrét Sigurbjörnsdóttir, f. 28.11. 1966, framkvæmdastjóri. Foreldrar hennar eru Sigurbjörn Sigurðsson bóndi og Melkorka Benediktsdóttir húsfreyja. Börn Haraldar og Steinunnar Mar- grétar eru Steinar Haraldsson, f. 19.2. 1994, nemi í Reykjavík, en kona hans er Íris Einarsdóttir nemi; Reynir Har- aldsson, f. 22.7. 1995, nemi í Reykjavík en kona hans er Jenný Marín Kjart- ansdóttir og Sölvi Haraldsson, f. 11.12. 2005, grunnskólanemi. Systkini Haraldar eru Hjördís Kristjánsdóttir, f. 6.2. 1960, starfs- maður hjá Össuri, búsett í Reykjavík; Linda Björk Ólafsdóttir, f. 19.11. 1961, leikskólakennari og leikskólastjóri, bú- sett í Kópavogi, og Gunnlaugur Reyn- isson, f. 1.12. 1966, kjötiðnaðarmeistari í Reykjavík, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Haraldar eru Reynir Haraldsson, f. 3.6. 1942, múrarameist- ari og leigubifreiðarstjóri í Reykjavík, og Jóna Gunnlaugsdóttir, f. 9.1. 1935, fyrrv. starfsmaður við Ríkisspítalana. Úr frændgarði Haraldar Reynissonar Haraldur Reynisson Guðrún Davíðsdóttir húsfreyja á Hömrum Einar Ásmundsson b. á Hömrum í Þverárhlíð Málfríður Einarsdóttir verkakona í Rvík Gunnlaugur Ágúst Jónsson bólstrari í Rvík Jóna Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Rvík Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í Skógi Jón Runólfsson b. í Skógi á Rauðasandi Jóhann Ögmundsson trésmiður og leikari á Akureyri Víglundur Sigurjónsson fyrrv. starfsm. hjá Rafmagns- veitunni og dyravörður á Hótel Sögu Ágúst Sigurjónsson b. í Kirkjuskógi og á Erpsstöðum í Miðdölum Valgeir Sigurðsson kennari og textahöfundur á Seyðisfirði Gunnar B. Jóhannsson fyrrv. togara- skipstj. á Akureyri Trausti Víglundsson veitingamaður á Seltjarnarnesi Jónína Kristín Ásgeirsdóttir húsfr. í Kirkjuskógi Sigurjón Jónsson b. í Kirkjuskógi í Miðdölum Margrét Sigurjónsdóttir verkakona í Rvík Haraldur Ögmundsson húsasmiður í Rvík Reynir Haraldsson múrarameistari í Rvík Margrét Jóhannsdóttir húsfreyja á Akureyri, frá Illugastöðum í Fnjóskadal Ögmundur Ólafsson húsasmiður á Akureyri Í heimsreisu Haraldur og Steinunn. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Eggert Ólafssonfæddist í Svefn-eyjum á Breiðafirði 1.12. 1726, sonur Ólafs Gunnlaugssonar bónda og Ragnhildar Sigurðardóttur. Eggert lærði hjá móð- urbróður sínum, Sigurði presti í Flatey, og var í fóstri hjá öðrum móður- bróður, Guðmundi, sýslu- manni á Ingjaldshóli. Hann lauk stúdentsprófi í Skál- holti, stundaði nám í heim- speki og náttúrufræði við Hafnarhá- skóla, þótti frábær námsmaður, las m.a. forn, þjóðleg fræði, málfræði, lögfræði og búfræði, var lærður í latínu og grísku og talaði dönsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku. Á árunum 1752-57 fóru Eggert og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, rannsóknarferð um Ísland. Afrakst- urinn er Ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar sem Eggert samdi á dönsku og að mestu leyti einn. Ritið er viðamikil lýsing á náttúru landsins og gæðum, og greinargerð um íslenskt þjóðlíf og landshagi. Eggert var skipaður varalögmað- ur sunnan og austan 1767. Hann lét þá byggja upp jörð sína, Hofsstaði í Eyjahreppi, og ákvað að setjast þar að. Sama haust kvæntist hann Ingi- björgu, dóttur Guðmundar, móð- urbróður síns. Þau héldu veglega brúðkaupsveislu að fornum sið í Reykholti, dvöldu um veturinn í Sauðlauksdal, héldu um vorið áleiðis að Hofsstöðum en fórust í aftaka- veðri á Breiðafirði 1768. Þjóðin öll syrgði Eggert enda mikils af honum vænst. Hann var framfarasinni og upplýsingarmaður en jafnframt þjóðernissinnaður. Eggert trúði á land, þjóð og framtíð og var