Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 26
Síðustu ár höfum við helgað febrúar GoRed verkefninu, en það er átak til að minna sérstaklega á konur og hjarta- og æðasjúkdóma. Í ár viljum við ekki einungis nýta febrúarmánuð til að minna á konur og hjartasjúkdóma, heldur einnig nota tækifærið og fjalla um heilaæðasjúkdóma/heila- slag og forvarnir hjarta- og æðasjúk- dóma bæði hjá konum og körlum. Í annarri viku febrúar verður áhersla á meðfædda hjartasjúkdóma, en ólíkt t.d. kransæðasjúkdómi og heilaslagi eru þeir sjúkdómar ekki lífsstílstengdir, heldur tilkomnir vegna byggingagalla í hjarta- og blóðrásarkerfi. Þótt mikið hafi áunnist og tíðni hjartaáfalla hafi lækkað verulega frá því þegar hún var hvað hæst um 1980 eru hjarta- og æðasjúkdómar ein af algengustu dánarorsökum Íslendinga. Þetta er sorglegt, ekki síst í ljósi þess að með fyrirbyggj- andi aðgerðum er hægt að seinka eða koma í veg fyrir hjarta- og heilaáföll og þar með skerðingu á lífsgæðum, fötlun, óvinnufærni og ekki síst ótímabær dauðsföll. En ef við byrjum á konunum. Hvað er svona öðruvísi við hjarta- og æðasjúkdóma kvenna að það þarfnist sérstakrar umfjöllunar? Hvatinn að baki þeirri umfjöllun er margþættur. Í fyrsta lagi má nefna að fjöldinn allur af konum veikist eða deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla, en samt er eins og konur geri sér fremur litla grein fyrir áhættunni eða sjúkdómseinkenn- um. Í öðru lagi þá er hægt að draga úr líkunum á þessum sjúkdómum með aðgerðum tengdum lífsstíl og í þriðja lagi er þörf á frekari rann- sóknum á konum og hjarta- og æða- sjúkdómum. Konur og karlar eru að vissu marki líffræðilega ólík og það end- urspeglast einnig í hjarta- og æða- kerfi þeirra. Sem hópur eru konur til að mynda 10-15 árum eldri en karlar þegar þær fá hjartaáfall, en hjá konum með áunna sykur- sýki hverfur þetta „forskot“ ef svo mætti kalla. Hjá báðum kynjum er æðakölkunarsjúkdómur (upp- söfnun fitu, bólgufruma og kalks í æðavegginn) langalgengasta orsök hjartaáfalls eða kransæðastíflu. Borið saman við karla eru konur oft með minna útbreiddar breytingar í kransæðum, eða jafnvel litlar sem engar, þegar þær fá hjartaáfall. Þær eru einnig líklegri til að fá heilaslag við gáttatif en karlar og einkenni hjartabilunar án þess að vera með skertan samdrátt í hjartavöðva. Í seinni tíð hafa fleiri tilfelli brodd- þensluheilkennis, eða „takot- subu (broken heart syndrome)“ greinst einkum hjá miðaldra eða eldri konum. Um er að ræða bráða hjartabilun með einkennum sem líkjast hjartaáfalli en sjúkdómurinn orsakast ekki af kransæðasjúkdómi og hefur ótvíræð tengsl við andlegt eða líkamlegt álag, eins og til dæmis ástvinamissi eða mikla sorg öðru tengda. Af þeim sökum var nýlega stungið upp á að nefna þetta ástand „harmsleg“. Konur finna fyrir öðrum einkennum Brjóstverkur er þekktasta einkenni hjartaáfalls eða kransæðastíflu og er honum gjarnan lýst sem þungri pressu á brjóstið, oft með leiðni upp í háls eða handlegg. Þessu fylgir stundum kaldur sviti, ógleði eða yfirlið. Konur virðast oft á tíðum finna fyrir öðrum einkennum við hjartaáfall en karlar. Þær kvarta undan andþyngslum eða mæði, þreytu, ógleði, meltingar- eða hjart- sláttartruflunum frekar en brjóst- verk. Þær lýsa einnig brjóstverknum oft sem meira stingandi en þungum. Það getur því verið vandasamt fyrir konuna sem á í hlut og jafnvel heil- brigðisstarfsmenn að greina af hvaða toga einkennin eru, ekki síst ef um er að ræða unga konu. Þetta getur verið orsök þess að konur bíða oft lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku þegar þær fá hjartaáfall. Áhættuþættir hjartaáfalls eru að mestu þeir sömu hjá konum og körlum með þeirri undantekningu að sérstakur áhættuþáttur kvenna er saga um háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu. Íslenskar og erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að reykingar, skortur