Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 58
hörundsár og skælandi“. Gagnrýni (að rýna til gagns) og netníð er eitt- hvað sem ansi margir ættu að læra muninn á. Og hvar er sú regla skráð, að ef einhver er opinber persóna, þá megi flekka mannorð og gera lítið úr mannkostum viðkomandi að vild án nokkurra eftirmála?“ Er stundum tekin full bókstaf- lega Guðrún fékk á dögunum ábend- ingu frá ókunnugri konu í gegnum Snapchat um að hún ætti frekar að vera með stutt hár, það færi henni betur. Hún finnur fyrir að margt fólk hefur mikla þörf fyrir að tjá sig um útlit hennar og annarra á netinu. „Já, mikla þörf að mér virðist. Glósur um holda- far virðast ýmsir upplifa, vanga- veltur um lýtaað- gerðir og jafnvel augnskuggaval. Það er ekkert langt síðan að ég fékk ábendingu um að rauður augnskuggi (sem ég þá skartaði) væri ógeð við blá augu. Ég hlusta ekki á svona rugl, var að lesa það að rauður yrði eldheitur augn- skuggalitur árið 2017.“ Spurð um góð ráð sem hún lumar á fyrir netverja mælir Guðrún með að fólk segi ekkert á netinu sem það myndi ekki segja úti í hinum raun- verulega heimi. „Ég held að fólk ætti að ímynda sér aðstæðurnar og samskiptin í „raunheimi“. Ef við höldum okkur til dæmis við ábend- inguna um stutta hárið. Myndir þú hlaupa á eftir einhverri vesalings konu inni í Hagkaupi og garga: „Hei, hæ – fyrirgefðu, þú þarna í bláu úlpunni. Já, þú! Hefur þú íhugað að klippa þig stutt? Nei, veistu, það færi þér miklu betur og gott ef það myndi ekki bara yngja þig um nokkur ár!“? Sama dæmi má taka um augnskugg- ann. Bara þú og ókunnug kona í goskælinum og hún snýr sér að þér: „Nei, sorrí, ég finn mig knúna til að segja þér að rauður augnskuggi er ógeð við blá augu“.“ Þeir sem fylgjast með Guðrúnu Veigu á Snapchat vita að hún notar gjarnan kaldhæðni þegar hún tjáir sig og fólk á það til að taka það sem hún segir bókstaflega, það getur valdið misskilningi. „Já, fólk tekur mig oft á tíðum full bókstaflega. Eins og þegar ég sagðist enn vera með níu ára gamlan son minn á brjósti, það var gott samkvæmi að svara skila- boðunum sem bárust í kjölfarið.“ „Ég ritskoða mig ofsalega tak- markað því þá fyrst yrði lítið gaman að þessu öllu saman. Ætli það sé ekki svolítið þess vegna sem ég fæ eitt og annað yfir mig, ég á það til að segja það sem mér dettur í hug hverju sinni og stundum grafa eigin gröf nokkuð hratt og örugglega. Allt sem ég segi og geri er þó yfirleitt í góðu gamni gert og ekki ætlað til þess að skaða nokkurn mann. Ég vil meina að ég sé grínisti þó að maðurinn minn sé mér ekki alveg sammála.“ Áhugasamir um nethegðun ættu að fylgjast með kvöldfréttum Stöðvar 2 á morgun en þar munu nokkrir þekktir einstaklingar lesa upp ljótar athugasemdir um sjálfa sig af netinu og Guðrún Veiga er meðal þeirra. gudnyhronn@365.is Guðrún Veiga er með um 17.000 fylgjendur á Snapchat og sumir þeirra eiga erfitt með að liggja á skoðunum sínum. Fréttablaðið/Eyþór Ætli ég hafi ekki fyrst farið að gefa nethegðun fólks sérstaklega gaum þegar ég varð skyndilega umræðuefni í einhverjum Facebook- hópnum fyrir þremur árum,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir sem hélt á sínum tíma úti vinsælu bloggi. „Ég hafði skrifað eitthvað á bloggið sem einhverjum mislíkaði. Umræða sú var miður fögur og ég man að ég vaktaði hana eins og fálki – sat við tölvuna með ótal svör á reiðum höndum, klár í að hamra á lykla- borðið öll mín fínustu fúkyrði og láta fáeina hausa fjúka. Fyrst hringdi ég auðvitað grenjandi í mömmu yfir mannvonsku netverja og hún bað mig um að láta það ógert að svara og vera með skæting – slíkt yrði mér seint til framdráttar og myndi setja mig á sama lága plan og aðrir þátt- takendur umræðunnar væru á. Ég hlýddi (eins og ég geri alltaf ) og sé ekkert eftir því. Ég er ekki viss um að ég hefði komið neitt stórkostlega vel út þarna – skrifandi einhver svör æst, sár og snarvitlaust,“ útskýrir Guðrún Veiga. „Síðan þá hefur margt breyst. Facebook-hóparnir eru orðnir ótelj- andi og margir hverjir vettvangur Hefur oft orðið fyrir barðinu á óprúttnum netverjum Bókarhöfundurinn Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir hefur spáð töluvert í nethegðun fólks í gegnum tíðina enda hefur hún oft orðið fyrir barðinu á óprúttnum netverjum síðan hún fór að blogga og tjá sig opinberlega. þar sem andstyggilegar umræður um einstaklinga og hópa eru daglegt brauð. Fólk hefur í raun alls staðar orðið vettvang og tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar og því mjög áhuga- vert að skoða hvernig fólk hagar sér og hvað það leyfir sér að láta út út sér með lyklaborðið eitt að vopni.“ Þegar Guðrún Veiga er spurð út í skrýtna og leiðinlega hluti sem fólk hefur látið flakka við hana í gegnum netið veit Guðrún varla hvar hún á að byrja. „Þegar fólk sendir mér skilaboð í gegnum þessa helstu sam- skiptamiðla, Facebook og Snapchat til dæmis, þá er stundum eins og það haldi að það sé að skrifa jóla- sveininum bréf. Að það sé enginn sem fái bréfið. Að þessi manneskja sem er áberandi á e i n hve r j u m samfélagsmiðli sé bara skáld- s a g n a p e r s ó n a einhvers konar – ekki manneskja af holdi og blóði með tilfinningar sem særast alveg jafn auðveldlega og þínar eigin,“ s e g i r G u ð r ú n Veiga sem telur sig verða orðna nokkuð sjóaða í þessum málum. „Ég er komin með skráp sem myndi halda á mér hita á hæsta tindi Ever- est (segir konan sem kemst ekki upp Esjuna). En auðvitað á ég mína viðkvæmu bletti sem lítið má snerta án þess að mér sárni. Sumir vilja vel með ábendingum sínum. Aðrir eru bara að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við.“ Orðin sjóuð í þessum málum Árásirnar sem Guðrún hefur orðið fyrir eru af ýmsum toga. „Á tímabili fékk ég sífellt sendar einhvers konar dylgjur um að ég gæti ekki verið að borða svona mikið sælgæti eins og ég virtist gera á Snapchat. Ég væri pott- þétt að tyggja fyrir framan mynda- vélina og myndi svo hrækja því út úr mér um leið og andlit mitt væri úr mynd. Nú, eða að ég væri síælandi bara. Það var skrýtið að þurfa að svara fyrir. Þeir sem þekkja mig vita að ég myndi frekar henda fötunum mínum í ruslið heldur en minnsta sælgætisbita,“ segir Guðrún sem reynir að hafa húmor fyrir þessum ásökunum. „Holdafar mitt og líkamsþyngd er óþrjótandi uppspretta misgáfulegra spurninga. Ég gæti í raun endalaust talið. Sumt spaugilegt og skrýtið. Annað svolítið sárt.“ „En ég leita þessar umræður ekki uppi til þess að lesa,“ segir Guðrún svo spurð út í hvernig henni líði þegar ókunnugt fólk talar um hana á netinu. „Ég fæ annað slagið veður af þeim í gegnum vini og ættingja og forvitnin ber mig ofurliði þannig að ég fer á stúfana. Þær slá mig nú í flestum tilvikum ekki fast, þótt mis- fagrar séu. Svona verður maður sjó- aður. Það er líka nauðsynlegt að læra að láta þetta sem vind um eyru þjóta að mestu – ekki kæmist maður langt í lífinu ef allur þvættingur inter- netsins fengi að hafa sín áhrif. Ef ég hef hins vegar vogað mér að tala um málefnið – fara út í svona umræður, til dæmis á Snapchat, þá fæ ég und- antekningarlaust athugasemdir á borð við: „Ef þú vilt vera opinber persóna þá verður þú bara að geta tekið gagnrýni, þýðir ekki að vera Á tímabili fékk ég sífellt sendar einHvers konar dylgjur um að ég gæti ekki verið að borða svona mikið sælgæti eins og ég virtist gera Á snapcHat. Með tilkomu samfélagsmiðla eins og Snapchat er orðið afar auðvelt að senda skilaboð á fólk. 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r50 L í f I ð ∙ f r É T T a b L a ð I ð Lífið 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 2 5 -8 4 F 8 1 C 2 5 -8 3 B C 1 C 2 5 -8 2 8 0 1 C 2 5 -8 1 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.