Fréttablaðið - 08.03.2017, Page 37

Fréttablaðið - 08.03.2017, Page 37
Árni bendir á þá umræðu sem komið hefur upp í þjóðfélaginu með tilkynningum H&M og Costco um opnanir verslana þeirra hér á landi. Umræðunni hafi meðal annars fylgt vitundarvakning meðal neytenda þegar komi að verðlagningu og sam- keppni sem hafi leitt til þess að mörg verslunarfyrirtæki séu nú að skoða sín mál. „Svo er vefverslun að aukast mikið. Þetta kallar á það hjá öllum, eins og við höfum gert, að menn skoði bæði innkaupsverðið og hvernig þeir geta hagrætt í rekstri og boðið lægra verð. En við verðum líka að horfa til þess að við erum með fólk í vinnu og viljum borga góð laun.“ Loka Dorothy Perkins Verslunarfyrirtækið Hagar, sem hefur síðustu ár rekið margar af þekktustu tískuvöruverslunum landsins, hefur ákveðið að loka báðum Topshop-verslunum sínum í Smáralind og Kringlunni. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti þetta við Vísi og sagði ákvörðunina hafa verið tekna í ljósi þess að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarplássin tvö. Daginn áður en frétt Vísis birtist höfðu Hagar lokað verslun Hagkaupa á 2. hæð Kringl- unnar þar sem H&M mun opna síðar á árinu. Þar höfðu þeir rekið eina af fimm fataverslunum F&F hér á landi. Ekki kom fram í frétt Vísis að Hagar tóku í síðasta mánuði einnig ákvörðun um að loka fataversluninni Dorothy Perkins í Smáralind sem var rekin við hliðina á Topshop. Verslun- unum þremur verður öllum lokað í maí en þær eru starfræktar með sér- leyfissamningum við Arcadia Group Brands í Bretlandi. H&M í Smáralind verður einn- ig opnuð síðar á árinu og þá í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú verslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. Hagar ráku einnig Warehouse- deild í Debenhams í Smáralind en tískuvöruverslun undir því nafni var einnig rekin í Kringlunni þangað til í nóvember í fyrra. Þá lokuðu Hagar einnig Karen Millen í Smáralind í febrúar 2016 og Evans, fataverslun Erum að leita að samstarfsaðila Uppbygging og rekstur hótels og hótelíbúða. Fyrirhugað er að hea framkvæmdir við 150-200 herbergja hótel ásamt hótelíbúðum við Skeljabrekku í Kópavogi. Byggingarlóðin er tilbúin til byggingar Byggingarmagn á lóð allt að 12.700 fm Rekstraraðili getur komið að hönnun og skipulagi hótelsins frá byrjun Glæsilegt útsýni m.a. yr Fossvog og Öskjuhlíð Mikil uppbygging er að heast á svæðinu Agnar Agnarsson Aðstoðarmaður fasteignasala/ Lauk lög.námi 2003. S: 820-1002 agnar@domusnova.is Haukur Halldórsson Hdl., Löggiltur fasteignasali Ábyrgðarmaður Domusnova Nýbýlavegur 8 - 200 Kópavogur - Austurvegur 4 - 800 Selfoss - www.domusnova.is - S: 527 1717 S: 789-5560 domusnova@domusnova.is Framkvæmdastjóri Smáralindar segir eigendur fyrirtækisins eiga í viðræðum við erlend vörumerki í fataverslun. FréttabLaðið/anton brink 12% samdráttur varð í fataverslun í janúar milli ára. 42% aukning var í erlendum net- sendingum hingað til lands á síðasta ári. Albert Þór Magnússon, einn eig- enda Lindex á Íslandi, sem rekur fataverslanir í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi á Akureyri, segir ekki stefnt að fækkun á fermetra- fjölda fyrirtækisins. Fagnar hann komu H&M og segist horfa bjart- sýnn fram á veginn. „Það er mikilvægt að horfa til þess