Fréttablaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 20
Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frum­ kvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrir­ tæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjón­ ustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrir­ tækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands. Loftslagsmál ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsaloft­ tegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarð­ efnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað. Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrif­ uðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjón­ ustu. Í því felst að ferðaþjónustu­ fyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða rétt­ indi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferða­ menn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í sam­ starfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustu­ fyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra. Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með mark­ vissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhags­ legum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið. Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórn­ völd að setja fram skýra og spenn­ andi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórn­ sýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði sam­ félagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfis­ málum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Suðurlandsbraut 34 / S. 517 3900 Útsala Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleði­ tíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, móðursystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofur­ hetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spider­ man­stígvél. Jafnvel þótt ofurhetju­ kvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æski­ legar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast megin­ þema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofur­ hetjur eru í breyttri mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofur­ hetjubúning með viðbættum vöðv­ um, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika. Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sér­ staklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Vilj­ um við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofur­ hetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsess­ urnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á ösku­ daginn. Er það eitthvað skárri fyrir­ mynd? Hvað er þá til ráða? Erum við for­ eldrarnir gjörsamlega varnarlausir gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augn­ háralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari? Batman betri en Barbie? Árið 1944 kom út á ensku bókin Age of Extremes eftir Eric Hobsbawm. Bókin kom út í íslenskri þýðingu 1999 og var nefnd Öld öfganna, saga heimsins á 20. öld. Eric Hobsbawm fæddist í Alexandríu 1917 – á dögum breska heimsveldisins, en ólst upp í Vínar­ borg og Berlín. Hann var af gyðinga­ ættum og í Berlín varð hann vitni að valdatöku Hitlers 1933. Þá fluttist hann til Bretlands, las sagnfræði við King’s College í Cambridge, mótaðist af Marxisma og varð einn af stofn­ endum tímaritsins Past and Present 1952 sem hafði mikil áhrif á viðhorf í sagnfræði. Hobsbawm kenndi lengi sagnfræði við London University og voru einkunnarorð hans: „Hlutverk sagnfræðinga er að muna það sem aðrir gleyma.“ Tuttugasta öld er mesta framfara­ skeið í sögu mannkyns en um leið skeið mestu grimmdarverka sem sögur fara af, öld glundroða, örbyrgð­ ar og siðleysis, öld göfugra hugsjóna, menningarafreka og mikilla lífsgæða hjá hluta jarðarbúa en hungurs og dauða hjá íbúum þriðja heimsins. Öldin var einnig öld grimmdar­ verka og þjóðarmorða sem eiga sér fáar hliðstæður. Háð voru langvinn stríð þar sem drepnir voru mun fleiri óbreyttir borgarar, konur og börn, en hermenn. Öld andstæðna og grimmdar Nú er risin ný öld, sem margir bundu vonir við. Enn eru þó háð grimmileg stríð og réttur einstaklinga fyrir borð borinn. Fleiri eru nú á flótta undan harðrétti, rangsleitni og fátækt en nokkru sinni. Þá vekur tilhneiging í stjórnmálum meðal voldugustu þjóða heims ugg í brjósti, nú síðast framferði Trumps í Bandaríkjunum, og aukið fylgi öfgaflokka í Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki – að ekki sé talað um framferði Rússlands undir stjórn Pútíns en í því