á hreyfingu, háþrýstingur og sálfélagslegt álag (stress) eru sterkari áhættuþættir hjartaáfalls hjá konum, þó sérstak- lega yngri konum, samanborið við karla. Hjá bá ðum kynjum hafa fundist tengsl á milli óhagstæðrar blóðfitu, sykursýki og offitu og líkum á kransæðasjúkdómi á meðan það virðist vera verndandi að hreyfa sig reglulega, borða ávexti og græn- meti og jafnvel neyta smávægilegs áfengis. Til að minnka líkurnar á að fá hjarta- og æðasjúkdóma er mikil- vægt að átta sig á hverjir áhættu- þættirnir eru, t.d. með því að ræða við heilbrigðisstarfsmann og láta mæla blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitur. Á þetta ekki síst við þá sem eru með ættarsögu um krans- æðasjúkdóm, þ.e. eiga systkini eða foreldra sem hafa fengið kransæða- sjúkdóm ung (miðað við 50 ára fyrir karla og 60 ára fyrir konur). En það sem allir geta gert á eigin vegum eða með aðstoð er að hætta að reykja, hreyfa sig hæfilega mikið og borða hæfilega mikið og helst meira af grænmeti og ávöxtum. Táknlitur hjartans er rauður rétt eins og litur blóðsins sem streymir um æðar okkar. Því ætlum við að lita febrúar rauðan með því að lýsa sem flestar byggingar með rauðum lit. Föstudaginn 3ja febrúar mæl- umst við til að sem flestir lands- menn klæðist einhverju rauðu til að minna okkur á hvar hjartað slær. Að baki GoRed á Íslandi standa Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill, fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga, Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna og Hjartadeild Landspítalans. GoRed febrúar 2017 – Hvar slær þitt hjarta? Æ, hvað heitir þetta aftur?“ spyr hann í miðri frásögn og ég sogast til baka út úr þessum ókannaða ævintýraheimi. „Ég man ekki hvað þetta heitir á íslensku. Má ég ekki bara segja það á ensku?“ Ég kinka kolli og í sömu andrá kastar hann út úr sér einhverri framandi hljóðarunu. Ég er engu nær. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað barnið er að tala um. Ætli þetta sé eitthvert enskt nýyrði yfir fyrirbæri sem finnst aðeins í þessum tiltekna tölvuleik? Einhver vera eða hlutur í þessum tölvuleik sem geymir ævintýraheim sögunnar? Eða er þetta gamalt og rótgróið enskt orð sem ég hef bara ekki heyrt áður? Tæplega fimmtán ára aldursmunur og hann kann þegar meiri ensku en ég. Eða allavega meiri ensku en ég kunni á hans aldri. En kannski er það ekki skrýtið. Hann tilheyrir annarri kynslóð, elst upp með iPhone í annarri hendi og iPad í hinni, spilar tölvuleiki á ensku og horfir á bandaríska sjónvarpsþætti og kvikmyndir á Netflix eða YouTube. „Skilur þú þetta alveg?“ spyr ég hann stundum. „Jahá, this is English, you know,“ svarar hann þá og segist jafnvel kunna meiri ensku en íslensku. Og þó ég viti reyndar vel að svo er ekki, veldur þetta mér óneitanlega smá hugarangri. Hvað með komandi kynslóðir? Hvern- ig íslensku munu þær tala? Mörg tungumál farið halloka Í gegnum tíðina hafa mörg tungumál farið halloka fyrir ensku eða öðrum „stórum“ málum og önnur eru hætt komin á vígvellinum. Íbúar nágranna- landa sem áður höfðu samskipti á ann- arri hvorri heimatungunni eða með einhvers konar blendingsmáli grípa nú æ oftar í ensku og á ferðalögum ber sífellt meira á valdatöku hennar. Nánast alls staðar (eða a.m.k. í hinum vestræna heimi) er búist við að enska sé notuð í samskiptum við ferðamenn og þeir sem ekki kunna ensku eru yfir- leitt taldir verr staddir en þeir sem hafa hana á valdi sínu. Sömuleiðis virðist hið akademíska umhverfi stöðugt verða enskumiðaðra því námsgögn fyrir eldri skólastig eru oft aðeins fáan- leg á ensku og mörg námskeið í háskól- um jafnvel einungis kennd á því máli. Fámennar þjóðir hafa ekki bolmagn til að þýða yfir á móðurmál sitt allan þann fjölda námsbóka og fræðigreina sem streymir frá enskum markaði og því má segja ensku í ákveðnu lykil- hlutverki á sviði æðri menntunar og vísinda. Afl ensku stafar