Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 24
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Nýtt Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐI APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐI APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST Strefen-5x10.indd 1 31/01/17 13:24 jafnhæf til að stýra fyrirtækjum og þessi karllæga slagsíða í stjórnunar- stöðum mun breytast,“ segir Heið- rún. „Eins og staðan er núna þá er fjár- magnið að mestu í höndum karl- manna. Eðli málsins samkvæmt vill eigandi stýra sínum fjárfestingum og þá, eftir atvikum, setjast í stjórn þess félags sem hann eða félag í hans eigu hefur fjárfest í. Þetta er að mínu viti ástæða kynjahalla í stjórnunar- stöðum. Þannig að við konur þurfum að eiga meira fjármagn. En það kemur. Ég hef meiri áhyggjur af því hvernig við erum farin að tala um konur sem ná framgangi í atvinnulífi og ég held að sú umræða sé komin til vegna kynjakvóta. Dæmin úr umræðunni eru mýmörg, en ég nefni til dæmis umræðuna í kringum mína ráðn- ingu til SFS. Maður hefur séð á ein- stökum miðlum vísanir í það að ég sé kona, ég sé ráðin þarna inn því sjávarútvegur hafi þurft að fara í gegnum andlitslyftingu. Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta. Mér finnst þetta svo ótrúleg umræða – og hún lýsir ekki neinu öðru en kvenfyrirlitningu. Það sem verra er, að þeir sem svona tala virðast ekki einu sinni átta sig á því að þessi skoðun þeirra hefur kviknað vegna tilvistar kynjakvóta. Á meðan kynjakvótar eru til staðar munu konur alltaf þurfa að sitja undir því þvaðri að konur komist til metorða vegna þess eins að þær eru konur. Það er sorglegt. Ég veit að ég var ekki valin í þetta starf því ég er kona, heldur vegna þess að ég er hæf til þess. Ég efast ekki um það í eina sekúndu.“ Nú á að leggja fram frumvarp um jafnlaunavottun. Þú ert í forsvari fyrir fullt af fyrirtækjum, hvað finnst þér um slíkar hugmyndir? „Ég er ekki að tala fyrir hönd samtakanna, en mín persónulega skoðun er sú að ég er mótfallin inngripi stjórnvalda. Fyrirtæki geta sjálf sett sér reglur og sótt um vottanir sem eru í boði, en það held ég að sé miklu vænlegri leið en lagasetning stjórnvalda. Þar fyrir utan hef ég enga trú á því að það sé kerfisbundin mismunun í launum milli karla og kvenna – að það sé ákvörðun stjórnenda í fyrir- tækjum að greiða konum lægri laun en körlum. Ég hef ekki enn séð þá rannsókn sem staðfestir að konu og karli í nákvæmlega sömu stöðu, með sömu reynslu, sömu manna- forráð og tímafjölda í vinnu sé mis- munað á grundvelli kynferðis.“ Vantar pung Er það þá tilviljun að svokallaðar kvennastéttir, séu almennt láglauna- stöður? Hjúkrunarfræðingar til að mynda? Leikskólakennarar? „Þessi störf sem þú nefnir eru á vegum ríkisins. Ef við ætlum að hækka laun eigum við að auka samkeppni – í þessum tilvikum í heilbrigðis- og menntakerfi. Þá er samkeppni um starfsfólkið líka. Ef einkaframtakið fær að spreyta sig þá trúi ég því að laun þessara stétta muni hækka,“ segir Heiðrún. „Og ég get verið alveg hrein- skilin með það, að mín per- sónulega reynsla er sú, eigandi margar vinkonur sem hafa farið í gegnum háskólanám, hafandi rætt við margar konur um kröfur þeirra í viðræðum við vinnuveitendur um kaup og kjör, þá finnst mér oft vanta dálítinn pung. Við krefjumst ekki þeirra launa sem við eigum skilið. Við verðleggjum okkur lægra en karlmenn án þess að nokkurt tilefni sé til þess. Þetta skil ég ekki. Það er eins og konur séu hræddari við að valda mögulegum vinnu- veitanda vonbrigðum. Það er galin hugsun, en hún er ótrúlega algeng. Við konur setjum fram lægri launa- kröfur en karlmenn og við erum ekki jafn harðar að krefjast fram- gangs. Við verðum að hætta að vera svona prúðar.“ Má bjóða þér hærri laun? Hún segir þörf á átaki í þessum efnum. „Stundum finnst mér eins og við höldum að hlutirnir komi upp í hendurnar á okkur. Ég get hins vegar sagt það með nokkurri vissu að það er enginn atvinnurekandi að fara boða þig á fund og segja: Heyrðu, má ekki bjóða þér hærri laun? Maður verður að fara þarna inn, kýla hlut- ina í gegn. Stundum er líka gott að hugsa að maður hafi engu að tapa, þegar maður er í svona samninga- viðræðum. Þá tekur maður frekar áhættu – pungurinn verður stærri,“ segir Heiðrún og hlær. „Ég fékk þessa ráðgjöf frá karl- manni einu sinni þegar ég var að hugsa um framgang í starfi: Það er enginn að fara að gefa þér neitt – þú verður að setja kröfuna fram. Ég hef alltaf haft þetta bakvið eyrað.