Fréttablaðið - 25.02.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 25.02.2017, Síða 6
Aðalfundur Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík 2017 verður haldinn í Setri, Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 2. mars kl. 18:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning í stjórn og nefndir 3. Önnur mál 4. Kvöldverður 5. Kristín Marja Baldursdóttir les úr bók sinni Svartalogn. Mjög áríðandi að tilkynna þátttöku í síma 545 0405, 570 4000 eða með tölvupósti: audur@redcross.is í síðasta lagi daginn fyrir fundardag. Stjórnin Dómsmál Kristján Viðar Júlíusson, Sævar Marinó Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Albert Klahn Skafta­ son og Guðjón Skarphéðinsson hafa fengið ósk sína uppfyllta um endur­ upptöku hæstaréttardóms frá árinu 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Beiðni Erlu Bolladóttur, Krist­ jáns Viðars og Sævars Marinós um endurupptöku um rangar sakargiftir var hafnað. „Það hefði komið mér mjög á óvart ef staðið hefði til að taka það upp aftur,“ segir Magnús Leopolds­ son, sem sat í einangrun í 105 daga sem saklaus maður vegna rangra sakargifta. „Það er ekkert grín að vera í algjörri einangrun í Síðumúla­ fangelsinu og fá ekki að fara undir bert loft. Þetta er svona næsti bær við að drepa mann.“ Magnús var einn fjögurra svo­ kallaðra klúbbmanna sem hafðir voru fyrir rangri sök og hnepptir í varðhald. Þetta hafi verið mjög erfið lífsreynsla og fylgt honum alla tíð síðan. „Ég held ég muni það rétt að sjö eða átta sinnum bar Erla mig röngum sökum auk þess sem Sævar og öll hin báru mig einnig röngum sökum,“ bætir Magnús við. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarp­ héðinssonar, segir niðurstöðu nefndarinnar að taka upp dóma er snúa að Guðmundi og Geirfinni rökrétta. Hins vegar segir hann erfitt að horfa upp á að Erla sé skilin eftir. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með að allt sem lýtur að manns­ hvörfunum er endurupptekið. Hins vegar er ég jafn ósáttur við þá niður­ stöðu nefndarinnar að ekki skuli endurupptekinn sá hluti málsins Dóttir Tryggva lofar hugrekki nefndar Fimm af sex sem dæmdir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fá mál sín endurupptekin fyrir dómstólum. Dómur Erlu Bolla- dóttur og þriggja annarra um rangar sakargiftir stendur óhaggaður. Kemur ekki á óvart, segir maður sem sat lengi saklaus í varðhaldi. Sævar Ciesielski er hér leiddur af lögreglumönnum er réttarhöldin í Guðmundar- og Geirfinnsmálum stóðu í Hæstarétti Íslands árið 1980. VÍSiSmynd/JenS AlexAnderSSon Börn Sævars Ciesielski. FréttABlAðið/ViHelm Börn Sævars Marinós Ciesielski, sem dæmdur var í ævilangt fangelsi fyrir að hafa orðið Guðmundi Einars- syni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974, sendu frá sér yfirlýsingu í gær. Þar fögnuðu þau niðurstöðu nefndarinnar og sögðu réttlætið sigra að lokum. „Við systkinin getum loksins fagnað því að mannorð þitt verður hreinsað,“ segir í yfirlýsingunni. „Við vildum óska þess að pabbi væri með okkur í dag en svo er því miður ekki. Allt frá því að við munum eftir okkur hafa þessi mál litað tilveru okkar. Það er ekki hægt að útskýra með orðum þá upplifun að hafa fæðst inn í þetta ranglæti.“ Síðasti spölurinn Guðjón Skarp- héðinsson var dæmdur í tíu ára fangelsi í Hæstarétti 1980. Hann segir þetta áfangasigur og að hann vonist eftir að Hæstiréttur sýkni alla aðila á komandi árum. „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Þetta hefur verið mér baggi á baki öll þessi ár meira og minna og ég hef aldrei staðið almennilega undir því að vera með þetta,“ segir Guðjón. „Ég reikna með því að þeir sem eftir eru geti verið keikari þegar og ef Hæstiréttur meðhöndlar þetta mál á þennan veg sem við svo sem ekki vitum reyndar.