Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 14
1700 Tugir fiskibáta farast á fáum klukkustundum í „hastarlegu og hræðilegu stormviðri af útsuðri“ eins og segir í Vallaannál. Mann- tjónið er langmest við Reykjanesskaga. Alls drukkna 136 menn. 1843 Alþingi er endurreist með tilskipun konungs. Starfsemi þess hefur legið niðri í rúma fjóra áratugi. Þingið kemur aftur saman 1. júlí 1845. 1868 Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld, deyr 49 ára. Hann er þekktur fyrir skáldsögurnar Pilt og stúlku og Mann og konu en einnig fyrir kvæði sín. 1927 Þess er minnst víða á Austurlandi að öld var liðin frá fæð- ingu Páls Ólafssonar skálds. 1937 Fyrsta ópera sem tekin hefur verið til sýningar á Íslandi, Syst- irin frá Prag eftir Wenzel Müller, er frumsýnd í Iðnó. 1944 Alþingi afgreiðir frumvarp um stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ís- land, en þjóðaratkvæðagreiðsla um hana fer fram 20.-23. maí 1944. 1978 Frímerki með mynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur er gefið út á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þetta er fyrsta íslenska frímerkið með mynd af nafngreindri konu. 1983 Staðfest eru lög um að Ó, Guðs vors lands sé þjóðsöngur Íslendinga og að hann sé eign ís- lensku þjóðarinnar. Merkisatburðir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eiríkur Þorgeirsson Túnsbergi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 6. mars. Útförin fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Sigríður Eiríksdóttir Gunnar Kristinn Eiríksson Jóhann Unnar Guðmundsson Sigurður Hans Jónsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhannes Tryggvason Dengsi, Aðallandi 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 4. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. mars klukkan 13. Margrét Kristinsdóttir Sveinbjörn Jóhannesson Linda Mjöll Gunnarsdóttir Ína Rós Jóhannesdóttir Davíð Kristjón Jónsson Karólína Jóhannesdóttir Stefan Weber Kristín D. Jóhannesdóttir Magnús Árni Skúlason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Karólína Hlíðdal andaðist 6. mars sl. Útförin verður auglýst síðar. Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson Sigurlaug Anna Auðunsdóttir Jóhannes Þórðarson Arndís lnga Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, Fjóla Björgvinsdóttir frá Miðhúsum, Djúpavogi, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði, þann 6. mars. Hún verður jarðsett frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Jóhannesson, Anna Rós Jóhannesdóttir, Hugrún Jóhannesdóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og góðar kveðjur vegna fráfalls og útfarar bróður okkar, Jónasar Inga Árnasonar Hjallalundi 20, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimaþjónustu B og Heimahjúkrunar á Akureyri. Jóhannes Árnason Sigurður Kristinsson og fjölskyldur. Móðir okkar, Jórunn Viðar tónskáld, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 13. mars kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, Lárus, Katrín og Lovísa Fjeldsted Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bára N. Guðmundsdóttir lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi miðvikudaginn 1. mars 2017. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 10. mars klukkan 13.00. Sigurður V. Ólafsson Svanhildur N. Erlingsd. Sigurður H. Einarsson Hrafnhildur S. Sigurðardóttir Eyjólfur Sigurðsson Indíana G. Eybergsdóttir Klara Ó. Sigurðardóttir Laufey Karlsdóttir Helga Sigurðardóttir Ásberg M. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Áskell Torfi Bjarnason verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Anna Guðný Jóhannsdóttir Ásgeir Arngrímsson Árni Áskelsson Jóhanna Marín Jónsdóttir Bjarni Áskelsson Ingibjörg H. Sigurðardóttir Guðmundur S. Áskelsson Þóra Bjarnadóttir Guðni Torfi Áskelsson Júlíana Hilmisdóttir Gestur Áskelsson Sigríður Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta nafngreinda konan sem prýddi íslenskt frímerki. Í dag halda Stígamót upp á baráttudag kvenna og um leið 27 ára afmæli sitt. Samtökin hófu starfsemi sína á þessum degi árið 1990. Haldið verður upp á afmælið með sama hætti og venjulega, og þó. „Það er alltaf opið hús hjá okkur frá fjögur til sex. Þar verður allt okkar vina- fólk og velunnarar. Við erum að opna heimili okkar fyrir þeim sem vilja fagna með okkur. Við höfum oftast haldið blaðamanna- fund þennan dag og kynnt ársskýrsluna okkar með niðurstöðum liðins árs en sú sem sá um tölfræðihlutann í ár slasaði sig því miður, svo okkur seinkar og við munum kynna skýrsluna sextánda mars og halda fjölmiðlafundinn þá,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Það er ýmislegt fram undan í því góða starfi sem er sinnt hjá Stígamótum. „Það er alltaf eitthvað fram undan hjá okkur – alþjóðastarfið er fyrirferðar- mikið. Við erum meðal annars að fara að halda norræna ráðstefnu hérna heima í haust ásamt Kvennaathvarfinu, þetta verður tvö til þrjú hundruð manna ráð- stefna. Það er vegna þess að við erum hluti af Norrænu kvennaathvarfahreyf- ingunni. Þessi ráðstefna verður hér á landi í fjórða skiptið og við munum vanda okkur eins og við framast getum. Við erum líka að auglýsa eftir fólki því að það varð sprenging í aðsókn eftir að við fórum í fjáröflunar- og vitundar- vakningarátakið okkar síðasta haust. Það gekk nógu vel til þess að við getum fjölgað í starfsliðinu, en það kom okkur á óvart hversu gífurlega aðsóknin jókst í kjölfar þessarar umfjöllunar. En við förum betur yfir það þegar ársskýrslan verður kynnt. Við erum líka að skilgreina áherslu- mál fram undan og eitt af því sem okkur langar að vinna meira með er unglingar – hvers kyns kynferðisofbeldi gagnvart unglingum, ekki síst gagnvart þeim ungl- ingum sem eru ekki orðnir átján ára og geta þannig ekki sótt sér hjálp án þess að foreldrar og barnaverndaryfirvöld þurfi að vita af því, sem verður svo til þess að þau sækja sér ekki hjálp. Þetta eru svona vangaveltur sem við erum með. Það þarf að skoða það og ræða hvernig við getum leyst það.“ Húsið verður opnað klukkan fjögur og eru allir velkomnir í kaffi, spjall og kruð- erí. stefanthor@frettabladid.is Stígamót fagna afmæli og baráttudegi kvenna Á þessum degi fyrir 27 árum voru samtökin Stígamót stofnuð og verður fagnað með opnu húsi þar sem boðið verður upp á kaffi og með því. Ýmislegt er fram undan hjá Stíga- mótum, til að mynda norræn ráðstefna sem verður haldin hér á landi og fleira. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. FréttaBlaðið/GVa Við erum að opna heimili okkar fyrir þeim sem vilja fagna með okkur. 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r14 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð tímamót 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 6 -E F B C 1 C 6 6 -E E 8 0 1 C 6 6 -E D 4 4 1 C 6 6 -E C 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.