Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 98
Framboð í trúnaðarstöður FRV Samkvæmt 34. gr. laga Félags Rafeindavirkja skal fara fram kosning til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur verið ákveðinn til kl. 12 á hádegi 14.03.2017 Reykjavík 25. febrúar 2017 Stjórn Félags Rafeindavirkja Það eru dásamlegir strákar sem maður hefur verið að vinna með í gegnum tíðina í djassinum, enda er það gott fólk sem er í skapandi listum, en mér finnst líka gaman þegar ég fæ að vinna með öðrum konum. Það er önnur stemning og eykur á fjöl- breytnina,“ segir Sunna Gunnlaugs djasspíanisti sem hefur nú komið á laggirnar nýrri tónleikaröð undir titlinum Freyjujazz. Þar verða á ferð- inni vikulegir hádegistónleikar, alla þriðjudaga í hádeginu á Listasafni Íslands, þar sem að minnsta kosti ein kona verður alltaf á meðal flytjenda. Ný hugsun Sunna segir að það sé sorglegt að horfa upp á það að konum finnist erfitt að komast inn í geirann. „En ég held að það sé reyndar eins í kvik- myndum og fleiri greinum að það er eins og það sé aðeins erfiðara fyrir þær að komast inn. En svo eru samt líka ákveðnir kostir við að vera kona í djassi sem hafa gefist mér vel upp á að vekja athygli, fá umfjöllun og annað slíkt af því að við erum svo fáar. Ég er með tvær stelpur sem eru í hljóðfæranámi og ég fór að fylgjast með þeim í Skólahljómsveit Kópa- vogs, þar sem er unnið frábært starf, en þar voru svona 36 stelpur og sjö strákar á æfingunni. Þá hugsaði; ég hvað verður um þessar stelpur? Af hverju hætta þær? Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Þannig að mig langaði til þess að búa til einhvers konar platform þar sem að konur hefðu ákveðinn forgang inn. Líka til þess að hvetja til samvinnu á milli kynjanna og fá fólk til þess að hugsa eitthvað nýtt og nálgast verkefnin með öðrum hætti. Þá verður eitthvað nýtt og spennandi til.“ Smá kæruleysi En hvað heldur Sunna að sé helsta ástæðan þess að konur eru ekki jafn áberandi í þessum bransa? „Það er erfitt að segja. Kannski hefur það eitthvað með sjálfstraust að gera. Ég sé til að mynda hjá krökkum í tónlistarnámi að þær eru ekki eins frakkar að láta vaða og strákarnir. Það þarf alltaf allt að vera mjög pottþétt. Þær eru einhvern veginn ekki eins kærulausar og það getur verið að alveg ágætt að hafa smá kæruleysi í djassinum.“ En var erfitt að fá konur til þess að koma að þessari nýju tónleika- röð? „Nei, í rauninni ekki. Þær voru allar mjög kátar með þetta og alveg meira en tilbúnar að taka þátt. Nú er ég búin að bóka tvo mánuði og svo ætlum við að sjá hvernig þetta fer af stað en vonandi verður þetta áfram. En núna er ég aðallega spennt fyrir fyrstu tónleikunum á þriðjudaginn því ég veit að þeir verða alveg hrikalega skemmti- legir.“ Fjölbreyttir stílar Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, fiðlu- og básúnuleikari, ætlar að ríða á vaðið á Freyjujazzinum ásamt þeim Ásgeir Ásgeirssyni á gítar og Þórði Högnasyni á kontrabassa. Tríóið leikur tónlist frá Brasilíu en Sigrún þekkir djassinn þar um slóðir öðrum Íslendingum betur en hún hefur sérhæft sig talsvert í brasilískri tónlist. Það sem vekur þó ekki síður eftirtekt er að Sig- rún leikur á bæði fiðlu og básúnu. „Já, það gerðist bara. En ég er ekki sú eina, ég held að við séum þrjú í heiminum, hin tvö eru í New York.“ En skyldi Sigrún hallast að því að það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að ekki eru fleiri stelpur í djass- inum? „Ég vil nú frekar vera jákvæð en reið en kannski er þetta bara eins og í öðrum starfsgreinum þar sem myndast einhver ákveðin hefð. Þannig að stundum hef ég upplifað þetta aðeins eins og ég hafi villst inn á karlaklósettið,“ segir Sigrún og hlær. „En ég held að þetta sé nú blessunarlega að breytast eins og svo margt í samfélaginu. Fyrir mig þá er hefur líka verið mikilvægt og hvatning að hafa frábærar fyrir- myndir.“ Sigrún fór til Hollands þar sem hún valdi nám í brasilísku deildinni og í framhaldi af því ákvað hún að fara til Brasilíu. Var í skóla í Sao Paulo, bjó í Ríó þar sem hún kenndi í skóla sem heitir Favella Brass. „Þetta gekk allt gríðarlega vel og ég hef meira að segja fengið atvinnu- tilboð frá Brasilíu sem gekk því miður ekki upp vegna dvalarleyfis. En ég var mjög heppin að kynnast þessu og á þriðjudaginn ætlum við að miðla þessu. Það er ekki bara samba og ekki bara djass eins og við þekkjum hann því það er til svo miklu meira. Það verða þarna stílar eins og choro, afoxé og baião. Auk þess eru þetta frábærir strákar sem verða að spila þarna með mér þannig að þetta verður alveg rosa- lega gaman.