Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.03.2017, Blaðsíða 12
Í dag 19.05 Keflavík - Skallagrím. Sport 4 19.30 Upphitun Meistarad. Sport 19.45 Dortmund - Benfica Sport 19.45 Barcelona - PSG Sport 2 19.50 Man. City - Stoke Sport 3 21.45 Meistaramörkin Sport Domino’s-deild kvenna: 19.15 Grindav. - Njarðv. Mustad-h. 19.15 Keflavík - Skallagr. TM-höllin 19.15 Stjarnan - Valur Ásgarður 19.15 Haukar - Snæfell Ásvellir Arsenal - Bayern 1-5 1-0 Theo Walcott (20.), 1-1 Robert Lewan- dowski, víti (55.), 1-2 Arjen Robben (68.), 1-3 Douglas Costa (78.), 1-4 Arturo Vidal (80.), 1-5 Vidal (85.). Rautt spjald: Laurent Koscielny, Arsenal (54.). Bayern komst áfram, 10-2 samanlagt. Napoli - Real Madrid 1-3 1-0 Dries Mertens (24.), 1-1 Sergio Ramos (51.), 1-2 Mertens, sjálfsmark (57.), 1-3 Álvaro Morata (90+1.). Nýjast Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, síðari viðureign Au revoir Wenger Mælirinn fullur Stuðningsmenn Arsenal mótmæltu fyrir utan Emirates-völlinn fyrir leik Arsenal og Bayern München í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir eru óánægðir með knattspyrnustjórann Arsene Wenger og vilja að hann fari. Arsenal tapaði leiknum 1-5, eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik, og einvíginu samanlagt 10-2. Þetta er sjöunda árið í röð sem Arsenal fellur úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. FRéttABlAðið/GEtty mæta kína í lokaleiknum ísland mætir kína í leik um níunda sætið á algarve-mótinu í dag. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu. ísland og kína hafa mæst sjö sinnum áður, þar af sex sinnum á algarve-mótinu. tæpir fimm mánuðir eru síðan ísland og kína mættust á æfingamóti í Yongchuan í kína. Þá gerðu liðin 2-2 jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir og katrín Ásbjörns- dóttir skoruðu mörk íslands. Sú fyrrnefnda finnur sig jafnan vel gegn kínverjum en þrjú af 10 mörkum Fanndísar fyrir íslenska lands- liðið hafa komið gegn því kínverska. leikurinn í dag hefst klukkan 18.30. zlatan í Þriggja leikja bann zlatan ibrahimovic var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann af enska knattspyrnu- sambandinu vegna olnboga- skotsins sem hann gaf tyrone mings í leik manchester united og bourne mouth á laugardaginn. zlatan missir af bikarleik gegn Chelsea og deildarleikjum gegn West brom og middlesbrough. mings, sem traðkaði á höfðinu á zlatan fyrir olnbogaskotið, var einnig kærður fyrir ofbeldisfulla hegðun. orðaður við piCk Szeged Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur ungverska stórliðið pick Szeged áhuga á Stefáni rafni Sigurmanns- syni, horna- manni Ålborg. Stefán rafn gerði þriggja ára samning við aalborg í sumar en hann kom til danska liðsins frá Þýskalands- meisturum rhein-neckar löwen. Stefán rafn hefur skorað 39 mörk í 17 leikjum fyrir aalborg í vetur. pick Szeged hefur tvisvar sinnum orðið ungverskur meistari og lent í 2. sæti ungversku deildarinnar undanfarin níu ár. Þá er liðið fasta- gestur í meistaradeild evrópu. fótbolti Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 for- skot franska liðsins pSg frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa katalóníuliðið en stuðn- ingsmenn barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur ein- hverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir. Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. barcelona á aftur á móti lionel messi, neymar og luis Suar- ez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. ef barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu meist- aradeildarinnar upp á nýtt. ekkert lið í sögu deildar- innar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik.  deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn aC milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði luis enrique, þjálfari barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn pSg. Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolin- móðir og verðum að halda haus. við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði luis Suarez. „við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. við trúum því inni- lega að þetta sé hægt. ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það barce- lona. við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“ henry@frettabladid.is Tekst Barcelona hið ómögulega? Barcelona þarf að klífa fjall á heimavelli sínum í Meistaradeildinni í kvöld er PSG kemur í heimsókn. lionel Messi þarf að sýna öll helstu töfra- brögðin í kvöld. FRéttABlAðið/GEtty Miðvikudagur 8. mars MEISTARADEILDARMÖRKIN DORTMUND BENFICAKl. 19:45 BARCELONA PARIS SGKl. 19:45 (0-1) (0-4) #CL365#UCL 8 . m a r s 2 0 1 7 m i Ð V i K U D a G U r12 s p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð sport 0 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 7 -0 3 7 C 1 C 6 7 -0 2 4 0 1 C 6 7 -0 1 0 4 1 C 6 6 -F F C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.