Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 10
Smith & Norland
er framúrskarandi
fyrirtæki
Smith & Norland hlaut fyrir stuttu viðurkenningu Creditinfo fyrir
að hafa verið Framúrskarandi fyrirtæki árið 2016.
Creditinfo framkvæmir árlega fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat
á fyrirtækjum landsins. Með tilliti til ársins 2016 uppfylla 1,7% allra
íslenskra fyrirtækja þau skilyrði sem Creditinfo setur þeim til að
geta talist Framúrskarandi fyrirtæki.
Við erum stolt af árangri fyrirtækisins og þakklát
fyrir þessa viðurkenningu.
Tækni
Þegnar Evrópusambandsins verða
ekki lengur rukkaðir aukalega
fyrir að nota gagnareiki í farsím
um símum í öðrum ríkjum sam
bandsins. Framkvæmdastjórn ESB,
Evrópuþingið og fulltrúar aðildar
ríkjanna 28 hafa komist að sam
komulagi um þetta.
Þó á framkvæmdastjórnin, sem
og þingið, enn eftir að samþykkja
breytinguna með formlegum hætti.
Það ætti þó einungis að vera forms
atriði fyrst samkomulagi hefur verið
náð.
Í tilkynningu í gær lýsti And
rus Ansip, einn varaforseta fram
kvæmdastjórnarinnar sem sér
jafnframt um hinn stafræna sam
eiginlega markað, ákvörðuninni
sem síðasta púslinu í spilinu. „Þetta
var síðasta púslið. Frá og með
15. júní munu Evrópubúar geta
ferðast innan Evrópusambandsins
án þess að þeir verði rukkaðir auka
lega fyrir að nota gagnareiki,“ sagði
Ansip, sem áður var forsætisráð
herra Eistlands.
Hámark verður einnig sett á auka
gjöld fyrir farsímanotkun. Mun hver
mínúta símtals að hámarki kosta 3,2
evrusent aukalega, um fjórar krón
ur, og hvert SMS mun kosta eitt sent
aukalega, rúma eina krónu.
Hámarksverð niðurhals mun
þá lækka ár frá ári. Úr 7,7 evrum
aukalega, um 940 krónur, á hvert
gígabæti í júní og niður í 2,5 evrur
aukalega, um 310 krónur, á hvert
gígabæti þann fyrsta janúar árið
2022.
Til samanburðar greiða Íslend
ingar á ferðalagi innan EES nú sex
krónur aukalega fyrir símtalsmín
útu, 2,5 krónur aukalega fyrir send
SMS og um sex þúsund krónur
aukalega fyrir hvert gígabæti niður
hals.
Evrópusambandið hefur áður
reynt að útrýma háum kostnaði
notkunar gagnareikis. Áætlun þess
efnis var samþykkt árið 2013 og
sömuleiðis var ráðist í aðgerðir árið
2007. Ætlunarverkið virðist þó hafa
tekist í þetta skiptið.
Ákvörðunin er þó ekki óumdeild.
Til að mynda hefur hún verið gagn
rýnd fyrir að gera fólki kleift að
kaupa sér farsímaþjónustu í öðru
ríki en heimalandinu og nota hana
heima hjá sér án hárra aukagjalda.
H i n s ve g a r b e n t i f ra m
kvæmdastjórnin á það í gær að
regla gegn þess konar athæfi hefði
verið samþykkt í desember síðast
liðnum. Þannig muni nýja gjald
skráin ekki ná yfir ferðalanga sem
nota farsíma sína óeðlilega oft og
mikið utan heimalandsins.
thorgnyr@frettabladid.is
Rukka ekki fyrir gagnareiki innan ESB
Farsímanotendur munu ekki þurfa að greiða aukalega fyrir gagnareiki innan Evrópusambandsins. Breytingin tekur gildi í júní. Munu
þegnar ESB því geta notað farsímann líkt og þeir væru í heimalandinu. Gagnrýnendur óttast mögulega misnotkun nýs fyrirkomulags.
