Morgunblaðið - 01.12.2016, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2016
Ítveimur sölum menningar-hússins Norðurbryggju,Nordatlantens Brygge,stendur nú yfir viðamikil
sýning á verkum Rúríar. Sýningin
ber heitið Fragile Systems og
skiptist í tvær aðskildar innsetn-
ingar sem saman hverfast um jafn-
vægi, samræmi og brotakennda,
hverfula heimssýn mannsins. Á
fyrstu hæð sýningarrýmisins er
það Future Cartography VII sem
samanstendur af stórum landakort-
um af strandlengjum víða í heim-
inum og litlum ljósmyndaseríum af
hafi. Á annarri hæð mæta áhorf-
andanum ýmiss konar tæki sem
vitna um mælingar og skráningu,
nokkurs konar táknmyndir þekk-
ingar sem maðurinn hefur aflað
sér; hnattlíkön, vogir, bækur,
„sprengjur“, vatn í krukkum og tif-
andi klukkur í innsetningunni Bal-
ance – Unbalanced.
Gríðarstórir landakortaflekar
með hvítar útlínur strandlengju á
ljósbláum grunni minna óneit-
anlega á ósköp venjuleg landakort
eins og við þekkjum þau. Í innsetn-
ingunni Future Cartography VII
(2016) bregður Rúrí sér í hlutverk
kortagerðarmanns framtíðarinnar
og veltir því fyrir sér hvaða áhrif
hækkandi yfirborð sjávar gæti haft
á strandlengjur víðs vegar um
heiminn. Listamaðurinn velur fimm
lönd; Danmörku, Bangladess, Ís-
land, Norður-Ameríku og Egypta-
land til að benda á brotakennda
ásýnd strandlengjunnar. Ef fram
heldur sem horfir með áframhald-
andi hlýnun jarðar og bráðnun
stórra jökla og Suðurskautsins
verður að veruleika, líkt og vís-
indamenn hafa bent á, gæti sjáv-
arstaða heimsins hækkað umtals-
vert. Náttúrulegt ferli viðheldur
jafnvægi í heiminum en það ferli er
truflað með inngripi mannsins og
með því að benda á þessa mögu-
legu framtíðarsýn er innsetning
Rúríar bæði ágeng og áhrifamikil í
einfaldleika sínum.
Ljósmyndaseríurnar saman-
standa af litlum myndum af hafi og
minna á margbreytilega ásjónu
sjávar. Verkin hanga í litlum
grúppum á vegg og skapa áhuga-
verða tengingu milli verkanna í
rýminu, samtal sem byggist bæði á
hugmyndafræðilegum grunni og
fagurfræðilegu jafnvægi.
Hvernig er hægt að meta nátt-
úruverðmæti til fjár? Er maðurinn
að gleyma náttúrunni í hringiðu
hins mælanlega og miskunn-
arlausrar hagvaxtarkröfu samtím-
ans? Hvaða áhrif hefur ferli tímans
á heimsmynd okkar? Þetta eru
meðal þeirra spurninga sem vakna
þegar gengið er um Balance – un-
balanced (2016). Tifið í fjölmörgum
klukkum ýtir undir tilfinningu fyrir
tíma sem hefur verið eitt af leið-
arstefum í listsköpun Rúríar allt
frá upphafi ferils hennar, tíminn
setur líka mark sitt á innsetn-
inguna enda taka sum verkin a.m.k.
breytingum á sýningartímanum. Í
verkinu Balance X standa tvær
glerkrukkur á gamalli vog, í ann-
arri er vatn en smápeningar í
hinni, með tímanum gufar vatnið
upp að hluta og þungi þess lætur
undan fyrir hinum veraldlega auði.
Innst í salnum vega hnattlíkön
verksins Mobile – Balance salt á
grönnum vogarstöngum sem tengj-
ast innbyrðis, lítið þarf til að raska
jafnvæginu og koma því á hreyf-
ingu. Listamaðurinn minnir hér á
mikilvægi samhengis og samræmis,
tengsl mannsins við náttúru og um-
hverfi eru hluti af heildarsamhengi
hlutanna. Náttúran mun alltaf tapa
í hagbúnaðarkapphlaupi heimsins
þegar upp er staðið, þekking-
arkerfin eru brothætt og viðkvæm.
Á sýningunni Fragile Systems
dregur listamaðurinn fram hversu
viðkvæmur sá grundvöllur er sem
maðurinn byggir tilvist sína á.
