Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 2
Hrein og skýr framsögn Erla Rúrí Sigurjónsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Stóru upplestrarkeppnarinnar í Hafnarfirði en keppnin fór fram í gær. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti verðlaunin. Þar keppir hópur ungmenna í vönduðum upplestri og framsögn. Dagur Logi Sigurðsson endaði í öðru sæti og Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir í þriðja. Fyrsta upplestrarkeppnin fór fram í Hafnarfirði 1997 og hefur hún verið árlegur viðburður frá aldamótum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Veður Norðaustankaldi og slydda eða snjó- koma norðvestan til í dag, en annars hægara og úrkomulítið. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. sjá síðu 16 Fangelsismál „Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fang- elsinu á Akureyri lést í gær. Aðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geð- heilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvar- legar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fanga- verði en ekki í höfuðstöðvum fang- elsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragar- bót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“ Guðmundur Gíslason, forstöðu- maður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistar- verur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. sveinn@frettabladid.is Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. Tveir sálfræðingar vinna hjá Fangelsismálastofnun. Fanginn afplánaði fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot í Hrísey sumarið 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/PjETuR Staðan bágborin að mati dómsmálaráðherra Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var upphafsmaður sérstakrar umræðu á þingi í gær um stöðu fanga. Taldi hún alvarlega annmarka á fangelsis- málum. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi. Nú eru aðeins tveir sálfræðingar sem eiga að sinna landinu öllu og ég hef fyrir því öruggar heimildir að fangar á Akureyri fái enga slíka þjónustu,“ sagði Birgitta og taldi það sjálfsagðan hlut að sál- fræðiþjónusta væri hluti af daglegu starfi fangelsisins á Akureyri. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir endurkomutíðni fanga í íslensk fangelsi vera góða í norrænum samanburði. Hins vegar sé staðan ekki góð. „Staða geðsjúkra fanga og þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna að halda er bágborin, það verður bara að segjast eins og er,“ bendir Sigríður á en segir erfitt að manna stöður sálfræðinga. „Það liggur fyrir að þessa þjónustu þarf að bæta. Það eru í dag tvö stöðugildi sálfræðinga. Það hefur verið erfitt að manna þær stöður en Fangelsismálastofnun hefur metið það sjálf að stór hluti fanga þurfi einhvers konar meðferð ef vel á að vera til að draga úr endurkomutíðni í fangelsum.“ stjórnsýsla Reykjavíkurborg greiddi tvær milljónir í fargjöld og dagpeninga vegna ferðar tíu borgar- fulltrúa og embættismanna á höfuð- borgarráðstefnu í Helsinki 16. og 17. febrúar. Allir flokkar í borgarstjórn sendu fulltrúa á ráðstefnuna þar sem fjallað var um snjallborgir eða Open cities og aðgerðir í þeim efnum. Þátttakendur voru borgarstjórar, borgarfulltrúar og helstu emb- ættismenn frá höfuðstöðum hinna Norðurlandanna. Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, var í ferðinni ásamt Líf Magneudóttur, Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, Halldóri Auðar Svanssyni, Heiðu Björgu Hilmis- dóttur og Kjartani Magnússyni. Þeir embættismenn sem fóru voru Helga Björg Ragnarsdóttir, Helga Björk Laxdal, Hilmar Hlíðar Magnúsarson og Óskar Jörgen Sandholt. – jhh Tvær milljónir í ferð til Helsinki LA PALMA Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorða og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 129.995 m.v. 2 í herbergi. Hotel La Palma Princess Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Kanaríeyjan Frá kr. 99.995 m/allt innifalið 14. mars í 12 nætur Síðustu sætin m/afsl. Nýr áfangastaður samgöngur Herjólfur fór fyrstu ferð sína til Landeyjahafnar frá Vest- mannaeyjum í gær. Mjög vel hefur gengið að moka sandi úr hafnar- kjaftinum svo opna megi höfnina. Til samanburðar var höfnin opnuð 15. apríl í fyrra og 1. maí árið 2015. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum ánægð með að hægt sé að opna höfnina svona snemma,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. „Menn munu ekki gera sér grein fyrir því hvað þetta skiptir miklu máli nema þeir búi í Eyjum eða reki fyrirtæki á staðnum. Þetta er bylting fyrir okkur að geta opnað svo snemma.“ Unnið hefur verið á dýpkunar- skipinu myrkranna á milli síðustu daga. Bæði hafa verið notaðar hefð- bundnar dýpkunaraðferðir en einn- ig hefur verið dælt niður sjó til að þyrla upp sandi sem berst svo burt með hafstraumum. Sú aðferð hefur gefist mjög vel. – sa Landeyjahöfn aldrei opnað fyrr á árinu Snemmbúinni opnun Landeyjahafnar er fagnað í Eyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum. 8 . m a r s 2 0 1 7 m i ð V i K u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 6 -E 0 E C 1 C 6 6 -D F B 0 1 C 6 6 -D E 7 4 1 C 6 6 -D D 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.