þó ekki síst af þeirri öru tækniþróun og síauknu tækjanotkun sem orðið hafa á undan- förnum árum og áratugum. Til marks um það má m.a. nefna að börn sem hafa ekki enn hlotið formlega ensku- kennslu eru engu að síður oft afar fær í ensku. Nútímasamfélög byggjast tölu- vert á margmiðlun sem gerir kröfu til ákveðinnar enskukunnáttu og á meðan enskuáreiti í íslensku sam- félagi er eins mikið og raun ber vitni ætti ekki að koma á óvart hve mikil enskunotkun íslenskra barna er. Börn eru sérstaklega móttækileg fyrir máli og málbreytingum og því getur þetta haft umtalsverð áhrif á íslenskt mál- kerfi. Getur haft óafturkræf áhrif Það er í eðli lifandi tungumála að þróast og því er ekkert út á einstaka málbreytingar eða ný orð að setja. Hins vegar getur það haft óafturkræf áhrif á málið ef börn í landinu byrja að nota ensku til jafns við eða jafnvel enn meira en íslensku. Þau eru fram- tíð þjóðarinnar og líf tungumálsins liggur í þeirra höndum. Það er á ábyrgð eldri kynslóða að kenna þeim yngri málið og sjá til þess að það falli ekki í gleymskunnar dá. Með þessu vil ég þó alls ekki draga úr mikilvægi enskukunnáttu nú til dags og í raun finnst mér frábært hve góðum tökum mörg ungmenni hafa náð á henni. Enska er þrátt fyrir allt eitt mest notaða samskiptamál í heimi og því fyrr sem börn læra hana, því betra valdi ná þau yfirleitt á henni. Ensku- kunnátta á Íslandi má bara ekki vera á kostnað íslenskrar tungu og til þess að íslenska geti skilgreinst sem fullburða tungumál þarf að vera hægt að nota hana á öllum sviðum. Við lifum á tækniöld þar sem enska virðist nær allsráðandi og stafrænn dauði íslensku yfirvofandi. Fjölmarg- ar rannsóknir á málnotkun íslenskra málhafa standa nú yfir og alls kyns áætlanir hafa verið gerðar til að sporna gegn dvínandi íslenskukunnáttu en til þess að árangur náist þarf málsam- félagið allt að leggjast á eitt. Íslensk tunga endurspeglar á margan hátt sögu og menningu þjóðarinnar og er um leið hluti af þjóðerni okkar. Sýnum íslensku virðingu. Leikum okkur með málið. Notum íslensku óspart því „á vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar mál“. (ísl)enska Á síðustu árum hefur verið fróð-legt að fylgjast með yfirlýsing-um stjórnvalda um nauðsyn þess að efla heilbrigðisþjónustuna og byggja upp og styrkja alla meginþætti hennar, einkum og sér í lagi heilsu- gæslu, öldrunarþjónustu og sjúkra- húsþjónustu. En þrátt fyrir góðan hug virðist, hin síðari ár, sem ráðandi meirihluta hverju sinni sé fyrirmunað að fjármagna og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að byggja upp nútíma heilbrigðiskerfi. Heilbrigðismál í forgang Engu að síður var það mikið gleðiefni þegar spurðist í byrjun árs að ný ríkis- stjórn ætlaði að setja heilbrigðismál í forgang. Í stefnuyfirlýsingu hennar er því heitið að örugg og góð heilbrigðis- þjónusta, óháð efnahag og þjóð- félagsstöðu, skyldi verða forgangs- mál ríkisstjórnarinnar. Uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut skyldi hraðað og byggingu meðferðarkjarna lokið árið 2023, eða eftir sex ár. Það voru þó engin ný tíðindi því í viðtali við Morgunblaðið 27. apríl 2016 hafði Gunnar Svavarsson, stjórnarformaður Nýs Landspítala ohf., lýst því yfir að nýr meðferðarkjarni yrði tilbúinn 2023. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem gefnar eru út yfirlýsingar um eflingu heilbrigðiskerfisins á liðnum árum. Í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna þann 8. janúar 2015 undir- rituðu þrír ráðherrar og forsvarsmenn Læknafélags Íslands og Skurðlækna- félags Íslands yfirlýsingu um uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustunnar. Þetta samkomulag nær m.a. til byggingar nýs Landspítala, markvissrar endur- nýjunar tækjabúnaðar, aukinna fjár- veitinga, meiri skilvirkni, vaxandi sam- vinnu, markvissari verkaskiptingar og aukinnar samkeppnishæfni íslenska heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert, hafa fjárfram- lög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu nánast staðið í stað frá þeim tíma. Því má spyrja hvort hér hafi óskhyggja ráðið meiru um för en ásetningur um markvissar aðgerðir til að styrkja heilbrigðisþjónustuna. Undirskriftasöfnun Það kom því ekki á óvart að þegar á árinu 2016 skyldu þekktir einstakl- ingar ráðast í undirskriftasöfnun undir heitinu „Endurreisum heilbrigðiskerf- ið“. Alls skrifuðu 86.761 manns undir yfirlýsingu þar sem þess var krafist að hlutdeild heilbrigðisþjónustu í lands- framleiðslu hækkaði úr 8,7% í 11% eða um 50 milljarða króna og yrði þannig sambærilegt við það sem best gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Í framhaldinu urðu heilbrigðismál síðan aðalmál kosningabaráttunnar haustið 2016. Samkvæmt ríkisfjár- málaáætlun 2017-2021 er þó ekki við því að búast að fjárframlög til heil- brigðisþjónustunnar muni aukast um meira en 30 milljarða á þessu fimm ára tímabili. Í byrjun næsta áratugar mun því miðað við ofangreindar forsendur vanta 20 milljarða króna inn í rekstur heilbrigðiskerfisins. Fjármögnun ekkert vandamál Á sama tíma og öll tormerki eru talin vera á því að ráðast í uppbyggingu eða endurreisn heilbrigðiskerfisins á nokkrum árum, hefur verið bent á skuldabréfafjármögnun sem vænlega leið. Á fundi sem Félag atvinnurek- enda stóð fyrir í byrjun ársins 2016 var fullyrt að auðveldlega mætti fjár- magna byggingu Landspítalans með skuldabréfaútboði, a.m.k. að hluta til. Skuldastaða ríkisins færi batnandi með niðurgreiðslu lána og þar með lækkaði sömuleiðis vaxtakostnaður og svig- rúm til nýrra framkvæmda ykist. Fjár- mögnun nýs Landspítala væri ekkert vandamál. Stöðugleikaframlag Stöðugleikaskilyrði, stöðugleika- framlag og stöðugleikaskattur hafa mikið verið til umræðu í tengslum við uppgjör við slitabú föllnu viðskipta- bankanna og losun gjaldeyrishafta. Sáu flestir fyrir sér að afraksturinn, hvort sem væri í mynd stöðugleika- framlags eða stöðugleikaskatts, yrði nýttur til að styrkja sérstaklega heil- brigðisþjónustu, menntakerfi og sam- göngukerfi landsins. Á haustdögum 2016 kom fram að þær greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkis- sjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna væru um 491 milljarður og gætu farið í 599 milljarða ef virði eigna hækkaði, auk annarra ráð- stafana. Stöðugleikaframlag Glitnis er 229 milljarðar, Kaupþings 127 milljarðar og Gamla Landsbankans 23 milljarðar. Ráðstöfun eigna Komið hefur verið á fót einkahluta- félaginu Lindarhvol ehf. sem annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þessum eignum verður ráðstafað. Danir völdu á sínum tíma að stofna sérstakan sjóð (Kvalitets- fonden) til að fjármagna megnið af uppbyggingu nýs sjúkrahúsakerfis. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti lagt áherslu á að borga niður skuldir en spurningin er hvort ekki sé nú einn- ig svigrúm til að styrkja innviði heil- brigðis- og velferðarkerfisins og standa við þau fyrirheit sem allir stjórnmála- flokkar fylktu sér um í kosningabar- áttunni haustið 2016. Enn fremur er ekki ólíklegt að draga megi einhverja lærdóma af reynslu Dana og annarra nágrannaþjóða okkar í þessum efnum. Orð og efndir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir Konur virðast oft á tíðum finna fyrir öðrum einkenn- um við hjartaáfall en karlar. Þær kvarta undan and- þyngslum eða mæði, þreytu, ógleði, meltingar- eða hjart- sláttartruflunum frekar en brjóstverk. Hulda Vigdísardóttir íslenskufræð- ingur Ingimar Einarsson félags- og stjórnmála- fræðingur 2 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r26 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð 0 2 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 2 5 -8 E D 8 1 C 2 5 -8 D 9 C 1 C 2 5 -8 C 6 0 1 C 2 5 -8 B 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.