Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 4
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.FIAT.IS 4X4 FJÓRHJÓLADRIFINN VERÐ FRÁ 4.690.000 kr. 1.4 BENSÍN 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR 2.0 DÍSEL 140 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ 4.890.000 kr. 4X2 FRAMHJÓLADRIFINN VERÐ FRÁ 3.990.000 kr. 1.6 DÍSEL 120 HÖ. SJÁLFSKIPTUR KOMDU OG SKOÐAÐU NÝJAN OG GLÆSILEGAN ÁRA5ÁBYRGÐ fiat.is STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, hefur lagt til að starfandi framkvæmdastjórn flokks síns fari fram á leiðréttingu og afsök- unarbeiðni frá Evrópuráðinu vegna skýrslu nefndar ráðsins gegn kyn- þáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) um Ísland. Í skýrslunni er því meðal annars haldið fram að í sveitarstjórnar- kosningum ársins 2014 hafi Fram- sóknarflokkurinn gert andstöðu við mosku og múslima að sínum helstu baráttumálum. Kosningabaráttan hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Í pistli sínum á Facebook skrifaði Sigmundur að vel hafi verið tekið í tillöguna. „Það hlýtur að vera óásættanlegt fyrir Framsóknar- flokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hat- ursorðræðu“ í alþjóðlegri skýrslu,“ skrifar hann jafnframt. Þá skrifar Sigmundur að svo virð- ist sem heimildir skýrsluhöfunda virðist eingöngu byggjast á slúðri og skrifum hatursmanna flokksins í dreifibréfi. „Greinargerðin er furðulegt fyrir- bæri. Einstaklega illa unnin og illa skrifuð. Ólíklegt er að nemandi í framhaldsskóla kæmist upp með sambærileg vinnubrögð við rit- gerðarskrif,“ skrifar Sigmundur. Þá skrifar Sigmundur að ef rétt reynist að einhverjir í íslenska stjórnkerfinu eða borgarstjórn hafi lagt blessun sína yfir skýrsluna sé það alvarlegt mál sem sé ekki með nokkru móti hægt að láta óátalið. Nefndin sjálf skrifar Sigmundur að sé samsett af einum fulltrúa hvers aðildarríkis Evrópuráðsins. „Allt virðist það vera fólk með sömu pólitíska sýn á málaflokkinn.“ Skýrslur hennar virðist svo unnar að nokkrir nefndarmanna fari til eins lands í einu, „spjalli við heimamenn sem hafa sömu sýn á hlutina og nefndarmennirnir sjálfir og skrifi svo skýrslu upp úr hvaða sneplum sem eða slúðri sem dugar til að réttlæta fordóma nefndar- manna“. – þea Evrópuráðið biðjist forláts á að tengja Framsókn við hatursumræðu Það hlýtur að vera óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokks- manna séu sakaðir um „hatursorðræðu“ í alþjóðlegri skýrslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður FERÐAÞJÓNUSTA Um 148 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Íslandi í febrúar samkvæmt talningu Ferða- málastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það eru 47.600 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 47 prósentum milli ára. Frá áramótum hafa 284 þúsund erlendir ferðamenn farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 59 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Bretar og Bandaríkjamenn voru um helmingur ferðamanna en Bretar voru 32 prósent og Bandaríkjamenn 19,5 prósent af heildarfjölda. Banda- ríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í febrúar eða um 77 prósent. – jhh Sextíu prósent fleiri ferðamenn það sem af er ári FASTEIGNIR Tilboð M3 Capital ehf. í Kirkjuhúsið var staðgreiðslutilboð en ekki hefur fengist upp gefið hvað tilboðið hljóðaði upp á. Kirkjuráð hafnaði því, og reyndar öllum öðrum tilboðum, á þeirri forsendu að þau uppfylltu ekki væntingar. Þegar húsnæðið við Laugaveg 31 var auglýst til sölu var búist við að eignin færi á yfir milljarð. Sverrir Kristinsson, fasteigna- sali hjá Eignamiðlun, sagði þá að ekki væri hægt að áætla verðið út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „Þetta er eitt allra fal- legasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gull eignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk,“ sagði Sverrir í lok janúar þegar húsið var auglýst til sölu. Lengi hefur verið rætt innan raða kirkjunnar að selja húsið en það er 1.542 fermetrar, á fjórum hæðum með kjallara og komið að viðhaldi. Klofningur varð í atkvæða- greiðslu um söluna í kirkjuráði síðastliðinn föstudag. Þrír af fimm ráðsmönnum greiddu tillögu Agnesar Sigurðardóttur biskups atkvæði, en hún er forseti ráðsins. Gísli Gunnarsson sat hjá og Stefán Magnússon var á móti. Stefán segir að tilboðið hafi verið gott og engin ástæða til að hafna því. „Þetta mál blasir við mér þannig að það er búið að tala lengi um að selja eignina  og kirkjuráð ákvað í janúar að auglýsa hana til sölu. Að sjálfsögðu var það bundið því að það kæmi ásættanlegt tilboð. Það tilboð sem var hæst var mjög ásættanlegt, gott og ástæða til að taka því,“ segir hann. Stefán vildi taka tilboðinu og var sá eini sem hafði þann vilja. „Það er miður að þetta fór svona.“  benediktboas@365.is Bauðst staðgreiðsla fyrir húsið Stefán Magnús son, sr. El ín borg Gísla dótt ir, Agnes Sig urðardótt ir, Svana Helen Björns dótt ir og sr. Gísli Gunn ars son eru í kirkjuráði. MYND/KIRKJ AN Það tilboð sem var hæst var mjög ásættanlegt, gott og ástæða til að taka því. Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna í kirkjuráði REYKJAVÍK Síðasta tillaga Hildar Sverrisdóttur sem borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var felld í borgarstjórn í gær. Hildur er sest á Alþingi. Hildur lagði til að borgarstjórn beindi þeim tilmælum til Alþingis að hafa í huga að áfengisverslun styddi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbærari hverfi. Hildur segir áfengi algenga neysluvöru. „Þar sem meirihluti borgarbúa getur ekki nálgast þá neysluvöru innan síns hverfis, eða í göngufæri, vinnur sá punktur gegn þessu markmiði aðalskipulags,“ sagði Hildur. – þea Felldu síðustu tillögu Hildar Hildur Sverrisdóttir þingmaður Hæsta tilboð í Kirkju- húsið hljóðaði upp á staðgreiðslu. Kirkjuráð hafnaði því sem og öllum öðrum. Heldur starf kirkjunnar því áfram á Laugavegi. Einn meðlimur kirkjuráðs segir miður að söluferlið hafi farið svona. Biskupsstofa flutti á Laugaveg 31 þegar Kristnisjóður keypti húsið 1994 l Kirkjuhúsið - Laugavegur 31 l Kaupmaðurinn Marteinn Einars- son lét byggja húsið árið 1928. l Húsið er nú 1.542 fermetrar, á fjórum hæðum með kjallara. l Útlit hússins breyttist nokkuð þegar Alþýðubankinn keypti það árið 1972. l Í skýrslu kirkjuráðs fyrir Kirkju- þing árið 2007er fyrst talað um að húsið sé óhentugt fyrir starf- semina. l Í greinagerð kirkjuráðs í janúar er bókað að betra sé að binda frekar fé í eignum sem nýtast í kirkjulegu starfi en leysa þörf fyrir skrifstofu- rými biskupsembættisins. 8 . M A R S 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 6 -F 4 A C 1 C 6 6 -F 3 7 0 1 C 6 6 -F 2 3 4 1 C 6 6 -F 0 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.