Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 38
Valdi mar Ármann tók við sem for­ stjóri GAMMA Capital Mana ge­ ment á Íslandi um síðustu mánaða­ mót. Valdi mar  gegndi áður  starfi fram kvæmda stjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfs­ manna fé lags ins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðar­ ins Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Gríðarlega jákvæð og batnandi staða íslensks hagkerfis kemur mér enn mest á óvart – við erum að ganga í gegnum mikið umbreytingarskeið og í því felast miklar áskoranir. Í rauninni hefur staðan líklega aldrei verið betri og nú er komið að því að spila sem best úr þeim spilum sem hafa verið lögð á borðið. Hvaða app notarðu mest? Ég nota nokkur líklega álíka mikið, það er til að fylgjast með íþrótta­ iðkun eins og Strava og Activity, Spotify til að hlusta á tónlist og síðan, tengt vinnu og samskiptum tengdum henni er töluverð notkun á LinkedIn, Kodiak Mobile og Skype Business. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Frítíma mínum eyði ég mest með fjölskyldunni og þar sem yngstu krílin eru farin að eldast aðeins þá sjáum við fram á frekari ferðalög saman til að skoða nýjar og spennandi borgir og staði. Það er fátt betra en að komast á skíði eða í stangveiði og alltaf er gott að grípa í góða bók. Hvernig heldur þú þér í formi? Hef notað langhlaup til að halda mér í formi undanfarin ár með því að setja ákveðin hlaup sem markmið, til dæmis Reykjavíkurmaraþon eða München­maraþonið, sem halda aga á æfingaáætlunum. Útihlaup eru frábær leið til að hreinsa hug­ ann, fá sér ferskt loft og endurnæra líkama og sál. Samhliða hlaupum reyni ég jafnframt að taka reglulega styrktaræfingar. Hvernig tónlist hlustar þú á? Er nánast alæta á tónlist en það fer eftir því hvað er verið að gera hverju sinni. Ég nýt þess að hlusta á klass­ íska músík Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða rólegan og léttan djass Noruh Jones eða Katie Melua á kvöldin. Á hlaupunum er það yfir­ leitt tónlist frá níunda áratugnum sem ræður ríkjum en á leiðinni í vinnuna er sjaldan eitthvað betra en rokkið á X­inu. Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef starfað á fjármálamarkaði frá 1998, bæði hérlendis og erlendis, og finnst ég jafnt og þétt alltaf vera að koma mér betur og betur fyrir í starfinu. Það er af nógu að taka, nýjar áskoranir og spennandi verk­ efni sem gera þetta sannarlega að draumastarfi. Forstjóra GAMMA finnst fátt betra en rokkið á X-inu Valdimar Ármann, nýr forstjóri Gamma á Íslandi. Fréttablaðið/SteFÁn Í febrúar birtu flest skráð félög í Kauphöllinni ársuppgjör. Í kjölfar þeirra hefur fjöldi fruminnherja í félögunum nýtt sér tækifæri til að eiga viðskipti, í langflestum til­ fellum til að selja. Nýjustu dæmin eru sala forstjóra N1 á bréfum fyrir um 9,6 milljónir og þá seldi fjár­ málastjóri Nýherja bréf fyrir 27 miljónir króna. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í N1 um 11,83% og bréf í Nýherja lækkuðu um 14,66%. Síð­ ustu vikur höfum við séð fjölmörg viðlíka dæmi þar sem lykilstjórn­ endur og stjórnarmenn hafa selt bréf í félögum sem þeir tengjast og markaðurinn hefur tekið illa í. Fruminnherjar eru í viðkvæm­ ari stöðu en aðrir hluthafar og hafa aðeins ákveðna glugga til að eiga viðskipti með bréf. Það er að hluta til vegna þess að þeir búa með reglulegu millibili yfir upplýsingum sem teljast ekki til opinberra upplýsinga. Þeir mega að sjálfsögðu ekki eiga viðskipti á meðan þeir búa yfir upplýsingum sem markaðurinn hefur ekki. Þetta getur jafnvel leitt til þess að yfir lengri tíma geta þessir aðilar ekki átt viðskipti og því er skiljanlegt í einhverjum tilfellum að þeir not­ færi sér þessa glugga. Margir hafa haft á því orð hversu neikvætt það sé að bæði lykilstjórn­ endur og stjórnarmenn í skráðu félögunum hér á landi eigi almennt lítið undir persónulega. Frasinn að vera með skinn í leiknum (e. Skin in the game) á vel við hér. Einhverjir vilja eigna Warren Buffet þessi orð en hvað sem því líður þá eru þau góð og gild og vísa í að æskilegt sé að stjórnarmenn og stjórnendur hafi sömu hagsmuni og hluthafar. Almenna reglan í dag virðist hins vegar vera sú að stjórnarmenn séu flestir óháðir og án eignarhlutar og að lykilstjórnendur eigi ekkert eða mjög lítið hlutafé í sínum félögum. Þessi þróun er því enn frekar gegn þeim málstað