Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 18
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ég vil óska nýrri ríkisstjórn til hamingju og alls hins besta í sínum verkum. Ég hef lesið yfir stefnuyfirlýsingu hennar. Ég tilgreini þau atriði sem ég saknaði að lesa um í stefnuyfirlýsingunni. Í fyrsta lagi er ekkert að finna um afturköllun á launahækkunum (45%) til þingmanna sem kjararáð ákvað eftir kosningar. Hækkunin er hrein móðgun við launafólk og lífeyrisþega. Þingmenn hækkuðu um á fjórða hundrað þúsund í launum á mánuði en grunnlífeyrir örorku- og ellilífeyris er 214-228 þúsund á mánuði. Þetta ber merki um að meirihlut- inn á Alþingi er ekki í tengslum við kjör almennings. Í öðru lagi vantar allt um húsnæðismál í stefnu- yfirlýsinguna. Þar er ekkert að finna um átak fyrir ungt fólk um að eignast þak yfir höfuðið né um leigumarkaðinn, en leigjendum hefur fjölgað um 50% á síðustu tíu árum. Húsnæðismál var eitt stærsta málið í kosningabaráttunni í haust og nú segir ríkisstjórnin pass í þessu mikilvæga máli. Í þriðja lagi fann ég ekkert í yfirlýsingunni um aðgerðir til að hækka frítekjumark ellilífeyris. Frí- tekjumörkin voru lækkuð úr ca. 110 þúsundum í 25 þúsund þegar Eygló Harðardóttur var félags- málaráðherra. Þessi aðgerð er frámunalega vitlaus, því hún letur fólk á besta aldri að halda áfram að vinna, því allar aukatekjur að 25 þúsundum skerða lífeyri á móti. Þetta dregur úr virkni eldri borgara og lífshamingju þeirra og getur fest þá í ákveðinni fátækragildru. Að auki gengur þetta gegn almennri skynsemi, því á vinnumarkaði er þensla og þessi aðgerð hefur þau áhrif að framboð á vinnuafli minnkar og hætta er á að verðbólga fari á skrið. Ég hef nefnt þrjú dæmi um hvaða sýn birtist í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Með því að aðhafast ekkert varðandi launahækkanir til alþingismanna er verið að hlaða meira undir þá sem hafa það betra í þjóðfélaginu. Um leið er aðgerðum sleppt til að styðja við hópa sem hafa það erfiðara í samfélaginu, eins og að draga úr óvissu á hús- næðismarkaði eða hækka frítekjumark á lífeyri til aldraðra. Það sem vantar! Gunnar Ólafsson heilsu­ hagfræðingur Með því að aðhafast ekkert varðandi launahækk­ anir til alþingis­ manna er verið að hlaða meira undir þá sem hafa það betra í þjóðfélaginu. H lutur kvenna í framkvæmdastjóra-stöðum hjá 800 stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. Konur voru tólf prósent framkvæmdastjóra hjá meðal- stórum fyrirtækjum, líkt og árið 2015. Hlutur kvenna í stjórnarformennsku hjá þessum fyrirtækjum var undir tuttugu prósentum, lítil breyting frá fyrra ári. Sömu sögu er að segja almennt af hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þetta kom fram í Markaði Fréttablaðsins í gær, byggt á tölum frá Creditinfo. Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, sagði þetta sýna að enn væri langt í land að konur kæmust með tærnar þar sem karlar hafa hælana á valdastólum atvinnulífsins. Helga Hlín Hákonardóttir, sérfræðingur í góðum stjórnarháttum, sagði niðurstöðurnar vonbrigði. Tölurnar staðfesta þá hryggilegu staðreynd að enn eru skrifaðar lægri tölur á verðmiða vinnuframlags kvenna. Líka er staðfest að konur eru eftirbátar þegar horft er á framgang og ábyrgð á vinnustað. Holur hljómur er í þeirri margtuggðu fullyrðingu að Ísland sé meðal fremstu þjóða heims í jafnréttismálum. Langt er í land. Svo langt, að konur fá 11 mánaðar- laun á ári meðan karlar fá tólf. Konur vinna einn mánuð ársins án endurgjalds. Margvíslegur árangur hefur náðst