Sé þessi símaeigandi ferðalangur frá Evrópusambandsríki og staddur í Evrópusambandinu eftir 15. júní mun hann ekki þurfa
að borga himinhá gjöld fyrir að skoða þær átta tilkynningar sem bíða eftir honum á Facebook. NordicphotoS/AFp
Frá og með 15. júní
munu Evrópubúar
geta ferðast innan Evrópu-
sambandsins án þess að þeir
verði rukkaðir aukalega fyrir
að nota gagnareiki.
Andrus Ansip,
varaforseti
framkvæmda-
stjórnar ESB
Hæstiréttur Japans felldi í gær niður
fjögur mál gegn tæknirisanum
Google. Í öllum fjórum málunum
var þess krafist að Google fjar
lægði ummæli í kortaþjónustunni
Google Maps sem þóknuðust máls
höfðendum ekki og þóttu æru
meiðandi.
Áður, í apríl árið 2015, hafði
neðra dómstig dæmt Google til að
eyða ummælunum. Google áfrýjaði
hins vegar niðurstöðunni með ofan
greindum afleiðingum.
Einn málshöfðandi, ónefnd
heilsugæsla, fór fram á að neikvæðar
umsagnir um heilsugæsluna yrðu
fjarlægðar þar sem þær voru taldar
ærumeiðandi.
Málin kallast á við mál sem höfð
að var fyrir æðsta dómstigi Evrópu
sambandsins. Þar komst dómari að
þeirri niðurstöðu að þegnar ESB
hefðu svokallaðan rétt til að gleym
ast og að Google bæri að fjarlægja
leitarniðurstöður ef þær þóknuðust
viðkomandi ekki. – þea
Google sigrar fyrir rétti
Japanski leikjarisinn Nintendo til
kynnti í gær að fyrirtækið hygðist
framleiða tvo til þrjá tölvuleiki fyrir
snjallsíma ár hvert. Fyrr í vikunni
greindi fyrirtækið frá því að rekstur
þess hefði skilað hagnaði í fyrsta
sinn í rúmt ár.
Spilar þar útgáfa snjallsíma
leiksins Super Mario Run sína rullu.
Snjallsímadeild Nintendo þénaði
um sjö milljarða króna á síðasta
ársfjórðungi.
Alls hafa 78 milljónir hlaðið
Super Mario Run niður í síma sína.
Þó hafa innan við tíu prósent þeirra
keypt fulla útgáfu leiksins á þær
rúmu þúsund krónur sem settar eru
á útgáfuna.
Nintendo kveðst enn fremur ætla
að styðja leikinn til lengri tíma.
„Við stígum nú þau skref sem þarf
til að tryggja að hægt verði að njóta
Super Mario Run til lengri tíma,“
sagði Tatsumi Kimishima, forseti
stjórnar Nintendo, á blaðamanna
fundi í gær.
Þá tilkynnti Nintendo einnig um
að stefnt væri að því að væntanleg
leikjatölva fyrirtækisins, Nintendo
Switch, myndi seljast vel á sínum
fyrsta mánuði á markaði. Tölvan
kemur á markað í mars og ætlast
Nintendo til þess að tvær milljónir
eintaka seljist fyrsta mánuðinn.– þea
Gera fleiri leiki fyrir síma
pípulagningamaðurinn Mario er vin-
sæll. NordicphotoS/GEtty
Ummælum um japönsk fyrirtæki
verður ekki eytt. NordicphotoS/AFp
78
milljónir notenda hafa
hlaðið leiknum Super Mario
Run niður í snjallsíma síma.
2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r10 f r é T T I r ∙ f r é T T a b L a ð I ð
0
2
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
2
5
-8
4
F
8
1
C
2
5
-8
3
B
C
1
C
2
5
-8
2
8
0
1
C
2
5
-8
1
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K