Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 25.02.2017, Blaðsíða 96
Við Karólína erum búnar að vinna lengi saman, alveg frá 2001, þá gaf ég út geisla-disk með lögum og ljóðum eftir íslenskar konur og Karólína var ein af þeim. Í framhaldi af því frumflutti ég tvö verk eftir hana í Skálholti, hún var þá staðartónskáld þar. Annað verk- ið heitir Na Carenza og ég ætla að syngja það núna í dag,“ segir Ásgerð- ur Júníusdóttir mezzo-sópran sem sér um sönginn á síðdegistónleikum í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag klukkan 16. Þeir eru tileinkaðir söng- verkum Karólínu Eiríksdóttur tón- skálds. Auk Ásgerðar koma þar fram Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víólu- leikari og Matthías Nardeau óbóleik- ari. Þau hafa áður leikið og frumflutt verk eftir Karólínu og hlotið lof fyrir. Einnig mun Hjálmar H. Ragnars- son tónskáld ræða við Karólínu um tilurð verkanna. Ásgerður hefur nýlokið þátttöku í óperunni Magnús/María eftir Karól- ínu, í uppfærslu sænska leikstjórans Suzanne Osten sem Ásgerður segir að sé „femínisti númer eitt“. „Það var hún sem samdi lagið við Áfram stelpur,“ upplýsir hún og bætir við að Magnus/María sé femínísk sýning sem hafi verið sett upp víða á Norðurlöndunum síðustu þrjú árin og alls staðar fengið feiki góða dóma. Meðal annars hafi hún verið sýnd í Þjóðleikhúsinu á listahátíð árið 2015. Þess má geta að um frammistöðu Ásgerðar í lokasýningunni í Stokk- hólmi sagði gagnrýnandi Dagens Nyheter að þrátt fyrir að í slíku verki væri það alltaf hópurinn sem væri stjarnan þá yrði sérstaklega að geta hinnar hlýju og fljótandi mezzo- raddar Ásgerðar. Á síðdegistónleikunum í dag verður Íslandsfrumflutningur á tveimur nýjum lögum eftir Karó- línu, þau eru samin við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og Sjón, eiginmann Ásgerðar. „Við Tinna Þorsteins ákváðum að nota tæki- færið til að halda tónleika og kynna Karólínu þegar Magnús/María var sett upp í þjóðaróperunni í Helsinki og Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Þessi tvö lög voru meðal þess sem þar var á efnisskránni en þau hafa aldrei heyrst hér á landi áður,“ segir Ásgerður. Karólína og Ásgerður vinna nú að gerð geisladisks sem er væntanlegur með haustinu. Aðgangur að tónleikunum í dag er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Söngverk Karólínu og tónskáldaspjall Ásgerður Júníusdóttir mezzo-sópran þekkir vel til söngverka Karólínu Eiríks- dóttur. Í dag verða síðdegistónleikar í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þar flytur hún nokkur þeirra, meðal annars tvö ný. Við Tinna ÞorSTEinS ÁKVÁðum að noTa TæKifærið Til að Halda TónlEiKa og Kynna KarólÍnu ÞEgar magnúS/marÍa Var SETT upp Í ÞJóðarópErunni Í HElSinKi og BorgarlEiKHúS- inu Í SToKKHólmi. Ásgerður ætlar meðal annars að syngja tvö lög á tónleikunum í dag sem aldrei hafa verið flutt á Íslandi áður. Fréttablaðið/GVa Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Leikhús Þórbergur HHHHH edda Productions Tjarnarbíó leikarar: Birna Rún Eiríksdóttir, Frið- rik Friðriksson, María Heba Þorkels- dóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikstjóri: Edda Björg Eyjólfsdóttir leikgerð: Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og hópurinn leikmynd: Stígur Steinþórsson og Bjarni Þór Sigurbjörnsson búningar: María Th. Ólafsdóttir lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson tónlistarval og hljóðmynd: Stefán Már Magnússon Kóreógrafía: Birna Björnsdóttir Tjarnarbíó, í samstarfi við Eddu Productions, býður leikhúsgestum að vera áhorfendur í sjónvarpssal þar sem gesturinn er enginn annar en hinn margrómaði rithöfundur Þórbergur Þórðarson. Sýningin Þór- bergur var frumsýnd nú á fimmtu- daginn þar sem kafað er ofan í líf og áhrifavalda skáldsins með hjálp frá manninum sjálfum. Víðfrægt viðtal Magnúsar Bjarn- freðssonar viðÞórberg á RÚV mynd- ar grunnstoðir sýningarinnar en samræður þeirra tveggja eru krydd- aðar með innskotum úr fortíðinni, upplestrum og tónlist. Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sveinn Ólafur Gunn- arsson og hópurinn reyndar allur er skrifaður fyrir handritinu oghefur greinilega lagst í mikla rannsóknar- vinnu. Í leikskrá stendur að hópur- inn hafði notið aðstoðar rithöf- undarins Péturs Gunnarssonar við mótun leikgerðarinnar. Hópavinna af þessu tagi er erfið í úrvinnslu. Í þetta skipti eru afleiðingarnar þær að djúp rannsóknarvinnan skilar sér ekki í innri kjarna og gangverk handritsins. Persónur þróast lítið og of mikið er treyst á texta Þórbergs í staðinn fyrir að nálgast hann á nýjan hátt. Friðrik Friðriksson snýr aftur á leiksvið eftir að hafa sinnt öðrum verkefnum tímabundið og fær það gríðarstóra verkefni að líkamna sjálf- an Þórberg. Friðrik fellur ekki ofan í gryfju eftirhermunnar heldur skilar hlutverkinu á sínum eigin forsend- um og gerir það af mikilli næmni. Nákvæmar líkamshreyfingar og mál- rómur gefa til kynna mann sem aldr- ei fann sig almennilega í samfélagi manna og sjálfhverfan er honum stundum til ama. Sjónvarps- manninn Magnús leikur Sveinn Ólaf- ur, hann fer bæði vel með texta og skapar geðþekkan og taugaveiklaðan mann á sviðinu, vandamálið er að persóna hans er eins konar spurningabanki í handritinu fremur en heildstæður karakter. Slíkt takmarkar túlkun. María Heba Þorkelsdóttir sýnir, í frekar óþakklátu hlutverki Margrétar Jónsdóttur, hversu góða kómíska tímasetningu hún hefur. Sólu leikur Birna Rún Eiríksdóttir og kemst hún ágætlega frá því en hefði mátt sýna meiri tilfinningaleg blæbrigði þegar samband þeirra Þór- bergs er í andarslitrunum. Í leikstjórastólnum situr Edda Björg og ræðst hún ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda liggur nánast allt líf Þórbergs undir. Fínar áherslur og góður grunnur sýning- arinnar líða fyrir skort á áherslu- breytingum, bæði í handriti og sviðs- hreyfingum. Framvindan treystir of mikið á endursögu og innri heimur sýningarinnar er frekar óskýr. Eftir hlé kemur aftur á móti sterkasta atriði verksins þar sem fortíð og nútíð fléttast saman á áhrifaríkan hátt og tilfinningalíf höfundarins opnast upp á gátt í virkilega áhrifa- ríkri og vel leikstýrðri senu. Einfaldleikinn er ríkjandi í leik- mynd þeirra Stígs Steinþórssonar og Bjarna Þórs Sigurbjörnssonar: Fremst á sviðinu eru tveir stólar þar sem þeir Magnús og Þórbergur ræða saman en aftast er fjölnota hvítt tjald sem notað er til að varpaá myndum og gefa áhorfendum tækifæri til að gægjast inn í aðrar og stærri víddir. Leikmyndin er sprengd út með ágætu hljóð- og tónlistarvali Stef- áns Más Magnússonar en stundum verður of mikið af því góða, s.s. þegar Magnús fer með ljóðabrot undir tónum Claude Debussy. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur eru fagur- lega hannaðir að vanda, látlausir en úthugsaðir. Sömu sögu má segja um ljósahönnun Kjartans Darra Krist- jánssonar sem er lágstemmd en smellpassar sýningunni. Snilli Þórbergs Þórðarsonar ljómar í gegnum sýninguna enda var hann stílisti mikill með einstaka sýn á bæði þennan heim og mögu- leika handanheima, allífið og ast- ralplanið. Hljóðbrotin þar sem rödd skáldsins hljómar eru óborganleg og gefa sýningunni mikið. Ekki er Friðrik síðri í sínu hlutverki. Aftur á móti eru taktbreytingarnar of fáar og sýningin kemst aldrei á hið æðsta plan þrátt fyrir spennandi fyrirheit en þó er lokaatriðið sérlega eftir- minnilegt. Sigríður Jónsdóttir NiðursTaða: Friðrik Friðriksson á sviðið en leikræn úrvinnsla er misjöfn. Hin stóra persóna Friðrik fær það gríðarstóra verkefni að líkamna sjálfan Þórberg. Fréttablaðið/EyÞór 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a u G a r D a G u r44 M e N N i N G ∙ f r É T T a b L a ð i ð menning 2 5 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 4 F -B D 2 8 1 C 4 F -B B E C 1 C 4 F -B A B 0 1 C 4 F -B 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.