Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 34
Þeim einkennum sem
sjúklingarnir fá svipar á
margan hátt til einkenna
við bráða kransæða-
stíflu.
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Hjartahnoð er framkvæmt með því að krjúpa við hlið einstaklingsins, leggja
þykkhönd hinnar handarinnar ofan á þá fyrri og læsa fingrunum saman.
Í hjartastoppi hættir hjartað að
dæla blóði til líkamans og heilans
annað hvort af því að það slær of
hratt og óreglulega eða af því að
það hefur stoppað. Ef einstakling-
ar fá enga meðferð eftir hjarta-
stopp verður heilinn fyrir skaða
eftir 4-6 mínútur. Einstakling-
urinn deyr nema viðstaddir hefji
endurlífgun. Hjartahnoð getur
viðhaldið blóðflæði þar til sérhæfð
aðstoð berst.
Rétt fyrstu viðbrögð geta skipt
sköpum fyrir horfur einstaklinga
sem fara í hjartastopp en þau eru
að kalla strax eftir aðstoð í Neyð-
arlínu (112) og hefja tafarlaust
hjartahnoð. Ekki er lögð áhersla
á munn við munn blástur fyrstu
mínútur eftir hjartastopp og ekki
þarf lengur að staðfesta púlsleysi
með þreifingu enda hefur komið
í ljós að slíkt er ekki áreiðanlegt
og getur tafið fyrir að endurlífg-
un sé hafin. Hjartahnoð er fram-
kvæmt með því að krjúpa við hlið
einstaklingsins, leggja þykkhönd
hinnar handarinnar ofan á þá
fyrri og læsa fingrunum saman.
Gæta þarf þess að axlirnar séu
beint yfir hnoðstað og hendur
séu á miðju bringubeini. Ýta á
bringubeini 4-5 cm niður í hverju
hnoði og ekki minna en 100 sinn-
um á mínútu. Halda skal áfram að
hnoða þar til sérhæfð aðstoð berst.
Sá sem veitir hjartahnoð finnur
að hann þreytist fljótt. Ef mögu-
leiki er á, er mælt með að skiptast
á að hnoða, á um tveggja mín-
útna fresti og með sem minnst-
um töfum, til þess að tryggja að
hjartahnoðið verði sem áhrifarík-
ast.
Í mörgum opinberum bygg-
ingum, líkamsræktarstöðvum,
íþróttahúsum og verslunarmið-
stöðvum eru sjálfvirk hjartastuð-
tæki. Gott að er að kynna sér hvar
slík tæki eru til staðar og hvar þau
eru geymd. Ef sjálfvirkt hjarta-
stuðstæki er nálægt á að sækja
það eins fljótt og hægt er. Sjálf-
virk hjartastuðtæki eru einföld í
notkun og getur nánast hver sem
er notað tækið með því að fylgja
leiðbeiningum þess. Hjartastuð-
tæki gefur ekki rafstuð nema
ástæða sé til. Rafstuð er heldur
ekki trygging fyrir því að hjart-
að byrji aftur að slá.
Nokkrir staðir, eins og Rauði
krossinn, bjóða upp á námskeið í
skyndihjálp og grunn endurlífg-
un fyrir almenning.
Þú gætir bjargað mannslífi
með kunnáttu í skyndihjálp og
endurlífgun. Auðvelt er að muna
rétt viðbrögð, með því að hafa í
huga orðin hringja og hnoða.
Einkenni kransæðastíflu
Stigun bráðra kransæðaheilkenna
fer eftir alvarleika þeirra en
vægasta formið er kallað hvikul
hjartaöng. Þá verður ekki drep í
hjartavöðvanum þrátt fyrir alvar-
leg einkenni eins og brjóstverk.
Næst er svokallað brátt hjarta-
drep en þá koma fram breyting-
ar á hjartalínuriti og ensím úr
hjartanu losna út í blóðið. Alvar-
legasta formið af bráða kransæða-
heilkenni er síðan skyndidauði en
þá hættir hjartað að slá. Í öllum
þessum tilvikum er um að ræða
skerðingu á blóðflæði til hjartans.
Brjóstverkur er helsta ein-
kenni á bráðum kransæðaheil-
kennum en birtingarmynd hans
getur verið mjög breytileg og
sumir fá jafnvel engan verk en
aðrir fá afar slæman verk og oft-
ast yfir miðjan brjóstkassann.
