Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 24
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Davíð Ólafsson komst í gegnum geisla- og lyfjameðferð við ristilkrabba- meini með því að horfa á spaugilegu hliðarnar. Hann segir fræðsluátak Mottumars hafa ýtt við sér svo hann fór í skoðun. „Þegar ég fór í skurðaðgerðina var hún á öskudag og ég skreytti því stómapokana.“ „Í grunnskóla var aldrei talað um okkur strákana en við vissum allt um líffræðilegan gang stelpn- anna. Með Mottumars heyri ég í fyrsta skipti eitthvað um það sem við karlmenn þurfum að fylgj- ast með hjá okkur og láta skoða. Í mínu tilfelli skipti það öllu máli. Sú fræðsla sem tengdist blöðruháls- og ristilsþemanu í Mottu mars, varð til þess að ég fór í skoðun. Ég greindist með þriðja stigs krabba- mein í ristli,“ segir Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali. Hann var útskrifaður í fyrradag af Land- spítalanum, laus við meinið. „Ég fann breytingar hjá mér í sumar en þegar ég gúglaði ristil- krabba las ég að hann greinist yfir- leitt í kringum 70 ára aldur. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þá bara afskrifað hann, en, ég mundi eftir viðtölum við yngri menn sem greinst höfðu með ristil- krabba,“ segir Davíð. Einungis nánasta fjölskylda vissi af greiningunni til að byrja með. Eftir aðgerðina setti hann þó status á Facebook og eftir það hafði fjöldi karlmanna samband við hann. „Það hafa ótrúlega margir karl- menn hringt í mig eða stoppað mig Horfir á spaugilegu Hliðarnar Davíð Ólafsson söngvari greindist með krabamein í ristli 48 ára gamall. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í fyrradag laus við meinið. Hann segir fræðslu til karlmanna ábótavant. Mottumars hafi ýtt við honum sjálfum. okkur. Við erum stór fjölskylda með samtals fimm börn og þrjú undir átta ára aldri,“ segir hann og hlær. Engin lognmolla sé því kringum hann. „Krakkarnir voru vanir að vekja mig á morgnana með því að hoppa ofan á mag- ann á mér, en við urðum að út- skýra fyrir þeim að það mætti ekki lengur. Það dugði ekki alltaf til, þau komu stundu hlaupandi í fangið á mér með hausinn á undan sér,“ segir Davíð sposkur. Það sé ómetanlega hjálplegt að sjá skop- legu hliðarnar á hlutunum. Hann segist jafnvel geta séð fyrstu við- brögð sín við fréttunum á spaugi- legan hátt. „Það fyrsta sem flaug í gegn- um hugann var hvað fæ ég að lifa lengi og næ ég að skipuleggja jarðar förina! Ég sagði við lækn- inn, „þetta er ekkert mál, ég er búinn að syngja í yfir þúsund jarðarförum, ég veit alveg hvern- ig þær fara fram“. Mér finnst hálf fyndið að hugsa um þetta núna. Í geisluninni reyndi ég að koma með eitthvað skemmtilegt á hverjum degi. Ég tók stundum „cat-walk- ið“ að geislatækinu, í sloppnum að framan en ber að aftan. Þegar ég fór í skurðaðgerðina var hún á öskudag og ég skreytti því stóma- pokana. Ég hef líka verið í sam- bandi við aðila sem er að ganga í gegnum það sama og ég. Við hringjum hvor í annan á hverjum degi og segjum stómasögur, tölum um hægðir og hvernig gangi að pissa og fleira í þeim dúr,“ segir hann létt. Ég ráðlegg mönnum að lesa sér til um einkenni ristilkrabbameins. Það er erfitt að alhæfa um ein- kenni, Það getur verið svo margt, blóð eða slím í hægðum, niður- gangur. Ef menn skynja einhverj- ar breytingar hjá sér ætti að leita strax til læknis.“ úti í búð og spurt, hvernig fannstu þetta út? Fræðslunni er greinilega ekki lokið, við erum á byrjunar- reit miðað við mörg önnur lönd. Vinir mínir í Þýskalandi og víðar í Evrópu eru að fara í tékk annað hvert ár. Þar sem ég er ekki orðinn fimmtugur fæ ég ekki sjálfkrafa ristilspeglun og þegar ég ætlaði að panta tíma var margra mánaða bið. Maður er spurður að því hvort það komi blóð og ef svo er ekki getur biðin verið tæpt ár. En fólk er ekki allt með sömu einkennin. Það tók mig einn og hálfan mánuð að kom- ast til sérfræðings og í speglun en það var ekki liðin mínúta af spegl- uninni þegar læknirinn sá að ég var með illkynja krabbamein.“ Við tóku rannsóknir, sneiðmynda- taka, segulómun og eins og hálfs mánaðar geisla- og lyfjameðferð. Loks stór skurðaðgerð í lok janúar og nú tekur bataferlið við. „Ég er mjög jákvæður gagnvart þessu öllu saman. Ég varð ekki sorg- mæddur fyrr en daginn sem mér var sagt að ég væri læknaður. Þá þyrmdi aðeins yfir mig. Ég held að fram að því hafi ég verið í baráttu- ham, að baráttugenið sé einhvern veginn innbyggt í okkur,“ segir Davíð. Undanfarnir mánuðir hafi verið erfiðir, fyrir alla fjölskylduna. „Það er mikið álag á fjölskyld- una að hafa mann veikan heima. En þetta hefur gengið vel hjá LAU. 16. SEPT. Í HÁSKÓLABÍÓI 40 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR MISSIÐ EKKI AF EINSTÆÐU TÆKIFÆRI TIL AÐ SJÁ EINA MERKUSTU HLJÓMSVEIT ÍSLANDS SÖGUNNAR Á EINSTÖKUM TÍMAMÓTAVIÐBURÐI! MIÐASALA HAFIN Á MIDI.IS AÐRIR TÓNLEIKAR SUN. 17. SEPT. KL. 21. !! U P P S E L T ! 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r4 F ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -2 1 1 C 1 C 6 7 -1 F E 0 1 C 6 7 -1 E A 4 1 C 6 7 -1 D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.