Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 gerlinde Kaltenbrunner er víðfræg fjallgöngukona sem heldur fyrirlestur í eldborg í Hörpu á sunnudaginn klukkan 20. nordicpHotos/getty „Gerlinde á mjög merkilegan feril að baki og er fyrsta konan sem hefur gengið á öll hæstu fjöll í heimi án súrefnis,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, en þessi merka kona var fengin til að vera aðalfyrirlesari á Háfjallakvöldi FÍ í tilefni af 90 ára afmælisári félagsins. Gerlinde heldur fyrirlesturinn Passion 8000, Dream of a life time. „Þar sýnir hún stórbrotnar mynd- ir af helstu fjöllum sem hún hefur verið að klífa,“ segir Páll og upp- lýsir að Gerlinde sé austurrísk- ur hjúkrunarfræðingur en hafi í rúmlega þrjá áratugi starfað sem atvinnufjallgöngukona. „Hún varð heimsfræg í ágúst 2011 þegar hún náði tindi K2 í sinni sjöundu til- raun en það er erfiðasta fjall í heimi. Um leið varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla fjórtán hæstu tinda veraldar, sem allir eru yfir 8.000 metra háir, án viðbótarsúrefnis,“ segir Páll en fyrir nokkrum árum var Ger linde valin af National Geo graphic sem ein af fremstu ævin týrakonum og -mönnum heims. „Gerlinde þykir frábær fyrirlesari og hefur ferðast um allan heim með fyrir- lestur sinn þar sem hún sýnir stór- brotnar myndir af hæstu fjöllum heims. Hún er einnig þekkt fyrir störf sín að mannúðarmálum og er eftir sóttur fyrir lesari hjá fyr- irtækjum um það hvernig hægt er að ná markmiðum sínum í lífinu.“ Fyrstur manna á everest án súreFnis Auk Gerlinde mun annar víð- frægur fjallgöngumaður halda fyrirlestur, en það er Þjóðverj- inn Peter Habeler. „Peter er einn frægasti fjallgöngumaður sög- unnar en 8. maí 1978 varð hann, ásamt Reinhold Messner, fyrst- ur til að sigrast á hæsta fjalli heims, Everest, án viðbótarsúr- efnis. Hann hefur auk þess klif- ið mörg af hæstu fjöllum jarð- ar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla,“ segir Páll en þrátt fyrir að vera kominn á miðjan áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöng- um og fjallaskíðaferðum víða um heim. Í fyrirlestri sínum, Peter Habeler: A passion to climb, mun Peter segja frá göngu- og klifur- ferðum á marga af erfiðustu tind- um Alpafjalla. Þau Gerlinde og Peter verða á landinu í nokkra daga og mun Ferðafélag Íslands skipuleggja ferðir fyrir þau á meðan á dvöl þeirra stendur. „Við ætlum að sýna þeim ýmislegt, fara á jökla, síga niður í Þríhnúkagíg og fleira spennandi,“ segir Páll og er spenntur fyrir komu þessa merka fjallafólks. FÍFl sýnir myndir Nokkrir aðrir dagskrárliðir verða á Háfjallakvöldinu. Einn þeirra er fyrirlestur Ólafs Más Björnssonar og Tómasar Guðbjartsonar, sem eru læknar og forsprakkar Félags íslenskra fjallalækna (FÍFL). Þeir hafa jafnframt verið virkir í starfi Ferðafélags Íslands og staðið fyrir göngu- og fjallaskíðaferðum fyrir félagið um hálendi Íslands. „Í fyr- irlestri sínum munu þeir félagar sýna stórbrotnar ljósmyndir og myndbönd, sem sum eru tekin með dróna, frá helstu náttúru- perlum Íslands, meðal annars frá Kverkfjöllum, Vonarskarði, Þjórs- árverum, Holuhrauni, Birnudals- tindi og Ljósufjöllum á Snæfells- nesi,“ upplýsir Páll. styrkja göngustÍgagerð Í Þórsmörk Allur ágóði af Háfjallakvöldinu rennur til góðs málefnis. „Vinir Þórsmerkur fá að njóta ágóðans en þeir standa fyrir uppbyggingu á göngustígum í Þórsmörk,“ segir Páll og telur mikið verkefni fram undan í þeim málum. Afmælisár Ferðafélags Íslands hófst með borgargöngu 15. janú- ar en fjölmargir viðburðir verða á árinu í tengslum við afmælið. „Af- mælisdagurinn er í nóvember og þá verðum við með veislu í Safna- húsinu á Hverfisgötu og sögulega sýningu um starf félagsins.“ Háfjallakvöldið er einn af há- punktum afmælisársins. Það er öllum opið, aðgangseyrir er 1.000 krónur og hægt er að kaupa miða á harpa.is, tix.is og við inngang. á hæstu Fjöll heims án súreFnis Frægasta núlifandi fjallgöngukona í heiminum, gerlinde Kaltenbrunner, er aðalfyrirlesari á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn. Kvöldið er haldið í tilefni af 90 ára afmæli FÍ. sólveig gísladóttir solveig@365.is peter Habeler fór fyrstur manna á everest án viðbótarsúrefnis. Fréttablaðið eykur þjónustu sína við lesendur á landsbyggðinni. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi sölustöðum víðsvegar um landið: 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r2 F ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -2 6 0 C 1 C 6 7 -2 4 D 0 1 C 6 7 -2 3 9 4 1 C 6 7 -2 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.