Sjúklingar með bráða kransæða-
heilkenni leita í flestum tilfell-
um á heilsugæslustöð eða sjúkra-
hús vegna brjóstverkja enda er
brjóstverkur helsta einkenni
kransæðastíflu. Verkurinn er oft-
ast mjög óþægilegur og er gjarn-
an lýst sem herpingi í bringunni,
seyðings- eða þyngslaverk yfir
brjóstkassann og oft leiðir verk-
urinn upp í axlirnar og handleggi
og upp í háls, kjálka eða tungu.
Verkurinn stendur yfir í 15 mín-
útur eða lengur.
Fyrirvari bráðs kransæðaheil-
kennis getur komið fram klukku-
stundum, dögum eða vikum fyrir
áfallið. Snemmkomin einkenni
áfalls eru endurteknir verkir
sem koma fram við líkamlega
áreynslu en láta undan í hvíld.
Brátt kransæðaheilkenni, byrjar
skyndilega og getur falið í sér
öll eða nokkur af eftirfarandi
einkennum:
l Brjóstverkur eða óþægindi, oft
lýst sem þrýstingur, herpingur
eða sviði.
l Leiðni frá brjóstkassa og út í
axlir, hendur, efra kviðarhol,
bak, háls eða kjálka.
l Ógleði eða uppköst.
l Meltingartruflanir.
l Andþyngsli.
l Svitakóf.
l Svimi eða yfirlið.
l Óeðlileg eða óútskýrð þreyta.
l Eirðarleysi eða kvíði.
Viðbrögð við brjóstverk:
l Hringja eftir hjálp, í 112.
l Láttu aðra í kringum þig vita
af einkennum þínum og líðan.
l Ekki fara afsíðis eða vera ein/
einn, vertu innan um aðra.
l Ekki keyra bíl á bráðamóttöku,
það setur þig og aðra í hættu ef
ástand þitt breytist skyndilega.
Hildur Rut Albertsdóttir og Bylgja
Kærnested, hjúkrunarfræðingar
Skyndihjálp getur skipt sköpum
Árangur endurlífgunar utan sjúkrahúss á Íslandi er góður í samanburði við önnur lönd. Hægt er að bjarga mannslífi með kunnáttu í
skyndihjálp og endurlífgun. Brjóstverkur er helsta einkenni á bráðum kransæðaheilkennum en birtingarmynd hans getur verið breytileg.
Japanar lýstu fyrstir manna sjúk-
dómi sem stundum hefur verið
kallaður „broken heart syndrome“
árið 1990. En skyldu Japanar vera
eitthvað sérstaklega tilfinninga-
næmir,“ spyr Þórdís Jóna Hrafn-
kelsdóttir hjartalæknir.
„Þeir töldu sjúkdóminn oftast
koma fram í kjölfarið á skyndilegu
andlegu áfalli eins og við fráfall
maka, náttúruhamfarir eða eitt-
hvað sambærilegt en nú er raun-
ar vitað að einnig góðar fréttir, til
dæmis að hljóta stóra lottóvinning-
inn, mikið líkamlegt álag eða jafn-
vel krefjandi lyfjameðferð getur
komið þessu af stað. Eins sést þetta
all oft í tengslum við önnur alvar-
leg veikindi. Japönsku læknarn-
ir nefndu þetta fyrirbæri „takot-
subo“ eftir gildrunni sem kolkrabb-
ar eru veiddir í, en hún er einhvers
konar sekkur. Hjartað verður
nefnilega oft eins og poki í laginu
þegar þetta gerist því hjartabrodd-
urinn dregst illa eða ekki saman og
efri hluti hjartahólfsins (vi. slegils)
dregst mjög mikið saman. Þá verð-
ur hjartað næstum eins og uppblás-
in blaðra og hefur sjúkdómurinn
líka verið kallaður „broddþenslu-
heilkenni“ á íslensku. Í nýlegri
umfjöllun í Speglinum á Rás 2 var
stungið upp á því að þetta fyrirbæri
yrði kallað „harmslegill“ með vísan
í að þetta gerist oft í tengslum við
mikla sorg.“
Meirihluti þeirra sem greinast
með broddþensluheilkenni eru að
sögn Þórdísar miðaldra eða eldri
konur, þótt sjúkdómurinn sé vissu-
lega þekktur hjá öðrum hópum. Af
hverju þetta virðist hlutfallslega
algengast hjá eldri konum er ekki
vitað.
