Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 36
„Við veltum aðeins fyrir okkur hvað við vildum gera á afmælinu og ákváðum að gera eitthvað fyrir okkur sjálfa, eitthvað sem okkur finnst ögrandi og skemmtilegt,“ segir Sigurður Flosason, saxó- fónleikari. „Við spilum mjög fjöl- breytta tónleika og snertum á alls konar tónlist en fannst við hæfi að skoða við þetta tilefni hvað er að gerast í bigband tónlist í dag og reyna okkur við það.“ Stórsveit Reykjavíkur hélt sína fyrstu æfingu 17. febrúar 1992 undir stjórn Sæbjarnar Jónsson- ar. Síðan þá hefur hljómsveitin markað sér tryggan sess í menn- ingarlífi þjóðarinnar með reglu- legu og fjölbreyttu tónleikahaldi og meðal annars getið sér gott orð fyrir skemmtilega og frumlega sviðsframkomu. „Við settum okkur markmið fyrir nokkrum árum og þau eru meðal annars að flytja bæði klassíska og nýja tónlist, að flytja bæði alvarlegri og léttari tónlist, skemmta börnum og eldri borgurum og starfa með tónlist- armönnum úr öðrum geirum. Við höldum 7-8 tónleika á ári, flesta í Hörpu en þar hefur hljómsveit- in fast aðsetur. Alls eru þetta um 200 tónleikar.“ Hann segir hljóm- sveitina líta á sig sem þjóðarhljóm- sveit hryngeirans í íslenskri tón- list. Hljómsveitin hefur ekki fast- an stjórnanda eftir að Sæbjörn lést árið 1999 en ýmist stjórna erlendir gestir eða fremstu menn í íslenska djassheiminum. „Þetta er í raun félag átján einstaklinga, einn fyrir hvern stól sem rekur sig sjálft og stendur fyrir listrænum viðburð- um af miklum metnaði en nokkrum vanefnum fjárhagslega,“ segir Sig- urður. „Það eru ekki mjög marg- ir eftir af upprunalegum stofn- félögum, ég held að það sé bara Jóel Pálsson sem hefur verið allan tímann en hann hefur líka tekið sér námshlé. Þetta er samt þétt- ur kjarni og þeir sem eru í sveit- inni halda saman,eiginlega eins og rokkhljómsveit.“ Þess má geta að Stórsveitin hefur hlotið Íslensku tónlistaverðlaunin. undanfarin tvö ár fyrir geisladisk ársins í flokki djass- og blústónlistar. Þegar Sigurður er spurður hvers Stórsveitin óskar sér í afmælis- gjöf bendir hann á að staða sveit- arinnar sé óskýr fjárhagslega. „Við vinnum okkar störf fyrir afar lít- inn opinberan stuðning og það er mjög erfitt að reka svona stórt bat- terí á þeim forsendum. Við horfum stundum til sambærilegra hljóm- sveita og hópa á klassíska sviðinu og látum okkur dreyma um að vera í sambærilegri stöðu hvað varðar opinbera fjármögnun. Við erum eini svona hópurinn sem sinn- ir rytmíska sviðinu og fáum mun minni opinber framlög.“ Hann tekur fram að hann vilji alls ekki minnka framlög til annarra enda séu fæstir ofaldir sem starfa við flutning sígildrar og samtímatón- listar. „Við viljum alls ekki taka neitt frá neinum en langar að kom- ast lengra með okkar starfsemi og fá til þess aðstoð frá hinu opinbera. Stórsveitin hefur löngu sýnt að hún verðskuldar það, við höfum komist langt á okkar sviði, sinnum breið- um hópi og fjölbreyttum verkefn- um og náum þannig til stórs hluta þjóðarinnar. Á afmælum horf- ir fólk um öxl og veltir fyrir sér framtíðinni. Við erum stoltir af þeim árangri sem við höfum náð en vantar fjármagn til að geta tekið stærri skref. Það væri besta af- mælisgjöfin.“ Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 sigurður flosason saxófónleikari hlakkar til tónleikanna í Kaldalóni seinnipartinn. mynd/anton brinK stórsveit reykjavíkur hefur haldið um 200 tónleika á 25 ára ferli og glatt Íslendinga mjög með fjölbreyttum tónlistarflutningi og skemmtilegri sviðsframkomu. Við erum eins og rokkhljómsVeit stórsveit reykjavíkur á 25 ára afmæli um þessar mundir og fagnar afmælistónleikum í Hörpu í dag kl. 16.00. Stjórnandi, höfundur tónlistar og einleikari verður þýski básúnuleikarinn Ansgar Striepens. brynhildur björnsdóttir brynhildur@365.is Þessi græna dásemd er sneisafull af hollustu. nordicphotos/getty Þessi þeytingur er ekki aðeins sér- lega góður heldur sneisafullur af hollum næringarefnum. Hann má bragðbæta með avókadói, banana eða döðlum, allt eftir því hvað er til í matarskápnum hverju sinni. 1/2 bolli mangó, frosið (fæst frosið í matvöruverslunum), meira ef vill 1 tsk. kókosolía eða hörfræolía 1 lúka grænkál eða spínat 1 bolli bláber nokkur jarðarber 3 glös möndlumjólk Allt sett í blandara og þeytt vel saman. Gott er að setja avókadó, banana eða döðlur saman við, ef vill. Einnig má setja ísmola saman við. Góður oG Grænn þeytinGurHef flutt starfsemi mína frá Garðatorgi að Síðumúla 15, 2. hæð. Allir nýir og ,,eldri” viðskiptavinir hjartanlega velkomnir. Ath. nýtt símanúmer 568 1412 JÓN HJALTALÍN GUNNLAUGSSON TANNLÆKNIR 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r2 f ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X Xf ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 5 0 -1 A F 8 1 C 5 0 -1 9 B C 1 C 5 0 -1 8 8 0 1 C 5 0 -1 7 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.