og æskilegt væri að koma okkur í þá vegferð að hags­ munir stjórnenda samrýmist meira hagsmunum hluthafa. Það er þó eðlilegt að fruminn­ herjar geti sömuleiðis selt og tekið einhvern hagnað af borð­ inu. Það er hins vegar ekki eðlilegt að þegar þeir ætli sér að gera það lækki hlutabréfaverð félaga þeirra um tugi prósenta. Til þess að setja hlutina í samhengi þá seldi forstjóri N1 bréf fyrir 9,6 milljónir króna og þessi 9,6 milljóna viðskipti lækk­ uðu markaðsvirði N1 um tæpa fjóra milljarða. Við höfum ágætis fordæmi í Bandaríkjunum um reglu sem minnkar bæði tortryggni gagn­ vart sölu fruminnherja og dregur úr þessum öfgakenndu viðbrögðum, reglu 10b5­1. Hún gengur í ein­ földu máli út á það að fruminn­ herji, oftast lykilstjórnandi, á tíma þegar hann býr ekki yfir neinum innherjaupplýsingum setur fram áætlun um að selja alltaf ákveðið marga hluti á ákveðnum tíma mánaðarins næstu mánuði eða ár. Með þessu móti er tryggt að hags­ munum hluthafa, fruminnherja og markaðsaðila er best borgið. Það væri því æskilegt eftir reynslu síðastliðinna vikna að skoðað yrði að koma upp slíku kerfi sem gæti jafnframt orðið hvatning fyrir fleiri stjórnendur til þess að tryggja að þeir hafi skinn í leiknum. Hlutabréfaviðskipti fruminnherja Gísli Halldórsson sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum Svipmynd Valdimar Ármann Er nánast alæta á tónlist en það fer eftir því hvað er verið að gera hverju sinni. Arion banki fékk einungis fimmtán prósent upp í 3,8 milljarða króna lán sitt til Havila Shipping ASA, og kaup­ rétt á 11,6 prósenta hlut í norska skipafélaginu, þegar fjárhagslegri endurskipulagningu þess lauk fyrir rúmri viku. Íslandsbanki, sem lánaði Havila 1,7 milljarða króna, fékk þá kauprétt á 6,54 prósentum til við­ bótar við 3,68 prósenta hlut í fyrir­ tækinu. Skipafélaginu var forðað frá gjaldþroti í lok nóvember í fyrra en ljóst er að bankarnir tveir töpuðu miklu á lánveitingunum. Kaupréttur Arion banka er fyrir 158 milljónum hluta í fyrirtækinu á genginu 0,156 norskar krónur. Eignarhluturinn er því metinn á 24,6 milljónir norskra eða 316 milljónir króna. Bankinn má nýta sér kaup­ réttinn að tveimur árum liðnum og fram að janúar 2022. Lánið til Havila var veitt í júlí 2014 og nam 300 millj­ ónum norskra króna eða 3,8 millj­ örðum króna miðað við núverandi gengi. Íslandsbanki lánaði Havila 130 milljónir norskra króna í árslok 2014. Bankinn tók þá þátt í 475 milljóna norskra króna sambanka­ láni með Sparebank1 SMN í Nor­ egi. Ólíkt láni Arion banka var meirihluti 1,7 milljarða króna krafna Íslandsbanka á norska fyrir­ tækið tryggður með veðum í eignum Havila. „Bankinn er mjög ánægður með það að fjárhagsleg endurskipu­ lagning Havila hafi verið kláruð. Komið var í veg fyrir frekara tjón með þessum samningum á milli kröfuhafa og eigenda Havila. Havila mun þar af leiðandi vera áfram í viðskiptum við Íslandsbanka en til viðbótar þá er bankinn nú orðinn hluthafi með 3,68 prósenta eignar­ hlut,“ segir í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Markaðarins. Í henni var einnig spurt um áætlað tap bankans á lánveitingunni og því svarað að niðurstaðan hafi verið „ásættanleg“. „Íslandsbanki fékk kauprétt í Havila en það mun ekki koma í ljós fyrr en eftir einhver ár hvort bank­ inn mun nýta sér þessi réttindi.“ Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniðurfærslu á lánum til erlendra fyrirtækja í þjón­ ustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki tilgreint sérstak­ lega hversu mikið útlánin til Havila voru færð niður. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upplýsa um upphæð niðurfærslunnar. haraldur@frettabladid.is Fengu kauprétt fyrir milljarðana til Havila Fjárhagslegri endurskipulagningu Havila Shipping í Noregi lauk í síðustu viku. Arion banki og Íslandsbanki lánuðu fyrirtækinu 5,5 milljarða króna. Bankarnir fengu meðal annars kauprétt á alls 18 prósenta hlut í norska skipafélaginu. Havila Shipping hefur glímt við mikla rekstrarörðugleika síðan olíuverð fór að hrynja á seinni hluta árs 2014. 5,5 milljarðar króna er upp- hæðin sem bankarnir tveir lánuðu Havila Shipping 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r8 markaðurinn 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 7 -0 D 5 C 1 C 6 7 -0 C 2 0 1 C 6 7 -0 A E 4 1 C 6 7 -0 9 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.