Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 8
2699 kr.kg Folalda piparsteik Verð áður 3599 kr. kg - 25 % VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? • Um er að ræða annars vegar einstaklingsframboð til formanns, sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til formanns og 15 vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar. • Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista upp­ stillingar nefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 9. febrúar 2017. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna fram­ boða eru aðgengileg og ítarlegri upplýsingar birtar um framboð til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum til formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. 2. febrúar 2017 Kjörstjórn VR orkumál Það er mat forsvarsmanna HS Orku, og fjölmargra samstarfs­ aðila fyrirtækisins, að öll markmið djúpborunarverkefnisins á Reykja­ nesi hafi náðst. Verkefnið gefur góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu en áður var talið mögulegt – og það á umhverfisvænan hátt og með minni kostnaði, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Þetta kom fram á kynningarfundi HS Orku um verklok í gær, en borað var niður á 4.650 metra dýpi sem gerir holuna þá dýpstu á landinu. Nýtingarmöguleikar djúpborunar­ holunnar liggja þó ekki fyrir fyrr en í árslok 2018 þegar rannsóknum á henni lýkur. Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009 en HS Orka hefur leitt annan áfanga verkefnis­ ins (IDDP­2) og lagði til þess holu 15 á Reykjanesi. Borun tók um fimm mánuði en henni lauk um miðjan janúar. Markmið verkefnisins voru, auk borunarinnar sjálfrar, að ná bor­ kjörnum (bergi), mæla háan hita og finna lekt berg. Hitinn á botni holunnar hefur þegar mælst 427 gráður. Það er því ljóst að við botn holunnar hefur vökvinn náð yfir­ hituðu ástandi sem gefur vísbend­ ingar um að hægt sé að nýta hann til orkuöflunar. Því var lýst á fundinum að nú taka við fjölbreyttar rannsóknir en besta niðurstaða úr verkefninu væri ef hægt væri að nýta holuna sem vinnsluholu en það myndi opna nýja vídd í vinnslu jarðhita, þ.e. með því að ná vökvanum upp úr holunni á hærra hitastigi og þar með með meira orkuinnihaldi en hingað til hefur verið gert. Miðað við hitann og þrýstinginn í holunni er hugsanlega hægt að vinna úr henni á bilinu 30­50 megavött (MW) sem er talsvert meira en hefðbundin vinnsluhola. Albert Albertsson, hugmynda­ smiður HS Orku, setti þessar stærðir í samhengi á fundinum. Hann sagði að djúpborunarholan gæti gefið fimm­ til tífalt það rafafl sem hefð­ bundnar jarðhitaholur gefa, en þær gefa að meðaltali 5,5 MW hér á Íslandi. „Nú um stundir er mesta rafafls­ þörf Stór­Reykjavíkursvæðisins um 150 megavött, eða svo. Því þyrfti um 30 hefðbundnar háhitaholur til að uppfylla hámarksaflþörf svæðisins en einungis þrjár til sex djúpholur með yfirmarkshita – sem gefa auk þess margvíslega möguleika fyrir vistvænan iðnað,“ sagði Albert á fundinum. Hann hnykkti á hversu umhverfis­ vænt það myndi reynast ef hægt væri að afla rafafls með nýtingu þessara nýju djúphola. Einfaldlega vegna þess hversu fáar holur þarf til að ná sömu afköstum. Næstu skref í verkefninu eru vinnslutilraunir og blásturspróf­ anir sem munu standa næstu tvö árin. Hins vegar líta menn enn lengra fram í tímann því framhald er þegar á teikniborðinu. Þá mun Orkuveita Reykjavíkur, eða dóttur­ félag hennar, Orka náttúrunnar, taka við keflinu með skylda fram­ kvæmd á Hellisheiði. svavar@frettabladid.is Markmið djúpborunar náðust Save the Children á Íslandi Fimmtán ára hug- mynd að veruleika l Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) hefur verið starfrækt í um 15 ár. Tilgangur verkefnisins er að rannsaka hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarð- hitakerfum sem getur aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr landrýmisþörf orkuvinnsl- unnar. l Vinnslutækni verkefnisins ræðst af jarðhitavökvanum sem finnst á 4-5 kílómetra dýpi. Ef efnasamsetningin reynist viðráðanleg og unnt verður að vinna orkuríka gufu beint upp úr borholunni er það fyrsti val- kostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi. l HS Orka lánaði til djúpborunar- verkefnisins holu 15 á Reykja- nesi og var borað niður á 4.650 kílómetra dýpi, sem er dýpsta borhola landsins. HS Orka og samstarfs­ aðilar fyrirtækisins telja öll markmið djúpborun­ arverkefnisins á Reykja­ nesi hafa náðst. Nýting­ armöguleikar liggja ekki fyrir enn. Tæknin nýtist um allan heim. Gæti reynst byltingarkennd. Borað var niður á 4.650 metra dýpi sem er einsdæmi á Íslandi – Reykjanesviti í baksýn. Gríðarlegir möguleikar felast í verkefninu á heimsvísu. Mynd/HS ORka 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I m m T u D a G u r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a ð I ð 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 5 -8 9 E 8 1 C 2 5 -8 8 A C 1 C 2 5 -8 7 7 0 1 C 2 5 -8 6 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.