Fréttablaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 75
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 4. febrúar 2017 29 Menningarsjóður Íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Finnlands. Sjóðurinn veitir árlega styrki til einstaklinga, samtaka, félaga og stofnana vegna verkefna sem geta orðið til að efla samskipti Íslands og Finnlands á sviði menningar, lista, atvinnulífs og þjóðlífs almennt. Í tilefni þess að árið 2017 eru 100 ár liðin frá því að Finnland öðlaðist sjálfstæði mun sjóðurinn sérstaklega líta til umsókna sem tengjast finnskum menningarverkefnum á Íslandi sem tengjast 100 ára afmæli Finnlands, og í tilefni þess að árið 2018 eru 100 ár liðin frá því Ísland hlaut fullveldi mun sjóðurinn einnig líta sérstaklega til umsókna sem tengjast íslenskum menningarverkefnum í Finnlandi sem tengjast 100 ára afmæli fullveldisins. • Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna verkefna sem eru fyrirhuguð á síðari hluta ársins 2017 og fyrri hluta ársins 2018. • Frestur til að leggja inn umsóknir um styrki úr sjóðnum vegna þessa tímabils rennur út 31. mars 2017. • Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku eða norsku. • Einungis er hægt að sækja um rafrænt á: www.hanaholmen.fi. • Fyrirspurnir vegna umsókna má senda á: fonderna@hanaholmen.fi Frekari upplýsingar um Menningarsjóð Íslands og Finnlands má finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands. Merki ráðuneytanna í 4 litum fyrir dagblaðaprentun Styrkir úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2017-18. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Í 4 gr. reglugerðar nr. 242/2009 um Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla segir: Leikskólastjórar, skólastjórar eða skólameistarar fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara geta sent inn umsókn. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn. Áherslusvið sjóðsins verða að þessu sinni: a) Móðurmál í stafrænum heimi b) Lærdómssamfélag í skólastarfi c) Leiðsagnarmat Við mat á umsóknum verður skoðað hvernig verkefnin falla að hlutverki Sprotasjóðs ásamt því að markmið verkefnis séu skýrt fram sett, að verkefnisstjórn sé vel skilgreind, að raunhæfar kostnaðar-, verk- og tímaáætlanir séu lagðar fram og að framlag samstarfsaðila sétryggt og vel skilgreint. Umsóknir sem falla utan ofannefndra áherslusviða fá sérstaka umfjöllun í ljósi áhrifa verkefna á menntun og skólastarf. Fyrir skólaárið 2017– 2018 verða til úthlutunar allt að 62 milljónir kr. Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi. Sækja þarf um aðgang að umsóknavef Sprotasjóðs, www.sprotasjodur.is. Tekið verður á móti umsóknum til 28. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um Sprotasjóð veitir Sigrún Vésteinsdóttir hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í síma 460-8904 eða í tölvupósti á sv@unak.is. Mennta- og menningarmálaráðuneyti ÁHUGAKÖNNUN: HETSAHÚSALÓÐIR Á KJÓAVÖLLUM Garðabær lýsir eftir aðilum sem áhuga hafa á að sækja um lóðir undir hesthús á hesthúsasvæði Garðabæjar á Kjóavöllum. Árið 2008 var staðfest nýtt deiliskipulag sameiginlegrar hesthúsabyggðar Garðabæjar og Kópavogs að Kjóavöllum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 85 nýjum hesthúsalóðum í Garðabæ en fyrir eru 23 hesthús í Andvarahverfi. Reiknað er með að svæðið byggist upp í áföngum á næstu áratugum. Það ræðst af áhuga hvort um er að ræða úthlutanir lóða við götur í núverandi byggð eða nýjar götur í svokölluðu Rjúpnahæðarhverfi sem er á milli Andvarahverfis og Heimsendahverfis í Kópavogi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 15 húsum til viðbótar í Andvarahverfi og 70 húsum í Rjúpnahæðarhverfi. Lágmarksgatnagerðargjöld ákvarðast af stærð byggingarreita húsa á eftirfarandi hátt. • Lágmarksgatnagerðargjald af lóð fyrir 180 fm hús kr. 3.516.300 • Lágmarksgatnagerðargjald af lóð fyrir 240 fm hús kr. 4.688.400 • Lágmarksgatnagerðargjald af lóð fyrir 300 fm hús kr. 5.860.500 • Lágmarksgatnagerðargjald af lóð fyrir360 fm hús kr. 7.032.600 Gera má ráð fyrir að byggingarréttargjald verði sem nemur einu gatnagerðargjaldi. Ef niðurstaða áhugakönnunar verður jákvæð verður lóðum úthlutað til umsækjenda og gerður bindandi úthlutunarsamningur. Húsbyggjendum verður gert að ljúka við hús sín innan tilskilins tíma. Áhugasamir skulu kynna sér deiliskipulag hesthúsabyggðar að Kjóavöllum og samþykkt nr. 958 frá 1. október 2008 um hesthúsahverfi á Kjóavöllum í landi Kópavogs og Garðabæjar. Gögn eru aðgengileg á vef Garðabæjar. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um lóðir skulu fylla út eyðublað sem hægt er að nálgast á vef Garðabæjar og senda til Garðabæjar fyrir 20. febrúar 2009. Nánari upplýsingar eru á vef Garðabæjar og þær fást einnig hjá skipulagsstjóra Garðabæjar í síma: 525 8500. Fyrirvari: Uppbygging er háð því að hægt verði að byggja öll hús við eina götu. Bæjarstjórinn í Garðabæ GARÐATORGI 7 • SÍMI 525 8500 • GARDABAER.IS ÚTBOÐ GARÐATORGI 7 • SÍMI 525 8500 • GARDABAER.IS Garðabær, Veitur ohf, Gagnaveita Reykjavíkur og Míla ehf, óska í sameiningu eftir tilboðum í verkið Hagaflöt og Móaflöt í Garðabæ. Götur og veitur - Endurnýjun 2017. Verkið felst í endurnýjun á yfirborðsefnum utan akbrauta, endurnýjun núverandi veitukerfa og nýlagna Gagnaveitu Reykjavíkur í ofangreindum götum, auk endurnýjunar heimæða inni á lóðum. Helstu magntölur verksins eru : • Steyptur rennusteinn/kantsteinn 700 m • Steyptar gangstéttar 2600 m² • Malbikaðir fletir 900 m² • Þökulagðir fletir 1300 m² • Hellulagnir 400 m² • Holræsalagnir 1300 m • Jarðvinna vegna endurnýjunar vatnsveitu 1400 m • Hitaveitulagnir 1600 m • Strenglagnir - rafstrengir 4700 m • Ídráttarrör/fjölpípurör/einpípurör 12600 m Verkinu skal að fullu lokið þann 1. október 2017. Útboðsgögn á rafrænu formi verður hægt að sækja án endurgjalds á vef Garðabæjar, gardabaer.is, frá og með mánudeginum 6. febrúar n.k. Tilboðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7 í Garðabæ, eigi síðar en fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 11.00. Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ Þarftu að ráða starfsmann? RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -7 7 E C 1 C 2 9 -7 6 B 0 1 C 2 9 -7 5 7 4 1 C 2 9 -7 4 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.