Fréttablaðið - 08.03.2017, Side 21

Fréttablaðið - 08.03.2017, Side 21
fólk kynningarblað Stemningin er mikil í Norræna húsinu í kringum hátíðina og allir leggjast á eitt til að gera hana sem ánægjulegasta að sögn Kristbjarg- ar. „Þar má helst nefna verkefna- stjórann Gunn Hernes sem velur myndirnar og vakir og sefur yfir hátíðinni. Sendiráð Norðurlandanna eru einnig samstarfsaðilar hátíðar- innar og taka þau þátt í skipulagn- ingu viðburða og veita ráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Aðrir samstarfs- aðilar eru Norðurlönd í fókus og AALTO Bistro.“ Nánari upplýsingar um myndirnar og aðra viðburði má finna á www.nor- dichouse.is. Frímiðar fást á heima- síðu Norræna hússins og á tix.is. 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir (t.v.), markaðs- og kynningarstjóri Norræna hússins, og Gunn Hernes, verkefnastjóri hátíðar- innar, sjá um skipulag og kynningarmál Nordic Film Festival. MYND/EYÞÓR Opnunarmyndin er A Thousand Times Good Night og fjallar um Rebeccu, einn færasta og eftirsóttasta stríðsljós- myndara í heimi. Heimildarmyndin Magnus fjallar um skákmeistarann Magnus Carlsen sem hefur verið kallaður ,,Mozart of Chess“. Í myndinni Bugs er tekist á um vest- rænar hugmyndir um skordýraát. Norræn kvikmyndahátíð hefst í Norræna húsinu í dag og stendur yfir til miðvikudagsins 15. mars. Hátíðin hefur verið haldin í Nor- ræna húsinu frá árinu 2012 og er markmið hennar að kynna breitt úrval vandaðra kvikmynda, heim- ildarmynda og stuttmynda frá Norðurlöndunum að sögn Krist- bjargar Konu Kristjánsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra Nor- ræna hússins. „Hátíðin er lifandi fyrir- bæri sem tekur breytingum eftir straumum og stefnum í norrænni kvikmyndagerð. Í ár sýnum við fjórtán kvikmyndir sem flestar hafa ekki verið sýndar hér áður og átta stuttmyndir, alls 21 sýn- ing. Allar myndirnar eru valdar að mikilli kostgæfni og eiga eftir að vekja lukku allra þeirra sem á hátíðina koma. Við erum einn- ig farin að sýna fleiri heimildar- myndir en áður. Myndirnar í ár eru að vekja athygli á mörgum að- kallandi og heitum málefnum sem varða okkur öll, þar má nefna sem dæmi myndina The Perfect Selfie (2017) sem sýnir okkur líf ungrar konu sem lifir í hinum stafræna heimi, Dugma: The Button (2016) gefur okkur innsýn í veröld þeirra sem sprengja sig í loft upp fyrir Al Qaeda Og Bugs sem fjallar um for- dóma gagnvart skordýraáti. Allar þessar myndir hvetja til umræðu og veita upplýsingar um þessi við- fangsefni.“ Ókeypis er inn á kvik- myndahátíðina og eru allar mynd- irnar með enskum texta. Úrval viðburða Fjölmargir viðburðir fylgja völd- um myndum í ár og því tilvalið að kynna sér dagskrána vel segir Kristbjörg. „Boðið er upp á sex við- burði í ár auk skólasýninga fyrir nemendur á öllum skólastigum. „Viðburðirnir tengjast allir heim- ildarmyndum fyrir utan umræðu með Elínu Petersdottur leikkonu sem leikur aðalhlutverkið í mynd- inni Devil’s Bride. Meðal viðburða má nefna að eftir myndina Bugs munu leikstjóri myndarinnar, Andreas Johnsen, og Búi Bjarmar Aðalsteinsson ræða við áhorfend- ur um vestrænar hugmyndir um skordýraát. Skáksamband Íslands býður upp á skákmót sunnudaginn 12. mars fyrir 8-18 ára eftir sýn- ingu myndarinnar Magnus og eftir sýningu The Human Scale verður boðið upp á umræður um grænt borgarskipulag með Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt.“ lifandi fyrirbæri Næstu vikuna verður haldin norræn kvikmyndahátíð í Norræna húsinu. Fjöldi áhugaverðra kvikmynda og stuttmynda verður sýndur auk þess sem boðið verður upp á fleiri skemmtilega viðburði. Áhugasamir geta haft samband við auglýsingadeild sérblaða Sími 512 5402 serblod@365.is Ástin blómstrar í Fréttablaðinu því BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ kemur út 17. mars. 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 7 -2 1 1 C 1 C 6 7 -1 F E 0 1 C 6 7 -1 E A 4 1 C 6 7 -1 D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.