landi hefur misrétti og yfirgangur viðgengist frá ómunatíð. Alþýðulýðveldið Kína, þar sem býr fimmtungur jarðarbúa, er farið að haga sér í samræmi við reglur auðvaldsins, auk þess sem til­ hneiging til að leggja undir sig lönd og þjóðir hefur einkennt stjórnarhætti Kínverja lengi. Kenningar um frið og bræðralag Kristin trú, gyðingdómur og íslam, sem merkir „friður“, boða frið og bræðralag – frið á jörðu. Fimm reglur búddismans að góðu líferni kveða á um, að ekki skuli drepa, ekki stela og ekki ljúga, eins og í öðrum megin­ trúarbrögðum heimsins. Engu að síður standa samtök kristinna manna, gyðinga – að ekki sé talað um samtök múslíma – fyrir ofbeldi og manndráp­ um víða um heim, þótt alls staðar séu þar minnihlutahópar á ferð. Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar voru stofn­ aðar í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Markmið með stofnun þeirra var að varðveita frið og öryggi, efla vinsam­ lega sambúð þjóða byggða á virðingu fyrir jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og þjóða, koma á sam­ vinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannrétt­ indum án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. Sameinuðu þjóðirnar ráða ekki sjálfar yfir herliði og þurfa aðildar­ ríkin því að bjóða fram herlið og aðra aðstoð. Öryggisráðið mælir með aðgerðum til lausnar deilum milli ríkja – eða átökum innan ríkja og getur ákveðið að senda friðargæslulið á átakasvæði. Ráðið getur einnig falið ríkjum að beita þvingunaraðgerðum, efnahagslegum refsiaðgerðum eða gripið til sameiginlegra hernaðar­ aðgerða gegn árásaraðila. Neitunarvald Fimm ríki, sigurvegarar í síðari heims­ styrjöldinni, gegndu lykilhlutverki við stofnun Sameinuðu þjóðanna: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin. Höfundar sátt­ mála Sameinuðu þjóðanna gerðu ráð fyrir að þessi fimm ríki héldu áfram að tryggja frið í heiminum og fengu þær því fastasæti í Öryggis­ ráðinu. Auk þess var ákveðið að þau fengju neitunarvald í ráðinu, þannig að ef eitthvert þeirra greiddi atkvæði gegn tillögum um aðgerðir, gæti ráðið ekki samþykkt tillöguna. Þetta neit­ unarvald hefur verið gagnrýnt, enda reynst Akkillesarhæll í starfi sam­ takanna, og í tvo áratugi hefur verið reynt að finna leið til þess að höggva á þennan Gordíonshnút, en lítið hefur gengið, einkum vegna áhrifa frá vold­ ugum vopnasölum heimsins. Margir telja skipan í Öryggisráðið, valdamestu stofnun Sameinuðu þjóðanna, endurspegla úrelta heims­ mynd. M.a. hafi ríki Evrópu meiri völd en ríki annarra heimsálfa. Þriðjungur fulltrúa í Öryggisráðinu kemur frá Evrópu, enda þótt ríki þar séu aðeins fimmtungur aðildarríkjanna sem eru 193. Auk fastafulltrúa Kína í ráðinu eru aðeins tveir fulltrúar frá Asíu, kjörnir til tveggja ára. Ríki Afríku eiga engan fastafulltrúa en þrír full­ trúar eru kjörnir til tveggja ára. Afríka og Asía eiga því aðeins sex fulltrúa í Öryggisráðinu þótt ríki úr þessum heimsálfum séu helmingur aðildar­ ríkja Sameinuðu þjóðanna. Menning, listir og mannúð Þrátt fyrir misrétti, manndráp og ofbeldi blómstrar menning og listir um allan heim: myndlist, bók­ menntir, leiklist að ógleymdri tón­ list af ýmsu tagi. Auk þess vinna mannúðarsamtök og samtök sjálf­ boðaliða ómetanlegt starf. Þá hefur menntun aukist á öllum sviðum og tækni opnað nýjar leiðir í atvinnulífi, framleiðslu og tómstundum. Komin er fram tækni sem á eftir að leysa flest­ an þann vanda sem stafar af hlýnun jarðar, en hitasveiflur á jörðinni eru ekki nýtt fyrirbæri. Á Íslandi vex upp kynslóð sem er betur menntuð en nokkur fyrri kyn­ slóð á þessu kalda landi, sem var eitt fátækasta land í Evrópu fyrir einni öld en er nú meðal ríkustu þjóða heims. Því má segja að Ísland hafi ferðast þúsund ár á einni öld. Við lifum því enn á öld öfganna. Öld öfganna Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage mastersnemi í foreldrafræðslu og uppeldisráð- gjöf hjá Háskóla Íslands Tryggvi Gíslason fv. skólameistari Fyrirtæki í fararbroddi um samfélagsábyrgð Ketill Berg Magnússon framkvæmda- stjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja Erum við foreldrarnir gjör- samlega varnarlausir gegn þessari markaðssetningu? Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrir- tæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r20 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 0 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 9 -1 5 2 C 1 C 2 9 -1 3 F 0 1 C 2 9 -1 2 B 4 1 C 2 9 -1 1 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.