Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 32
Staðreyndir um tóbak og reykingar Rannsóknir sýna að sígarettureykingar auka hættu á 17 tegundum krabbameins og eru flest tilfellin af völdum lungnakrabbameina, sem er algengasta dánarorsök vegna krabbameina. Ágætur árangur hefur náðst í tóbaksvörnum undanfarin ár en betur má ef duga skal. l Flestir kúgast og þeim líður illa fyrst þegar þeir nota tóbak. Það eru eðlileg viðbrögð. Líkaminn er að senda skilaboð um að tóbak sé eitur og að best sé að forðast það. Menn byrja því ekki að nota tóbak af því að þeim finnst það gott l Eftir að hafa ánetjast tóbaki er mjög erfitt að hætta. Einungis 3% tekst að hætta í fyrstu tilraun, eða einum af hverjum þrjátíu l Nikótín og önnur efni í tóbaki mæl- ast í sáðvökva karla sem nota tóbak. Sáðvökvinn gegnir því hlut- verki að vera næring fyrir sáð- frumurnar. Efnin í munntóbaki dreifast þannig um allan líkamann og geta haft áhrif á starfsemi fjar- lægra líffæra l Því yngri sem maður er þegar fikt- ið byrjar því meiri líkur eru á að verða háður tóbaki því heilinn hefur ekki tekið út fullan þroska fyrr en um tvítugt og er því við- kvæmari fyrir ávanabindandi efnum en hjá fullorðnum. Lang- flestir fullorðnir sem eru háðir tób- aki byrjuðu að fikta fyrir tvítugt l Nikótín eykur hjartsláttartíðni og blóðþrýsting, sem getur valið hjartsláttartruflunum l Ef móðir neytir nikótíns í ein- hverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varan- legri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirbura- fæðingu og andvana fæðingum l Um 90% lungnakrabbameina má rekja til tóbaksreykinga. Tíðni reykinga hefur lækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi. Þó reykja enn 14% karla, 9% daglega og 5% sjaldnar en daglega. Það eru um 17. 700 karlar. l Lífslíkur reykingamanna eru að meðaltali 10 árum minni og dánar- tíðnin er um þrisvar sinnum hærri í samanburði við þá sem hafa aldrei reykt. l Sígarettureykingar auka líkur á 17 tegundum krabbameina. l Yfir 7.000 mismunandi efni og efnasambönd finnast í tóbaki, um 250 þeirra eru skaðleg og 70 eru skráð sem krabbameinsvaldandi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni (WHO). l Meira en 3.000 börn og ungling- ar í grunn- og framhaldsskólum landsins reykja daglega. l Meðalreykingamaður eyðir um hálfri milljón króna í sígarettur á ári. Eftir 20 ár er hann búinn að eyða 10 milljónum. l Líkt og að skerða blóðflæði til hjartans þá skerða efnin í tóbaks- reyk einnig blóðflæði til getnað- arlimsins sem getur valdið stinn- ingar vandamálum. l Þeir sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldur eru með svipaðar lífslík- ur og þeir sem aldrei hafa reykt. Þeir sem hætta milli 35 og 44 ára minnka líkur sínar á að deyja úr reykingatengdum sjúkdómum um 90% og þeir sem hætta milli 45 og 54 ára minnka líkurnar um 60%. l 23% ungra karla á aldrinum 18 til 24 ára nota munntóbak daglega eða um 4.000 karlar á þessum aldri l Um 26% þeirra sem nota reyk- laust tóbak reykja einnig sígar- ettur l Munntóbak eykur líkur á krabba- meini í munnholi, brisi og vélinda l Rafsígarettur eru eflaust mun skárri kostur en sígarettur. Það er hins vegar of snemmt að segja til um langtímaáhrif af notkun þeirra. l Um fjórðungur íslenskra barna í 10. bekk og helmingur fram- haldsskólanema hafa notað raf- sígarettur. l Rannsóknir sýna að börn sem nota rafsígarettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar. l Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvöka sé hann drukkinn. Nikótínvökvi er gjarn- an seldur í sælgætisbúningi. Ein- ungis einn millilítri af nikótíni getur valdið öndunarstoppi og dauða hjá ungu barn.i l Embætti landlæknis og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) mæla með því að rafsígarettur falli undir tóbaksvarnalög, líkt og venjulegar sígarettur. Óbeinar reykingar l Öndun barna er hraðari en hjá fullorðnum og lungu þeirra eru minni að rúmmáli. Barn andar því að sér hlutfallslega meira af krabbameinsvaldandi efnum í sígarettureyk en full- orðinn myndi gera í sama um- hverfi l Börn sem anda að sér óbein- um reyk eru líklegri en önnur til að þjást af astma, eyrna- bólgum, öndunarfærasjúk- dómum og að deyja vöggu- dauða Á heimsvísu eru börn um 10% af þeim sem látast af völdum óbeinna reykinga. Almennt um tóbak Sígarettureykingar 90% lungnakrabba- meina má rekja til tóbaksreyk- inga. 82 karlar greinast árlega með lungna- krabbamein og 64 karlar látast úr meininu Rafsígarettur íslenskra barna í 10. bekk og helmingur fram- haldsskólanema hafa notað raf- sígarettur. 1/4 Meðalreykingamaður eyðir um 500.000 kr. í sígarettur á ári. Eftir 20 ár er hann búinn að eyða 10 milljónum. 23% ungra karla á aldrinum 18 til 24 ára nota munntóbak dag- lega eða um 4.000 karlar á þessum aldri. Munntóbak DAGSKRÁ 13:00 Setning. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra setur þingið. 13:10 Skattlagning í þágu bættrar lýðheilsu. Ángel López, prófessor í hagfræði við Technical University of Cartagena (UPCT) á Spáni, fjallar um hvernig við getum notað skattlagningu til að bæta heilsu þjóðarinnar. 13:50 Rafsígarettur – undur eða ógn? Charlotte Pisinger, vísindamaður við Research Centre for Prevention and Health í Kaupmannahöfn, fjallar um hvort rafsígarettur leiði til byltingar í samfélaginu og hvort ógn stafi af þeim. 14:40 Fundarhlé. Veitingar í boði fyrir gesti. 15:00 Kostnaður þjóðfélagsins af reykingum. Jónas Atli Gunnarsson kynnir fyrstu niðurstöður úr könnun Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. 15:20 Pallborðsumræður. Guðmundur Þorgeirsson stjórnar umræðum. Ángel López, Charlotte Pisinger, Jónas Atli Gunnarsson og Birgir Jakobsson landlæknir svara spurningum úr sal. 16:00 Dagskrárlok. Fundarstjóri er Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, sérfræðingur í hjartalækningum. Þingið fer að mestu fram á ensku. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Tilkynna þarf þátttöku með því að senda póst á krabb@krabb.is í síðasta lagi 13. mars. HÆTTU NÚ ALVEG! Málþing um tóbaksvarnir 14. mars, kl. 13–16 í Kaldalóni, Hörpu MottuMarS Kynningarblað 8. mars 20178 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 7 -1 2 4 C 1 C 6 7 -1 1 1 0 1 C 6 7 -0 F D 4 1 C 6 7 -0 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.