í jafnréttisbarátt- unni. Konur hafa ritað nafn sitt á spjöld sögunnar. Enginn kippir sér lengur upp við konur í háum stöðum eða virðulegum embættum. Skipan Alþingis er í samræmi við það en ráðherrastólunum er mis- skipt. Kannski er það táknrænt. Á dögunum hvarf eini kvenkyns forstjórinn úr fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni úr starfi. Ekki skortir hæfar konur. Útskriftir úr æðstu menntastofnunum, þar sem konur eru í meirihluta, sýna það. Vandamálið liggur víða. Markmið fæðingarorlofs- laganna er að jafna stöðu kynjanna. Orlofsréttur feðra er ein ástæða þess að Ísland telst meðal fremstu þjóða í jafnréttismálum. En þak á greiðslur úr fæð- ingarorlofssjóði leiðir til þess að tekjuháir feður nýta síður orlofsréttinn. Launamunur á heimilinu leiðir til þess að margar fjölskyldur velja móðurinni það hlutverk að setja starf og framtíðaráform til hliðar. Kvennalaun eru minni fórn en karlalaun. Enn þann dag í dag finnst okkur í lagi að karlinn sé í vinnunni „allan sólarhringinn“. Hver hugsar um börnin? er hins vegar spurt, ef konan vinnur langan dag. Þótt við látum sem ekkert sé þegar karlinn fer snemma til að sækja barn á leikskólann, er heima hjá veiku barni, vill fæðingarorlof, skipuleggur barnaafmælið, eldar mat – hefur oft heyrst að konan fái sektarkennd yfir að sinna ekki „hefðbundnum heimilisstörfum“. Aðgerðir stjórnvalda hafa ekki skilað miklu. Þær eru eins og oft vill verða – nefnd sett á fót og treyst á guð og lukkuna. Samt er pólitísk samstaða um málið og aðilar vinnumarkaðarins í orði kveðnu einhuga um að höggva þurfi á hnútinn. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu. Rembihnútur Aðgerðir stjórnvalda hafa ekki skilað miklu. Þær eru eins og oft vill verða – nefnd sett á fót og treyst á guð og lukkuna. Samt er póli­ tísk samstaða um málið og aðilar vinnu­ markaðarins í orði kveðnu einhuga um að höggva þurfi á hnútinn. Tilboðsdagar í Verslun Guðsteins Valdar vörur með óheyrilega miklum afslætti Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 Málfrelsi Þingmenn Vinstri grænna lögðu í gær fram frumvarp þess efnis að grein sem leggur viðurlög við því að smána eða móðga erlenda þjóðhöfðingja verði felld úr gildi. Ef þingmennirnir fá málið í gegn er það sigur fyrir málfrelsið. Yrði fólki því frjálst að segja skoðun sína á forsetum Tyrklands eða Angóla, þyki fólki við hæfi að smána þá. Einnig er merkilegt að frum- varpið komi frá VG. Sá flokkur hefur þótt stjórnlyndur frekar en hitt, þó aðallega í efnahags- málum. Pistlahöfundur fagnar þessu skrefi Vinstri grænna og vonar að frumvarpið nái í gegn. Fasismi Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ef til vill að ummæli Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingflokksfor- manns Pírata, gætu fallið undir ofangreind lög. Ásta Guðrún kallaði Donald Trump fasista á þingi í fyrradag og brást Óli Björn við í gær. Sagði hann fordóma að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld fasísk. Hvort sem Óli Björn gerir tengingu á milli ummælanna og fyrrnefndrar lagagreinar eða ekki verður þó að teljast ólíklegt að nokkur maður verði sakfelldur fyrir að kalla Trump fasista. Í fyrsta lagi er lagaákvæð- inu sjaldan beitt og í öðru lagi er skiljanlegt að margir séu ósáttir við stjórnunarstíl Trumps.   thorgnyr@frettabladid.is 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð SKOÐUN 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 5 -5 8 8 8 1 C 2 5 -5 7 4 C 1 C 2 5 -5 6 1 0 1 C 2 5 -5 4 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.