Fréttablaðið - 25.02.2017, Qupperneq 28
Árið 2012 greindi ríkis-fréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) frá því að fylgsni einhyrnings konungsins Tongm-yong frá því í fornöld
hefði fundist. Mistúlkun á fréttinni
varð til þess að fjölmiðlar víða um
heim greindu frá því að KCNA héldi
því fram að tekist hefði að sanna til-
vist einhyrninga.
Þótt sú mistúlkun sé hlægileg er
hún ekki ótrúleg. Oftar en einu sinni
hafa stórfurðulegar fréttir borist frá
Norður-Kóreu. Til að mynda var því
haldið fram um Kim Jong-il heitinn,
leiðtoga ríkisins, að hann hefði verið
besti golfari heims, gæti stýrt veðrinu
og að hann kúkaði ekki.
Norður-Kórea er lokað einræðis-
ríki. Ekki er hægt að ferðast frjálst um
landið og búa íbúar þess við afar skert
tjáningar- og upplýsingafrelsi. Sam-
kvæmt blaðamannasamtökunum
Blaðamenn án landamæra njóta íbú-
arnir minnsts frelsis allra.
Þrátt fyrir að stjórnarskrá ríkisins
kveði á um tjáningarfrelsi og fjöl-
miðlafrelsi kemur ríkisstjórnin í veg
fyrir að það ákvæði sé virt nema
umrætt frelsi sé nýtt í að lofa ríkis-
stjórnina og leiðtogann Kim Jong-un.
Þeir sem brjóta gegn ríkinu eru sendir
í vinnubúðir og fara foreldrar, afar og
ömmur og börn viðkomandi með.
Hér verður ekki greint frá öllum
þeim þáttum norðurkóresks sam-
félags sem kynni að vera lesendum
Fréttablaðsins framandi, jafnvel ógn-
vænlegt. Frekar er kafað í nýlegar,
þýðingarmiklar fréttir sem hafa borist
frá hinu einangraða einræðisríki.
Bróðir leiðtogans myrtur
Þrettánda þessa mánaðar var Kim
Jong-nam myrtur á flugvelli í Kúala
Lúmpúr, höfuðborg Malasíu. Kim
var hálfbróðir leiðtogans Jong-un.
Til 2001 var búist við því að Jong-
nam yrði leiðtogi ríkisins eftir fráfall
Jong-il.
Jong-nam hafði hins vegar ekki
áhuga á því og féll úr náðinni hjá
föður sínum eftir að hann var hand-
tekinn í Disneyland í Tókýó, höfuð-
borg Japans, fyrir að vera með falsað
vegabréf.
Morðið á Jong-nam hefur vakið
upp fjölmargar spurningar. 28 ára
kona var handtekin eftir að hún
Bróðurmorð og innflutningsbann
Norður-Kóreumenn fylgjast með útsendingu KCNA í fyrra þar sem tilkynnt var um
að fyrsta vetnissprengjutilraun hersins hefði heppnast. NordiCphotos/AFp
Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un. NordiCphotos/Getty
heræfingar og fjöldafundir eru tíðir í Norður-Kóreu. Í janúar var fjöldafundur þar sem
þúsundir söfnuðust saman til að hylla leiðtogann. NordiCphotos/AFp
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
Furðufréttir berast
enn frá Norður-Kór-
eu. Yfirvöld eru talin
hafa látið myrða
bróður leiðtoga rík-
isins. Kínverjar sett
innflutningsbann á
kol frá ríkinu.
skekja Norður-Kóreu
náðist á myndband þar sem hún
sprautaði vökva framan í Jong-nam.
Konan sagðist hafa verið að taka
þátt í hrekk þar sem sprauta ætti
vatni framan í fólk fyrir sjónvarps-
þátt. Vatninu hafi hins vegar verið
skipt út fyrir eitur.
Yfirvöld í Malasíu hafa sagt norð-
urkóreska ríkið koma í veg fyrir að
krufning fari fram á líki Jong-nam.
Hún fór hins vegar fram tveimur
dögum eftir andlát hans.
