Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ella væri eðlilegt næsta skref að stofna fata- verslun ríkisins, matvöru- verslun ríkisins og þar fram eftir götunum. Valentínusardagur árið 1990. Staður: Höfuð-stöðvar NASA. Voyager 1, geimfar NASA, nálgast jaðar sólkerfis okkar. Það hefur lokið hlutverki sínu sem var að rannsaka Júpíter og Satúrnus. Nú á að slökkva á myndavélunum til að spara orku svo að farið megi sigla sem lengst út úr sólkerfinu. En það heyrast mótbárur. Carl Sagan, einn vísindamannanna að baki leiðangrinum, hefur árum saman grátbeðið yfirmenn sína um að beina myndavélunum að jörðinni og smella af. Þeir láta loks undan. Niðurstaðan er ein frægasta ljósmynd sem tekin hefur verið af Jörðinni en á henni birtist heimili okkar sem agnarsmár, fölblár depill umkringdur svartnætti himingeimsins. Breytt heimsmynd Á ný hafa fjarlægir deplar fangað hug okkar, að þessu sinni svartir skuggar á rauðri dvergstjörnu. Margir biðu spenntir eftir blaðamannafundi sem NASA boðaði til í vikunni. Var þar tilkynnt að fundist hefði sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina. Fljótandi vatn – skilyrði fyrir lífi – kann að vera á þremur þeirra. Á sama tíma og NASA tilkynnti með viðhöfn um hugsanlegt líf á öðrum hnöttum var stigið annað, öllu hljóðlátara, skref í átt að breyttri heimsmynd. Í vikunni sem leið var nýrri bók dreift í grunnskóla í Bretlandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir tvennt: 1) Lesefnið hafði þurft samþykki hæstaréttar landsins. 2) Það var fjármagnað gegnum hópfjármögn- unar-vefsíðu. Árið 2015 komst hæstiréttur í Bretlandi að þeirri niðurstöðu að þarlendum skólum bæri að breyta trúarbragðakennslu sinni. Samhliða því að fræða börn um mismunandi trúarbrögð væri þeim skylt að fjalla um lífsskoðanir sem byggðu á trúleysi. Í kjölfarið hóf Húmanistafélag Bretlands söfnun fyrir riti handa börnum þar sem fjallað er um veraldlegar lífs- skoðanir. Skólabörnum er nú kynntur afraksturinn. Á dánarbeði Hver erum við? Hvað erum við? Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Enn, við upphaf 21. aldar, einoka trúarbrögð stóru spurningarnar er varða tilvist mannsins. Svo föst erum við í þeim þankagangi að ekkert annað en blákalt til- gangsleysi sé að finna í efnisheiminum að hæstaréttar- dóm og hópfjármögnun þarf til svo að kynna megi börnum andstæður þess yfirnáttúrulega. Fyrrnefndur Carl Sagan, sem á Valentínusardaginn fyrir tuttugu og sjö árum tryggði okkur einstaka sýn á okkur sjálf með myndatöku úr Voyager 1 geimfarinu, var kunnur víða um heim fyrir að miðla uppgötvunum og aðferðum vísindanna á skiljanlegan hátt. Carl var jafnframt trúleysingi og barðist alla tíð gegn hindur- vitnum hvers konar. Carl lést árið 1996, aðeins 62 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við sjaldgæfan beinmergs- sjúkdóm. Að honum látnum var ekkja hans, rithöf- undurinn Ann Druyan, ítrekað spurð að því hvort Carl hefði bugast á dánarbeðinu og tekið trú í von um líf eftir dauðann. Ann svaraði með svo magnþrunginni en jarðbundinni ástarjátningu að frekari rök ætti ekki að þurfa fyrir ágæti – og réttmæti – veraldlegra lífsskoðana: „Carl mætti endalokum sínum af óbilandi hugrekki og leitaði aldrei huggunar í tálvonum. Það var sorglegt en við vissum að við sæjumst aldrei aftur. Ég veit að við munum aldrei verða saman aftur. En hið góða er að vegna þeirrar vissu gættum við þess öll þau tuttugu ár sem við áttum saman að vera meðvituð um hversu stutt og dýrmætt lífið er. Við gerðum aldrei lítið úr dauð- anum með því að láta eins og hann væri eitthvað annað en endalokin. Hvert einasta andartak lífs okkar – hver einasta stund sem við áttum saman – var kraftaverk. Ekki í þeim skilningi að um væri að ræða eitthvað óútskýranlegt eða yfirnáttúrulegt. Heldur vissum við að við nutum góðs af tilviljunum; að tilviljanirnar höfðu verið okkur örlátar, hliðhollar; að okkur tókst að finna hvort annað þrátt fyrir víðáttu alheimsins og býsn tímans … Það er það sem heldur mér gangandi, í því finn ég tilgang.