Fréttablaðið - 08.03.2017, Side 8

Fréttablaðið - 08.03.2017, Side 8
 Ef þú ert að leita að rúmgóðum bíl er Golf Variant Metan svarið. Hann er umhverfisvænn, fær frítt í stæði, gengur bæði fyrir metani og bensíni og kemur þér allt að 1.300 km á áfyllingunni. Skiptu yfir í Golf Variant Metan og láttu fara vel um þig og þína. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Golf Variant Trendline 1.4 TGI Metan beinskiptur: 3.190.000 kr. Sjálfskiptur: 3.390.000 kr. Spar á krónurnar – örlátur á kílómetrana. 5 ára ábyrgð Kim Jong-Nam, hálf- bróðir einræðis herrans í Norður- Kóreu, deyr á flugvellinum í Kúala Lúmpúr þar sem hann ferðaðist með vegabréf skráð á nafnið Kim Chol. Lögreglan í Malasíu handtekur víetnamska konu, Doan Thi Hu- ong (til vinstri), mann að nafni Farid Bin Jalaluddin (í miðju), indónesíska kærustu hans, Siti Aisha (til hægri við hann), og norðurkór- eska efnafræðinginn Ri Jong Cho (hér til hægri). Leitað er að sjö manns til við- bótar í tengslum við rannsókn á málinu. Allir eru þeir norður-kór- eskir, þar á meðal Hyon Kwang Song, starfsmaður sendiráðsins. Kang Chol, sendi- herra Norður-Kór- eu í Malasíu, segir að Norður-Kóreu- stjórn geti ekki treyst niðurstöðum krufningar og sakar Malasíustjórn um að eiga í leynilegu samstarfi við Suður-Kóreu. ✿ Atburðarásin í kjölfar morðsins á Kim Jong-Nam Najib Razak, for- sætisráðherra Malasíu, svarar með því að segja Chol sýna ókurteisi. Rannsókn leiðir í ljós að tauga- eitrið VX varð Kim að bana. Leyniþjónusta Suður-Kóreu slær því fram að Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi látið myrða hálfbróður sinn. Aisyah og Huong eru formlega ákærðar fyrir morðið á Kim. Þær eiga yfir höfði sér dauðadóm. Malasía hættir að leyfa Norður-Kóreubúum að koma til landsins án vegabréfsáritunar. Um þúsund Norður-Kóreubúar starfa í Malasíu. Ri Jong Chol sleppt úr haldi og sendur til Norður-Kóreu. Lögregla hefur ekki nægar sannanir til að ákæra hann. Chol sendiherra rekinn frá Malasíu. Norður-Kórea bregst við með því að reka sendiherra Malasíu, Moha- mad Nizan Mohamad (til vinstri), úr landi. Norður-Kórea bannar malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, þar á meðal þremur stjórnarerindrekum og skyldfólki þeirra. Najib, forsætisráðherra Malasíu, segir að þarna sé Norður-Kórea í raun að halda malasískum ríkisborgurum í gíslingu, en grípur til sams konar aðgerða gegn norðurkóreskum ríkis- borgurum í Malasíu. LJÓSMYNDIR: AP OG LÖGREGLAN Í MALASÍU NORÐUR-KÓREA Bandaríkin hafa sent til Suður-Kóreu búnað til að skjóta upp flugskeytum. Einnig hafa þau sent þangað búnað til að koma þar upp öflugum flugskeytavörnum. Bandarísk og suðurkóresk stjórn- völd skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að Norður-Kórea skaut fjórum flugskeytum á loft, sem öll höfnuðu í hafinu skammt frá Japan. Norður-Kóreustjórn er að vonum harla ósátt við þetta en bæði Kína og Rússland hafa einnig mótmælt þessum hernaðarframkvæmdum Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa sömuleiðis fengið hörð við- brögð og hefur Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna verið kallað saman, að kröfu Japans og Bandaríkjanna, og er stefnt á fund í dag. Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, sagði framferði Norður-Kóreu vera afar hættulegt og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Norður-Kóreu að hætta að ögra umheiminum með þessum hætti. Hann sagði flugskeytatilraunirnar vera brot á fjölmörgum ályktunum Öryggisráðsins. Öryggisráðið hefur undanfarin ár sent frá sér þó nokkrar ályktanir þar sem hernaðarbrölt Norður-Kóreu, einkum tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur, er fordæmt og refsiaðgerðir samþykktar. Það hafði meðal annars þau áhrif að í  síðasta mánuði skýrði Kína- stjórn frá því að öllum innflutningi á kolum frá Norður-Kóreu verði hætt.  Þetta segja Kínverjar gert til að uppfylla refsiákvæði í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í haust. Áhrifin á efnahag Norður-Kóreu verða væntanlega mikil, því allt upp undir 40 prósent af útflutnings- tekjum landsins hafa komið af kola- sölu, og megnið af því hefur farið til Kína. Þessi ákvörðun Kínastjórnar gæti því hæglega orðið upphafið að endalokum margra áratuga einræðis- stjórnar í Norður-Kóreu, sem Kim Jong-Un fékk í arf frá föður sínum og afa, þeim Kim Jong-Il og Kim Il-Sung. Morðið á Kim Jong-Nam, hálf- bróður núverandi leiðtoga landsins, í Malasíu í síðasta mánuði hefur Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. Malasískur lögreglumaður lokar innganginum að sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. Sendiráðsstarfsmenn mega ekki yfirgefa svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA enn frekar aukið á spennuna milli Norður-Kóreu og umheimsins. Nýjustu vendingar í þeim málum er ákvörðun Norður-Kóreu um að banna malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, sem Malasíustjórn svaraði svo í sömu mynt með því að banna norðurkóreskum ríkisborg- urum að yfirgefa Malasíu. gudsteinn@frettabladid.is 8 . M A R S 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -1 C 2 C 1 C 6 7 -1 A F 0 1 C 6 7 -1 9 B 4 1 C 6 7 -1 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.