Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 30
Þessi vinsæli leikari hefur reynd- ar verið viðloðandi leiklistarheim- inn frá unga aldri. Hann er fæddur 12. nóvember 1980 og byrjaði feril- inn í þáttunum Mickey Mouse Club á Disney-sjónvarpsrásinni. Ryan var aðeins 12 ára þegar hann byrj- aði að leika í þáttunum sem sýnd- ir voru á árunum 1993-1995. Meðal þeirra sem komu fram í þáttunum voru framtíðarstjörnur á borð við Justin Timberlake, Christina Aguil- era, Britney Spears, J.C. Chasez og Keri Russell. Þættirnir voru tekn- ir upp í Disney World í Flórída og Ryan segist hafa upplifað ævintýri á hverjum degi. Í framhaldi af Disney var Ryan boðið hlutverk í þáttunum Are You Afraid of the Dark? og síðan Goose- bumps. Þegar hann var sautján ára flutti hann til Los Angeles til að leika í unglingaþáttunum Young Hercules. Fyrsta kvikmyndin var The Be- liever árið 2001. Það var þó ekki fyrr en kvikmyndin The Notebook kom á hvíta tjaldið að Ryan varð stjarna. Það þótti mikið hneyksli á þeim tíma að myndin sem fékk frábærar viðtökur áhorfenda fékk enga tilnefningu til Óskarsverð- launa. Annað er upp á teningn- um núna þar sem nýjasta mynd Ryans, La La Land, er tilnefnd til fjór- tán verðlauna. Þar á meðal er Ryan tilnefnd- ur sem besti leikari í aðal- hlutverki. Ný- lega hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í mynd- inni. Leikar- inn eyddi þrem- ur mánuðum í stanslausar æfingar í djasspíanó- leik og dansi fyrir hlutverkið. „Ég hefði átt að læra meiri dans þegar ég var yngri,“ sagði Ryan í viðtali við tímaritið GQ en hann lærði dans og ballett um tíma. Hlutverk hans í Disney-þáttunum kröfðust þess að hann dansaði, léki á hljóð- færi og syngi. Ryan hefur verið í nokkrum samböndum. Um tíma voru hann og leikkonan Sandra Bull ock að slá sér upp en þau kynntust við gerð myndarinn- ar Murder by Numb- ers. Þegar Ryan lék í The Notebook urðu þau Rachel McAdams par en þau léku saman í myndinni. Frá árinu 2011 hefur hann verið í sambandi við leik- konuna Evu Mendes en þau byrjuðu saman eftir leik í myndinni The Place Beyond the Pines. Þau eiga saman tvær dætur, fæddar 2014 og 2016. Nýlega hélt vikuritið US Weekly því fram að parið hefði gift sig leynilega í byrjun árs 2016. Ryan Gosling og Emma Stone sýna mikil tilþrif í kvikmyndinni La La Land. Ryan Gosling er nú einn eftirsóttasti leikarinn í Hollywood. Eva Mendes og Ryan Gosling hafa verið par frá árinu 2011 en sjást mjög sjaldan saman. Þau eiga tvær dætur. Ryan Gosling á yngri árum. Hann spilar, syngur og dansar. Hjartaknúsari slær í gegn Umtalaðasti sjarmörinn í Hollywood þessa dagana er kanadíski leikarinn Ryan Gosling sem slegið hefur í gegn í kvikmyndinni La La Land. Það gerði hann einnig í kvikmyndinni The Notebook árið 2004. en sú mynd kom honum á kortið í kvikmyndaheiminum. Fa rv i.i s // 0 11 7 KRINGLUNNI | 588 2300 TÚNIKA 6.995 Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Nýjar vorvörur streyma inn Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Stærðir 38-58 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 5 -6 7 5 8 1 C 2 5 -6 6 1 C 1 C 2 5 -6 4 E 0 1 C 2 5 -6 3 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.