Fréttablaðið - 25.02.2017, Side 26

Fréttablaðið - 25.02.2017, Side 26
Leyfishafanámskeið fólks- og farmflutninga Með vísun til laga nr. 73/2001 gengst Samgöngustofa fyrir námskeiði fyrir fólks- og farmflutninga í Ökuskólanum í Mjódd 6. – 11. mars 2017 Þátttaka tilkynnist fyrir föstudaginn 3. mars til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-0300 Það var uppgangur og myndlistin í hávegum höfð þegar ég tók við árið 2007. Enginn kvart-aði og allir kátir. En þrátt fyrir það var í raun ekki verið að gera betur við safnið og það var ekkert í farvatninu,“ segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Lista- safns Íslands frá árinu 2007, en hann lætur af störfum um næstu mánaða- mót. „Það er synd að segja en ári áður en ég tók við þá kom út mikil skýrsla um geymslumál opinberra safna og þar var mikill barlómur. Ráðuneytið fékk alla til þess að taka sameigin- lega á þessu máli en þrátt fyrir það þá gerðist ekkert. Menn bara skelltu skollaeyrum við þessu og litu á þetta sem eitthvert lúxusvandamál sem væri nú ekki ástæða til þess að sinna. En nú liggja þessi verðmæti þannig að þau eru einfaldlega í stórhættu og hafa verið lengi. Eitt fyrsta skipti sem ég kom í ráðuneytið, eftir að ég varð safnstjóri, þá nefndi ég þetta og þá var mér tjáð að við svo búið mætti ekki standa og menn ætluðu sér að bretta um ermarnar en það hefur reynst þrautin þyngri.“ Pólitískt skilningsleysi Geymslumálum safnsins er þannig háttað að rýmisverkin eru í geymslu inni í Laugarnesi en málverkin að stærstum hluta í kjallara undir skrif- stofuhúsnæðinu við Laufásveg. Þar eru vatnslagnarör í lofti og því þarf ekki meira út af að bera en eitt sprungið rör til þess að gríðarleg menningarverðmæti verði fyrir óbætanlegu tjóni. Halldór Björn segir að þrátt fyrir það hafi honum í kjölfar efnahagshrunsins einfaldlega verið sagt að bíða. „En það sem mér finnst vandræðalegast í þessu öllu er þegar maður spyr hvernig eigi að taka á vanda safnsins, hvort heldur sem er varðandi geymslumálin eða sýningarrýmið, þá eru engin svör. Það er engin sýn til staðar í ráðuneytinu. Því miður. Þetta held ég að hái stofn- unum eins og Listasafninu og að þetta í raun eitri út frá sér á meðal almennra starfsmanna safnsins. Það er svo erfitt að hafa enga framtíðarsýn.“ Halldór Björn hefur á orði að viðhorfið gagnvart Listasafninu í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu sé í raun að safnið sé aðeins þjónustu- og varðveisluaðili en að stofnun á borð við listasafn geti ómögulega skilað einhverju til baka til samfélagsins. „Það er allt lagt upp úr því að einungis fræðsla og kynning skili sér til samfélagsins en að fjár- hagslegur eða stórmenningarlegur ávinningur geti verið til staðar er ekki til í þessum kokkabókum stjórnmála og stjórnsýslu á Íslandi.“ Engin mörk, engin stefna Þjóðarlistasöfn eru nánast án undan- tekninga þannig búin að hafa sýning- arsali þar sem listarfur viðkomandi þjóðar er til sýnis en slíkt hefur ekki enn gengið eftir hjá Listasafni Íslands. Halldór segir að það sé hverri þjóð mikilvægt að hafa aðgengi að þessum menningarverðmætum en það hafi enn ekki heppnast að fá viðurkenn- ingu á því. „Ég byrjaði að berjast fyrir þessu fljótlega eftir að ég settist í stólinn. Þá hitti ég gamlan hauk í ferðamennskunni, Hörð Erlingsson menningu landsins í gegnum söfnin og ég sagðist berjast fyrir þessu ef ég mögulega gæti. En svo kom það 2010 þegar farið var að viðra þessa hugmynd að taka Þjóðmenningarhúsið undir stóra sýningu á menningararfinum. Þetta tók tímana tvenna og sýningin Sjónarhorn sem var opnuð 2015 var útkoman. Hún er reyndar ekki bundin við listasöguna heldur snýst um sjónrænan arf þjóðarinnar. Það er þarna ákveðið vandamál sem má rekja aftur til þess að Þjóðminjasafnið tók að sér að varðveita allt sem er gamalt, gamlar altaristöflur, líkneski frá miðöldum og fleira en þegar kom að Listasafninu var því fengið meira hlutverk með nítjándu en þó mest tuttugustu öldinni. Það voru þó aldrei sett skýr mörk eða stefna sem sannast svo best á því að Þjóðminjasafnið er ekki með listfræðing á sínum snærum og prófílerar sig ekki sem listasafn. En ég verð að segja það að það var mikið afrek að koma sýningunni Sjónar- horni á laggirnar. Í fyrsta skipti tókst að koma Þjóðminjasafninu, Þjóð- skjalasafninu, Listasafninu, Árna- stofnun, Náttúruminjasafninu og Þjóðarbókhlöðunni til þess að sam- einast um að skapa þessa sjónrænu sýningu. Þetta er afrek út af fyrir sig.