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkis- saksóknari í endurupptökumáli Guð- mundar- og Geirfinnsmálanna, segir niðurstöðu nefndarinnar ekki koma á óvart. Mikilvægt sé að fara vel yfir stöðuna og næstu skref í málinu. „Hafa ber í huga að ákvörðun endurupptökunefndarinnar er í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun. Því gæti farið svo að ákvörðun nefndarinnar um endurupptöku verði á einhvern hátt skotið til Hæstaréttar. Það er hins vegar mikilvægt að skoða málið í þaula,“ segir Davíð Þór. „Hver svo sem verður ríkissak- sóknari í málinu, ég eða einhver annar, mun þurfa að vega og meta fjölmörg atriði. Einnig gæti komið til greina hvort hægt væri að fella niður ákærur í einhverjum liðum. Ég ítreka hins vegar að ég hef ekki skoðað málið ofan í kjölinn en ríkissaksókn- ari mun þurfa þess á næstu vikum,“ bætir Davíð Þór við. Lúðvík Bergvinsson lögmaður hefur gætt hagsmuna Sævars Ciesi- elski og Tryggva Rúnars Leifssonar í endurupptökuferlinu. Hann segir að rannsaka þurfi málið frekar. „Að mínu mati tel ég mikilvægt að teknar séu skýrslur af þeim lögreglu- mönnum sem unnu við rannsókn málsins og komu að málinu,“ segir Lúðvík. „Það mun taka einhvern tíma en boltinn er nú hjá ákæru- valdinu. Hins vegar er ánægjulegt að á þessum tímapunkti sé komin þessi skýra afstaða um endurupptöku málsins.“ – sa Taka þarf skýrslur af lögreglumönnum davíð Þór Björg- vinsson, settur ríkissaksóknari í endurupptöku- málinu Börn Sævars segja mannorð hans hreinsað Framhald á bls 8 Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is ↣ Ég held ég muni það rétt að sjö eða átta sinnum bar Erla mig röngum sökum auk þess sem Sævar og öll hin báru mig einnig röngum sökum. Magnús Leopolds- son sem lýtur að röngum sakargiftum á hendur svokalluðum klúbbmeð­ limum,“ segir Ragnar. „Þetta er svo samtvinnað að það er ekki hægt að greina einn þátt út úr þessu og athuga hann sérstaklega.“ Í upphafi varnar sagði settur ríkis­ saksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, það skoðun sína að ekki væru skil­ yrði fyrir endurupptöku máls Erlu Bolladóttur. Ragnar bendir á að sak­ sóknari hafi skipt um skoðun í mál­ flutningi fyrir endurupptökunefnd og það sé bókað í fundargerð þess fundar. Það hafi sem sagt að end­ ingu verið afstaða ríkissaksóknara að einnig taka ætti upp mál Erlu. „Endurupptökunefnd nýtir sér hins vegar í röksemdum sínum upphaflegu afstöðu saksóknara og er það megingalli. Það hlýtur að skipta öllu máli hver afstaða ákæru­ valdsins er. Þegar ákæruvald fellst á endurupptöku er lítið hægt að gera annað en að fara að vilja þess,“ bætir Ragnar við. Kristín Anna, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, segir ánægjulegt að þessum áfanga sé loksins lokið en Tryggvi Rúnar lést árið 2011. „Þetta er mikið gleðiefni auðvitað. Nú er loksins komin einhver viður­ kenning á því að brotið var á þeim. Það er áfellisdómur yfir lögreglu og dómsvaldi þess tíma hvernig það hélt á málinu. Meðferðin á þessu fólki var ósanngjörn og óréttlát,“ segir Kristín Anna sem lofar störf endurupptökunefndarinnar. „Ég er mjög þakklát vinnu nefnd­ arinnar. Nefndin hefur legið yfir þessu í mörg ár og það hlýtur að hafa krafist hugrekkis að senda frá sér svona skýra afstöðu um endur­ upptöku. Það er aðdáunarvert og fyrir það ber að þakka,“ bætir Krist­ ín Anna við. Meðferðin á þessu fólki var ósanngjörn og óréttlát. Kristín Anna Tryggva- dóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -D F B 8 1 C 4 F -D E 7 C 1 C 4 F -D D 4 0 1 C 4 F -D C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.