Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 21
fólk kynningarblað Stemningin er mikil í Norræna húsinu í kringum hátíðina og allir leggjast á eitt til að gera hana sem ánægjulegasta að sögn Kristbjarg- ar. „Þar má helst nefna verkefna- stjórann Gunn Hernes sem velur myndirnar og vakir og sefur yfir hátíðinni. Sendiráð Norðurlandanna eru einnig samstarfsaðilar hátíðar- innar og taka þau þátt í skipulagn- ingu viðburða og veita ráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Aðrir samstarfs- aðilar eru Norðurlönd í fókus og AALTO Bistro.“ Nánari upplýsingar um myndirnar og aðra viðburði má finna á www.nor- dichouse.is. Frímiðar fást á heima- síðu Norræna hússins og á tix.is. 8 . m a r s 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir (t.v.), markaðs- og kynningarstjóri Norræna hússins, og Gunn Hernes, verkefnastjóri hátíðar- innar, sjá um skipulag og kynningarmál Nordic Film Festival. MYND/EYÞÓR Opnunarmyndin er A Thousand Times Good Night og fjallar um Rebeccu, einn færasta og eftirsóttasta stríðsljós- myndara í heimi. Heimildarmyndin Magnus fjallar um skákmeistarann Magnus Carlsen sem hefur verið kallaður ,,Mozart of Chess“. Í myndinni Bugs er tekist á um vest- rænar hugmyndir um skordýraát. Norræn kvikmyndahátíð hefst í Norræna húsinu í dag og stendur yfir til miðvikudagsins 15. mars. Hátíðin hefur verið haldin í Nor- ræna húsinu frá árinu 2012 og er markmið hennar að kynna breitt úrval vandaðra kvikmynda, heim- ildarmynda og stuttmynda frá Norðurlöndunum að sögn Krist- bjargar Konu Kristjánsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra Nor- ræna hússins. „Hátíðin er lifandi fyrir- bæri sem tekur breytingum eftir straumum og stefnum í norrænni kvikmyndagerð. Í ár sýnum við fjórtán kvikmyndir sem flestar hafa ekki verið sýndar hér áður og átta stuttmyndir, alls 21 sýn- ing. Allar myndirnar eru valdar að mikilli kostgæfni og eiga eftir að vekja lukku allra þeirra sem á hátíðina koma. Við erum einn- ig farin að sýna fleiri heimildar- myndir en áður. Myndirnar í ár eru að vekja athygli á mörgum að- kallandi og heitum málefnum sem varða okkur öll, þar má nefna sem dæmi myndina The Perfect Selfie (2017) sem sýnir okkur líf ungrar konu sem lifir í hinum stafræna heimi, Dugma: The Button (2016) gefur okkur innsýn í veröld þeirra sem sprengja sig í loft upp fyrir Al Qaeda Og Bugs sem fjallar um for- dóma gagnvart skordýraáti. Allar þessar myndir hvetja til umræðu og veita upplýsingar um þessi við- fangsefni.“ Ókeypis er inn á kvik- myndahátíðina og eru allar mynd- irnar með enskum texta. Úrval viðburða Fjölmargir viðburðir fylgja völd- um myndum í ár og því tilvalið að kynna sér dagskrána vel segir Kristbjörg. „Boðið er upp á sex við- burði í ár auk skólasýninga fyrir nemendur á öllum skólastigum. „Viðburðirnir tengjast allir heim- ildarmyndum fyrir utan umræðu með Elínu Petersdottur leikkonu sem leikur aðalhlutverkið í mynd- inni Devil’s Bride. Meðal viðburða má nefna að eftir myndina Bugs munu leikstjóri myndarinnar, Andreas Johnsen, og Búi Bjarmar Aðalsteinsson ræða við áhorfend- ur um vestrænar hugmyndir um skordýraát. Skáksamband Íslands býður upp á skákmót sunnudaginn 12. mars fyrir 8-18 ára eftir sýn- ingu myndarinnar Magnus og eftir sýningu The Human Scale verður boðið upp á umræður um grænt borgarskipulag með Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt.“ lifandi fyrirbæri Næstu vikuna verður haldin norræn kvikmyndahátíð í Norræna húsinu. Fjöldi áhugaverðra kvikmynda og stuttmynda verður sýndur auk þess sem boðið verður upp á fleiri skemmtilega viðburði. Áhugasamir geta haft samband við auglýsingadeild sérblaða Sími 512 5402 serblod@365.is Ástin blómstrar í Fréttablaðinu því BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ kemur út 17. mars. 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 7 -2 1 1 C 1 C 6 7 -1 F E 0 1 C 6 7 -1 E A 4 1 C 6 7 -1 D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.