“ Is this all? Aðspurður hvernig Halldór Björn upplifi þessi tíu ár sem hann hefur starfað sem safnstjóri Listasafns Íslands þá segir hann að það sé nú ekki endilega beiskur bikar. „Við erum búin að gera fullt af hlutum sem er gaman að hugsa til þegar litið er til baka. En það setur strik í reikninginn að húsið hér við Fríkirkjuveg er í raun löngu sprungið. Það er ekki nema fjórir til fimm salir og stundum heyri ég útlendu gestina spyrja: „Is this all?“ Það stingur og svíður undan slíku. Það er hörmulegt til þess að vita þegar safneign- in er skoðuð að hún er að nálgast tólf þúsund muni en aðeins brot af þessu er hægt að sýna, annað liggur enda- laust í geymslum. Ég hef verið að reyna að berjast. Ég fór þá leið að ég valdi safn á Norðurlönd- unum sem fyrirmyndar- safn sem við ættum að setja okkur sem viðmið með það að markmiði að nálgast í gæðum. Það er ARoS í Árósum sem er frábært safn en það þjónustar einmitt svipaðan mannfjölda og okkur er ætlað að sinna. Við þjónum hins vegar marg- falt fleiri ferðamönnum en það er ekki tekið tillit til þess – því miður. Nú er svo komið að meirihluti gesta eru erlendir ferðamenna og á sumrin er það mikill meirihluti.“ Halldór Björn segir að safnið hafi lengi notið þess hversu frá- bæru starfsliði það hefur á að skipa. „Það er reyndar allt of fámennt og til að mynda hefur fræðsludeildin eiginlega legið á einni manneskju í gegnum tíðina þó svo nú hafi bæst aðeins í varðandi kynningar og slíkt. Þetta hefur gengið furðanlega vel en ég verð að játa að við náum ekki að sinna fræðsluhlutverki okkar með viðlíka hætti og gert er í nágranna- löndum okkar. Langt í frá. Ástandið er svo jafnvel enn verra þegar kemur að rannsóknum sem hafa lengi setið á hakanum. Frá því fyrir minn dag hér þá höfum við verið að berjast fyrir rannsóknarstöðu en hún er ekki enn þá komin. Þetta er ekki gott.“ Öll ljós slökkt Halldóri Birni er hugleikið það umhverfi sem menning og listir búa við innan stjórnsýslunnar. Hann seg- ist telja að það sé sitthvað til í þeirri kenningu að samlíf mennta- og menningar- mála í einu ráðuneyti standi menningu og listum fyrir þrifum. „Það er vandræða- legt að segja það en það eru sífellt fleiri sem hafa nefnt það við mig að okkur vantar bakland og ráðuneytið vant- ar í raun líka bakland. Það er eins og samfélagið bakki ekki ráðuneytið upp með sama hætti og t.d. bændur og sjávarútvegurinn er á bak við sitt ráðuneyti. Við eigum engan hauk í horni í stjórn- sýslunni. Við Íslendingar erum soldið fyrir að göslast bara áfram í þessum efnum og mér finnst stundum eins og það sé örlítill Trump í okkur þar sem við metum ekki menntun og færni að verðleikum. „I love the un- educated!“ sagði Trump og við eigum þetta soldið til,“ segir Halldór Björn og hlær við tilhugsunina. „Það örlar enn á fordómum gagn- vart menntun í listum og listfræðum. Sumir virðast enn halda að þetta snú- ist um fínar frúr og sjá fyrir sér Gissur gullrass og frú Rassmínu að reyna að draga hann á Wagner-sýningar en hann vill bara fara að spila við strák- ana í bakherberginu. Þessi ranghug- mynd er föst í okkur sem er synd og Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, lætur af störfum um næstu mánaðamót eftir farsælan áratug í sögu safnsins. FRéttaBLaðIð/StEFán Öll ljós slökkt Halldór Björn Runólfsson lætur senn af störfum sem safnstjóri Listasafns Íslands. Hann segir að enn örli á fordómum í garð myndlistar á Íslandi og að talsvert skorti á skilning og stuðning innan úr stjórnsýslunni. nánar tiltekið, og hann sagði við mig að það vantaði meira af söfnum þar sem fólk dvelur. Fólk getur komið og kíkir ekki bara inn og rýkur svo út. Hann sagðist vera með marga gesti, einkum frá Þýskalandi, sem vilja ein- mitt þetta. Vilja dvelja og kynnast Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Við erum búin að gera fullt af hlutum sem er gaman að hugsa til þegar litið er til baka. 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r26 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -F 8 6 8 1 C 4 F -F 7 2 C 1 C 4 F -F 5 F 0 1 C 4 F -F 4 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.