Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 4
SAMFÉLAG Sýrlensku flóttamönn- unum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leik- skólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefn- isstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfs- þjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmennt- um. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“ Íslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldr- ana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flótta- menn til Hafnarfjarðar, níu full- orðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við raf- virkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistara- námi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flótta- mannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabísku- mælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“ ibs@frettabladid.is Sýrlensku flóttafólki vegnar vel Framtíð barnanna réð er sýrlenskar fjölskyldur komu hingað sem flóttamenn í fyrra. Börnin eru í skóla og hafa eignast vini hér á landi. Þeir sem voru eingöngu arabískumælandi komust fyrst út á vinnumarkaðinn. Cherokee Lattitude - Bensín Sjálfskiptur - Panorama þak Upphækkaður - Ekinn 60þ. km Verð: 5.950.000,- Raðnr. 221082 Leaf Tekna - Rafmagn - 24kw hleðsla - 17” felgur - Xenon Bose hljóðkerfi - Ekinn 9þ. km Verð: 3.250.000,- Raðnr. 152295 Vitara GL - Sjálfskiptur Bensín - Fallegur bíll Vetrardekk - Ekinn 42þ. km Verð: 3.490.000,- Raðnr. 221097 Octavia Combi - Dísel - Xenon Sjálfskiptur - Leiðsögukerfi Verð: 5.200.000,- Tilboðsverð: 4.500.000,- Raðnr. 230158 Grand Cherokee Limited Bensín - Sjálfskiptur - Tveir eigendur - Ekinn 148þ. km Verð: 1.750.000,- Raðnr. 100157 Golf R-Line - Sjálfskiptur Bensín - 18” felgur - Topplúga Ekinn 45þ. km Verð: 3.350.000,- Raðnr. 220773 Dísel - Sjálfskiptur Yfirhalning af umboði Einn eigandi - Ekinn 53þ. km Tilboðsverð: 2.950.000,- Raðnr. 152562 Pajero Instyle - Sjálfskiptur Bensín - 7 manna - Leður o.fl. Ekinn 222þ. km Verð: 1.550.000,- Raðnr. 100105 Renegade Limited - Dísel Sjálfskiptur - Hátt og lágt drif Leiðsögukerfi - Ekinn 45þ. km Verð: 5.490.000,- Raðnr. 152922 Pajero GLS 35” - Sjálfskiptur 7 manna - Bensín - Leður o.fl. Ný tímareim - Ekinn 168þ. km Verð: 1.850.000,- Raðnr. 100041 Jeep 2015 Mitsubishi 2003 Nissan 2015 Suzuki 2015 Skoda 2017 Jeep 2006 Volkswagen 2015 Jeep 2016 Mitsubishi 2007BMW 318 2011 Mikil sala - Vantar bíla á skrá - 800m2 innisalur UM BO ÐS BÍ LL UM BO ÐS BÍ LL RA FM AG NS TIL BO ÐS VE RÐ NÝ R BÍ LL 100 bílar ehf. Stekkjarbakka 4 109 Reykjavík Sími: 517 9999 100bilar@100bilar.is www.100bilar.is SAMFÉLAG Í niðurstöðu bráða- birgðaskýrslu löggilts endurskoð- anda Bandalags íslenskra skáta (BÍS) um rannsókn á fjármálum fyrrver- andi framkvæmdastjóra BÍS, Her- manns Sigurðssonar, segir að hann hafi meðal annars notað kreditkort skáta í eigin þágu og keypt með því skíðaboga á bíl sinn. Þá segir í skýrslunni að hann hafi greitt sér hærri dagpeninga en reglur ríkisskattstjóra segja til um og greitt sér hærri laun en honum var heimilt samkvæmt ráðningar- samningi. Einnig segir að Hermann hafi greitt sér þrettánda mánuðinn í október 2015. Í ráðningarsamningi var sagt að hann ætti rétt á þeim bónus í lok árs. Hermanni var vikið úr starfi í des- ember síðastliðnum og var ástæðan sögð trúnaðarbrestur á milli hans og meirihluta stjórnar bandalagsins. Á lokuðum fundi forystu skátafélaga á landinu kom fram að hluti af trún- aðarbrestinum tengdist fjárreiðum framkvæmdastjórans fyrrverandi. Á þeim fundi voru fyrrgreindar niðurstöður kynntar. Var þá sam- þykkt að frekari rannsókn færi fram á fjárreiðum framkvæmdastjórans. Þeirri rannsókn á að ljúka fyrir aðal- fund skátahreyfingarinnar, skáta- þing, sem fer fram þann 11. mars næstkomandi. Bragi Björnsson, þáverandi skáta- höfðingi BÍS, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann staðfesti þó að hann hefði sjálfur lagt til að fram- kvæmdastjóranum yrði sagt upp vegna gruns um óeðlilega fjársýslu. Bragi sagði sjálfur af sér í janúar vegna deilna um forystu skátastarfs í landinu. Hermann vildi ekki tjá sig um ásakanirnar en vísaði á stjórn BÍS. „Ég má ekki tjá mig um mál ein- stakra félagsmanna,“ segir Heiður Dögg Sigmarsdóttir, formaður upplýsingaráðs Bandalags íslenskra skáta, aðspurð um mál Hermanns. – þea Var sagður hafa notað kreditkort skáta í eigin þágu Skátar í skrúðgöngu. Fréttablaðið/ Daníel langþreyttir flóttamenn hvíldu lúin bein við komuna til íslands fyrir ári. Fréttablaðið/SteFÁn StóriðjA Samgöngustofa telur útblástur úr fyrirhugaðri verksmiðju Thorsil geta haft áhrif á aðflug að Keflavíkurflugvelli. Athugasemd Samgöngustofu til Umhverfisstofnunar snertir svokall- aða neyðarskorsteina sem notaðir eru framhjá síum og mengunarvörn- um. „Við þessar aðstæður kæmust út agnir sem væru ekki ósvipaðar ösku og sem gætu haft áhrif á hreyfla flug- véla,“ segir Samgöngustofa. Verkfræðistofan Mannvit, sem vann að umhverfismati Thorsil, telur rykagnir sem færu út um neyðarskor- steina ekki hafa áhrif á þotuhreyfla. „Í ljósi þess litla magns af ryki sem er þarna á ferðinni, mikillar þynningar þess og í ljósi efnisgerðar ryksins er ekki tilefni til að ætla að umrætt ryk hafi meiri hættu í för með sér fyrir flugumferð en almennt ryk sem er á ferðinni í andrúmsloftinu á þessu svæði,“ segir í svari Mannvits. – sa Óttast áhrif á aðflug thorsil er í Helguvík. Fréttablaðið/GVa LEiðrÉttiNG Röng mynd birtist með grein eftir Ellen Calmon á bls. 12 í Fréttablaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá Kópavogsbæ 2 . F E b r ú A r 2 0 1 7 F i M M t U D A G U r4 F r É t t i r ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 5 -6 2 6 8 1 C 2 5 -6 1 2 C 1 C 2 5 -5 F F 0 1 C 2 5 -5 E B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.