“ Ágætt að hafa smá kæruleysi í djassinum Sunna Gunnlaugs djasspíanisti hefur sett á laggirnar nýja tónleikaröð þar sem konur í djassi verða í öndvegi. Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, fiðlu- og básúnuleikari, ríður á vaðið með tríó sitt á þriðjudaginn. Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Sunna Gunnlaugs í Listasafni Íslands þar sem tónleikaröðin Freyjujazz, þar sem að minnsta kosti ein kona verður alltaf að djassa, verður starfrækt í hádeginu alla þriðjudaga á næstunni. FréttabLaðið/ViLheLm En éG hEld að þEtta Sé nú blESSunar- lEGa að brEytaSt EinS oG Svo marGt í SamfélaGinu. TónlisT sinfóníutónleikar HHHHH Verk eftir Dvorák, Rakhmanínov og Beethoven. einleikari: Stephen Hough. Stjórnandi: Jun Märkl. eldborg í hörpu Fimmtudaginn 23. febrúar Í einni kvikmyndinni um mann- ætuna Hannibal Lecter er hann staddur á sinfóníutónleikum. Hann er fagurkeri og nýtur tónlistarinn- ar. En svo fer einn flautuleikarinn að fara í taugarnar á honum. Flautu- leikarinn spilar illa og skemmir heildarsvipinn. Hannibal situr því fyrir honum og étur hann. Eins gott var að Hannibal var ekki á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undri stjórn Jun Märkl á fimmtudagskvöldið. Þar var vel leikið, en þó voru málmblásarar, og einstaka tréblásarar sem spil- uðu klunnalega og eyðilögðu fyrir hinum. Ekki síst frábærum píanó- leikara, Stephen Hough. Kaflar í Rapsódíu Rakhmanínovs um stef eftir Paganini voru þannig að það fór um mann. Einn þeirra er sér- lega viðkvæmur og blásurunum tókst næstum að eyðileggja hann. Fjórir Slavneskir dansar eftir Dvo- rák komu líka skringilega út. Málm- blásturinn er áberandi í dönsunum og hann hljómaði eins og hjá annars flokks lúðrasveit. Þetta er synd, því margt var ágæt- lega gert á tónleikunum, og sumt var frábært. Stephen Hough var magn- aður í einleiknum í Rakhmanínov. Verkið er skemmtilegt, aðalefni- viðurinn er 24. kaprísa Paganinis. Hann var svo flinkur fiðluleikari að hjátrúarfull alþýða þeirra tíma trúði að hann hefði gert samning við djöfulinn. Makt myrkranna svífur því yfir vötnum í tónlistinni. Þar munar mest um stef sem er mjög veigamikið, Dies irae. Það er gamall sálmur um dómsdag úr kaþólsku sálumessunni. Stefið er einstaklega áhrifaríkt og hefur oft verið notað í kvikmyndum. Það var t.d. titillag þáttaraðarinnar Ófærð og er spilað í upphafi hryllingsmyndarinnar The Shining. Rakhmanínov notar það með góðum árangri. Rapsódían er orðin nokkuð útjöskuð, og því var ánægjulegt að upplifa hversu fersk túlkun píanó- leikarans var. Hann gaf sér óvana- lega mikinn tíma án þess að vera tilgerðarlegur. Hraðaval var sann- færandi og það var dýpt í leiknum sem er sjaldgæf. Fyrir bragðið var tónlistin yfirmáta spennandi, það var eins og að maður væri að heyra hana í fyrsta sinn. Eftir hlé var fjórða sinfónían eftir Beethoven á dagskránni. Hún heyr- ist ekki oft á tónleikum hér. Almennt eru sinfóníur tónskáldsins sem bera oddatölur vinsælli, enda mun öflugri tónsmíðar. Hetjusinfónían er nr. 3, Örlagasinfónían nr. 5, sú sjöunda er stórbrotin og þá níundu þekkja allir. Það er eins og að Beethoven hafi þurft að hvíla sig á milli þessara risavöxnu verka og samið einskonar diet-sinfóníur í staðinn. Við hliðina á oddatölu sinfóníunum er sú fjórða einmitt fremur mögur, og hljóm- sveitinni tókst aldrei að gera neitt bitastætt úr henni. Þetta er stílhreint verk sem einkennist af heiðríkju, en flutningurinn var ekki nógu fágaður til að tónlistin kæmist almennilega á flug. Hnökrar í málmblæstrinum voru til vansa og heildarhljómurinn var nokkuð hrjúfur. Stundum er sagt að Guð sé í smáatriðunum; það á sérstaklega við hér. Fínleg blæbrigði voru ekki nægilega vel útfærð. Því var túlkunin hvorki fugl né fiskur, og allra síst eitthvað háleitt eða guð- dómlegt. Jónas Sen niðuRsTaða: Hljómsveitin var mistæk, en einleikurinn framúrskarandi. Diet-sinfónía og makt myrkranna Stephen hough lék af snilld á tón- leikum Sinfóníunnar á fimmtudags- kvöldið. myNd/hiroyuKi ito Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 5 . f e B R ú a R 2 0 1 7 l a u G a R D a G u R46 M e n n i n G ∙ f R É T T a B l a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 4 F -B 8 3 8 1 C 4 F -B 6 F C 1 C 4 F -B 5 C 0 1 C 4 F -B 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.