Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 28
Árið 2012 greindi ríkis-fréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) frá því að fylgsni einhyrnings konungsins Tongm-yong frá því í fornöld hefði fundist. Mistúlkun á fréttinni varð til þess að fjölmiðlar víða um heim greindu frá því að KCNA héldi því fram að tekist hefði að sanna til- vist einhyrninga. Þótt sú mistúlkun sé hlægileg er hún ekki ótrúleg. Oftar en einu sinni hafa stórfurðulegar fréttir borist frá Norður-Kóreu. Til að mynda var því haldið fram um Kim Jong-il heitinn, leiðtoga ríkisins, að hann hefði verið besti golfari heims, gæti stýrt veðrinu og að hann kúkaði ekki. Norður-Kórea er lokað einræðis- ríki. Ekki er hægt að ferðast frjálst um landið og búa íbúar þess við afar skert tjáningar- og upplýsingafrelsi. Sam- kvæmt blaðamannasamtökunum Blaðamenn án landamæra njóta íbú- arnir minnsts frelsis allra. Þrátt fyrir að stjórnarskrá ríkisins kveði á um tjáningarfrelsi og fjöl- miðlafrelsi kemur ríkisstjórnin í veg fyrir að það ákvæði sé virt nema umrætt frelsi sé nýtt í að lofa ríkis- stjórnina og leiðtogann Kim Jong-un. Þeir sem brjóta gegn ríkinu eru sendir í vinnubúðir og fara foreldrar, afar og ömmur og börn viðkomandi með. Hér verður ekki greint frá öllum þeim þáttum norðurkóresks sam- félags sem kynni að vera lesendum Fréttablaðsins framandi, jafnvel ógn- vænlegt. Frekar er kafað í nýlegar, þýðingarmiklar fréttir sem hafa borist frá hinu einangraða einræðisríki. Bróðir leiðtogans myrtur Þrettánda þessa mánaðar var Kim Jong-nam myrtur á flugvelli í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu. Kim var hálfbróðir leiðtogans Jong-un. Til 2001 var búist við því að Jong- nam yrði leiðtogi ríkisins eftir fráfall Jong-il. Jong-nam hafði hins vegar ekki áhuga á því og féll úr náðinni hjá föður sínum eftir að hann var hand- tekinn í Disneyland í Tókýó, höfuð- borg Japans, fyrir að vera með falsað vegabréf. Morðið á Jong-nam hefur vakið upp fjölmargar spurningar. 28 ára kona var handtekin eftir að hún Bróðurmorð og innflutningsbann Norður-Kóreumenn fylgjast með útsendingu KCNA í fyrra þar sem tilkynnt var um að fyrsta vetnissprengjutilraun hersins hefði heppnast. NordiCphotos/AFp Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un. NordiCphotos/Getty heræfingar og fjöldafundir eru tíðir í Norður-Kóreu. Í janúar var fjöldafundur þar sem þúsundir söfnuðust saman til að hylla leiðtogann. NordiCphotos/AFp Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Furðufréttir berast enn frá Norður-Kór- eu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga rík- isins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. skekja Norður-Kóreu náðist á myndband þar sem hún sprautaði vökva framan í Jong-nam. Konan sagðist hafa verið að taka þátt í hrekk þar sem sprauta ætti vatni framan í fólk fyrir sjónvarps- þátt. Vatninu hafi hins vegar verið skipt út fyrir eitur. Yfirvöld í Malasíu hafa sagt norð- urkóreska ríkið koma í veg fyrir að krufning fari fram á líki Jong-nam. Hún fór hins vegar fram tveimur dögum eftir andlát hans. Norður-Kóreumenn hafa neitað því að bera ábyrgð á morðinu og ásaka að auki Malasa um að falsa sönnunargögn svo það líti út fyrir að morðið hafi verið í pólitískum tilgangi. Samtök norðurkóreskra lögfræðinga hafa haldið því fram að Malasar beri mesta ábyrgð á morðinu þar sem glæpurinn hafi verið framinn í Kúala Lúmpúr. Samkvæmt frétt KCNA hafa yfirvöld í Suður-Kóreu einnig lagt á ráðin um að láta líta út fyrir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi fyrir- skipað morðið. Ljóst er að atvik sem þetta verð- ur ekki til þess að bæta sambönd Norður-Kóreumanna við nágranna- lönd sín. Kínverjar fjarlægjast Efnahagur Norður-Kóreu stendur ekki styrkum fótum. Verg lands- framleiðsla á mann er um 196 þús- und krónur á ári. Samsvarandi tala á Íslandi er um 6,3 milljónir króna. Það voru því afar slæm tíðindi sem bárust Norður-Kóreumönnum síðasta laugardag er helsta við- skiptaríki þeirra, Kína, tilkynnti um innflutningsbann á norðurkór- eskum kolum. Kínverjar flytja inn 63 prósent norðurkóresks varnings og eru kol stór hluti þeirrar tölu. Kínverjar eru einnig helstu póli- tísku bandamenn Norður-Kóreu- manna. KCNA segir að nágrannaríki vinni nú með óvinum Norður-Kóreu að því að rífa niður norðurkóreska samfélagsgerð. Nágrannaríkið er augljóslega Kína. „Þetta ríki, sem telur sig stórveldi, dansar við söng Bandaríkjanna á meðan það ver sína grimmi- legu hegðun með því að segja að aðgerðum þess sé ekki ætlað að hafa neikvæð áhrif á líf Norður- Kóreumanna heldur til að halda kjarnorkuáætlun þeirra í skefjum.“ Vísað er til þess að nágrannaríkið þykist vera vinur Norður-Kóreu en taki ómannúðlegar ákvarðanir um að loka á milliríkjaviðskipti undir yfirskini ólöglegra tilskipana Sam- einuðu þjóðanna. Nýi óvinurinn í vestri Nýr Bandaríkjaforseti, Donald Trump, getur ekki talist vinur norðurkóreskra stjórnvalda. Áður en Trump tók við embætti, þann 2. janúar, lýsti hann því yfir á Twitt- er að Norður-Kóreumönnum yrði ekki leyft að þróa kjarnorkuflaugar sem flogið geti milli heimsálfa. Þann 12. febrúar, stuttu eftir að Trump tók við embætti, var gerð eldflaugatilraun í Norður-Kóreu. Fjölmargar tilraunir fóru fram 2016. Þegar Trump bárust fréttir af til- rauninni var hann í sveitaklúbbi sínum í Flórída með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hlupu til þeirra aðstoðarmenn með skjöl, upplýsingar og síma. Í kjölfarið kepptust ýmsir við að fordæma eldflaugaskotið. Meðal annars öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Bæði Kína og Bandaríkin samþykktu þá yfirlýsingu. Í grein Josephs Torigian fyrir Washington Post fyrr í mánuðinum kemur fram að stuðningur Kínverja sé Norður-Kóreumönnum ekki allt. Norður-Kórea hafi lengi staðið af sér pressu Kínverja. Vísar Torigian til þess að Kínverjar hafi fyrirlitið fyrsta leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Il Sung, og þrýst á að honum yrði komið úr embætti. Norður-Kóreumenn stóðu þann þrýsting hins vegar af sér líkt og þeir hafa oft gert síðan þá. Óljóst verður að teljast hvort enn verri sambönd við nágrannaríkin og æ hrakandi efnahagur muni leiða til falls Norður-Kóreu. 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r28 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -E 4 A 8 1 C 4 F -E 3 6 C 1 C 4 F -E 2 3 0 1 C 4 F -E 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.