Fréttablaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 10
Samfélag Ríflega 1.800 manns hafa skráð sig sem mánaðarlega stuðn- ingsaðila Slysavarnafélagsins Lands- bjargar síðan aðkoma björgunar- sveitanna hófst að leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Aldrei hafa fleiri skráð sig í stuðningskerfi Landsbjargar á jafn skömmum tíma eða vegna ein- staks máls. Þá hafa um fjórar milljónir króna safnast í einstökum styrkjum til Landsbjargar. Stærsti styrkurinn kemur frá Polar Seafood, fyrirtækinu sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq, eða um 1,6 milljónir króna. Næst á eftir eru styrkir frá einstaklingum sem hafa verið tölu- vert margir og flestir í kringum 500 til 1.500 krónur. „Fyrir þetta erum við afskaplega þakklát. Okkur skortir eiginlega orð fyrir þennan stuðning,“ segir Þor- steinn G. Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar. „Þjóðin hefur fylgst með þessu máli og Birna blessunin á hlut í hjarta þjóðar- innar. Foreldrar hennar beindu því til almennings að vera ekki með fjársöfnun til þeirra heldur láta fé af hendi rakna til björgunarsveitanna. Þetta er miklu meira en við höfum séð áður sem við getum tengt ein- hverjum einstökum viðburði eða aðgerð,“ segir Þorsteinn. Nærri 800 björgunarsveitarmenn komu að leitinni að Birnu Brjáns- dóttur sem stóð yfir frá mánudeg- inum 16. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar Birna fannst látin við Selvogsvita á sunnanverðum Reykja- nesskaganum. snaeros@frettabladid.is SKÍÐAÚTSALA INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. 30-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÍÐAFATNAÐI 30-50% AFSLÁTTUR AF SKÍÐUM, BRETTUM, SKÓM, HJÁLMUM OG GLERAUGUM 30% AFSLÁTTUR AF HÖNSKUM OG LÚFFUM Birna Brjánsdóttir var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í gær. Athöfnin var öllum almenningi opin og tölu- verður fjöldi mætti til athafnarinnar. Þúsundir mættu í göngu til minn- ingar um Birnu sem haldin var laugar- daginn 28. janúar síðastliðinn. Erfidrykkja Birnu fór fram í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þyrla Gæslunnar, en áhöfn hennar fann Birnu um hádegisbil þann 22. janúar, stóð fyrir utan skýlið. Fá bílastæði voru á svæðinu svo liðsmenn Landhelgis- gæslunnar sáu um að ferja fólk sem þess þurfti frá bílastæðunum við Há- skólann í Reykjavík og að flugskýlinu. Sveinn H. Guðmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar, segir að aðstandendur Birnu hafi haft frumkvæði að því að Land- helgisgæslan hýsti erfidrykkjuna, sem búist var við fyrirfram að yrði mjög fjölmenn. „Við urðum auð- vitað við því enda eru þetta mjög sérstakar aðstæður og Landhelgis- gæslan tengdist málinu á nokkrum stigum þess.“ Sr. Vigfús Bjarni Albertsson jarð- söng Birnu. Á meðal laga sem flutt voru við útförina var frumsamið lag föður hennar, Brjáns Guðjónssonar. Fjölmenni kvaddi Birnu Mikill fjöldi fólks vottaði Birnu virðingu sína en hún var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í gær. Frumsamið lag eftir föður Birnu var flutt við athöfnina. FréttaBlaðið/anton Leitin að Birnu jók styrki Landsbjargar Um fjórar milljónir króna hafa safnast til Landsbjargar í einstökum styrkjum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst. Metfjöldi hefur skráð sig í svokallaða bakvarðasveit til að styrkja björgunarsveitirnar mánaðarlega. Birna var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í gær. „Ég hef sagt að við teljum að hann búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Auðvitað segir það ekki mjög nákvæmt um það en við teljum það vera með þeim hætti,“ segir Grímur Grímsson, um stöðu Nikolajs Olsen sem ekki var úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald þegar tveggja vikna varðhaldi hans lauk á fimmtudag. Aðeins einn skipverji af Polar Nanoq, Thomas Møller Olsen, er eftir í haldi lögreglu en alls voru fjórir handteknir í aðgerðum lögreglu, þrír vegna hvarfs Birnu. Endanleg skýrsla réttar- meinafræðings um andlát Birnu liggur ekki fyrir og niðurstöður úr rannsókn á lífsýnum og öðrum sönnunargögnum ekki heldur. Rannsókn enn í gangiFyrir þetta erum við afskaplega þakklát. Okkur skortir eiginlega orð fyrir þennan stuðning. Þorsteinn G. Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar Um 800 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Birnu. FréttaBlaðið/Eyþór 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -2 D D C 1 C 2 9 -2 C A 0 1 C 2 9 -2 B 6 4 1 C 2 9 -2 A 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.