Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 38

Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Hröð og góð þjónusta um allt land Eigum einnig til mikið úrval af perum og öryggjum í bíla Áratuga reynsla Langstærstir í viðgerðum og sölu á Alternatorum og Störturum Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Það var á dimmu desemberkvöldi fyrir um 30 árum síðan að tónlist- armaðurinn Stefán S. Stefánsson sat við píanóið heima hjá sér einu sinni sem oftar. Úti snjóaði og jólaljós lýstu upp myrkrið. „Ég sat inni í stofu að gutla eitthvað á píanóið eins og svo oft áður. Krakkarnir voru litl- ir og ég man að Arnar sonur minn, þá ca átta ára, og vinur hans Úlfur Chaka Karlsson, litlu eldri, sátu á gólfinu og voru að leika sér í stof- unni. Þá einhvernveginn kemur þetta stef upp og lítill lagstúfur verður til,“ segir Stefán. „Ég kalla til strákanna: „Hey strákar, mig vantar texta við þetta! Eruð þið ekki til í að búa hann til með mér?“ Þann- ig varð þetta lag til.“ Þeir köstuðu fram hugmyndum að textum, sem voru mun skrautlegri og innihéldu ýmsa súpermenn. Viðeigandi fyrir átta ára aldur. „En þetta endaði í þessum litlu og fallegu línum sem eru skemmtilegar og einlægar.“ Gáfu lagið loks út Jólalagið sem varð til þetta nota- lega kvöld nefnist Hey þú, gleðileg jól og varð það að jólalagi fjölskyld- unnar og var alltaf sungið um jólin. Oft var haft orð á því að nú þyrfti að fara að gefa þetta lag út. „Það var ekki fyrr en dóttir mín, Una, stakk upp á því við mig að við ættum að gera eitthvað alvöru úr þessu. Ég kom þessu því í farveg og fékk Stór- sveitina með mér í þetta. Við höfðum spilað þetta einu sinni áður en nú tókum við lagið upp og gáfum það út til að bæta í jólaflóruna,“ segir Stef- án. Arnar Steinn, sonur Stefáns, er í dag kínverskumenntaður asíufræð- ingur. Úlfur, vinur hans, varð síðar stórtækur tónlistarmaður og leiddi sína eigin hljómsveit sem nefndist Stjörnukisi. Hann lést hinn 9. sept- ember 2007 í blóma lífsins eftir að hafa barist lengi við illvígan sjúk- dóm. „Þeir voru vinir alla tíð og voru mikið saman. Ég er feginn að þetta hafi verið gert, líka bara fyrir okkur. Þetta hefur sérstakan blæ á sér allt saman,“ segir Stefán. Dóttirin flytur lagið „Mér þótti við hæfi að halda lag- inu innan fjölskyldunnar og fékk því Unu til að flytja lagið,“ bætir hann við. Dætur Stefáns eru Una og Erla og báðar eru þær að feta tónlist- arveginn. „Eins og ég segi stundum, ég reyndi að fá þær út í fjármálaverk- fræði en það gekk ekki hvað sem ég reyndi,“ segir hann og hlær. „Nei nei, svo lengi sem fólk hefur gaman af því sem það er að gera og hefur ástríðu fyrir því þá er það bara af hinu góða. Una er að sækja í sig veðrið með hverjum deginum sem söngkona og tónlistarkona og verð ég að segja að hún gerir það af- skaplega vel, þó ég sé hlutdrægur. Erla er með eigin hljómsveit, Dalí, sem hefur verið að gera góða hluti á Iceland Airwaves og víðar og gengur bara mjög vel,“ segir Stefán. Lagið var frumflutt á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum og virðist líka vel enda afar ljúft og í anda sjötta áratugarins. Jólatónleikar á sunnudag „Við ætlum einnig að spila þetta á jólatónleikunum Jólafjör með Góa og Stórsveit Reykjavíkur sem fara fram á sunnudaginn kemur kl. 14 í Hörpu og Gói og Haukur Gröndal stýra. Tónleikarnir eru