Verkin vekja hugleiðingar um hver
beri ábyrgð, og kannski ekki síst
pólitíska, á ágengni mannsins gagn-
vart náttúrunni. Verkin í neðri
salnum eftirláta áhorfandanum
meira rými til vangaveltna en sýn-
ingin í heild skapar áhugaverðan
vettvang til íhugunar um framtíð-
armynd heimsins. Hvort sú sýn
sem Rúrí dregur fram verður raun-
veruleg framtíðarsýn leiðir tíminn
einn í ljós. Óhætt er að hvetja þá
sem eiga leið um Kaupmannahöfn á
næstunni til að gera sér ferð á
Norðurbryggju og skoða þessa
áhrifamiklu sýningu Rúríar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Verðmætin metin „Á sýningunni Fragile Systems dregur listamaðurinn fram hversu viðkvæmur sá grundvöllur er
sem maðurinn byggir tilvist sína á,“ skrifar rýnir um sýningu Rúríar. Innsetningin Balance – unbalanced (2016).
Framtíðarsýn?
Norðurbryggja í Kaupmannahöfn
Rúrí – Fragile Systems bbbbn
Nordatlantens Brygge, Kaupmanna-
höfn. 29. 10. 2016. – 05. 02. 2017.
Sýningarstjóri: Christian Schoen.
ALDÍS ARNARDÓTTIR
MYNDLIST
Strandlínur Rúrí og sýningarstjórinn Christian Schoen í innsetningunni
Future Cartography VII. „Verkin vekja hugleiðingar um hver beri ábyrgð.“
Balance XIX „Náttúran mun alltaf
tapa í hagbúnaðarkapphlaupi …“
Anna Jóa, myndlistarkona og
myndlistarrýnir Morgunblaðs-
ins mörg undangengin ár, dvel-
ur erlendis þessi misserin og er
því í leyfi frá gagnrýnisskrifum.
Nýr rýnir, Aldís Arnardóttir,
leysir hana af á meðan og hér
birtist fyrsta umsögn hennar,
um sýningu á verkum Rúríar í
Kaupmannahöfn.
Nýr rýnir
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s
Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s
Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s
Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s
Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s
Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s
Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s
Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s
Janúarsýningar komnar í sölu!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Lau 17/12 kl. 13:00 22.sýn Lau 14/1 kl. 13:00 26. sýn
Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Sun 18/12 kl. 13:00 23.sýn Sun 15/1 kl. 13:00 27. sýn
Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn Mán 26/12 kl. 13:00
24.sýn
Lau 21/1 kl. 13:00 28. sýn
Sun 11/12 kl. 13:00 21.sýn Sun 8/1 kl. 13:00 25. sýn Sun 22/1 kl. 13:00 29. sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 7/12 kl. 20:00 Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s.
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar.
Jólaflækja (Litli salur)
Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 4/12 kl. 15:00 Aukas. Lau 17/12 kl. 13:00 Aukas.
Lau 3/12 kl. 15:00 Aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Sun 18/12 kl. 13:00 Aukas.
Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas.
Bráðfyndin jólasýning fyrir börn
Brot úr hjónabandi (Litli salur)
Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs.
Jesús litli (Litli salur)
Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn
Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Mán 26/12 kl. 20:00 aukas.
Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn
Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn
Margverðlaunuð jólasýning
Salka Valka (Stóra svið)
Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn
Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn
Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
Mávurinn (Stóra svið)
Mið 4/1 kl. 20:00
Aðeins þessi eina sýning
Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið)
Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00
5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Fös 2/12 kl. 19:30 28.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn
Lau 3/12 kl. 19:30 29.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Lau 3/12 kl. 19:30 30.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn
Sun 4/12 kl. 19:30 31.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Horft frá brúnni (Stóra sviðið)
Sun 4/12 kl. 19:30 Lokasýn Sun 11/12 kl. 19:30 aukasýn
Sýningum lýkur í desember
Óþelló (Stóra sviðið)
Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn
Mán 26/12 kl. 19:30
Hátíðarsýning
Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn
Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 3/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 11:00
Lau 3/12 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 13:00
Lau 3/12 kl. 14:30 Lau 10/12 kl. 14:30 Lau 17/12 kl. 14:30
Sun 4/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 11:00
Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 13:00
Sun 4/12 kl. 14:30 Sun 11/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)
Lau 3/12 kl. 15:00 Lau 14/1 kl. 15:00
Lau 14/1 kl. 13:00 Lau 21/1 kl. 13:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið)
Fim 1/12 kl. 19:30 35.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00
Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00
Sýningum lýkur í nóvember!