„Þeim einkennum sem sjúkl-
ingarnir fá svipar á margan hátt
til einkenna við bráða kransæða-
stíflu; sár eða þungur verkur fyrir
brjósti, mæði, hjartsláttartruflanir.
Einnig getur hjartalínuritið bent til
kransæðastíflu. Kransæðamynda-
taka hjá sjúklingum með takotsubo
leiðir hins vegar í ljós að kransæð-
arnar eru allar opnar, sem ekki er
tilfellið við kransæðastífluna. Hér
er því miklu frekar um skyndi-
lega hjartabilun að ræða. Talið er
að 1-2% þeirra sem eru grunað-
ir um bráða kransæðastíflu séu
með broddþensluheilkenni en ekki
hjartadrep,“ upplýsir Þórdís.
Hún segir ekki almennilega
ljóst hvað veldur þessari skyndi-
legu hjartabilun. Læknar eru þó
sammála um að stresshormón eigi
hér stóran hlut að máli. „Svo virð-
ist sem hluti hjartavöðvans bregðist
við skyndilegri ofgnótt stresshorm-
óna með því að hreinlega lamast.
Þetta veldur því að hjartað pump-
ar ekki sem skyldi, sjúklingurinn
verður móður, fær jafnvel vatn í
lungun og hjartsláttartruflanir.“
Til að greina sjúkdóminn er
nauðsynlegt að gera kransæða-
myndatöku og útiloka að krans-
æðarnar séu stíflaðar, en grunur-
inn vaknar oftast vegna sérkenni-
legs útlits hjartans við ómskoðun
(sónar). „Í sumum tilfellum velja
menn einnig að gera segulómun af
hjartanu, en slík rannsókn getur
greint á milli broddþensluheil-
kennis og t.d. bólgusjúkdóms eða
örmyndunar í hjartavöðvanum af
öðrum orsökum. Ekki er til nein
sérhæfð meðferð við broddþenslu-
heilkenni, en mikilvægt er að fylgj-
ast vel með sjúklingunum og beita
viðeigandi hjartabilunarmeðferð.“
Að sögn Þórdísar jafna flest-
ir sjúklinganna sig fljótt. Í væg-
ustu tilfellunum jafnvel á nokkr-
um dögum. Í alvarlegri tilfellum er
hjartabilunin þó meira langdregin
og það geta jafnvel komið upp fylgi-
kvillar eins og heilaslag og alvar-
legar hjartsláttartruflanir hjá þeim
eru mest veikir. Lítill hluti þeirra
sem hafa fengið takotsubo veikist
aftur síðar á lífsleiðinni, en ekki
er til nein ákveðin fyrirbyggjandi
meðferð við sjúkdómnum.
Þórdís segir því ákveðin sann-
mæli að hjartað geti brostið úr sorg.
„Við getum þó flest tekið undir með
Stebba Hilmars og félögum í söngn-
um þeirra um brostna hjartað,
brosað út í annað og kannski stig-
ið nokkur létt dansspor, svona til að
létta okkur lundina.“
Þegar hjartað brestur úr sorg
„Ég hef skilið eftir brostið hjarta – ég hef skilið eftir opið sár …“ syngur Stefán Hilmarsson í laginu Brostið hjarta, enda dramatíkin gjarnan í
hávegum höfð í dægurlögum. Í flestum almennilegum ástarsögum eru hjörtun ýmist við að springa eða bresta þegar ástin svíkur.
Að sögn Þórdísar geta áföll og sorg leitt til broddþensluheilkennis eða harmslegils. Sömuleiðis góðar fréttir og líkamlegt álag.
Meirihluti þeirra sem greinast eru miðaldra eða eldri konur. MYND/ANTON BRINK
HjARTAMáNuðuR - GO RED Kynningarblað
25. febrúar 20174
2
5
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
4
_
K
N
ýt
t.
p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
5
0
-0
7
3
8
1
C
5
0
-0
5
F
C
1
C
5
0
-0
4
C
0
1
C
5
0
-0
3
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
1
2
s
_
2
4
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K