mikilvægur fyrirrennari Baldvins Einarssonar og Fjöln- ismanna sem höfðu hann í ýmsu að fyrirmynd. Af skáldskap Eggerts er hins vegar Búnaðarbálkur hans þekktastur sem ber fyrst og fremst að skoða sem boðskap í bundnu máli. En önnur skáld hafa ort um hann fögur ljóð, s.s. Matthías Joch- umsson, Matthías Johannessen og Jónas Hallgrímsson. Merkir Íslendingar Eggert Ólafsson 90 ára Hólmsteinn Þórarinsson Huld Kristjánsdóttir Ólöf Ragnarsdóttir 85 ára Erla Björnsdóttir Margrét Sigurðardóttir 80 ára Georg St. Aðalsteinsson Hallgrímur Baldvinsson Kristín Theódórsdóttir Valdís Ragnarsdóttir Þór Þorbergsson 75 ára Guðmundur Richter Guðrún R. Þorvaldsdóttir Halldóra Þorvaldsdóttir Magnús Siguroddsson Magnús Þór Jónsson Óli Þorsteinsson Sigurbjörn Egilsson Þóra Steinunn Gísladóttir 70 ára Björn Kristleifsson Eyþór Ingólfsson Guðjón Þór Valdimarsson Guðlaug Bára Sigurðardóttir Guðrún Benediktsdóttir Gunnar Jóhannsson Thomas G. Hassing 60 ára Árni Árnason Brynja Jóhannsdóttir Elías Oddsson Ellert Jón Þorgeirsson Geir Sigurðsson Guðjón Guðlaugsson Guðmundur R. Þorvaldsson Halldóra Halla Jónsdóttir Hilmar Þór Harðarson Hinrik Arnar Hjörleifsson Hjálmtýr Sigurðsson Karl Óskarsson Ómar Imsland Sigríður Korts Þórarinsdóttir 50 ára Barbara Malgorzata Klimecka Berglind Sveinsdóttir Einar Björnsson Gunnlaugur Reynisson Haraldur Reynisson Hilmar Einarsson Ingibjörg R. Valdimarsdóttir Krzysztof Wiecko Sigrún Skaftadóttir 40 ára Eðvarð Jón Bjarnason Gunnar Örn Hjartarson Sigurjón Árni Kristmannsson 30 ára Aðalheiður Ósk Tobíasdóttir Ásgeir Þór Jónsson Bylgja Rán Elísabetardóttir Eyjólfur Gíslason Guðmundur Daníel Jakobsson Jóhanna Gunnlaugsdóttir Jón Melstað Birgisson Jón Stefán Rúnarsson Páll Arnar Hauksson Sigrún Erla Svansdóttir Tara Jensdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Tara ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk prófum sem kjóla- klæðskeri og er fram- kvæmdastjóri Mamma veit best. Maki: John Freyr Aikman, f. 1988, starfsmaður hjá Grænum símum. Sonur: Breki Þór Aikman, f. 2014. Foreldrar: Helga Margrét Gígja, f. 1957, og Jens Hallgrímsson, f. 1954, d. 2014. Tara Jensdóttir 30 ára Sigrún ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykja- vík og starfrækir kvenfata- verslunina Coral verslun. Foreldrar: Hanna Þórunn Skúladóttir, f. 1966, við- skiptafræðingur og MBA sem rekur verslunina með Sigrúnu, og Svanur Sigur- björnsson, f. 1965, lyf- læknir við Landspítalann í Reykjavík. Þau eru búsett í Reykjavík. Sigrún Erla Svansdóttir 30 ára Gunnar Örn ólst upp í Reykjavík, býr þar, er rafvirkjameistari og starfar hjá HS Veitum. Maki: Helga Soffía Gunn- arsdóttir, f. 1978, klæð- skeri. Börn: Kristófer Máni, f. 1997; Tinna Katrín, f. 2003; Fanney Sara, f. 2007, og Tómas Ólíver, f. 2013. Foreldrar: Hjörtur Aðal- steinsson, f. 1953, og Sif Gunnarsdóttir, f. 1954. Gunnar Örn Hjartarson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón WORLD’S BESTPAN „ “ THE * “The world‘s best pan”according to VKD, largest German Chefs Association * • AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli • Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita • 3 ára ábyrgð á verpingu • Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem er sterkari en Teflon og án eiturefna • Nothæf fyrir allar eldavélar • Má setja í uppþvottavél • Kokkalands- liðið notar AMT potta og pönnur Úlfar Finnbjörnsson notar AMT potta og pönnur Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Þýskar hágæða pönnur frá AMT 20% afsláttur af öllum AMT pottum og pönnum fram að jólum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.