Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 26
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Mottumars er árlegt átaksverk- efni Krabbameinsfélagsins og er tileinkað baráttunni gegn krabba- meini í körlum. Átakið var fyrst haldið árið 2009 undir heitinu „Karlmenn og krabbamein“ sem svo þróaðist í Mottumars árið eftir með tilheyrandi skeggsöfnun. Að sögn Kolbrúnar Silju Ás- geirsdóttur, kynningar- og fjár- öflunarstjóra Krabbameinsfé- lagsins, er inntak átaksins að hvetja karlmenn til að þekkja ein- kenni krabbameins og stuðla að jákvæðum breytingum á lífshátt- um til að koma í veg fyrir krabba- mein. „Átakið er fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Helstu markmiðin eru að fækka þeim körlum sem greinast með krabba- mein og stuðla að því að lengja líf þeirra sem greinast og jafnframt auka lífsgæði þeirra. Við finnum ávallt mismunandi leiðir að þess- um markmiðum og sníðum eftir því hvaða málefni er brýnast hverju sinni.“ Árið 2015 var Mottumars til- einkaður hvatningu til karla um að fylgjast með einkennum rist- ilkrabbameins og ári síðar var lögð áhersla á að karlar þekktu og væru vakandi fyrir einkenn- um blöðruhálskirtilskrabbameins sem er algengasta krabbamein karla. „Mottukeppnin var einnig mjög vinsæl fyrstu árin og setti sannar lega sinn brag á samfélag- ið. Í fyrra gáfum við svo út að áheitakeppnin yrði sett í smá frí þar sem mjög fáir tóku þátt í fyrra. En aldrei að vita hvort hún stingur ekki upp kollinum síðar.“ Hættu nú alveg Í ár verður lögð áhersla á að hvetja karla til að velja sér tóbakslaust líf og njóta þannig betra og lengra lífs. „Árlega greinast að meðal- tali um 140 karlar með krabba- mein sem orsakast af tóbaksneyslu og 87 þeirra látast. Við sem sam- félag höfum náð miklum árangri í að minnka langalvarlegasta form tóbaksneyslu, sígarettureyking- ar, en á meðan hefur munntóbaks- neysla vaxið hratt, sérstaklega meðal yngri karla. Munntóbaks- neysla eykur líkur á þremur alvar- legum krabbameinum; í munnholi, vélinda og brisi.“ Að sama skapi hefur náðst nán- ast að útrýma reykingum í grunn- skólum að sögn Kolbrúnar en þau hafa þó áhyggjur af þeirri stað- reynd að einn af hverjum fjór- um nemum í 10. bekk grunnskóla hefur prófað rafsígarettur. „Mottu- mars er aðeins fyrsta skrefið því við munum í framhaldinu dreifa fræðsluefni til skóla og víðar til að fylgja þessu eftir. Við höfum gert stutt fræðslumyndbönd og létt próf um allar helstu leiðir tóbaksneyslu sem við hvetjum alla til að skoða og spreyta sig á.“ Kolbrún hvetur alla til að skoða fræðsluefnið á mottumars.is og deila því með öðrum svo að sem flestir séu minntir á það sem þeir vita nú þegar: Að tóbaksneysla er skaðleg og að við vitum betur. „Við hvetjum alla þá sem nota tóbak daglega til að nota tækifærið í Mottumars og skrá sig í „Hættu nú alveg“ keppnina sem Krabba- meinsfélagið og Reyksíminn standa fyrir og er ætluð þeim sem vilja hætta að nota tóbak. Hægt verður að skrá sig í keppnina til 15. mars. Þá tekur við tveggja vikna undirbúningur og miðviku- daginn 29. mars er síðan stóri dag- urinn „Hætt/ur að nota tóbak“ þar sem þátttakendur eiga að vera hættir að nota tóbak. Starfsfólk Reyksímans verður keppendum til aðstoðar með úrræði og stuðning en það eru hjúkrunarfræðingar sem eru sérmenntaðir í aðstoð við þá sem vilja hætta að nota tóbak.