“ Er ekki ástæða til að íslensk skólabörn, eins og þau bresku, eignist bók þar sem fjallað er um tilganginn í hinu efnislega, fegurðina í því rökrétta og mikilfeng- leika agnarsmás fölblás depils? Er alheimurinn ekki nóg? Þurfum við nokkuð meira? Ástarjátning í alheiminum #islenskaoperan · Miðasala: opera.is HRÍFANDI UPPLIFUN ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU SÍÐUSTU SÝNINGAR TRYGGIÐ YKKUR MIÐA „Fallegur samruni óperu og leikrits“ (JS/Fréttablaðið) Það er best að segja það strax að ég styð það að einka leyfi rík is ins til sölu á áfengi verði af numið. Ef frum varpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frum varpið fjall ar ekki bara um það. Það fel ur í sér stór aukið aðgengi að áfengi og þar stend ur hníf ur inn í kúnni.“ Þarna kemst Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, að kjarna málsins um áfengisfrumvarpið. Andstaða við frumvarpið er rökrétt af þeirri ástæðu að það feli í sér að okkur verði gert of auðvelt að nálgast áfengi. En Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ekki reynt að torvelda fólki aðgang að guðaveigum, með sína 50 sölustaði, netverslun og auglýsingar undir fölsku flaggi. Þvert á móti tryggir ÁTVR landsmönnum prýðilegt framboð á söluvarningi sínum, og raunar enn betra en í mörgum löndum sem þó hafa gefið áfengisverslun frjálsa. Sölustaðir ÁTVR eru umtalsvert fleiri en Bónus- verslanir í landinu og opnunartíminn er sambærilegur. Eru þar með ekki rökin um einkaleyfi ríkisins til sölu á áfengi einfaldlega fallin um sjálf sig? Andstæðingar frumvarpsins hafa heldur ekki haldið því sérstaklega á lofti að hér hefur fjöldi veitingastaða með vínveitingaleyfi margfaldast á skömmum tíma. Enginn hefur þó stungið upp á því að ríkið taki að sér rekstur öldurhúsa eða opni hverfisbari. Þeir þingmenn sem efast um frumvarpið ættu því með réttu, eins og Páll Magnússon, að horfa til þess sem snýst um framboð og aðgang almennings að áfengum drykkjum. Tilvist og framtíð ÁTVR er í því samhengi aukaatriði. Almennt er einhugur um að verslunar- rekstur sé einkaframtak. Ella væri eðlilegt næsta skref að stofna fataverslun ríkisins, matvöruverslun ríkisins og þar fram eftir götunum. Áfengi er skaðvaldur. Um það er ekki deilt. Bestu forvarnirnar eru upplýsingar og fræðsla, bæði innan heimilis og utan. Þar eru foreldrar og fyrirmyndir í lykil- hlutverki, en hlutverk ÁTVR er smátt. Sama gildir um auglýsingabann sem ekki heldur meðan hér gilda aðrar reglur en í nálægum löndum. Bannið gerir ekkert annað en að neyða auglýsendur til að beina viðskiptum sínum til útlanda, einkum til alþjóðlegra netrisa sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum meðan íslenskir miðlar þurfa að horfa í hverja einustu krónu. Tóbak er annar skaðvaldur, sem ríkið selur í heildsölu með einkaleyfi. Miklir sigrar hafa unnist í tóbaksvörn- um. Þar ráða fræðsla og upplýsingar mestu. En sigrarnir byggjast líka á því að tóbaki er ekki lengur haldið að fólki líkt og áður. Þó er það á boðstólum í matvöru- verslunum og söluturnum, sem þurfa að lúta ströngum skilyrðum. Þar hafa farið saman frelsi og ábyrgð. Af hverju skyldi annað eiga við um áfengið? Ummæli Steingríms J. Sigfússonar í umræðum um að afnema bjórbannið svokallaða hafa oft verið rifjuð upp. Hann spáði því að á landinu myndu rísa tugir ef ekki hundruð ölstofa sem myndu leiða af sér upplausn. Dæmi nú hver fyrir sig um spádómsgáfu þingmannsins. Um aðgengi 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r12 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð SKOÐUN 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -D A C 8 1 C 4 F -D 9 8 C 1 C 4 F -D 8 5 0 1 C 4 F -D 7 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.