Norður-Kóreumenn hafa neitað
því að bera ábyrgð á morðinu og
ásaka að auki Malasa um að falsa
sönnunargögn svo það líti út fyrir
að morðið hafi verið í pólitískum
tilgangi. Samtök norðurkóreskra
lögfræðinga hafa haldið því fram
að Malasar beri mesta ábyrgð á
morðinu þar sem glæpurinn hafi
verið framinn í Kúala Lúmpúr.
Samkvæmt frétt KCNA hafa
yfirvöld í Suður-Kóreu einnig lagt
á ráðin um að láta líta út fyrir að
yfirvöld í Norður-Kóreu hafi fyrir-
skipað morðið.
Ljóst er að atvik sem þetta verð-
ur ekki til þess að bæta sambönd
Norður-Kóreumanna við nágranna-
lönd sín.
Kínverjar fjarlægjast
Efnahagur Norður-Kóreu stendur
ekki styrkum fótum. Verg lands-
framleiðsla á mann er um 196 þús-
und krónur á ári. Samsvarandi tala
á Íslandi er um 6,3 milljónir króna.
Það voru því afar slæm tíðindi
sem bárust Norður-Kóreumönnum
síðasta laugardag er helsta við-
skiptaríki þeirra, Kína, tilkynnti
um innflutningsbann á norðurkór-
eskum kolum. Kínverjar flytja inn
63 prósent norðurkóresks varnings
og eru kol stór hluti þeirrar tölu.
Kínverjar eru einnig helstu póli-
tísku bandamenn Norður-Kóreu-
manna.
KCNA segir að nágrannaríki vinni
nú með óvinum Norður-Kóreu að
því að rífa niður norðurkóreska
samfélagsgerð. Nágrannaríkið er
augljóslega Kína.
„Þetta ríki, sem telur sig stórveldi,
dansar við söng Bandaríkjanna
á meðan það ver sína grimmi-
legu hegðun með því að segja að
aðgerðum þess sé ekki ætlað að
hafa neikvæð áhrif á líf Norður-
Kóreumanna heldur til að halda
kjarnorkuáætlun þeirra í skefjum.“
Vísað er til þess að nágrannaríkið
þykist vera vinur Norður-Kóreu en
taki ómannúðlegar ákvarðanir um
að loka á milliríkjaviðskipti undir
yfirskini ólöglegra tilskipana Sam-
einuðu þjóðanna.
Nýi óvinurinn í vestri
Nýr Bandaríkjaforseti, Donald
Trump, getur ekki talist vinur
norðurkóreskra stjórnvalda. Áður
en Trump tók við embætti, þann
2. janúar, lýsti hann því yfir á Twitt-
er að Norður-Kóreumönnum yrði
ekki leyft að þróa kjarnorkuflaugar
sem flogið geti milli heimsálfa.
Þann 12. febrúar, stuttu eftir að
Trump tók við embætti, var gerð
eldflaugatilraun í Norður-Kóreu.
Fjölmargar tilraunir fóru fram 2016.
Þegar Trump bárust fréttir af til-
rauninni var hann í sveitaklúbbi
sínum í Flórída með Shinzo Abe,
forsætisráðherra Japans. Hlupu til
þeirra aðstoðarmenn með skjöl,
upplýsingar og síma.
Í kjölfarið kepptust ýmsir við að
fordæma eldflaugaskotið. Meðal
annars öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna. Bæði Kína og Bandaríkin
samþykktu þá yfirlýsingu.
Í grein Josephs Torigian fyrir
Washington Post fyrr í mánuðinum
kemur fram að stuðningur Kínverja
sé Norður-Kóreumönnum ekki allt.
Norður-Kórea hafi lengi staðið af
sér pressu Kínverja. Vísar Torigian
til þess að Kínverjar hafi fyrirlitið
fyrsta leiðtoga Norður-Kóreu, Kim
Il Sung, og þrýst á að honum yrði
komið úr embætti.
Norður-Kóreumenn stóðu þann
þrýsting hins vegar af sér líkt og
þeir hafa oft gert síðan þá. Óljóst
verður að teljast hvort enn verri
sambönd við nágrannaríkin og æ
hrakandi efnahagur muni leiða til
falls Norður-Kóreu.
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r28 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð
2
5
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
4
F
-E
4
A
8
1
C
4
F
-E
3
6
C
1
C
4
F
-E
2
3
0
1
C
4
F
-E
0
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
2
4
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K