árlegir og eru fyrir fjölskylduna. „Þetta hafa verið vel lukkaðir jólatónleikar, þetta eru svona stórsveitarjól,“ segir Stefán. Gefur út jólalag fjölskyld- unnar 30 árum síðar  Stefán S. Stefánsson fékk son sinn og vin hans til að semja textann  Dóttir hans syngur lagið með Stórsveitinni Feðgin Una Stef syngur hér með Stórsveit Reykjavíkur og Stefán stýrir. Það er bjart yfir Hestvík íbyrjun. Einstæða móðirinElín er að fara með 12 árason sinn, Dóra, í sum- arbústað foreldra sinna í Hestvík við Þingvallavatn. Dóri hefur aldrei komið þangað og hún ekki í mörg ár en nú eru foreldrar hennar gengnir og þau ætla að dvelja þar eina helgi og ganga frá bústaðnum fyrir sölu. Foreldrar Elínar kölluðu bústaðinn Draumahöllina sín á milli og hann er það sannarlega í huga Elínar sem finnst eins og það hafi alltaf verið hamingja og gott veður þegar þau dvöldu í bústaðn- um, hún á þaðan sínar bestu æsku- minningar. Bústaðurinn er lítill og lúinn og ekki tengdur við rafmagn. Það er bjart yfir byrjun sögunnar en samt eru fyrirboðar um það sem koma skal. Morguninn eftir komuna hittir Elín fyrrverandi bekkj- arbróður sinn, Hauk en hann dvelur í nálægum bústað með konu sinni og dóttur. Þau koma við sögu auk Helga, bóndans á næsta bæ, og sér- stakra tvíburasystkina á unglings- aldri sem búa hjá honum. Inn í sam- tímaatburði fléttast minningar Elínar um foreldra sína, veikindi þeirra og dauða, hennar eigin veik- indi og líf, og minningar hennar úr skóla þar sem Haukur stóð fyrir ýmsum ótuktarskap. Sonur hennar afhjúpast smátt og smátt en hún er meðvirk móðir á tánum sem reynir að gera syninum allt til geðs í sam- keppni um hylli hans við föðurinn. Tíminn í sumarbústaðnum með syninum verður aðeins öðruvísi en Elín sá fyrir sér og hún kemst að ýmsu sem dregur úr ljóma æsku- minninganna og afhjúpar hennar eigin líf og sonarins. Eftir því sem líður á daginn og ágústnóttin færist yfir verður spennan sem liggur í loft- inu nánast áþreifanleg og atburða- rásin hefur yfir sér undarlegan blæ þó allt sé samt nokkuð hversdags- legt. Við fáum söguna í gegnum El- ínu og það má fá það á tilfinninguna að hún sé ekki alveg heil á geði og óhugnaðurinn sé að mestu í huga hennar, atburðirnar litast af hennar eigin kvíða, stressi og þunglyndi. Hestvík er þriðja skáldsaga Gerð- ar Kristnýjar fyrir fullorðna og verða þær vonandi fleiri því Hestvík er magnað verk. Sagan gerist á stuttum tíma á af- mörkuðum stað, lesandinn fær þó að ferðast aftur í tímann með Elínu. Sagan er stutt og textinn knappur en segir samt svo ótrúlega margt eins og Gerður Kristný gerir listavel í öll- um ljóðum sínum. Þá er hún laun- fyndin sem skrifast á hæfileika höf- undar til að sjá það skondna í manneskjunni og aðstæðum. Það er létt yfir sögunni í byrjun en smám saman hellist óhugnaðurinn yfir og það liggur svo margt í loftinu að les- andinn verður eiginlega bara hjart- veikur eins og aðalpersónan sjálf. Gerður Kristný skapar einstakt and- rúmsloft í Hestvík. Morgunblaðið/Eggert Hrollvekja og hjartveiki í Hestvík Skáldsaga Hestvík bbbbn Eftir Gerði Kristnýju. Forlagið 2016. Innbundin, 163 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Höfundurinn „Hestvík er þriðja skáldsaga Gerðar Kristnýjar fyrir fullorðna og verða þær vonandi fleiri því Hestvík er magnað verk.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.