Fréttablaðið - 02.02.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 02.02.2017, Síða 8
2699 kr.kg Folalda piparsteik Verð áður 3599 kr. kg - 25 % VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? • Um er að ræða annars vegar einstaklingsframboð til formanns, sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til formanns og 15 vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar. • Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista upp­ stillingar nefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 9. febrúar 2017. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna fram­ boða eru aðgengileg og ítarlegri upplýsingar birtar um framboð til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum til formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. 2. febrúar 2017 Kjörstjórn VR orkumál Það er mat forsvarsmanna HS Orku, og fjölmargra samstarfs­ aðila fyrirtækisins, að öll markmið djúpborunarverkefnisins á Reykja­ nesi hafi náðst. Verkefnið gefur góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu en áður var talið mögulegt – og það á umhverfisvænan hátt og með minni kostnaði, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Þetta kom fram á kynningarfundi HS Orku um verklok í gær, en borað var niður á 4.650 metra dýpi sem gerir holuna þá dýpstu á landinu. Nýtingarmöguleikar djúpborunar­ holunnar liggja þó ekki fyrir fyrr en í árslok 2018 þegar rannsóknum á henni lýkur. Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009 en HS Orka hefur leitt annan áfanga verkefnis­ ins (IDDP­2) og lagði til þess holu 15 á Reykjanesi. Borun tók um fimm mánuði en henni lauk um miðjan janúar. Markmið verkefnisins voru, auk borunarinnar sjálfrar, að ná bor­ kjörnum (bergi), mæla háan hita og finna lekt berg. Hitinn á botni holunnar hefur þegar mælst 427 gráður. Það er því ljóst að við botn holunnar hefur vökvinn náð yfir­ hituðu ástandi sem gefur vísbend­ ingar um að hægt sé að nýta hann til orkuöflunar. Því var lýst á fundinum að nú taka við fjölbreyttar rannsóknir en besta niðurstaða úr verkefninu væri ef hægt væri að nýta holuna sem vinnsluholu en það myndi opna nýja vídd í vinnslu jarðhita, þ.e. með því að ná vökvanum upp úr holunni á hærra hitastigi og þar með með meira orkuinnihaldi en hingað til hefur verið gert. Miðað við hitann og þrýstinginn í holunni er hugsanlega hægt að vinna úr henni á bilinu 30­50 megavött (MW) sem er talsvert meira en hefðbundin vinnsluhola. Albert Albertsson, hugmynda­ smiður HS Orku, setti þessar stærðir í samhengi á fundinum. Hann sagði að djúpborunarholan gæti gefið fimm­ til tífalt það rafafl sem hefð­ bundnar jarðhitaholur gefa, en þær gefa að meðaltali 5,5 MW hér á Íslandi. „Nú um stundir er mesta rafafls­ þörf Stór­Reykjavíkursvæðisins um 150 megavött, eða svo. Því þyrfti um 30 hefðbundnar háhitaholur til að uppfylla hámarksaflþörf svæðisins en einungis þrjár til sex djúpholur með yfirmarkshita – sem gefa auk þess margvíslega möguleika fyrir vistvænan iðnað,“ sagði Albert á fundinum. Hann hnykkti á hversu umhverfis­ vænt það myndi reynast ef hægt væri að afla rafafls með nýtingu þessara nýju djúphola. Einfaldlega vegna þess hversu fáar holur þarf til að ná sömu afköstum. Næstu skref í verkefninu eru vinnslutilraunir og blásturspróf­ anir sem munu standa næstu tvö árin. Hins vegar líta menn enn lengra fram í tímann því framhald er þegar á teikniborðinu. Þá mun Orkuveita Reykjavíkur, eða dóttur­ félag hennar, Orka náttúrunnar, taka við keflinu með skylda fram­ kvæmd á Hellisheiði. svavar@frettabladid.is Markmið djúpborunar náðust Save the Children á Íslandi Fimmtán ára hug- mynd að veruleika l Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) hefur verið starfrækt í um 15 ár. Tilgangur verkefnisins er að rannsaka hvort framleiða megi orku úr djúplægum jarð- hitakerfum sem getur aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr landrýmisþörf orkuvinnsl- unnar. l Vinnslutækni verkefnisins ræðst af jarðhitavökvanum sem finnst á 4-5 kílómetra dýpi. Ef efnasamsetningin reynist viðráðanleg og unnt verður að vinna orkuríka gufu beint upp úr borholunni er það fyrsti val- kostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi. l HS Orka lánaði til djúpborunar- verkefnisins holu 15 á Reykja- nesi og var borað niður á 4.650 kílómetra dýpi, sem er dýpsta borhola landsins. HS Orka og samstarfs­ aðilar fyrirtækisins telja öll markmið djúpborun­ arverkefnisins á Reykja­ nesi hafa náðst. Nýting­ armöguleikar liggja ekki fyrir enn. Tæknin nýtist um allan heim. Gæti reynst byltingarkennd. Borað var niður á 4.650 metra dýpi sem er einsdæmi á Íslandi – Reykjanesviti í baksýn. Gríðarlegir möguleikar felast í verkefninu á heimsvísu. Mynd/HS ORka 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I m m T u D a G u r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a ð I ð 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 5 -8 9 E 8 1 C 2 5 -8 8 A C 1 C 2 5 -8 7 7 0 1 C 2 5 -8 6 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.