að þeir eru með stóra markaðshlutdeild hér nú þegar. Viðbrögðin okkar eru því engin önnur en þau að við munum halda áfram og ætlum ekki að fækka fermetrum. Enda höfum við byggt okkar verslanir upp þannig að þar sé viðráðanlegur fermetrafjöldi. Við fögnum þessum breytingum og samkeppni en við höfum okkar sér- stöðu sem við munum halda áfram að keyra á,“ segir Albert. Lindex var opnuð í Smáralind í nóvember 2011. FréttabLaðið/anton brink albert Þór Magnússon, einn eigenda Lindex á Íslandi. Horfir bjartsýnn fram á veginn með stærðir í 14-32, í júní í fyrra. Fyrirtækið rekur enn tvær verslanir Zöru, Karen Millen í Kringlunni og íþrótta- og útivistarvöruverslunina Útilíf. H&M hefur mikil áhrif Guðjón Auðunsson, forstjóri fast- eignafélagsins Reita, segir stjórn- endur Kringlunnar nú vinna með erlendum ráðgjöfum að fram- tíðarþróun verslunarmiðstöðvar- innar og svæðisins í kring. Til- efnið sé 30 ára afmæli Kringlunnar í ágúst næstkomandi en einnig breytingar í verslunarháttum og þá ekki síst vegna aukinnar hlutdeildar netverslunar. „Við höfum sett af stað vinnu með erlendum ráðgjöfum og þeir munu skoða með okkur hvernig allt Kringlusvæðið getur þróast til næstu ára og áratuga. Hvaða drif- kraftar það eru sem breyta þessu umhverfi, hvaða áhrif netverslunin hefur og í hvaða átt þetta er allt að stefna. Erlendis hafa verslunarmið- stöðvar tekið að sér meira félagslegt hlutverk eins og aukna afþreyingu og annað slíkt og það er vert að skoða þau mál,“ segir Guðjón. Þessi ákvörðun ykkar um að taka H&M inn í Kringluna virðist hafa hreyft við mörgum verslunareig- endum í húsinu? „H&M með ákvörðun sinni um innkomu inn á íslenska markaðinn hefur auðvitað mikil áhrif. Það er staðreynd að stór hluti af íslenskri fataverslun hefur átt sér stað erlend- is. Það sem verður áhugavert að upp- lifa sem Íslendingur verður hvort þessi verslun muni flytja heim. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu en við erum hvergi bangin í öllum þessum breytingum,“ segir Guðjón og bætir við að á næstu vikum verði tilkynnt um hver fái um eitt þúsund fermetra verslunar- plássið sem myndast við hlið H&M með komu sænska fyrirtækisins. Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir viðræður standa yfir við eigendur annarra erlendra vörumerkja í fata- verslun um opnun. „Það eru mjög áhugaverð vöru- merki en ég get ekki greint frá því á þessari stundu. Þau eru bæði í fataverslun og öðru. Svo hafa stórir aðilar hjá okkur verið að endurbæta verslanir fyrir tugi milljóna og eru að búa sig undir betri tíð. Reyndar er það svo að okkur vantar fleiri fer- metra til að leigja,“ segir Sturla. Lokun verslananna Topshop og Dorothy Perkins í Smáralind þýðir að tvö rými nálægt H&M, sem verður í suðurenda Smáralindar, losna í vor. „Við erum með mjög skemmtileg- ar verslanir í þessi leigurými. Þetta snýst allt um samþættingu í húsinu og hvað það er sem okkur vantar. Við erum að sækjast eftir ákveðnum vörumerkjum og með H&M tókst okkur það sem engum hafði tekist eða að ná þeim til Íslands.“ markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 8 . M A R s 2 0 1 7 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -1 2 4 C 1 C 6 7 -1 1 1 0 1 C 6 7 -0 F D 4 1 C 6 7 -0 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.