“ Margar styrktarleiðir Veglegur vinningur verður í boði fyrir einn af þeim sem komast í pottinn tóbakslausir þann 2. maí en þá verða þátttakendur búnir að vera tóbakslausir í fimm vikur. „Í aðalvinning er auðvitað lengra og betra líf en því til viðbótar mun einn heppinn vinna flug til Evr- ópu frá WOW, útsýnisflug fyrir tvo yfir Reykjavík og fjöllin í kring með lendingu á Esjunni og Hótel Rangá gefur gistingu í eina nótt með þriggja rétta kvöldverði og morgunverðarhlaðborði fyrir tvo. Auk þess gefur Olís/ÓB 50.000 króna inneign á bensíni.“ Einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt átakið og Krabba- meinsfélagið með ýmsum hætti. „Hægt er að gerast velunnari fé- lagsins með mánaðarlegu fram- lagi eða stöku framlagi inn á vef okkar www.mottumars.is. „Þeir sem vilja styðja við forvarna- og fræðslustarf félagsins geta styrkt átakið um 1.900 krónur með því að senda SMS-ið Motta í 1900. Einn- ig geta fyrirtæki styrkt okkur með ýmsum hætti, m.a. keypt rafræna mottu til að nota á vefi sína, í und- irskrift eða á samfélagsmiðlum.“ Árlega greinast að meðaltali um 140 karlar með krabbamein sem orsakast af tóbaksneyslu og 87 þeirra látast. Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir „Átakið er fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Helstu markmiðin eru að fækka þeim körlum sem greinast með krabbamein og stuðla að því að lengja líf þeirra sem greinast og jafnframt auka lífsgæði þeirra,“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins. mynd/VilHelm lengra og betra líf í aðalvinning Í ár leggur Mottumars áherslu á að hvetja karla til að velja sér tóbakslaust líf og njóta þannig betra og lengra lífs. Átakið er fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Átakið og Krabbameinsfélagið er hægt að styrkja með ýmiss konar hætti á síðunni www.mottumars.is. Starri freyr jónsson starri@365.is Kickup inniheldur tíu vítamín og þrjú steinefni ásamt guarana, ginseng og koffíni. „Það er vitað mál að stór hluti fíknarinnar tengist því að hafa eitthvað undir vörinni. Kickup svalar þeirri þörf. Notendur upp- lifa samskonar sviða og þeir eru vanir. Varan inniheldur þó hvorki tóbak né nikótín,“ segir Guðmund- ur Már Ketilsson, eigandi Kickup á Íslandi. Kickup inniheldur á hinn bóginn tíu vítamín og þrjú stein- efni ásamt guarana, ginseng og koffíni. Sömuleiðis xylitol sem verndar tennur og góm. Til eru fjórar tegundir; strong, salmíak, soft mint og real white. Aðspurður segir Guðmundur Kickup algerlega skaðlaust. Það hefur verið á markaði hér á landi síðastliðin þrjú ár og hefur að hans sögn hjálpað mörgum. „Viðtökurn- Hefur hjálpað mörgum að hætta munntóbaksnotkun Kickup er munntóbakslíki sem hefur gagnast mörgum sem vilja draga úr eða hætta munntóbaksnotkun. Varan er flokkuð sem fæðubótarefni og getur hjálpað munntóbaksnotendum sem vilja hætta að komast yfir erfiðasta hjallann. til eru fjórar tegundir; strong, salmiak, soft mint og real white. ar hafa verið frábærar og ég hef fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafði lengi reynt að hætta munntóbaksnotkun og tókst það loks með hjálp Kickup.“ Vörurnar fást í apótekum og öllum helstu matvöruverslunum. „Þær eru hugsaðar fyrir fólk sem vill hætta að nota munntóbak og því beinum við þeim tilmælum til seljenda að takmarka söluna við að minnsta kosti sextán ára aldur.“ mottUmarS Kynningarblað 8. mars 20172 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -0 D 5 C 1 C 6 7 -0 C 2 0 1 C 6 7 -0 A E 4 1 C 6 7 -0 9 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.