“ Geirnegld við bryggjuna Heiðrún er fædd og uppalin á Skag- anum. Hún segir föðurfjölskyldu sína geirneglda á bryggjunni á Akra- nesi. Langafi hennar hóf útgerð árið 1923, afi hennar var skipstjóri og útgerðarmaður og pabbi hennar skipstjóri. „Ég er alin upp í þessu sjó- mannsumhverfi. Þannig kemur þessi væntumþykja í garð sjávarút- vegsins en líka að þekkja þessa hlið, að vera fjölskylda sjómanns. Ég er alin upp við það að pabbi er mikið í burtu. Mamma er auðvitað algjör nagli – hún ól upp þrjú börn og svona helminginn af árinu var hún eiginlega einstæð. Sjómennska er í hjarta mínu. Maður hefur upplifað sigra og sorg í þessu,“ segir Heiðrún, sem man eftir því um tíu ára gömul að hafa verið vakin að nóttu til, því verið var að flytja föður hennar slas- aðan í land. „Ég horfði á hann óþekkjanlegan. Það hafði komið brotsjór á skipið og það gekk yfir hann gluggi í brúnni. Þetta situr í manni, sjokkið að sjá pabba sinn með yfir 50 spor saumuð í andlitið. Þessa hættu leggja sjó- menn sig í og þess vegna ber ég svo ómælda virðingu fyrir þeim. Ég get því alveg viðurkennt að mér fannst sárt í þessu kjaraferli að sjá skoðanir nokkurra í kommentakerfum um að ég beri ekki virðingu fyrir sjó- mönnum eða sýni þeim hroka. Mér finnst ég hafa lagt mig fram við að sýna öllum sjónarmiðum virðingu. Því í hjarta mínu þykir mér ótrúlega vænt um sjómenn. En bakgrunnur minn kom sér vel í þessu ferli. Pabbi var líklega minn besti ráðgjafi í gegnum þetta. Við áttum ófá sam- tölin í gegnum allt saman – og við tókumst á um nokkur málefni. Frá honum fékk ég reynslu sjómanns- ins beint í æð. Ég held að það hafi komið sér ótrúlega vel.“ Tvinnar saman pólitík og lögfræði Heiðrún Lind er, eins og áður kom fram, lögfræðingur að mennt. Hún var meðeigandi á lögmannstofunni LEX. Hins vegar kom að því, eftir tíu ár, að breyta um starfsvettvang. „Ég hugsaði, ég er búin að vera í þessu í 10 ár, ég á 30 ár eftir á vinnu- markaði, er ég komin hingað til að deyja?“ segir Heiðrún, og hlær. „Mig langaði að gera annað – og þá eitthvað allt annað. Svo kemur þetta starfstilboð til nokkuð óvænt. Það má segja að ég hafi strax verið hrifin af hugmyndinni. Ég hef verið nokkuð dugleg við að tjá skoðanir mínar á því hvernig samfélagi ég vil búa í og þetta starf tvinnar því saman tvö stór áhugamál, pólitík og lögfræði.“ Leið ekki vel í Valhöll Hún fann ástríðu sinni fyrir pólitík hins vegar ekki farveg innan veggja Valhallar. „Ég var í stjórn Heimdallar og bauð mig einu sinni fram til for- manns. Svo var ég kosningastjóri Gísla Marteins í prófkjöri, þegar hann bauð sig fram sem oddvita í Sjálfstæðisflokknum. Það var örugglega eitt stærsta prófkjör sem haldið hefur verið í borginni og þá kynntist ég aðeins hvernig hlutirnir virka bakvið tjöldin. Umræðan, niðurrifið og allt þetta skítlega við pólitík. Ég hugsaði þá: Ég ætla aldrei að setja mig eða fjölskyldu mína í þessar aðstæður. Síðan hef ég, þegar hefur verið ýtt á mig, alltaf sagt: Ég hef lítinn áhuga á að standa á þinginu og blaðra. Ég held að maður geti haft jafn mikil áhrif með að tjá sig með málefnalegum hætti opinber- lega og hef sett minn áhuga á pólitík í þann farveg. Margir kollegar mínir úr lögmanns- stétt eru mjög uppteknir af því að halda í hlutleysið. Þeir vilja ekki tjá skoðanir sínar á málefnum sam- félagsins. Mér finnst það miður, því lögmenn geta sannanlega lagt gott til umræðunnar um það hvernig lögin ættu að vera. En þetta er auð- vitað bara ákvörðun hvers einstaklings og ég virði hana. Ég vildi hins vegar tjá skoðanir mínar, í þeirri von að ég geti lagt gott til sam- félagsins og þróun þess til lengri tíma,“ útskýrir hún. „Mínir viðskiptavinir vissu þá bara hverjar mínar skoðanir væru og ég gat ekki skynjað að það hafi haft áhrif á þá, hvort held- ur þeir kæmu frá hægri eða vinstri. Fólk treysti því að ég ynni faglega. Ég er þess vegna þeirrar skoð- unar að fleiri lögmenn eigi að tjá sig á opinberum vett- vangi – því ef einhverjir ættu að hafa skoðun á lögunum, eru það þeir.“ En sérðu fyrir þér að endast í þessu starfi? Togar lögmennsk- an ekkert í þig aftur? „Ég er svo nýkomin inn að ég er ekkert að hugsa um það á þessu stigi. Ég veit í það minnsta að ég mun ólíklega toppa forvera minn í LÍÚ, Kristján Ragnarsson, sem var 37 ár í þessu starfi – fólk mun vonandi sjá mig hverfa af þessum vettvangi fyrir þann tíma,“ segir Heiðrún að lokum, létt í bragði. „Við konur þurfum að eiga meira fjármagn. En það kemur,“ segir Heiðrún Lind Mar- teinsdóttir um ójafna stöðu kvenna og karla í atvinnulífinu. FréTTabLaðið/STEFán Ég veit að Ég var ekki valin í þetta starf því Ég er kona, heldur vegna þess að Ég er hæf til þess. Ég efast ekki um það í eina sekúndu. 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r24 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 4 F -F D 5 8 1 C 4 F -F C 1 C 1 C 4 F -F A E 0 1 C 4 F -F 9 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.