Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 2
Mannlegt vélmenni Þetta flennistóra vélmenni, merkt NOX og Nýherja, gekk um gólf Hörpunnar á UTmessunni í gær. UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum á Íslandi. Hins vegar var vélmennið á myndinni ekki vélmenni í raun. Einungis búningur með mann innanborðs. Fréttablaðið/Vilhelm Veður Suðvestankaldi og dálítil él vestan til í dag, en annars hægviðri og bjart. Gengur í norðaustankalda með slyddu eða rigningu á Austfjörðum seint um kvöldið. sjá síðu 36 Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. H eim sfe rð ir á ski lja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. SKÍÐI 4. febrúar í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 96.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Stökktu Stökktu Frá kr. 96.995 m/hálfu fæði Frá kr. 121.495 m/hálfu fæði Hotel Speiereck Á SPOTTPRÍS samfélag Umfjöllun erlendra fjöl- miðla um mál Birnu Brjánsdóttur hefur verið mjög mikil og gerði Gunn- ar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningar- fulltrúi lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, fátt annað um tíma en að svara fyrirspurnum frá erlendum fréttamiðlum. Algengasta spurningin sem Gunn- ar Rúnar fær er hvað hafi komið fram í yfirheyrslum yfir sakborningum. „Þegar þetta mál kom upp og lög- reglan hélt fyrri blaðamannafundinn fór ég að finna fyrir auknum áhuga að utan. Aðallega var þetta frá löndunum í kringum okkur. Eftir að síðari blaðamannafundurinn var haldinn þá jókst áhugi erlendra fjölmiðla mjög mikið og nánast alla vikuna eftir fundinn var ég að gera lítið annað en að svara fyrirspurn- um að utan.“ Það er nánast sama hvar litið er í fjölmiðlaheiminum, fréttir um málið hafa verið þar til umfjöllunar. Hvort sem það eru stórar fjölmiðlasam- steypur í Bandaríkjunum eða örlitlir netmiðlar. Ekki hefur allt verið rétt sem fréttamiðlarnir hafa sagt og hefur Gunnar Rúnar þurft að leiðrétta fréttir þar sem rangt var farið með. „Umfjöllun þeirra snýst að miklum hluta um hvað Ísland er öruggt. Það er dregið fram að hér sé enginn her, lög- reglan gengur ekki um með skotvopn og manndráp eru fátíð,“ segir Gunn- ar Rúnar sem kveðst ekki muna eftir öðru eins þau tæplega 11 ár sem hann hafi starfað hjá lögreglunni. „Það var töluvert um fyrirspurnir að utan þegar efnahagshrunið varð en ég þekki ekki annað eins og hefur verið í kringum þetta mál. Frétta- miðlarnir á Norðurlöndunum riðu á vaðið en ég er jafnframt að fá fyrir- Mál Birnu Brjánsdóttur vekur alheimsathygli Fjölmiðlar úti í heimi hafa mikinn áhuga á máli Birnu Brjánsdóttur. Kynningar- fulltrúi lögreglunnar hefur ekki kynnst jafn viðamiklum áhuga. Oftast er dregið fram að á Ísland sé friðsælt, hér sé enginn her og lögreglan gangi um óvopnuð. spurnir frá Þýskalandi, Spáni, Bret- landi, Bandaríkjunum og Rússlandi svo dæmi séu tekin.“ Gunnar Rúnar segir margar erlenda fjölmiðlamenn hringja eða senda fyr- irspurnir, allt að því á hverjum degi, og vilji helst fá að vita hvað komi fram í yfirheyrslunum. „Það er töluvert spurt um hvenær næsti blaðamannafundur verði og svo eru sumir sem segjast hafa heimildir fyrir þessu og hinu og eru að leita að staðfestingu. Það hefur farið nokkur tími í að benda þeim á að heimildir þeirra eiga ekki við rök að styðjast.“ benediktboas@365.is hér má sjá lítið brot af umfjöllunum erlendra miðla um mál birnu brjánsdóttur. Bretland Theresu May, forsætisráð- herra Bretlands, hefur verið falið að leiða viðræður við Evrópusamband- ið um úrsögn Breta úr sambandinu. Um þetta kaus breska þingið í gær. Alls kusu 498 þingmenn með því að leyfa May að hefja viðræðurnar en 114 á móti. Flestir þingmanna Íhaldsflokks og Verkamannaflokks kusu með því að veita May téð umboð sem og þingmaður Sjálfstæðisflokks Bret- lands (UKIP). Þá kusu 47 þingmenn Verkamannaflokks og einn íhalds- maður á móti. Það gerðu þingmenn Skoska þjóðarflokksins og Frjáls- lyndra demókrata einnig. Málið var rætt í neðri deild þingsins í tvo daga. Þar sagði Brexit- málaráðherrann David Davis að atkvæði gegn tillögunni jafngilti því að hundsa niðurstöður þjóð- aratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í júní. Þá kusu nærri 52 prósent Breta að yfirgefa ESB en 48 prósent kusu gegn því. – þea Fela May að leiða Breta út theresa may, forsætisráðherra breta. Fréttablaðið/ePa lögreglumál Ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana verður tekin fyrir hádegi í dag. Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rann- sókn á máli Birnu, í samtali við fréttastofu í gær. Gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn yfir mönnunum var til tveggja vikna en rennur að óbreyttu út á morgun. Engin játning liggur fyrir. Annar þeirra grunuðu var yfir- heyrður í gær og lauk yfirheyrslum eftir kvöldmat. Grímur sagði lög- regluna enn ekki vita hvar líki Birnu var komið fyrir. Þá liggur ekki fyrir hvenær dags Birna lést. Endanleg niðurstaða í krufnings- skýrslu liggur ekki heldur fyrir þó staðfest hafi verið að Birnu hafi verið ráðinn bani. – hh Ákvörðun um varðhald í dag 51,9% Breta kusu með útgöngu úr Evrópusambandinu. 2 . f e B r ú a r 2 0 1 7 f I m m t u d a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 5 -4 E A 8 1 C 2 5 -4 D 6 C 1 C 2 5 -4 C 3 0 1 C 2 5 -4 A F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.